Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tækifæri til að kynnast þessari stórkostlegu Karíbahafseyju. Þú velur hvort þú dvelur viku í Havana, viku á Varadero ströndinni eða skiptir dvölinni á milli staðanna. Kúbuferð er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Þú kynnist stórkostlegri náttúrufegurð og ein- stakri þjóð. Havana er ein fegursta borg nýlendutímans og lífsgleði og viðmót eyjaskeggja eru engu lík. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kúba 8. - 14. nóv. frá kr. 69.990 Síðustu sætin - Allt innifalið Verð kr. 69.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting á Hotel Villa Tortuga í 6 nætur, allt innifalið. Munið Mastercard ferðaávísunina RANNVEIG Böðvars- son, fyrrverandi stjórn- arformaður Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi, er látin, átta- tíu og eins árs að aldri. Rannveig fæddist á Vesturgötu 32 í Reykjavík, 8. júlí 1924. Foreldrar hennar voru Mattea Kristín Páls- dóttir, síðar Torp, saumakona og Pálmi Hannesson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Rannveig var ung við nám og störf í Danmörku en gekk síðan í Verslunarskólann. Þá vann hún ýmis skrifstofustörf hjá Tryggva Ófeigssyni, stórútgerðar- manni í Reykjavík. Rannveig giftist Sturlaugi H. Böðvarsson, útgerðarmanni á Akra- nesi, árið 1945. Stýrði hann Harald Böðvarsson hf. Bjuggu þau á Vest- urgötu 32 á Akranesi alla sína tíð. Rannveig og Stur- laugur eignuðust sex börn saman, en þau eru Mattea Kristín, Har- aldur, Sveinn, Rann- veig, Sturlaugur og Helga, en auk þess átti Sturlaugur af fyrra hjónabandi eitt barn sem er Ingunn Helga. Sturlaugur dó 14. maí 1976 og tók þá Haraldur Sturlaugs- son, sonur hans, við stjórn fyrirtækisins, en Rannveig var stjórnar- formaður um tíma. Stýrði Rannveig stóru heimili og var þar oft gestkvæmt. Komu þar bæði innlendir og erlendir gestir í tengslum við fyrirtækið. Var hún af- ar félagslynd og styrkti margvísleg málefni, bæði á Akranesi og víðar á landinu, m.a. hafði hún mikinn áhuga á starfinu á Sólheimum í Grímsnesi. Þá starfaði hún í Kirkjunefnd kvenna. Andlát RANNVEIG BÖÐVARSSON STARFSMENN frá embætti Ríkis- lögreglustjóra voru á ferðinni í Kópavogi aðfaranótt laugardags og stöðvuðu á Reykjanesbraut ungan ökumann með tveggja daga gamalt ökuskírteini. Hann var á 115 km hraða á klst. þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Sömu lögreglumenn stöðvuðu síð- ar um nóttina annan ökumann fyrir of hraðan akstur, þó ekki hefði verið um jafn mikinn hraða. Smáræði af ætluðum fíkniefnum fannst í bifreið- inni. Var ökumanni sleppt að lokinni leit í bifreiðinni og haldlagningu fíkniefnanna og verður hann kærður fyrir vörslu þeirra. Þá benti dyravörður á skemmti- stað í Kópavogi lögreglu á grunsam- legan gest sem hann grunaði um vörslu fíkniefna. Lögreglan tók hann höndum og við leit fundust á honum fíkniefni. Var manninum sleppt eftir yfirheyrslur og telst málið upplýst. Þó þurfti að vísa nokkrum börnum undir lögaldri út af skemmtistað og verður tekið á því máli eins og lög gera ráð fyrir. Erilsamt hjá lögreglu í Kópavogi LAUNAVÍSITALAN hækkaði um 0,3% í ágúst og hefur vísitalan þá hækkað um 6,7% síðustu tólf mánuði, sem er nær tveimur prósentustigum meira en vístala neysluverðs hefur hækkað um, en hún hefur hækkað um 4,8% frá því í september í fyrra. Kaupmáttur launa að meðaltali er því ennþá hærri en hann var fyrir ári sem þessu nem- ur eða 1,8% þrátt fyrir mikla mánaðarlega hækk- un vísitölu neysluverðs fyrr í mánuðinum. Áfangahækkun launa var 3% hjá flestum laun- þegahópum 1. janúar síðastliðinn. Sú hækkun ein og sér hækkaði launavísitöluna um 2,2%, en síðan hefur launavístalan hækkað um 3% til viðbótar það sem af er árinu, þ.e.a.s. frá janúar til og með ágúst. Þar er væntanlega fyrst og fremst um að ræða launahækkanir vegna kjarasamninga sem gerðir hafa verið á þessu tímabili og hækkanir vegna launaskriðs. Nú er það auðvitað þannig að launaþróun hjá einstaka starfsstéttum eru mismunandi frá einu tímabili til annars. Þannig geta sumar starfs- stéttir einungis hafa fengið 3% áfangahækkunina um síðustu áramót á sama tíma og aðrar starfs- stéttir hafi notið launaskriðs að auki og fengið mun meiri hækkanir