Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ 7. september 1975: „Borg- arráð staðfesti 2. september sl. bráðabirgðasamning milli Hitaveitu Reykjavíkur og sænska stórfyrirtækisins Wilong, þar sem sænska fyr- irtækinu er heimilað að gera kostnaðarlega og tæknilega könnun á útflutningi hvera- vatns í stórum stíl til húshit- unar í Svíþjóð. Ef könnunin verður jákvæð gerir sam- komulagið ráð fyrir því að sænska fyrirtækið kaupi um 20 milljón tonn af umfram- vatni Hitaveitu Reykjavíkur en umframgeta hitaveit- unnar er nú um 30 milljónir heitavatnstonna. Að sögn hitaveitustjóra, Jóhannesar Zoëga, mun ráð- gert að flytja heita vatnið ef útflutningur reynist gerleg- ur, með vel einangruðum risatankskipum.“ . . . . . . . . . . 1. september 1985: „Yfirlýs- ing Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, í ræðu á Akureyri í fyrradag um vanþróað og staðnað peningakerfi vekur óhjá- kvæmilega mikla athygli. Í ræðu þessari, sem flutt var við setningu þings ungra sjálfstæðismanna, hélt for- maður Sjálfstæðisflokksins því fram, að hluta af vanda framleiðsluatvinnuvega þjóð- arinnar mætti rekja til þess staðnaða kerfis og að það væri öndvert einstaklingum í viðleitni þeirra til þess að koma upp húsnæði. Þorsteinn Pálsson staðhæfði í ræðu sinni, að í einu lýð- ræðisþjóðfélagi væri banka- og sjóðakerfið ríkisrekið í jafnmiklum mæli og hér á Ís- landi og furðu gegndi hvað almenningur hefði verið seinþreyttur til vandræða. Þorsteinn Pálsson sagði m.a.: „Krafa okkar er sú, að brjótast út úr stöðnuðu kerfi, sem stenzt ekki samjöfnuð við peningakerfi þeirra þjóða, sem búa við minni rík- isafskipti, meira frjálsræði og meiri velmegun.“ . . . . . . . . . . 3. september 1995: „Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra skrifar grein í Morgunblaðið í gær í tilefni af umræðum um landflótta vegna bágra lífskjara og þungrar skattbyrði. Í meg- indráttum er málflutningur fjármálaráðherra sá, að efnahagsbatinn hafi skilað sér til almennings og því til sönnunar bendir hann á, að kaupmáttur heimilanna hafi aukizt um tæplega eitt pró- sentustig umfram þjóð- artekjur og á næsta ári muni þessi aukning skila sér enn betur. Og jafnframt að frá því að hann tók við embætti fjármálaráðherra hafi skatt- ar ekki hækkað og að í ár verði skattatekjur ríkissjóðs lægsta hlutfall af landsfram- leiðslu, sem um getur frá árinu 1987. Ekki skal dregið í efa, að fjármálaráðherra fari rétt með þessar tölur. Hitt fer tæpast á milli mála, að almennir laugþegar upp- lifa þetta með öðrum hætti. Helzta breytingin, sem orðið hefur á launakjörum meg- inþorra launþega er 2.700 króna hækkun á mánuði, sem um var samið í kjara- samningum sl. vetur.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Það er athyglisvert að fylgjast með kosninga- baráttunni í þýskum fjölmiðlum. Flestir fjölmiðlar verja miklum tíma og plássi í kosningarnar. Kosn- ingaloforð flokkanna eru brotin til mergjar í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi. Stjórnmálamenn leggja undir sig spjallþætti og hin pólitíska umræða verður ekki umflúin, þótt hinir skelfilegu atburðir í kjölfar fellibyljarins í Bandaríkjunum yfirskyggi allt annað í fréttum. Áherslur virðast svipaðar hjá flestum fjölmiðlum, en einn sker sig alfarið úr. Dagblaðið Bild styður hægri flokkana – kristilega demókrata (CDU) og