Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 55
Daily Vits
FRÁ
Stanslaus orka
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
ið. Meðal þess sem hann benti á var sú staðreynd að í
32 bíósölum í borginni eru einungis 20 myndir sýnd-
ar.
Á hátíðinni sem stendur til 9. október verða sýndar
alls 58 myndir víðsvegar að úr heiminum og hefur
þeim verið skipt í sjö flokka eftir innihaldi og gerð.
Að opnunarmyndinni lokinni var efnt til fagnaðar í
Nýlistasafninu við Laugaveg þar sem erlendir gestir,
kvikmyndaáhugamenn, listamenn og aðstandendur
hátíðarinnar fögnuðu saman.
ALÞJÓÐLEGA kvikmyndahátíðin í Reykjavík hófst á
fimmtudagskvöld með frumsýningu á dönsku gam-
anmyndinni Adams Æbler. Margir þurftu frá að
hverfa við setninguna og var uppselt á sýninguna
nokkru áður en myndin hófst.
Stjórnandi hátíðarinnar, Hrönn Marinósdóttir,
flutti stutt ávarp áður en kvikmyndagerðarmaðurinn
Dagur Kári steig á svið og hellti sér yfir eigendur
kvikmyndahúsa og dreifingaraðila á Íslandi, en úrval í
kvikmyndahúsum er að hans mati afskaplega bágbor-
Kvikmyndir | Opnunarfagnaður AKÍR í Nýlistasafninu
Fjölmenni við setningu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorfinnur Ómarsson , Rebekka Rán Samper og Þór Túliníus
Morgunblaðið/Eggert
Björn Brynjúlfur Björnsson og Hrefna Haraldsdóttir
Leó Stefánsson, Atli Bollason og Svala Ragnarsdóttir.Ingvar Stefánsson, Dagur Kári Pétursson og Marta Luiza.
Gömlu mennirnir í Rolling Stonesfengu aðstoð á tónleikum í Pitts-
burgh á miðvikudaginn, þegar Eddie
Vedder, söngvari Pearl Jam, steig á
svið á PNC-leikvanginum þar í borg
og söng með þeim lagið „Wild Hors-
es“. Áður hafði Pearl Jam hitað upp
fyrir Rollingana með einnar klukku-
stundar löngu prógrammi, þar sem
sveitin flutti lög á borð við „Alive“,
„Even Flow“, „Daughter“ og „Better
Man“. Pearl Jam hafði áður hitað upp
fyrir Rolling Stones árið 1997 í Oak-
land í Kaliforníu, á Bridges to Bab-
ylon-tónleikaferðalagi Stones. Ved-
der og félagar halda nú haustferð
sinni áfram og spila í Atlantic City í
New Jersey í dag. Rollingarnir spila í
Hershey í Pennsylvaníu í kvöld og
um upphitun sér Beck Hansen. Tón-
leikaferð Stones í ár er undir yf-
irskriftinni A Bigger Bang.
Fólk folk@mbl.is