Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 31 Við lifum á tímum þar semlíkamsræktarkennararhafa meiri áhrif en prestar.Hún var einhvern veginn svona málsgreinin sem vakti mesta athygli mína í Lesbók Morgunblaðs- ins um miðjan september. Að sjálf- sögðu voru þetta engin ný sannindi á tím- um yfirborðs- mennsku og út- litsdýrkunar en mér þótti það undarleg tilvilj- un að hún birt- ist sama dag og presturinn minn lést, maðurinn sem létti mér erfiðasta skeið lífsins og reyndist nánum vini bjargvættur úr myrkviði sorgar. Greinin, sem þessi óbeina tilvitnun er tekin úr, var eftir Jón Kalman Stefánsson og fjallaði raunar um bókmenntaumræðu. Þar sýndi höf- undur með skondnum dæmum hversu ófrjó sú umræða væri og lág- kúruleg og tæki jafnvel mið af afleit- um lestrarvenjum Victoríu Beck- ham! Prestar komu aðeins við sögu í dálitlu framhjáhlaupi en þó mátti draga þá ályktun af greininni að þeir hefðu kannski meiru að miðla en einkaþjálfarar líkamsræktarstöðv- anna. Vitaskuld hafa prestar mismikið fram að færa. Einn þeirra sagði ný- lega í hálfkæringi að fólk væri farið að líta á stéttina sem eins konar helgitækna, samanber ræstitækna. Prestar þættu punta svolítið upp á athafnir, t.d. þegar par léti pússa sig saman eða gæfi barni sínu nafn þótt ekki væri skylt að njóta þar atbeina kirkjunnar. Þá væru þeir iðulega beðnir að stilla orðum sínum í hóf og blanda Guði almáttugum og Jesú Kristi sem minnst inn í dæmið. Presturinn minn var ekki helgi- tæknir. Miklu fremur hefði mátt líkja honum við einkaþjálfara en starf hans fór fram á gresjum guð- dómsins. Hann var slíkur boðberi kærleik- ans að svæsnustu efasemdamönnum fataðist röksemdarfærslan and- spænis honum. Með trú sinni, visku og umburðarlyndi bar hann smyrsl á sár og bægði frá sálarháska. Hann var líka skemmtilegur og hefði bros- að í kampinn yfir rislítilli bók- menntaumræðu eða bágbornu menningarstigi Victoríu Beckham en tæplega sett sig í dómarasæti. Við sem nutum verka hans eigum um sárt að binda.Vonandi berum við gæfu til að ávaxta það pund sem hann lét okkur í té af gresjunum guð- dómlegu. Victoría Beckham og gresjur guðdómsins HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson gudrunu @verslo.is ÞAÐ er allt að því óhugsandi en hvarflaði að mér, er maður þá ekki bara kominn úr barbaríinu og poms inn í siðmenninguna aftur þegar keyrt er um nótt frá flugvellinum í Jerevan í Armeníu og inn í borgina því hvert spilavítið af öðru blasir þar við ljósum skrýtt og prýtt. En af því ég er sammála þeirri hugsun góðs ferðafélaga að maður eigi ekki að bera saman lönd, heldur taka hvert á eigin forsendum, hætti ég að hugsa á þessa leið og ákvað að Armenía mætti ómögulega gjalda íranskra töfra. Og þeir reyndust vera nægir næstu dagana. Samt fannst mér líka margt fyndið, ungar armenskar stúlkur gera mikið af því að labba arm í arm eins og ég man að við vinkonurnar gerðum á táningsaldr- inum upp úr miðri síðustu öld. En svo fór ég að skilja ástæðuna, þær ganga á svo ofboðslega mjóum og háum hælum að það er ekki vanþörf á stuðningi. Þær eru sömuleiðis voða fínt klæddar þó virkir dagar séu og hafa gaman af því að snur- fusa sig í framan. Jerevan er náttúrulega að mörgu leyti sovésk enda ekki langt síðan sjálfstæði fékkst frá Sovétríkjunum. Samt finnst mér