systurflokk þeirra í Bæjara- landi (CSU) – og frjálsa demókrata (FDP). Dag eftir dag eru forsíður blaðsins undirlagðar af fréttum, sem ætlað er að grafa undan Schröder. Einn daginn er aðalfyrirsögn blaðsins tekin úr viðtali annars blaðs, Die Zeit, við eiginkonu Schröders þar sem hún gagnrýnir Angelu Merkel fyrir fjölskyldustefnu hennar þegar hún var ráð- herra fjölskyldumála í stjórn Helmuts Kohls. Á forsíðu blaðsins er þeim teflt saman eins og þær séu komnar í stríð. Daginn eftir snýst forsíðufrétt- in um olíuhækkanirnar í kjölfar fellibyljarins Kat- arina, en í fyrirsögn er Schröder einfaldlega spurður hvers vegna hann lækki ekki umhverf- isskattinn á eldsneyti. „Við ráðumst ekki bara á jafnaðarmenn og græningja,“ segir Michael Gärtner, blaðamaður Bild. „Eftir nokkra daga verðum við með frétt um kristilega demókrata.“ Hann dregur þó ekki dul á það að blaðið styður kristilega demókrata. Ástæðan fyrir því að for- vitnilegt er að fylgjast með skrifum Bild um kosn- ingarnar er sú að blaðið er það útbreiddasta í Evr- ópu. Það selst í fjórum milljónum eintaka daglega og nær til 12 milljóna lesenda. Ógerningur er að segja hvaða áhrif skrif blaðsins hafa, en dropinn holar steininn. Mikilvægi kosn- ingaþátttöku Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að mjög stór hluti kjósenda er óákveðinn, allt að helmingur, og er það ótrúlega hátt hlutfall svo skömmu fyrir kosningar. Mjög erfitt er að átta sig á því hvaða flokkar hagnast mest á því. Margir óttast að þessi óákveðni hópur muni ásamt svart- sýni kjósenda leiða til lítillar kosningaþátttöku og í sjónvarpsviðtali á föstudag ítrekaði Joschka Fischer, utanríkisráðherra og leiðtogi græningja, mikilvægi þess að kjósendur neyttu réttar síns. Stefan Simons, blaðamaður Der Spiegel, sagði á fundi með blaðamönnum úr öllum heimshornum í vikunni að líkast til bitnaði lítil kosningaþátttaka verst á jafnaðarmönnum. Litlu flokkarnir þrír hefðu sennilega tryggasta fylgið. Þá væru stuðn- ingsmenn kristilegra demókrata líklegri til að skila sér á kjörstað heldur en kjósendur jafnaðar- manna, sem kynnu að hafa tilhneigingu til að líta svo á að það tæki því ekki að greiða flokki atkvæði, Kosningaplaköt með myndum af Gerhard Schrö U ngur maður situr fyrir framan láréttan skjá og horfir á þrívíða mynd. Fyrir ofan skjáinn eru tvær linsur, sem nema hreyfingu augna hans til þess að stilla af myndina á skjánum þannig að það, sem við blasir birtist skýrt og greinilega. Á litlum tölvuskjá má fylgjast með því hvernig linsurnar leita augu áhorfandans uppi og þegar þau eru fundin birtast litlir kassar til marks um að miðið sé læst. Eina stundina er maðurinn staddur í blómagarði, þá næstu koma litlir boltar fljúgandi á móti honum og hann virðist helst vilja víkja sér undan. Við erum stödd á alþjóðlegu fjölmiðlasýning- unni í Berlín, sem var sett í gær, föstudag. Þrí- víddarsjónvarpið er runnið undan rifjum Fraunhofer-stofnunarinnar í München og er dæmi um tækni í þróun. Aðalatriði á sýningunni er hins vegar skýrleikasjónvarpið, HDTV, sem framleiðendur á sýningunni keppast hver um ann- an þveran við að kynna og segja að tími þess sé kominn. Myndin í þýskri pólitík er hins vegar ekki jafn skýr. Þjóðverjar ganga eftir tvær vikur að kjörborðinu í kosningum, sem var boðað til ári áð- ur en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Það