Morgunblaðið - 22.09.2005, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT TÓNLISTARHÚS
É
g hef tekið þátt í mörg-
um samkeppnum á
þeim tuttugu árum
sem ég hef verið í
bransanum, en hef
aldrei komið að verkefni sem er eins
umfangsmikið, hvort heldur er í tíma
né að stærð og þetta. Hér er um feiki-
lega flókið verkefni að ræða, en að
sama skapi ákaflega spennandi,“ seg-
ir Sigurður Einarsson, hönn-
unarstjóri Tónlistarhúss í Reykjavík,
en Sigurður er arkitekt hjá Batt-
eríinu ehf. sem stendur að Portus-
hópnum, ásamt Nýsi hf., Íslenskum
aðalverktökum hf., Landsafli hf.,
Henning Larsens Tegnestue A/S,
Rambøll Danmark A/S, Hönnun hf.,
Hnit hf. og Tryggva Tryggvasyni
arkitekt, en í gær var tilkynnt að til-
laga Portus að tónlistarhúsi, ráð-
stefnumiðstöð og hóteli við Reykja-
víkurhöfn hefði orðið fyrir valinu í
samningskaupaferlinu.
Að sögn Sigurðar fólst talsverður
undirbúningur í því að setja saman
hópinn sem kemur að Portus-
hópnum þar sem ekki var um hefð-
bundna arkitektasamkeppni að ræða
heldur samkeppni um tilboð í einka-
framkvæmd. Aðspurður segir Sig-
urður það sitt hlutverk sem hönn-
unarstjóra að halda utan um allt
verkið, samræma hluti og passa upp á
að allt gangi upp. Segir hann hönn-
unarvinnuna fram að þessu hafa ein-
kennst af náinni samvinnu allra
þeirra hönnuða og ráðgjafa sem að
verkinu komi sem og fjárfestanna,
sem hafi gefið verkinu mun meiri
dýpt en ella. Í þessu samhengi nefnir
Sigurður sérstaklega hlut Ólafs Elí-
assonar, sem er listrænn hönnuður
byggingarinnar, Peers Teglgaards
Jeppesens, arkitekts sem er meðeig-
andi í Henning Larsens Tegnestue og
aðalhönnuður Óperuhússins í Kaup-
mannahöfn, og aðkomu Vladimirs
Ashkenazys og Jaspers Parrotts, um-
boðsmanns hans, sem fengnir voru að
verkinu sem listrænir ráðgjafar til að
skipuleggja viðburði tónlistarhússins
fyrstu rekstrarárin.
Samspil andstæðna
Aðspurður segir Sigurður hönnun
hússins hafa mótast af áhrifum frá
stórbrotinni og svipmikilli náttúru Ís-
lands. „Þannig má segja að byggingin
sé bæði undir áhrifum íss og elds, því
glerhjúpurinn sem Ólafur hannar og
umlykur bygginguna minnir á ís, en á
sama tíma endurspeglar glerið um-
hverfið og sólina og gefur þannig til-
finningu fyrir eldi eða hita. Ólafur fer
svo sannarlega á flug í glerverki sínu
sem byggist á stuðlabergsforminu og
framkallar ljósalist sem varpast yfir
kassana þrjá sem rúma salina, en
kassarnir verða þaktir sléttri, ljósri
steypu til þess að litasinfónían úr
glerhjúp Ólafs fái virkilega notið sín,“
segir Sigurður og bendir á að í hönn-
uninni sé lögð sérstök áhersla á sam-
spil andstæðna. „Þannig einkennist
glerhjúpurinn af köntuðum formum
stuðlabergins en salirnir verða eins
og viðarklæddar mjúkar öskjur þar
sem mýktin er ríkjandi.“
Af teikningum má sjá að gert er
ráð fyrir að gengið verði inn á jarð-
hæð þar sem finna má kaffihús, miða-
sölu, verslun, ráðstefnuherbergi,
smærri ráðstefnusali og tónlistar-
akademíu svo eitthvað sé nefnt. Það-
an liggur leiðin upp eina hæð þar sem
salirnir þrír eru ásamt svæði fyrir
áhorfendur fyrir og eftir viðburði sem
og í hléi. „Um er að ræða þrjá sali
sem liggja hlið við hlið og eru eins og
þrír frístandandi kassar. Hægt verð-
ur að samnýta þá ef um t.d. tónlist-
arhátíð eða ráðstefnu er að ræða þar
sem æskilegt er að fólk flæði óhindr-
að um fremra rýmið, en einnig verður
hægt að einangra hvern sal fyrir sig
með ákveðnu áhorfendasvæði ef um
þrjá ótengda atburði er að ræða sama
kvöldið,“ segir Sigurður.