vegna aðstæðna á vinnu- markaði. Kjararannsóknanefnd aðila vinnumarkaðarins hefur um langa hríð birt ársfjórðungslegar upp- lýsingar um laun einstakra starfstétta, gjarnan tveimur til þremur mánuðum eftir lok hvers árs- fjórðungs. Nú bregður hins vegar svo við að eng- ar upplýsingar hafa birst um launaþróun ein- stakra starfstétta það sem af er þessu ári. Seinustu upplýsingarnar sem birtust eru vegna 4. ársfjórðungs í fyrra. Þrír ársfjórðungar í nóvember Hrafnhildur Arnkelsdóttir, deildarstjóri hjá Hagstofunni, segir að tæknilegir örðugleikar vegna gagnasöfnunar hafi gert það að verkum að ekki hafi verið hægt að birta sundurliðaðar upp- lýsingar um laun einstakra starfstétta það sem af er árinu. Nú séu hins vegar þeir örðugleikar að baki og stefnt sé að því að upplýsingar um laun einstakra starfstétta á fyrstu þremur ársfjórð- ungum ársins verði birtar í nóvembermánuði. Eins og kunnugt er eiga aðilar vinnumarkaðar- ins að yfirfara hvort forsendur kjarasamninga standi fyrir 15. nóvember næstkomandi, en ein af forsendum samningana er að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Ís- lands. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að mánaðarlegir útreikningar á vísitölu neysluverðs og launavísitölu Hagstofu Íslands falla ekki alveg saman, þar sem launavísitalan er alltaf reiknuð eftir á. Vísitalan sem birt var fyrir nokkrum dög- um gildir þannig fyrir ágústmánuð, en vísitala neysluverðs sem birt var fyrr í mánuðinum gildir fyrir september. Launavísitalan hefur hækkað um 6,7% á seinustu tólf mánuðum Kaupmáttur 1,8% meiri að meðaltali en fyrir ári Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is BJÖRN Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar forsætisráð- herra og aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, vill að börn yngri en 18 ára, námsmenn, aldraðir og ör- yrkjar fái frítt í strætó. Hann segir að víða er- lendis fái þessir þjóðfélagshópar frítt í almenn- ingsvagna og bendir einnig á Reykjanesbæ þar sem er ókeypis að taka strætó. „Sífellt algengara verður að sjá aðeins einn í hverjum bíl, þ.e. að- eins ökumanninn, og skv. tölum um innflutning bíla eru þeir farnir að nálgast fjölda landsmanna með ökuréttindi. Bílarnir eru jafnframt stærri og meiri um sig en áður og allt leiðir það til þess að gatna- kerfið er við það að springa; ekki aðeins í þéttbýlinu heldur einnig á þjóðvegum úti á landi þar sem þungaflutningar fara nú að mestu fram,“ segir Björn Ingi á heima- síðu sinni. „Fólki munar um þessar fjár- hæðir, en þær skipta litlu fyrir sveitarfélagið sem þegar greiðir stærstan hluta kostnaðarins við reksturinn, en fengi út úr þessu betri nýtingu og hagkvæmari al- menningssamgöngur. Og með því myndi draga úr umferð í höfuð- borginni (sem kostar peninga og mengun), draga úr sliti á götunum (sem kostar mikla peninga) og draga úr þörf á bílastæðum (sem kostar mikla peninga),“ segir Björn Ingi. Vill að nem- ar og aldr- aðir fái frítt í strætó Björn Ingi Hrafnsson VÖRUBÍLL lenti út af vegi og valt á Öxnadalsheiði um tíuleytið á föstu- dagskvöld. Engin slys urðu á fólki, en bíllinn skemmdist talsvert mikið. Mikil hálka var á heiðinni og var bíl- stjóri vörubílsins að reyna að forðast árekstur við bíl sem kom úr gagn- stæðri átt, þegar hann rann út af veginum. Vörubíll valt á Öxna- dalsheiði ♦♦♦ HAUSTVEÐRIÐ hefur nú heim- sótt Frón með látum undanfarna daga. Mikið haustkvef hefur fylgt í kjölfarið, þegar landsmenn fá áfall í kuldasveiflunni og ráða hóstar, hnerrar og stunur víða ríkjum. Þótt undarlegt megi virðast gera haustkuldarnir minnstan ósk- unda meðal leik- og grunnskóla- barna landsins, sem mætti halda að væru viðkvæmust fyrir veik- indum. En það gæti orsakast af því að þau eru hvað duglegust við að drekka lýsi, taka vítamín og klæða sig skynsamlega. En það er eitt- hvað sem fullorðna fólkið mætti temja sér í ríkari mæli. Vinkonurnar Rannveig og Ey- rún voru heilbrigðið uppmálað þegar þær röltu saman heim úr Kársnesskóla, enda kappklæddar og hressar í ferskum haustvind- inum. Morgunblaðið/ÁsdísSpjallað á götuhorni, Rannveig og Eyrún á leið heim úr Kársnesskóla. Skrafa saman í haust- veðrinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.