fer ekki fram hjá neinum að kosningar eru í vændum í Þýskalandi. Hvert sem litið er hanga kosninga- spjöld með andlitum stjórnmálamanna. Oftast sjást andlit Gerhards Schröders kanslara og Ang- elu Merkel, kanslaraefnis kristilegra demókrata. Skilaboðin eru einföld. „Sá sem vill félagslegt rétt- læti verður að standa fastur fyrir,“ segir Schröd- er. „Meiri hagvöxt, meiri atvinnu,“ segir Merkel. Pattstaða í þýsk- um stjórnmálum Ástæðan fyrir því að boðað er til kosninga ári fyrr en ella í Þýska- landi er pattstaða í þýskum stjórnmálum. Þótt stjórnarflokkar jafn- aðarmanna og græningja hafi meirihluta í neðri deild þingsins, hefur stjórnarandstaðan meiri- hluta í efri deildinni, sem skipuð er í samræmi við valdahlutföllin í sambandslöndum Þýskalands. Þar hafa jafnaðarmenn goldið afhroð í hverjum kosningunum á fætur öðrum og fyrir vikið hefur stjórnarandstaðan ítrekað getað sett Schröder stólinn fyrir dyrnar. Í stað þess að sitja lamaður á kanslarastóli á meðan efnahagslífið kallaði á að- gerðir ákvað Schröder að bjóða stjórnarandstöð- unni byrginn og boða til kosninga. Þar með tók hann áhættu, sem gæti hæglega kostað hann kanslaraembættið. Stjórnarflokkarnir hafa átt á brattann að sækja um nokkurt skeið og á því hefur lítil breyting orðið frá því að Schröder kom því í kring að þingið sam- þykkti að lýsa yfir vantrausti á stjórn hans, sem leiddi til þess að þing var rofið og boðað til kosn- inga 18. september. Það er hins vegar ekki hægt að afskrifa Schröder. Það kom í ljós í kosning- unum fyrir þremur árum, þegar stjórn hans hélt með naumindum velli. Þessi staða hefur hins veg- ar snúið hlutverkum frambjóðendanna við. „Sitj- andi kanslari rekur kosningabaráttu í hlutverki áskorandans gegn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem þarf að tala eins og hún sitji þegar við völd,“ sagði í fréttaskýringu í vikublaðinu Die Zeit, sem kom út á fimmtudag. „Fólk sækir kosningafundi Schröders ekki síst til að sjá hvort honum takist að gefa bæði sjálfum sér og áhorfendum sínum til kynna að hann geti enn haft það af þótt ekkert hreyfist í skoðanakönnunum þrátt fyrir [glappa- skot] Stoibers, Íran og flóð [í Ölpunum]. Maður spyr sig líka hvort hann sæki kraft með því að dá- leiða sjálfan sig eða hvort hann sé sprottinn af því að hann finni þegar fyrir þeirri frelsistilfinningu að vera laus við embættisskyldur sínar. Fólk fer hins vegar á kosningafundi Merkel til að sjá hvort hún sé þeim vanda vaxin að axla ábyrgðina, sem hún virðist hafa tryggt sér.“ Litrík kosninga- barátta Kosningabaráttan í Þýskalandi er vand- lega skipulögð. Hvert orð, sem frambjóðend- urnir segja, er grandskoðað og öll blæbrigði skipta máli, meira að segja þegar slegið er á létta strengi. Schröder og kona hans, Doris Schröder- Kopf, eiga tvær dætur. Önnur þeirra er ættleidd og ber nafnið Viktoria. Ráðgjöfum Schröders fannst hann vera farinn að tala full oft um það hvað sér þætti gott að verja tíma með dætrum sín- um líkt og hann væri þegar byrjaður að sætta sig við ósigur. Þegar hann fór að gantast með að 18. september snerist um „sigur eða Viktoriu“ var þeim nóg boðið. Ræður kanslarans máttu ekki hljóma eins og hann hlakkaði til að losna úr emb- ætti. Nú segir Schröder að hann óski sér „sigurs og Viktoriu“. HARÐAR TEKIÐ Á HEIMILISOFBELDI Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra