Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ V insældir íslenskra glæpasagna eru nú meiri en áður þekkist. Ekki virðist svo ýkja langt síð- an íslenskir krimmar á bókum þóttu ekki sannfærandi lesn- ing; einhvern veginn eins og þjóðin væri ekki tilbúin að nærast á slíkum skáldskap. En nú er öldin önn- ur. Eftir að ísinn var endanlega brotinn 1997 opnuðust flóðgáttir reyfarahiminsins og hver bókin af annarri skellur á lesendum. Nú er svo komið að eftir íslenska höfunda koma út á næstunni á annan tug bóka sem skilgreindar eru sem glæpasögur. Hvað hefur breyst? Skyldi vera einhver sér- stök ástæða fyrir því hve vinsældir glæpasagna eru orðnar miklar hér á landi? Er það ef til vill vegna breytts þjóðfélags; vegna þess að glæpir eru orðnir algengari en áður var? Eða er kannski alls ekkert samhengi þar á milli? Ráðgáta, spenna og lausn Árni Þórarinsson blaðamaður og glæpa- sagnahöfundur bendir á að löngum hafi því ver- ið haldið fram að ekki gengi að skrifa krimma á Íslandi vegna þess hversu fámenn þjóðin er. „Hér væru fáir glæpir, ekki síst glæpir af al- varlegu tagi, eins og morð. Flest manndráp hérlendis væru tilviljunarkennd, frekar en skipulögð, gjarnan óviljaverk framin í ölæði eða annarri vímu án flókins aðdraganda. Þetta er í sjálfu sér rétt, þótt dæmi séu um hið gagn- stæða, bæði frá fyrri tíð og seinni árin. En það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskir les- endur eru orðnir móttækilegir fyrir öllum þeim glæpsamlegu möguleikum sem felast í nútím- anum og íslenskir krimmahöfundar reiðubúnir að takast á við það verkefni að sviðsetja þá í ís- lensku umhverfi,“ segir Árni við Morgunblaðið. Fleiri eru á þessari skoðun. Árni segir trúverðugan krimma ekki þurfa á fjölmenni að halda. „Lágmarkstala eru tvær manneskjur sem takast á. Í rauninni þarf krimmi ekki endilega á morðum eða morði að halda. Formið krefst aðeins ráðgátu, einhvers leyndarmáls, og uppbyggingar spennu við leit- ina að lausninni. Og eins og við vitum eru leyndarmál í öllum húsum á landinu og hafa alltaf verið.“ Þekktasti glæpasagnahöfundur samtímans hér á landi, Arnaldur Indriðason, er á svipaðri skoðun og Árni. Arnaldur hefur sagt svo frá að hann sé iðulega spurður að því hvort hægt sé að skrifa spennusögur á Íslandi, en skilji ekki hvers vegna það ætti ekki að vera hægt hér eins og annars staðar. Í pistli á bókmennta- vefnum www.bokmenntir.is, segir hann m.a.: „Ég held að Ísland sé ekkert síðri kostur en aðrir staðir í heiminum fyrir spennu- eða saka- málasögur og mér finnst eins og viðhorfið gagnvart íslenskum sakamálasögum sé að breytast.“ Þessi pistill Arnaldar er frá 2001 og þarna reynist hann sannspár. Viðhorfið var að gjörbreytast. Hann segir íslenskar sakamálasögur reynd- ar ekki eiga sér neina hefð, saga þeirra í sam- hengi við sögu íslenskra bókmennta sé mjög fá- tækleg og einstaklega slitrótt „nema núna á allra síðustu árum þegar ... nokkrir höfundar hafa komið fram og leyft sér að kljást af ein- hverju viti við Ísland sem vettvang glæpa- verka“. Íslenskt hugarfar og umhverfi Arnaldur segir ennfremur: „Ég held líka að fólk vilji í æ ríkari mæli, eftir því sem framboð erlends skemmtiefnis eykst með ári hverju, sjá Ísland eða Reykjavík og Íslendinga, gegna hlutverki. Það sama á við til dæmis um kvik- myndir. Við viljum gera íslenskar kvikmyndir þótt hér flæði allt yfir af erlendu skemmtiefni vegna þess að við viljum geta samsamað okkur þeirri veröld sem við þekkjum best og því fólki og hugarfari og umhverfi sem er okkar eigið en ekki búið til af útlendingum. Viðkvæðið er að það gerist aldrei neitt hér á Íslandi sem hægt er að byggja á spennusögur eða sakamálasögur. Stórglæpir eins og morð eru fátíðir og