Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                ! "    #  !    !   $%&$ ' $&% ()       *&++,,,  - .   .     .  / /. 01 2     3  .0  .  4        **  0 FORVERI boðefnisins serótóníns í heilanum, sem hefur áhrif á andlega heilsu fólks, finnst í minna mæli í heila kvenna en karla samkvæmt rannsókn sem geðlæknirinn Ína Marteinsdóttir vann við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð og kom út á síð- asta ári. Skýra niðurstöðurnar að mati Ínu af hverju konur eru við- kvæmari fyrir þunglyndi en karlar. „Við höfum verið að nota mikið af lyfjum sem breyta serótónínmagni líkamans en hins vegar hafa ástæður fyrir þunglyndi og kvíða aldrei al- mennilega verið sannaðar,“ segir Ína. Hún segir að myndgreining á heila fólks hafi gefið miklar vonir en hingað til hefur verið mjög erfitt að skoða virkni í heilanum. Ína segir að hins vegar hafi komið í ljós að málið sé mjög flókið og rannsóknir því enn mjög erfiðar. Rannsókn Ínu og félaga fólst í því að skoða m.a. með ákveðinni mynd- greiningu hvernig framleiðslu á serótóníni er háttað. Við þær rann- sóknir merktu þau forvera serótón- íns í heilanum. Í kjölfarið var ákveð- ið að skoða hvort munur væri á kynjunum hvað framleiðslu efnisins varðar, þar sem vitað er að þung- lyndi og kvíði er algengari hjá kon- um en körlum. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá kenningu að magn þessa forvera serótóníns í heilanum sé minna hjá konum en körlum og því þarf minna að koma til svo að þær verði þung- lyndar. Þær séu viðkvæmari fyrir áhrifum áfalla, t.d. ofbeldis en Ína bendir á að rannsóknir sýni að mjög hátt hlutfall kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. „Þetta getur verið ein skýringin á því að konur eru viðkvæmari fyrir þung- lyndi og kvíða en karlar,“ segir Ína. Konur undir miklu álagi Ína segir konur verða fyrir miklu álagi úr ýmsum áttum. Hátt hlutfall þeirra (um 33% á Íslandi) hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleið- inni, á þeim hvíla áhyggjur og ábyrgð á ættingjum, „og svo bætist ofan á þetta að við erum oft í vinnu þar sem við erum ekki stjórnendur heldur erum undir öðrum og sam- anlagt er álagið mikið,“ útskýrir Ína. Hún segir ljóst að líffræðilegar ástæður liggi að baki þunglyndi og því umræða um ofnotkun þunglynd- islyfja varasöm. Hún segir að auðvit- að eigi að skammta lyf nákvæmlega og fara varlega í að gefa fleiri en eitt í einu svo dæmi séu tekin. „Ég held að það sé vissulega þörf á að endur- skoða lyfjameðferð en það er mjög varasamt að tala um að við notum of mikið af lyfjum,“ segir Ína. Rannsókn íslensks læknis á serótóníni kynnt á geðlæknaþingi í Reykjavík Serótónín finnst í minna mæli í heila kvenna en karla Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Ína Marteinsdóttir EKKI er vitað hversu margir starfa hér á landi á vegum starfsmannaleigna, hvort það eru 500 manns, 800 manns eða jafnvel 1.500 manns. Þá er erfitt að sjá hvort erlendur starfsmaður hér er á vegum starfsmannaleigu eða er hér hreinlega að vinna svart, að því er fram kom í ávarpi Hrólfs Ölvissonar, formanns stjórnar Vinnumálastofnun- ar, á ársfundi stofnunarinnar. „Þetta getur ekki gengið, nauðsynlegt er að til séu upplýsingar um fjölda starfsmanna á vegum starfsmannaleigna hér á hverjum tíma,“ sagði Hrólfur. Fram kom að af þeim rúmlega 2000 manns sem séu við störf á Austurlandi nú megi gera ráð fyrir að um 300 séu þar á vegum starfsmannaleigna. Hrólfur segir að skoða þurfi þetta mál fordóma- laust og af varfærni, þar sem þessar starfsmanna- leigur séu sennilega komnar til að vera með einum eða öðrum hætti. Þá geti verið og sé erfitt að fylgj- ast með því hvort lágmarkskjör kjarasamninga gildi um þennan hóp. Nauðsynlegt