Morgunblaðið - 22.09.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 29
DAGLEGT LÍF
ÁSTARHREIÐRIÐ fyrir hunda var
opnað í Sao Paulo í Suður-Ameríku í
síðasta mánuði en hugmyndin vakn-
aði vegna þúsunda slíkra hótela sem
leigja út herbergi til brasilískra para
fjórar klukkustundir í senn. Her-
bergin eru skreytt loppuförum og
hjartalaga speglum, loftkæld og þar
er hægt að hlusta á rómantíska tón-
list eða horfa á kvikmyndir. Verðið
er 41 bandaríkjadalur fyrir tvær
klukkustundir sem samsvarar um
2.500 íslenskum krónum.
Reuters
Tveir Yorkshire terrier-hundar, Billy til hægri og Jully til vinstri, sjást hér
sitja á rúmi í herbergi á gæludýrahóteli í Sao Paulo.
GÆLUDÝR
Ástarhreiður
fyrir hunda
NOTKUN nagladekkja getur ver-
ið varhugaverð bæði af umhverfis-
og heilsufarsástæðum. Í sænska
neytendablaðinu Råd och Rön
kemur fram að örlitlar agnir sem
myndast m.a. þegar nagladekk
eyða malbiki geta verið mjög
hættulegar heilsunni og hefur m.a.
fundist mikið magn af þeim í
Stokkhólmi.
Með því að minnka notk-
un nagladekkja um helming
er hægt að minnka magn
þessara agna um 25%.
Rannsóknir hafa sýnt að
1.800 Svíar deyja ótíma-
bærum dauða á ári vegna
þessara hættulegu agna í
loftinu.
Það eru þrisvar sinnum
fleiri en þeir sem farast í um-
ferðarslysum. Í sumum löndum
hefur verið gripið til aðgerða
til að stemma stigu við notkun
nagladekkja. T.d. að leggja
hærri gjöld eða skatta á
nagladekk en venjuleg vetr-
ardekk. Umhverfisfulltrúi í
Stokkhólmi leggur áherslu á
að þess misskilnings gæti að
nagladekk séu mun öruggari,
venjuleg vetrardekk geti ein-
mitt verið öruggari, auk þess að
vera betri fyrir umhverfið.
NAGLADEKK
Agnir úr dekkjunum
hættulegar heilsu fólks
ANDRÚMSLOFTIÐ í æðstu
stöðunum í viðskiptalífinu, póli-
tíkin og karlaklúbbsmenningin
á toppnum fælir sumar konur
frá því að feta framabrautina.
Þær vilja þá heldur menningu
sem einkennist af því að stjórn-
andinn sé metinn á grundvelli
árangurs. Þetta eru meðal nið-
urstaðna úr könnun breskrar
stofnunar, CIPD, en greint er
frá þeim á vef Svenska Dag-
bladet. Þátttakendur í könnun-
inni, konur í stjórnunarstöðum,
reyndust falla í þrjá hópa skv.
niðurstöðum spurningalista:
Þær sem njóta velgengni í
starfi og vilja starfa í við-
skiptaumhverfi. Þeim er skipt í
tvo undirhópa:
Annars vegar þær sem vilja
hafa áhrif og stjórna og hins
vegar þær sem eru óánægðar
og finnst þær færa of miklar
persónulegar fórnir til að ná í
æðstu stöður.
Þær sem hafa stofnað eigin
fyrirtæki eftir að hafa verið á
framabraut innan annarra fyr-
irtækja til að geta sinnt stjórn-
unarstörfunum á eigin for-
sendum.
Þær sem yfirgefa viðskipta-
lífið áður en þær ná toppnum
þar sem þeim finnst þær ekki
fá verðskuldaða viðurkenningu
fyrir störf sín sem þær gætu þó
fengið á öðrum vettvangi.
STJÓRNUN
And-
rúmsloft-
ið fælir
konur frá
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Hnattvæðing
– hraðbraut í báðar áttir
„Bókin Straumhvörf er hvort tveggja í senn
fræðandi og upplýsandi. Hún varpar skýru ljósi á
hvernig íslenskt þjóðfélag hefur alþjóðavæðst á
undanförnum árum.“
– Ásta Dís Óladóttir, Aðjúnkt við Viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Íslands.
Þór Sigfússon
Straumhvörf eru að eiga sér stað í íslensku
viðskiptalífi. Íslensk fyrirtæki hafa gert strandhögg
á erlendri grundu núna í rúman áratug og erlendir
fjárfestar eru farnir að horfa mun meira til Íslands
sem fjárfestingarkost.
• Hvaða tækifæri felast í gagnkvæmum tengslum
fyrirtækja yfir landamæri?
• Hvers vegna er útrás íslenskra fyrirtækja aðallega
í bankastarfsemi, iðnaði, verslun og þjónustu?
• Hvernig löðum við erlenda fjárfesta til Íslands?
• Hvers vegna er þessi útrásarþrá í Íslendingum?
• Hver verður þróunin í hnattvæðingu íslenskra
fyrirtækja í framtíðinni?
Þessum spurningum og fleirum svarar Þór Sigfússon
í glænýrri bók sinni Straumhvörf. Bókin á erindi
við alla stjórnendur í dag og þá sem hafa áhuga á
íslensku viðskiptalífi.
KEMUR Í
VERSLANIR
Í DAG