Morgunblaðið - 22.09.2005, Side 43

Morgunblaðið - 22.09.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 43 DAGBÓK Hvort sem þú þarft að selja eða leigja atvinnuhúsnæði þá ertu í góð- um höndum hjá Inga B. Albertssyni. Nú er góður sölutími sölutími fram- undan - ekki missa af honum. Vandaðu valið og veldu fasteigna- sölu sem er landsþekkt fyrir traust og ábyrg vinnubrögð. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali ATVINNUHÚSNÆÐI HAFÐU SAMBAND Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð á framangreindu svæði. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. ÍBÚÐ VIÐ MIÐBORGINA ÓSKAST - T.D. Í 101 SKUGGI - VIÐ KLAPPARSTÍG EÐA SKÚLAGÖTU Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali EINBÝLISHÚS AUSTURGERÐI 5 BÚSTAÐAHVERFI 108 REYKJAVÍK Fallegt 250 fm einbýli, ein og hálf hæð, í enda á lokaðri götu. Húsið má nota sem tvær íbúðir eða 9 herbergja einbýli. Einnig með vinnuaðstöðu á neðri hæðinni t.d. smá framleiðslu, studío eða skrifstofur. Innbyggður bílskúr, og nokkur bílastæði. Vandað hús með vel ræktaðri lóð og fallegu útsýni. Glæsileg eign á góðum stað í austurborginni. Arkitekt Skarphéðinn Jóhannsson. Ásett verð kr. 56 millj. eða tilboð. Allar upplýsingar og teikningar af húsinu eru hjá fasteignasölunum Höfða 533 6050. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, bað og jóga kl. 9. Boccía kl. 10. Myndlist kl. 13, Sheena. Videóstund kl. 13.15, matur kl. 11.30–12.30, kaffi. Allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið öllum opið kl. 9–16. Skráning stendur yfir í postulíns- og framsagnarnámskeið. Kynntu þér haustdagskrána. Sími 588 9533. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Haustlitaferð 29. sept.: Brott- för frá Gullsmára kl. 13.15 og frá Gjá- bakka kl. 13.30. Ekin verður gamla leiðin fyrir Hvalfjörð. Áð að Ferstiklu. Síðan ekinn Dragháls, inn með Skorra- dalsvatni að Braathenslundi. Kaffi- hlaðborð að Skessubrunni í Svínadal. Gamanmál, söngur og dans. Skráning- arlistar í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Fyrirhugað er að námskeið í stafgöngu hefjist 29. sept. ef næg þátttaka, skráning og uppl. í síma 588 2111. Skemmtikvöld verður föst. 30. sept. í Stangarhyl 4, skemmtiatriði og dans, skráning í síma 588 2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gull- smárabids. Bridsdeild FEBK í Gull- smára spilar alla mánu- og fimmtu- daga. Þátttökugjöld kr. 200. Skráning kl. 12.45. Spil hefst stundvíslega kl. 13. Kaffi og heimabakað meðlæti fáanlegt í spilahléi. Allir e. borgarar velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.45, innigolf kl. 11.30 og karlaleikfimi kl. 13.15 í Mýri. Málun kl. 13 og ullarþæfing og perlur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Lokað í Garðabergi vegna ferðar á vegum Kvenfélagsins. Félagsstarfið Langahlíð 3 | Almenn handmennt kl. 13–17. Bingó kl. 15. Furugerði 1 | og Norðurbrún 1. Haust- litaferðinni er frestað til föstudags 23. sept. á sama tíma. Uppl í Norðurbrún í síma 568 6960. Messa í Furugerði 1 á föstudag kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsd. All- ir velkomnir. Gerðuberg | Kl. 10.30 helgistund, um- sjón sr. Svavar Stefánsson. Kl. 12.30 myndlist, geisladiskasaumur, krílaðir skartgripir o.fl. Fimmtud. 29. sept. kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í samstarfi við Seljaskóla, allir velkomnir.„Hjáverk í amstri daga“ listmunasýning Einars Árnasonar stendur yfir. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kaffi, spjall, dagblöðin, hár- greiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.20. Gler- bræðsla kl. 13. Opið hús, kynning á vetrarstarfinu, fræðsla um heilsuefl- andi heimsóknir kl. 14. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir kl. 9– 16 hjá Halldóru. Boccia kl. 10–11. Fé- lagsvist kl. 13.30, kaffi og nýbakað. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaað- gerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er op- ið öllum 9–16. Fastir liðir eins og venju- lega. Skráning á tölvu-, listþæfingar- og framsagnarnámskeið stendur yfir. Skoðaðu haustdagskána. Síminn er 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogslaug á morgun kl. 9.30. Laugardalshópurinn í Þróttarheim- ilinu | Leikfimi kl. 12.10 í Þrótti. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 leir, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, kl. 10 ganga, kl. 13–16.30 leir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–10 boccia. Kl. 9.15– 14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 10.15–11.45 spænska. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–14 leikfimi. Kl. 13– 16 kóræfing. Kl. 13–16 glerbræðsla. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vesturgata 7 | Haustlitaferð í dag kl. 13. Ekið til Þingvalla, komið við í þjón- ustumiðstöðinni. Ekið meðfram Þing- vallavatni niður með Sogni. Veitingar í Þrastarlundi að eigin vali. Skráning í síma 535 2740. Allir eru velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9– 12.30, bókband kl. 9– 13, penna- saumur kl. 9–13, boccia kl. 10–11. Hand- mennt alm. kl. 13–16.30, glerskurður kl. 13–17. Hárgreiðslu- og fótaaðgerð- arstofa opnar kl. 9–16. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | STN – 7–9 ára starf í Ártúnsskóla kl. 15. Söngur, sögur, leikir og ferðalög fyrir hressa krakka. TTT – 10–12 ára starf í Ártúnsskóla kl. 16. Söngur, sögur, leikir og ferðalög fyrir hressa krakka. Áskirkja | Opið hús milli kl. 14 og 17 í dag. Samsöngur undir stjórn org- anista. Kaffi og meðlæti. Allir vel- komnir. Foreldrum er boðið til samveru með börn sín í safnaðarheimili II í dag milli kl. 10 og 12. Samverustund milli kl. 17 og 18 í dag í safnaðarheimili II. Lát- bragðsleikur. Allir 8 og 9 ára krakkar velkomnir. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar alla fimmtudaga kl. 10–12. Þar koma for- eldrar saman með börn sín og ræða lífið og tilveruna. Allar nánari uppl eru á www.kirkja.is. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10 á neðri hæð. Kl. 11.10 Leikfimi. Bænastund kl. 12.10. Barnastarf 6–9 ára kl 17–18 á neðri hæð. Unglingastarf kl. 20–22 á neðri hæð kirkjunnar. www.digraneskirkja.is. Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf, 3.–5. bekkur, kl. 16.30–17.30. For- eldramorgnar kl. 10–12. Foreldrar, afar og ömmur sem eru heima með barn / börn (ekki bara ungbörn) velkomin. Fella- og Hólakirkja | Helgistund í Gerðubergi, í umsjá presta kl. 10.30. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 22. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Kaffi. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn 10–12 ára í Húsaskóla kl. 17.30–18.30. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6–9 ára börn, í Hjallakirkju kl. 16.30–17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eld- urinn – fyrir alla. Samvera kl. 21. Lof- gjörð, vitnisburðir og kröftug bæn. All- ir velkomnir. www.gospel.is. Langholtskirkja | Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10–12. Spjall, kaffisopi, söngstund. Verið velkomin. Laugarneskirkja | Vakin er athylgi á tónleikunum „Sorgin og lífið“ í Laug- arneskirkju kl. 20. Þar mun Erna Blön- dal, ásamt hljómsveit, flytja sálma sem orðið hafa henni til styrktar í sorg. Að tónleikum loknum býður sóknarprestur til samtals í safn- aðarheimilinu. Kl. 12 Kyrrðarstund. Kl. 14 Samvera eldri borgara. Gunnar Gunnarsson rifjar upp íslensk sönglög frá liðnum árum. Kaffiveitingar. Ytri-Njarðvíkurkirkja | Spilakvöld aldraðra og öryrkja kl. 20 í umsjá fé- laga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur, Natalíu Chow Hewlett, organista, og sókn- arprests. Fyrsta skipti á þessum vetri. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos FYRSTA plata djasstríósins Flís var efnilegt byrjendaverk og bestu lögin hreint út sagt frábær, ekki síst þegar Davíð Þór Jónsson píanisti hugleiddi ballöður sínar. Nú er komin út önnur geislaplata með tríóinu og er hún ansi ólík þeirri fyrri þarsem öll lögin voru frumsamin. Að þessu sinni túlka þeir lög af efnisskrá Hauk Morthens og hafa tekið fram að tónlistin sé marg- ætta, ekki djass frekar en annað. Davíð Þór hefur áður varað við að hann sé flokkaður sem djassleikari, þótt hann fáist mikið við þá tónlist. Ellington og Mingus voru ósparir á að sverja af sér djassnafnið þó tónlist þeirra væri nær eingöngu þeirrar ættar; en það var nú frekar vegna hins neikvæða orðs er fór af þeirri tónlist í Bandaríkjunum. Ég held það sé að mestu liðin tíð að Íslendingar hræðist að hlusta á tónlist fái hún djassstimpilinn, enda hvað er djass? – sú skilgreining getur vafist fyrir mönnum einsog skilgreining á flestu í lífinu. Merkimiðar hafa vissa kosti en eru þó oft varasamir. Vottur er fyrst og fremst melódísk plata og ljúf og gæti vel tekið sæti plötu Þóris Baldurssonar og Rúnars Georgssonar: Til eru fræ, sem djass- skotnasta dinnerplata landsins. Sem betur fer eru engir hljóðgervlar á ferð á Vottum sem lýta hina fyrr- nefndu og þótt spuni sé í lágmarki er margt vel fraserað og á stundum er Davíð Þór á sömu slóðum og Poul Godske, er hann spann stutta sólóa með Hauki. Hinn ljúfi tónn er sleginn í Bláu augunum eftir Ástu Sveins- dóttur og spil þeirra félaga er einnig feikifallegt í erlendu lögunum: Til eru fræ og Í kvöld og þar kristallast vel það sem plata þeirra hefur framyfir plötu Þóris og Rúnars; lifandi ryþmi í stað hins vélræna. Oft eru lögin lat- ínættar og bregður þá fyrir karab- íuspuna hjá píanistanum. Ó borg mín borg og Simbi sjómaður eftir Hauk svo og Stína ó Stína eftir Árna Ísleifs eru djassí og í því síðastnefnda er Davíð Þór með blokkhljóma og heila galleríið einsog Guðmundur Ingólfs- son. Valdi Kolli er frábær, sér í lagi á seinni hluta skífunnar fyrir utan bogasólóinn og Helgi uppá- tækjasamur, en stundum í þyngra lagi. Þetta er fín plata til að hlusta á yfir borðum eða í samkvæmum, vekur ljúfa gleði og ætti að vera til á sem flestum íslenskum heimilum. Afturá móti finnst mér nafnið smekklaust einsog útlit allt og ekki sæma Hauki og svo skil ég ekkert í því að höfunda laganna skuli ekki getið og hefði mátt gera það með læsilegri útfærslu en þakkarávörpin fá. Sögukaflinn hæfði vel í skólablaði en tónlistin er full- þroska. Morgunblaðið/Kristinn Tríóið Flís: Helgi, Valdimar og Davíð. Með góðum mat DJASS Íslenskur geisladiskur Davíð Þór Jónsson píanó, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson bassa og Helgi Svavar Helgason trommur. Tekið upp í desember 2004. Gefið út 2005 af 12 tónum. TT001. Flís: Vottur Vernharður Linnet Byggingalist. Norður ♠D10 ♥D65 ♦ÁG1054 ♣ÁD6 Suður ♠Á3 ♥Á1043 ♦73 ♣KG1085 Eftir vafasama sagnröð (sem er bönnuð börnum) verður niðurstaðan sex lauf í suður! Útspilið er tromp, sem tekið er heima og tígli strax spilað á gosann. Austur fær slaginn á tíguldrottningu og skiptir yfir í spaðaáttu. Nú dregur lesandinn djúpt and- ann og tekur við. Verkefnið er að teikna upp hagstæða mynd af spilum AV. Tígullinn þarf augljóslega að gefa fjóra slagi, svo vestur verður að eiga Kx eftir. En það dugir aðeins í ellefu slagi og sá tólfti getur aðeins skilað sér með kastþröng á vestur í hálitunum. (Gleymum því að hleypa á spaðadrottningu, því austur hefði aldrei spilað frá kóngnum.) Norður ♠D10 ♥D65 ♦ÁG1054 ♣ÁD6 Vestur Austur ♠KG72 ♠98654 ♥KG82 ♥97 ♦K96 ♦D82 ♣74 ♣932 Suður ♠Á3 ♥Á1043 ♦73 ♣KG1085 Vestur þarf líka að vera með KG í hjarta til að þvingunin gangi upp. Leiðin er þá þessi: Sagnhafi tekur á spaðaás, spilar síðan öllum tromp- unum og hendir tveimur hjörtum úr borði. Því næst er tígli svínað og litn- um spilað til enda. Í lokastöðunni á blindur út með drottningarnar tvær í hálitunum, en heima er sagnhafi með Á10 í hjarta. Vestur hefur orðið að henda hjartagosa og á nú kónginn eftir blankan, sem þýðir að hjartatía suðurs verður tólfti slagurinn. Vörn- in fékk tvö tækifæri til að hnekkja slemmunni. Vestur gat stungið upp tígulkóng þegar sagnhafi spilaði litn- um fyrst, og austur hefði eyðilagt þvingunina með því að spila tígli um hæl en ekki spaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.