Svalir til allra átta
Eins og áður hefur komið fram
verða salirnir þrír mismunandi að
stærð og hlutverki. „Við erum með
ráðstefnusal fyrir 750 manns sem er
með minni lofthæð, en hinir salirnir
tveir og er sá salur aðallega hugsaður
fyrir talað mál og rafmagnaða tónlist,
s.s. rokkkonserta. Þessum sal verður
einnig hægt að skipta upp í tvo minni
sali. Síðan höfum við 450 sæta æf-
ingasal sem er fyrst og fremst hugs-
aður sem æfingasalur fyrir Sinfón-
íuhljómsveitina, en við höfum sett
fram hugmynd um að hægt verði að
minnka þann sal með ákveðnum skil-
veggjum, þ.e. hreyfanlegum veggj-
um, þannig að það fari ekki illa um
50-100 manns á litlum kammertón-
leikum,“ segir Sigurður og bendir á
að í öðrum enda salarins verði gler-
veggur sem þýði að hægt verði að láta
dagsbirtuna leika um salinn á dagæf-
ingum Sinfóníunnar, auk þess sem
möguleiki gefist á því að gestir bygg-
ingarinnar geti fengið að fylgjast með
æfingum hljómsveitarinnar í gegnum
glervegginn. Hins vegar verður auð-
vitað einnig hægt að draga fyrir, kjósi
tónlistarmenn það.
„Mestu áhersluna leggjum við á
stærsta salinn sem er aðalhluti húss-
ins, en sá salur mun taka 1.800 manns
í sæti, miðað við að setið verði einnig
fyrir aftan sviðið. Sá salur er með
langmestu lofthæðinni til þess að hafa
sem mest rúmtak. Líkt og hinir tveir
salirnir verður hann viðarklæddur og
höfum við rætt um að gefa salnum
rauðbrúnleitan blæ með hlyn, þ.e.
þann heita tón sem einkennir
strengjahljóðfæri,“ segir Sigurður og
bendir á að sérhanna þurfi hvern ein-
asta fersentimetra í hliðarveggjum
salarins og svölum með tilliti til
hljómburðar, en veggþiljurnar verða
einnig hannaðar með stuðlabergs-
minnið í huga. „Til hliðar í salnum aft-
an við svalirnar er gert ráð fyrir óm-
rýmum sem hægt er að opna með
sérstökum hlerum, og það eykur
rúmmál salarins næstum um helm-
ing, en það er gert til að skapa
ákveðna vídd í músíkinni þegar tón-
listin kallar á það. Inni í þessum óm-
rýmum reiknum við að vera með lýs-
ingu sem getur skapað mismunandi
litbrigði, auk þess sem við getum
dregið dagsbirtu í gegnum þakglugga
inn í salinn í gegnum þessi hlið-
arrými, þannig að við getum gert
mjög margt til að breyta um and-
rúmsloft í salnum,“ segir Sigurður og
leggur áherslu á að útgangspunkt-
urinn í allri hönnuninni sé að yf-
irbragðið sé yfirvegað og klassískt.
„Enda verið að reisa hús sem standa
mun um ókomin ár.“
Þess má geta að byggingin er sam-
tals um sex þúsund fermetrum stærri
en áskilið var af hendi verkkaupa sem
skýrist að sögn Sigurðar af því að
fjárfestar verksins töldu það væn-
legra til frambúðar að hafa meira
rými þar sem í því felist auknir mögu-
leikar á nýtingu. Sem dæmi má nefna
að á fjórðu hæð byggingarinnar er að
sögn Sigurðar gert ráð fyrir veit-
ingastað með útsýni yfir Kvosina fyr-
ir allt að tvö hundruð manns og á
fimmtu hæðinni verða stórar hallandi
svalir sem snúa út að Faxaflóa og
Esjunni þar sem hægt væri að vera
með útitónleika og myndlistarsýn-
ingu svo dæmi séu nefnd. Raunar er
gert ráð fyrir svölum til allra átta á
mismunandi hæðum. Eins og fyrr var
getið er byggingin á sjö hæðum, en
gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir lista-
menn og aðra starfsemi á efstu fimm
hæðum hússins, s.s. búningsherbergi
og skrifstofur.