greindi frá því í fyrra-dag að hann hygðist annars vegar leggja til við Alþingi breytingar á lögum til þess að harðar verði tekið á heimilisofbeldi og hins vegar yrðu samþykktar nýjar verklagsreglur rík- islögreglustjóra um rannsókn heimil- isofbeldismála. Þetta var tímabært, enda hefur oft verið bent á það und- anfarin ár að gildandi lög dugi ekki til að refsa megi þeim, sem beita maka sinn og börn langvarandi líkamlegu og andlegu ofbeldi – sem er því miður skelfilega algengt. Í ræðu sinni á norrænni ráðstefnu um kynbundið ofbeldi, sem haldin er í Reykjavík, sagði dómsmálaráðherra að hann hygðist gera tillögu refsirétt- arnefndar að sinni; að við almenn hegningarlög verði bætt sérstakri refsiþyngingarástæðu, þar sem náin tengsl geranda og brotaþola þykja hafa gert árásina grófari. Þá tekur hann undir tillögu nefndarinnar um að ákvæði 191. greinar hegningarlaga verði gerð skýrari, meðal annars vegna ákvæða stjórnarskrár sem krefjast þess að refsiákvæði séu skýr svo að þeim verði beitt. Þessi laga- grein fjallar um það að ef maður mis- býður með stórfelldri vanrækslu eða móðgunum maka sínum, börnum eða foreldrum, geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. „Ég hef ákveðið að gera báðar þess- ar tillögur að mínum og mun fela nefndinni að fara yfir þessa grein hegningarlaganna í því skyni að skýra hana betur í ljósi refsiheimilda,“ sagði dómsmálaráðherra í ræðu sinni. „Mér þykir, eins og áður er sagt, eðlilegt að litið verði sérstaklega til náinna tengsla geranda og brotaþola, og þannig sýni löggjafinn, og væntanlega dómstólar í framhaldinu, að hann líti það sérstaklega alvarlegum augum ef maður, karl eða kona, vinnur sínum nánustu mein. Með því er ekki aðeins unnið hið hefðbundna mein sem hlýst af ofbeldinu, heldur einnig brugðist því trausti sem hver maður vill geta borið til sinna nánustu.“ Með þessu er brugðizt við þeirri gagnrýni, að íslenzk lög láti eins og heimilisofbeldi sé ekki til. Ekki er gengið svo langt að bæta sérstakri skilgreiningu á heimilisofbeldi í lög, eins og ýmsir hafa lagt til. Vafalaust sýnir reynslan fljótlega hvort þessi ákvæði duga til að stöðva heimilisof- beldismenn. Ráðherra benti á að refsiákvæði dygðu ekki ein og sér. Mál þyrftu að upplýsast til að koma mætti fram refs- ingu og rannsókn þeirra væri afar mikilvæg. „Mikilvægt er, að hvorki sá sem kærir alvarleg brot, né sá sem slík kærast beinist að, hafi ástæðu til þess að ætla að litið sé á brotin sem léttvæg aukaatriði og kvabb sem varla þurfi að sinna,“ sagði hann. Í þessu skyni hefur ríkislögreglustjóri samið drög að verklagsreglum um meðferð mála, sem varða heimilisofbeldi, „með það að markmiði að rannsókn verði skýr og markviss og í samræmi við það hversu alvarlegum augum við lít- um þessi brot,“ eins og ráðherra orð- aði það. Með þessu ætti að vera tryggt að lögregla taki á „heimilisófriði“ eins og öðrum ofbeldismálum. Björn Bjarnason benti á það í ræðu sinni að ekki væri allt unnið í þessum efnum með lagabreytingum. Það er rétt. Hér þarf fyrst og fremst hugar- farsbreytingu. Það er ennþá of út- breitt viðhorf að friðhelgi einkalífsins verji þá, sem beita maka sína eða börn ofbeldi. En ofbeldi er aldrei réttlæt- anlegt, hvorki innan veggja heimilis- ins né utan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.