yfirleitt framdir í ölæði þegar samkvæmi í heimahúsum taka óvænta stefnu. Það fer sjaldnast fram víðtæk leit að morðingj- anum. Vitni eru fjölmörg. Ógæfumaðurinn dús- ir í nokkur ár í fangelsi og er svo sleppt. Á þessu eru auðvitað undantekningar og því mið- ur virðist sem ofbeldi færist í vöxt hér á landi og er sjónvarpi og kvikmyndum oft kennt um. En ég held að ofbeldishneigð Íslendinga eða glæpaeðli spili enga rullu þegar samdar eru sakamálasögur. Það sem skiptir höfuðmáli er hvort höfundinum takist að gera sér mat úr því umhverfi sem hann hefur að vinna úr svo það sé bæði sannferðugt og trúverðugt í augum les- andans. Þá skiptir staðsetningin ekki máli í rauninni þótt mér persónulega finnist Ísland mjög spennandi og skemmtilegur vettvangur sakamálasagna. Það sem skiptir mestu máli þegar búnar eru til sakamálasögur í hvaða landi sem er, er að þú trúir og skilur á þínum forsendum það sem gerist í sögunni, þú trúir persónum sögunnar og því sem þær gera og segja, þú trúir á þær, að þær geti verið til og fengist við þær kringumstæður sem þær eru settar í eins og morðrannsókn. Þannig er það fremur undir höfundinum komið en umhverf- inu sem hann lifir í hvort honum takist að gera trúverðugar sakamálasögur,“ segir Arnaldur í pistlinum. Árni slær á svipaða strengi og kveðst ekki viss um að þjóðfélagslegar breytingar séu meg- inatriði í þeirri þróun sem orðið hefur hér á landi varðandi glæpasögur. „Þeir höfundar sem fyrr á tíð reyndu fyrir sér við krimmaskrif þurftu auðvitað að glíma við viðhorf eins og: Nei, hættu nú alveg! Svona nokkuð gerist ekki og getur ekki gerst á Ís- landi! Þeir þurftu líka að fást við fordóma og fyrirlitningu bókmenntaelítunnar á saka- málasögum sem gjarnan voru kallaðar „eldhús- reyfarar“, „sjoppubókmenntir“ eða eitthvað þaðan af verra. Þetta hefur eflaust dregið úr mönnum kjarkinn að einhverju marki. En þeg- ar íslenska krimmabylgjan fór að rísa á seinni hluta tíunda áratugarins held ég að miklu máli hafi skipt sú staðreynd að íslenskir lesendur voru farnir að lesa erlendar sakamálasögur í meira mæli en áður var og, ekki síður, að er- lendar sakamálasyrpur í sjónvarpi höfðu áunn- ið sér geysilegar vinsældir. Þjóðin var komin með morð og glæpi á heilann, ef svo má segja, þ.e. innri jarðvegurinn var orðinn frjór fyrir slíkar sögur í hugum lesenda. Ytri veruleikinn var vissulega að breytast líka: Þjóðin að verða samsettari; hún var ekki einlit lengur, þjóðfé- lagið orðið blandaðra, galopið fyrir öllum straumum og áhrifum utan úr heimi, bæði góð- um og slæmum. Þegar einangrun Íslands rofn- aði gat allt sem gerðist í útlöndum meira eða minna gerst á Íslandi, þ.á m. glæpirnir. Enn virðast glæpir á borð við raðmorð eða fjölda- morð eða barnsrán eða hryðjuverk fjarlægur veruleiki í íslensku samhengi, en ég er ekki viss um að svo verði lengi, því miður. Þar fyrir utan endurspegla krimmar ekki endilega þjóð- félagsástandið eins og það er heldur eins og það getur orðið. Þótt krimmar hafi gjarnan fé- lagslegar skírskotanir og séu að vissu marki raunsæislegar bókmenntir eru þeir ekki öðru- vísi en aðrar bókmenntir að því leyti að innan hverrar sögu er búinn til veruleiki sem lýtur umfram allt lögmálum hennar og þarf að ganga upp sem slíkur. Trúverðugleikinn veltur meira á því hvernig höfundinum tekst upp við þetta verkefni heldur en á því hvort sagan speglar „rétta“ mynd af félagslegu umhverfi sínu.“ Ekkert fram að færa? Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur segir enda, þegar spurt er hvort samfélagið þurfi að vera „tilbúið“ fyrir glæpasögur til þess að þær öðlist vinsældir, að hún telji svo ekki vera, það sé að minnsta kosti ekki meginatriði. „Sumir höfundar spila vissulega inn á borg- arsamfélagið og breytingar í búsetu í bókum sínum, og það er klassískt umræðuefni hvort samfélagið sé tilbúið fyrir þetta eða ekki. En ég held að umfjöllun fjölmiðla um glæpi í sam- félaginu hafi meiri áhrif á áhuga fólks en raun- veruleiki þess sjálfs, daglegt líf fólksins.