hún opin, breið og falleg og á öllum torgum eru glæsi- legar styttur af skáldum, tónlist- armönnum og öðru andans fólki og eins rak ég augun í stóra brjóst- mynd af Sovétmanninum Andrei Sakharov. Hann var ekki Armeni, en hann var vinur okkar og veitti margvíslegan stuðning var mér sagt. Það er undursamlegt að fara um sveitir Armeníu, hafi ég misst af haustlitunum heima þetta árið fékk ég góðan skammt í Armeníu. Um fjórtán prósent landsins eru skógi vaxin og þó svo hitinn væri við 30 stigin þegar heitast var á daginn er Armenía land fjögurra árstíða og trén voru með það á hreinu að bráð- um kæmi haustið og voru að skipta litum. Hvarvetna eru litlar og eld- gamlar kirkjur, enda armenska kirkjan sú elsta í heimi og Armenar eru sannkristin þjóð, í góðri og hlýrri merkingu þess orðs. Þeir trúa á guð og þeir sækja kirkjur. Og punktur. Og ekki vantar gest- risnina, banki maður uppá á blá- ókunnugum bæ er boðið í bæinn og borið fram það besta sem til er þó svo það þurfi að hlaupa í næstu hús til að sækja það. Að ógleymdu því að armenskt vatn er ákaflega gott. Nú dettur mér ekki í hug að vera óþjóðleg og segja að það sé betra en það íslenska en það slagar altjent ansi hátt upp í það. Við þessar litlu og gömlu kirkjur úti um sveitir Armeníu eru vasaklútatrén, sum svo þakin marg- litum klútum að þetta er eins og blóm til að sjá. Sú er trú hér að stúlkur skuli hnýta klút á tréð og hvísla að því ósk sinni og hún mun rætast áður en við er litið. Einkum mun þetta tengjast rómantík og ósk um að hitta hinn eina rétta en óska- trén hlusta á allt og mér skilst að þau greiði úr furðu mörgum teg- undum óska. Armenar rekja sig langt aftur í aldir eins og liggur í augum uppi. Þeir hafa oft og einatt búið við erf- iðan hag og þó sjálfstæði væri feng- ið frá Sovétríkjunum 1991 var sag- an ekki á enda því þá sprakk allt í loft upp út af Nagorno Karabach og stríð braust út við Azerbajdan. Ter nokkur Petrossian, umdeildur náungi, var kosinn forseti en náði ekki þeim árangri varðandi Karab- ach sem ákjósanlegt var talið. Hann sagði síðan af sér, einangraður og fyrirlitinn 1998 og síðan hefur Kort- sjarian stríðshetja verið forseti og hann náði einhvers konar sam- komulagi um málið þó það sé allt hið viðkvæmasta. Það er einfalt að ferðast til Nagorno Karabach nú þó ég hafði ekki tíma til þess í þetta skiptið. Azerar eru hinir verstu yfir því að þeir hafa að mestu eða öllu leyti reknir frá Karabach og ástandið er því að sögn nokkuð eld- fimt á þessu landsvæði. Þó áhrif Sovétmanna séu veruleg, m.a. tala allir rússnesku og sára litla ensku eru Bandaríkjamenn samt að hreiðra um sig þarna og hafa nýlokið við að reisa stærstu sendiráðsbyggingu í heiminum, segja Armenar að minnsta kosti, og eru beggja blands yfir þessu. Samt sýna þeir málinu skilning, Banda- ríkjamenn eigi í vök að verjast í þessum heimshluta, Íran sé í næstu grennd og ekki fyrirsjáanlegt að þeir byggi mikið þar í bráð. Og svo sé Bandaríkjamönnum í mun að gera sitt til að minnka rússnesk áhrif. Því auðvitað er heimspólitíkin í Armeníu. Eins og annars staðar. Svo flissa þeir að þessu öllu saman. Af óskatrjám og heimspólitík Morgunblaðið/Einar Falur Stúlkur á afmælishátíð í borginni Jerevan í Armeníu. Dagbók frá Íran Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.