Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 19 FRÉTTIR Fös. 28. okt. í Súlnasal Hótel Sögu. Húsið opnað kl. 19 Miðasala og borðapantanir hjá Úrvali-Útsýn, Lágmúla 4, sími 585 4000. Haustfagnaður Úrvalsfólks Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi • Þriggja rétta máltíð • Skemmtiatriði • Happdrætti • Miðaverð 4.000 kr. HEIMASÍÐA Forma-samtaka át- röskunarsjúklinga á Íslandi, for- ma.go.is, hefur legið niðri um tíma, en er nú komin í gang að nýju. Þar er að finna allar upplýsingar um samtökin, hvernig hægt er að skrá sig í samtökin og vera í sambandi, um stuðningsmeðferð, hvað er á döfinni og varning sem er til sölu, til styrktar átröskunarsjúklingum og styrktarsjóði. Heimasíða Forma um átröskun UMFERÐARRÁÐ telur að með ákvörðun samgönguráðherra að koma fyrir víravegriði á milli gagn- stæðra akstursstefna á veginum í Svínahrauni hafi orðið viss tímamót í vegamálum hér á landi. Þetta verði fyrsti raunverulegi 2+1 vegurinn á Íslandi. „Umferðarráð telur að um merk tímamót sé að ræða í vegamálum, og væntir þess að þegar reynsla verður komin á þessa framkvæmd verði sami háttur hafður á við lagfær- ingar og gerð nýrra vega hvarvetna um land, þar sem umferð er mikil.“ Víravegrið markar tímamót EITT af síðustu verkum Geirs H. Haarde í embætti fjármálaráðherra var að opna nýjan þjónustu- og gagnagrunn Fræðslusetursins Starfsmenntar á www.smennt.is. At- höfnin fór fram í Listasafni Íslands að viðstaddri stjórn og starfs- mönnum Starfsmenntar, ráðuneyt- isstarfsmönnum, forystumönnum stéttarfélaga sem standa að setrinu og starfsmönnum íslenskra fyr- irtækja sem smíðuðu vefinn. Í ávarpi sínu þakkaði ráðherra samstarfsaðilum starf undangeng- inna ára við að byggja upp virkt sí– og endurmenntunarkerfi fyrir stofn- anir og starfsmenn ríkisins, segir í fréttatilkynningu. Geirs H. Haarde og Árni St. Jóns- son framkvæmdastjóri SFR. Ný heimasíða Fræðsluseturs Starfsmenntar TRÚNAÐARMENN leikskóla- kennara í Reykjavík hafa sent frá sér ályktun þar sem tekið er undir yfirlýsingu stjórnar Félags leik- skólakennara um stöðu leikskóla- mála, en víða er mikil mannekla í leikskólum. „Leikskólar hafa haldið deildum og faglegu starfi skólanna gangandi eins lengi og mögulegt er áður en gripið hefur verið til þeirra örþrifa- ráða að loka deildum eða senda börn heim.Viðmið um barnafjölda og kjarasamningsbundin réttindi verð- ur að virða. Það er óviðunandi að mannekla herji á leikskólana ár hvert. Það dregur úr þjónustu og faglegu starfi leikskólanna er hætta búin. Það eiga leikskólakennarar sem starfa á grunni faglegrar þekkingar erfitt með að sætta sig við. Auk þess veldur endalaus endurnýjun á starfsfólki álagi sem hefur slæm áhrif á börn og það starfsfólk sem fyrir er. Ástæða þeirrar manneklu sem við blasir er fyrst og fremst bág launa- kjör leikskólakennara og annars starfsfólks,“ segir í ályktuninni. Mannekla á leikskól- um er óviðunandi BÆJARMÁLAFÉLAG Frjálslynda flokksins á Húsavík lýsir yfir mikl- um áhyggjum vegna þeirra upp- sagna sem hafa verið boðaðar í rækjuverksmiðju Íshafs og að vinnslu verði hætt um næstu áramót. „Ástandið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að stjórnvöld hafa með at- vinnuhöftum í formi kvótakerfis komið í veg fyrir nýliðun í útgerð og fiskvinnslu. Miðstýring og höft kvótakerfisins koma einnig í veg fyr- ir að sjávarbyggðirnar hafi raunhæft svigrúm til að verjast og bregðast við breytingum og áföllum sem verða við nýtingu á mikilvægustu auðlindum þeirra sem eru stofnar sjávardýra við Ísland.“ Minnt er á, að ef þessar uppsagnir koma til framkvæmda þá er það ann- að stóráfallið sem atvinnulíf í hér- aðinu verður fyrir á skömmum tíma, en nýlega var Kísiliðjunni við Mý- vatn lokað. Harmar uppsagnirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.