Reykjatorg skapar dulúð sem
umvefur bygginguna
Tónlistarhús erlendis vekja oft á
tíðum sérstaka athygli fyrir spenn-
andi og flotta hönnun sína. Aðspurður
segir Sigurður það hafa verið eitt af
markmiðum við hönnun tónlistarhúss
við höfnina að það væri þess virði að
skoða. „Við hönnun byggingarinnar
höfðum við það í huga að hún yrði
þess eðlis að það yrði þess virði að
koma til Íslands þó ekki væri nema til
þess að skoða þetta hús,“ segir Sig-
urður og bendir á að ráðgert verði að
bjóða upp á sýningarferðir um húsið
líkt og gert er í Óperuhúsinu í Kaup-
mannahöfn.
Eitt af því sem væntanlega mun
vekja sérstaka erlendra gesta er svo-
nefnt Reykjatorg sem fyrirhugað er
að reisa fyrir framan tónlistarhúsið.
Á torginu verða litlar eyjar, sumar
eru veitingastaðir og kaffihús en aðr-
ar eru hluti af heilsulind hótelsins,
sem fyrirhugað er að reisa gegnt tón-
listarhúsinu. „Þetta torg verður um-
lukt gufu og þannig mynduð sann-
kölluð hverastemning í kringum
mannvirkið. Segja má að við séum
með þessu móti að skapa sérstaka
„reykvíska“ stemningu sem verður
vafalaust alveg einstök, því menn
spreða ekki svona með heitu vatni
annars staðar í heiminum,“ segir Sig-
urður og tekur fram að einn af út-
gangspunktunum við hönnunina hafi
verið að skapa ákveðna „mystík“ eða
dulúð í kringum tónlistarhúsið.
Ekki er hægt að sleppa Sigurði án
þess að spyrja hann hvaða þýðingu
það hafi fyrir hann og fyrirtækin sem
að Portus-hópnum standa að hafa
orðið fyrir valinu við byggingu tón-
listarhússins. „Þetta er auðvitað al-
gjör vítamínssprauta. Ég sé þetta
sem frábært tækifæri til að gera góða
og framúrskarandi hluti. Við arki-
tektar erum því marki brenndir að
við erum alltaf að baslast við að gera
hlutina sem allra best og stundum
notar maður allt of mikinn tíma í
vinnuna miðað við það sem maður
fær greitt fyrir, þar sem metnaðurinn
keyrir mann stundum úr hófi fram,
en það hlýtur að vera markmið allra
arkitektastofa að gera sem flottasta
og besta hluti. Að mínu mati eru
bestu launin alltaf þakklátur og
ánægður verkkaupi. Í þessu tilfelli er
verkkaupinn almenningur í gegnum
ríkið og því skiptir okkur öllu máli að
almenningur verði ánægður með út-
komuna.“
Yfirvegað og klassískt
yfirbragð í fyrirrúmi
Tilkynnt var á blaðamannafundi í gær að til-
laga Portus-hópsins að tónlistarhúsi, ráð-
stefnumiðstöð og hóteli við Reykjavíkurhöfn
hefði orðið fyrir valinu í samningskaupaferlinu.
Í samtali við Silju Björk Huldudóttur segir
Sigurður Einarsson, hönnunarstjóri hópsins,
um feikilega flókið en að sama skapi spennandi
verkefni að ræða.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Þetta er frábært tækifæri til að gera framúrskarandi hluti,“ segir Sig-
urður Einarsson, hönnunarstjóri Tónlistarhúss í Reykjavík.
silja@mbl.is
! ! "
# !
# $ %
Uppdráttur af hafnarsvæðinu. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er í rauðum lit
nyrst, en aðrar byggingar í grænum lit til suðvesturs.