Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                             !   " # $   !  !   %&&& '      "      (    !              !" #   $ % &$    $ ' !" ( $ )    !" * +  % ,--. $ "     $ %  "   % /  " !"   )  Það sem af er árihafa um 90 þúsundmanns ferðast með Flugfélagi Íslands á milli Egilsstaða og Reykjavík- ur. Tæplega 130 þúsund farþegar fóru um völlinn í fyrra og spáð er aukningu um allt að 20 þúsund far- þega milli ára. Ferðaskrif- stofan Trans- Atlantic hef- ur á árinu flogið með á þriðja þúsund farþega milli Egilsstaða og Kaup- mannahafnar, með við- komu í Keflavík og Ferða- skrifstofa Austurlands verið með einstök leiguflug frá Egilsstöðum til borga í Evrópu. Útlit er fyrir enn meiri notkun á vellinum, en byggingaraðili ál- versins í Reyðarfirði, Bechtel, er að semja við ungverskt flugfélag um vikulegt beint flug milli Pól- lands og Egilsstaða. Miðað er við að fljúga pólskum starfsmönnum í og úr jólaleyfi og má reikna með að slíkt flug geti vel staðið undir sér strax í febrúar á næsta ári vegna fjölda þeirra erlendu starfsmanna sem Bechtel verður þá með við byggingu álversins. Flugvöllurinn barn síns tíma Egilsstaðaflugvöllur var tekinn í notkun árið1993 eftir gagngerar endurbætur. Flugstöðin sjálf var hönnuð fyrir tveimur áratugum og lokið 1995. Síðan hafa verið sól- arhringsvaktir á flugvellinum og hefur hann þjónað sem varaflug- völlur fyrir millilandaflug og yf- irflug fyrir þær vélar sem nýtt geta völlinn. Eins og er getur hann þjónað öllum vélum ís- lenskra flugfélaga, nema Boeing 474. Hörð gagnrýni hefur komið fram á aðstöðu í flugstöðinni og er svo langt gengið að umdæmis- stjóri Flugmálastjórnar á Egils- stöðum og starfsmenn vallarins segja aðstöðu fyrir mjög vaxandi flug, jafnt innan lands sem utan, ekki boðlega. Sem dæmi má nefna að komusalur fyrir millilandaflug tekur um 100 manns og þar er stutt farangursfæriband. Þegar allt að 150 farþegar koma í gegn erlendis frá, myndast oftar en ekki öngþveiti og farþegar kvarta sáran. Mikil þröng er á þingi og afgreiðsla tekur langan tíma, þrátt fyrir að starfsmenn séu allir af vilja gerðir. Þá er ekki unnt að uppfylla tilteknar öryggiskröfur í flugstöð með því að skilja að komu- og brottfararfarþega í millilandafluginu og flugbrautin sjálf er á öryggismörkum, þar sem flugstöðvarbygging o.fl. er að einhverju leyti inni á því örygg- issvæði sem krafist er við slíka braut. Eldsneytisþjónusta við flugvélar hefur og verið gagn- rýnd, en aðstaðan, 75 þúsund lítra steinolíutankur, er frá 1966 og á undanþágu. Bensín er afgreitt af bensínbíl á hlaði og þykir einnig ófullnægjandi. Bílastæði við flug- stöðina eru alltof fá, engin aðstaða er fyrir bílaleigur með rekstur sinn á svæðinu og engin lýsing er á afleggjaranum frá þjóðvegi 1 yf- ir á flugvallarsvæðið. Ekki er unnt að afgreiða millilandaflug á þjón- ustutíma innanlandsflugs Flug- félags Íslands og setur það ferða- skrifstofum sem skipuleggja beint flug mjög þröngar skorður. Milli- landavélar koma t.d. inn seint á sunnudagskvöldum og fara utan eldsnemma á mánudögum og breytist tengiflugtímar erlendis, er ekki viðlit að hnika lendingar- tímum á Egilsstöðum. Flugskipu- leggjendur hafa þannig lítið svig- rúm og verði af beinu flugi Bechtel milli Egilsstaða og Pól- lands má búast við að afgreiðsla þess flugs þurfi einnig að eiga sér stað utan þjónustutíma Flug- félags Íslands. Lenging flugbrautar æskileg Engin raunveruleg áform virð- ast uppi um lengingu flugvallar- ins, en það er Alþingis að taka um það ákvörðun og kostnaður við slíkt vart undir milljarði króna. Við byggingu á flugvellinum var stefnt að því að endanleg lengd flugbrautar yrði 2700 metrar og við hönnun hans var það haft að leiðarljósi. Hugmyndin var að Eg- ilsstaðaflugvöllur gæti nýst sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur- flugvöll, en yfir 90% af flugi um ís- lenska flugstjórnarsvæðið nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflug- völl. Flugbrautin á Egilsstöðum er hönnuð með það í huga að Boeing 747 geti athafnað sig eftir leng- ingu í 2700 m. Boeing 767 flug- vélar Icelandair nota einkum Egilsstaðaflugvöll sem varaflug- völl, en ekki er ljóst hvort nýjar vélar þeirra, Boeing 787, munu gera það. Flugrekendur Boeing 747 geta einungis notað Kefla- víkurflugvöll. Fram að þessu hef- ur ekki verið annar valkostur fyrir stærri vélar, sem nota Kefla- víkurflugvöll, en að nota Glasgow eða Prestwick sem varaflugvöll og er því sparnaður lítill og velja flugfélög eins og t.d Cargolux, að nota þá velli frekar til eldsneytis- töku. Talið er að lenging flugbrautar og úrbætur í og við flugstöð, jafn- vel nýbygging, geti haft úrslita- áhrif á þróun flugþjónustunnar á Egilsstaðavelli og aðstæður nú standi því fyrir þrifum að hægt sé að markaðssetja völlinn af ein- hverri alvöru. Fréttaskýring | Flugstöðin á Egilsstöðum sprungin vegna vaxandi farþegafjölda Úrbætur eru aðkallandi Öngþveiti skapast við afgreiðslu milli- landafarþega og kvartað yfir aðstöðu Þota Trans Atlantic á Egilsstaðaflugvelli. Á mestu álagspunktum er ástandið við öryggismörk  Aðstaðan við flugvöllinn á Egilsstöðum er ekki sem skyldi, segja aðilar sem nýta völlinn. Brotalamir eru m.a. í húsnæðis- málum og aðkomu að flugvallar- byggingu, lengja þarf flugbraut og stækka öryggissvið til að völlurinn nýtist stærri vélum og bæta eldsneytismál til að unnt sé að markaðssetja hann sem raun- verulegan kost fyrir beint flug út og virkan varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is FRAMKVÆMDIR eru hafnar við stækkun Grand hótels í Reykjavík. Verið er að reisa tvo turna sem verða byggðir sem aðskilin bygging u.þ.b. 100 metra úti á baklóð hótels- ins. Í þeim verða 212 ný herbergi, fundarherbergi og heilsurækt. Um- svif hótelsins munu stóraukast með stækkun þess. Samkvæmt upplýsingum frá Grand hóteli Reykjavík er kappkost- að að haga framkvæmdum þannig að gestir hótelsins verði sem minnst við þær varir og gestaherbergi sem snúa að nýbyggingunni verða ekki í notkun á meðan vinna er í gangi. Nýja byggingin og sú eldri verða svo tengdar með kjallara og glerhúsi næsta haust og vetur. Ráðgert er að hið nýja hótel verði opnað 16. mars 2007. Morgunblaðið/Golli Grand hótel stækkað DAVÍÐ Ólafur Ingimarsson, hag- fræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu og stjórnarmaður í Heimdalli, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor. Helstu málaflokkar, sem Davíð Ólafur hyggst einbeita sér að varða fjármál Reykjavíkurborgar, æsku- lýðs- og velferðarmál, menntamál, málefni fjölskyldna sem og málefni aldraðra. Í fréttatilkynningu segir að Davíð Ólafur hafi áhuga á að starfa með öflugum og samhentum hópi sem hyggst tryggja Sjálfstæðisflokknum sigur í borginni í komandi borgarstjórnarkosningum og að öðlast tækifæri til að vinna í þágu Reykvíkinga að hagsmunamálum borgar- innar og borgarbúa. Davíð Ólafur gefur kost á sér í 7. sæti Davíð Ólafur Ingimarsson BJÖRN Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna ehf., hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík vegna kosninga til borgarstjórnar og sækist hann eftir 7. sæti. Björn hyggst einkum beina kröftum sínum að íþrótta- og æsku- lýðsmálum og málefnum aldraðra. Björn er fimmtugur. Hann er kvæntur Karólínu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Björn lauk námi í húsgagnasmíði 1979 en hóf störf sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1981. Þar varð hann varðstjóri og sviðsstjóri uns hann var ráð- inn framkvæmdastjóri SHS fasteigna ehf., dótturfélags Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS). Björn var um skeið formaður Landssambands sjúkra- flutningamanna. Hann er í stjórn Fylkis og í stjórn Varð- ar. Hann er formaður Félags sjálfstæðismanna í Árbæ. Björn Gíslason gefur kost á sér í 7. sæti Björn Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.