Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 7 FRÉTTIR Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. 10-60% AFSLÁTTUR Tilboðsdagar Rúmföt - handklæði - rúmteppi - gjafavara Barnaefni 200 kr. metrinn FERÐAMENN, sem hingað komu frá meginlandi Evrópu sl. vetur, dvöldu hér að meðaltali í 7 nætur en Bandaríkjamenn, Bretar og Norðurlandabúar dvöldu hér tæp- lega 5 nætur að jafnaði. Í báðum tilfellum hefur meðaldvalarlengd lengst frá árinu 2000. Þetta kem- ur meðal annars fram í vetr- arkönnun Ferðamálaráðs. Langflestir svarenda í könn- uninni nefndu náttúruna og land- ið þegar spurt var um hvaðan hugmynd að Íslandsheimsókn hafi komið. Næstflestir nefndu vini/ættingja og síðan þætti eins og viðskiptatengsl, netið og ferðabæklinga. Þá vegur náttúr- an sem fyrr þyngst þegar ákvörð- un um Íslandsferð er tekin. Fimmtungur komið áður Netið er langöflugasti upplýs- ingamiðill erlendra ferðamanna um Ísland. Ríflega helmingur svarenda sagðist nota það og var hlutfallið hæst hjá Bandaríkja- mönnum og Þjóðverjum. Um fimmtungur vetrargesta hafði komið áður til landsins. Þegar skoðað var í hvaða landshluta var gist kom í ljós að hærra hlutfall gesta gisti utan höfuðborgarsvæðisins en fram kom í síðustu könnun. Sér- staklega hefur hlutur Suðurlands vaxið og segir Ferðamálaráð að það bendi til betri dreifingar gesta en áður. Meðaldvöl sé þó sem fyrr lengst í Reykjavík. Nátt- úruskoðun var líkt og í fyrri könnunum efst á blaði þegar spurt var um nýtingu á afþrey- ingu. Ferðamenn dveljast lengur Morgunblaðið/Brynjar Gauti MEIRIHLUTI þjóðarinnar, eða 57%, telur mikilvægara að virðis- aukaskatturinn verði lækkaður en tekjuskatturinn. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Nokkur munur er á skoðun eftir aldri svar- enda. Yngri hópurinn, fólk á aldr- inum 18 til 24 ára, sker sig úr að því leyti að um 56% þeirra telja mik- ilvægara að tekjuskattur sé lækk- aður. Aðrir aldurshópar telja mik- ilvægara að virðisaukaskatturinn sé lækkaður. Rúmlega 65% fólks á aldrinum 55 til 57 ára telja mik- ilvægara að virðisaukaskatturinn sé lækkaður. Ekki reyndist munur á skoðunum fólks eftir kyni, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðun. Hins vegar reyndist munur eftir því hverjar fjölskyldutekjurnar voru. Þannig töldu þeir sem eru með hæstu fjölskyldutekjurnar mikil- vægara að lækka tekjuskatt eða um 52%, en þeir sem eru með lægri fjölskyldutekjur töldu hins vegar mikilvægara að lækka virðisauka- skatt. Könnunin fór fram 10.–22. ágúst. Var úrtakið 1.218 manns og svar- hlutfall um 62%. Mikilvægara að lækka virð- isaukaskatt HALLDÓR Ásgrímsson, for- sætisráðherra, hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sent Ibra- him al-Jáafari, forsætisráð- herra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins í seinustu viku, þegar tæplega 1000 Írak- ar létu lífið í Kazamiyah hverf- inu í Bagdad. Samúðar- skeyti til Íraks AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.