Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 7 FRÉTTIR Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. 10-60% AFSLÁTTUR Tilboðsdagar Rúmföt - handklæði - rúmteppi - gjafavara Barnaefni 200 kr. metrinn FERÐAMENN, sem hingað komu frá meginlandi Evrópu sl. vetur, dvöldu hér að meðaltali í 7 nætur en Bandaríkjamenn, Bretar og Norðurlandabúar dvöldu hér tæp- lega 5 nætur að jafnaði. Í báðum tilfellum hefur meðaldvalarlengd lengst frá árinu 2000. Þetta kem- ur meðal annars fram í vetr- arkönnun Ferðamálaráðs. Langflestir svarenda í könn- uninni nefndu náttúruna og land- ið þegar spurt var um hvaðan hugmynd að Íslandsheimsókn hafi komið. Næstflestir nefndu vini/ættingja og síðan þætti eins og viðskiptatengsl, netið og ferðabæklinga. Þá vegur náttúr- an sem fyrr þyngst þegar ákvörð- un um Íslandsferð er tekin. Fimmtungur komið áður Netið er langöflugasti upplýs- ingamiðill erlendra ferðamanna um Ísland. Ríflega helmingur svarenda sagðist nota það og var hlutfallið hæst hjá Bandaríkja- mönnum og Þjóðverjum. Um fimmtungur vetrargesta hafði komið áður til landsins. Þegar skoðað var í hvaða landshluta var gist kom í ljós að hærra hlutfall gesta gisti utan höfuðborgarsvæðisins en fram kom í síðustu könnun. Sér- staklega hefur hlutur Suðurlands vaxið og segir Ferðamálaráð að það bendi til betri dreifingar gesta en áður. Meðaldvöl sé þó sem fyrr lengst í Reykjavík. Nátt- úruskoðun var líkt og í fyrri könnunum efst á blaði þegar spurt var um nýtingu á afþrey- ingu. Ferðamenn dveljast lengur Morgunblaðið/Brynjar Gauti MEIRIHLUTI þjóðarinnar, eða 57%, telur mikilvægara að virðis- aukaskatturinn verði lækkaður en tekjuskatturinn. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Nokkur munur er á skoðun eftir aldri svar- enda. Yngri hópurinn, fólk á aldr- inum 18 til 24 ára, sker sig úr að því leyti að um 56% þeirra telja mik- ilvægara að tekjuskattur sé lækk- aður. Aðrir aldurshópar telja mik- ilvægara að virðisaukaskatturinn sé lækkaður. Rúmlega 65% fólks á aldrinum 55 til 57 ára telja mik- ilvægara að virðisaukaskatturinn sé lækkaður. Ekki reyndist munur á skoðunum fólks eftir kyni, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðun. Hins vegar reyndist munur eftir því hverjar fjölskyldutekjurnar voru. Þannig töldu þeir sem eru með hæstu fjölskyldutekjurnar mikil- vægara að lækka tekjuskatt eða um 52%, en þeir sem eru með lægri fjölskyldutekjur töldu hins vegar mikilvægara að lækka virðisauka- skatt. Könnunin fór fram 10.–22. ágúst. Var úrtakið 1.218 manns og svar- hlutfall um 62%. Mikilvægara að lækka virð- isaukaskatt HALLDÓR Ásgrímsson, for- sætisráðherra, hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sent Ibra- him al-Jáafari, forsætisráð- herra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins í seinustu viku, þegar tæplega 1000 Írak- ar létu lífið í Kazamiyah hverf- inu í Bagdad. Samúðar- skeyti til Íraks AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.