“ Katrín skrifaði fyrir nokkrum árum BA- ritgerð um íslenskar glæpasögur og fór síðan dýpra ofan í sama mál þegar hún gerði MA- ritgerð sína. „Mig langaði að svara ýmsum spurningum; oft hefur því til dæmis verið hald- ið fram að þessar afþreyingarbókmenntir, glæpasögur, elti strauma samfélagsins en hafi ekkert fram að færa. Að höfundar þeirra sagna hefðu enga samfélagsmeðvitund, ekkert raunsæi,“ sagði hún í samtali við Morg- unblaðið. Í þessu skyni rannsakaði Katrín bæði elstu Nauðsynleg og bráðsk Íslenskar glæpasögur eru vinsælar sem aldrei fyrr um þessar mundir. Skapti Hallgrímsson velti því fyrir sér hvort einhverjar sérstakar ástæður byggju þar að baki. Fyrsta íslenska glæpasagan, að mati Katrínar Jakobsdóttur bókmennta- fræðings, sem skrifaði bæði BA- og MA-ritgerð um íslenskar glæpasögur, var smásagan Íslenzkur Sherlock Holmes eftir Jóhann Magnús Bjarna- son. Bókin kom út árið 1910, en Jóhann Magnús er þekktastur fyrir að rita Brasilíufarana. „Í sögunni um hinn íslenska Holmes leysir Vestur-Íslendingurinn Hallur Þorsteinsson dularfullt peningahvarf og beitir til þess snjöllum álykt- unum. Hann greinir persónuleika gyðings, sem peningar hverfa frá og í ljós kemur að ekkert glæpsamlegt er við peningahvarfið eftir allt saman. Fléttan reynist því þunnur þrettándi,“ segir Katrín. Næsta glæpasaga; fyrsta glæpasögubókin, kom út árið 1926 og heitir Húsið við Norðurá. Höfundur er Einar skálaglamm. „Þetta er skáldsaga í fullri lengd og fjallar um hræðilegt morð við Norðurá í Borgarfirði, þar sem helstu sögupersónur eru breskur majór og þjónn hans,“ segir Katrín. „Það var svo ekki fyrr en löngu seinna sem næsta íslenska glæpasaga kom. Það var bók sem Ólafur Friðriksson verkalýðsleiðtogi skrifaði. Hún heitir Allt í lagi í Reykjavík, sem er reyndar ekki mjög glæpasögulegt nafn!“ sagði Bragi Kristjónsson fornbókasali við Morgunblaðið. Bókin kom út 1939 og höfundur skrifaði hana undir dulnefninu Ólafur við Faxa- fen. „Í bók Ólafs segir frá ræningjum sem ætluðu að ræna Landsbankann Í upphafi var (m)orðið og grófu göng undir Hafnarstrætið og inn í peningahvelfingu bankans. Þetta skrifaði hann, þessi ólíklegi maður, sem stofnaði Alþýðuflokkinn og var ritstjóri Alþýðublaðsins,“ sagði Bragi. „Í gamla daga var dálítið um að karlar skrifuðu slíkar sögur undir dul- nefni, þannig nýttu þeir þetta form til þess að koma ákveðnum sam- félagshugmyndum á framfæri. Það er til dæmis mikil menningarpólitík í bók Ólafs Friðrikssonar. Þetta er öðru vísi núna,“ sagði Katrín Jak- obsdóttir við Morgunblaðið. Áður en saga Ólafs kom út voru reyndar skrifaðar sögur af Steindóri Sigurðssyni, t.d. Leyndardómar Reykjavíkur sem var gefin út 1933. „Það voru voðalegir glæpir þar á þeirra tíma mælikvarða; vondir menn, fagrar konur og fórnarlömb. Steindór skrifaði sögurnar undir dulnefninu Valent- ínus og út komu nokkur hefti. Hann er líklega sá höfundur Íslandssög- unnar sem gefið hefur út flesta titla, en mest allt undir dulnefni. Ein þeirra er Eftir miðnætti á Hótel Borg,“ segir Bragi. Hann nefnir svo að óreglumaður í Reykjavík, Vernharður Eggertsson, hafi skrifaði bókina Því dæmist rétt vera, „sem var frásögn af því þegar hann lenti á Litla-Hrauni. Svo skrifaði hann eina litla glæpasögu, Morðið, sem kom út á fimmta áratugnum.“ Vernharður þessi skrifaði undir dulnefninu Davíð Draumland, að sögn Braga. Myndin er sviðsett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.