sé að setja regl- ur um upplýsingagjöf til stjórnvalda og e.t.v. að gera ráð fyrir aðkomu aðila á vinnumarkaði. Hefur færst í vöxt „Einn þáttur sem enn hefur risið hátt í um- ræðunni um atvinnumál á síðustu mánuðum er hin svonefnda svarta atvinnustarfsemi og tengist starfsmannaleigum. Það er vegna þess að erfitt er að sjá hvort erlendur starfsmaður sem kemur til vinnu hér á landi, er á vegum starfsmannaleigu eða hvort hann er hreinlega að vinna svart. Því er ekki að neita að til Vinnumálastofnunar berast fréttir um að hingað komi fólk án leyfis eða skráningar af neinu tagi og starfi í tiltekinn tíma fyrir utan lög og rétt. Þetta virðist því miður hafa færst í vöxt á und- anförnum mánuðum,“ segir ennfremur. Ekki vitað hve margir starfa á vegum starfsmannaleigna Erfitt að greina á milli starfsmannaleigna og svartrar atvinnustarfsemi hér á landi HLUTFALL atvinnulausra með háskólapróf var 12% á síðasta ári en var 9% fyrir fimm árum. Þannig voru í maí síðastliðnum 87 viðskipta- og rekstrarmenntaðir einstaklingar á atvinnuleys- isskrá. Hlutfall atvinnulausra með stúdentspróf hefur þróast með svipuðum hætti. „Þessi breyt- ing þýðir að menntun er ekki lengur trygging fyrir því að hafa starf,“ sagði Hrólfur Ölvisson einnig í ávarpi sínu á ársfundinum. Menntun ekki lengur trygging fyrir starfi Eftir Hjálmar Jónsson hjjo@mbl.is SAMBAND ungra sjálfstæðismanna heldur nú 38. þing sitt í Stykkishólmi. Þingið var sett á föstudag og mættu formaður og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins til þingsins og sátu fyrir svörum. Að sögn Hafsteins Þórs Haukssonar, formanns SUS, eru um 300 fulltrúar skráðir til þátttöku. Þinginu lýkur í dag með kosningu nýs formanns, stjórnar og til ann- arra embætta. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Um 300 manns á SUS-þingi BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að taka tilboði hæstbjóðanda, sem er 111 milljónir króna, í húsið Sól- vallagötu 10 í Reykjavík. Á um 790 fermetra lóð á Sól- vallagötu 10 er 307 fermetra stórt hús á þremur hæðum með aukaíbúð, bílskúr og tveimur útigeymslum. Í sumar var eign- in metin á 135 milljónir og bár- ust tvö tilboð í hana. Annað var frá Eddu - Film ehf. en fyrir- tækið bauð 111 milljónir króna, en hitt kom frá fyrirtækinu Gáspa ehf. og hljóðaði upp á 101 milljón. Edda - Film átti einnig hæsta tilboð í húsið við Frí- kirkjuveg 11 í Reykjavík, en það hljóðaði upp á 90 milljónir króna. Sólvallagata 10 fór á 111 milljónir LÖGREGLAN í Reykjavík handtók fimm ökumenn fyrir ölvun við akstur aðfaranótt laugardags. Tveir þeirra reyndu að komast undan lögreglu á bílum sínum en náðust báðir. Sá fyrri vildi ekki hlýða stöðvunar- merkjum lögreglunnar og veittu lög- reglumenn því eftirför sem endaði á því að bifreið ökumannsins hafnaði á umferðareyju á mótum Kringlumýr- arbrautar og Laugavegar. Þegar lögreglumenn komu að bílnum vildi ökumaðurinn ekki koma út og urðu lögreglumenn að draga hann út úr bílnum og færa í hand- járn. Til að bæta gráu ofan á svart var ökumaðurinn með sex farþega í bíl sem einungis tekur fjóra. Voru fjórir í aftursætinu og einn í skott- inu. Kenndi einn farþeganna bak- meiðsla eftir byltuna og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild LSH til aðhlynningar. Hinn ökumaðurinn gaf í þegar lög- regla gaf honum stöðvunarmerki á Kringlumýrarbrautinni. Ók hann ítrekað gegn rauðu ljósi, en stöðvaði síðan bifreið sína rétt neðan við Miklubraut og tók til fótanna. Fótfráir lögreglumenn náðu honum þó á hlaupunum. Var hann þá færð- urá lögreglustöð og tekin úr honum sýni og af honum skýrsla og var hann síðan látinn laus. Tveir ölvaðir reyndu að forðast lögreglu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.