Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ F ríkirkjuvegur 3 hefur verið töluvert í fréttum upp á síðkastið, húsið var auglýst til sölu og í það komu nokkur til- boð, það hæsta um 90 milljón krónur, að því er fréttir herma. Sigurð Thoroddsen landsverk- fræðing hefur líklega ekki grunað hve dýrt þetta hús yrði selt eftir hundrað ár þegar hann flutti í það nýbyggt sem íbúðarhús sitt og ungrar konu sinnar árið 1905. „Faðir minn fékk þessa lóð 1899 og byggði fyrst á henni hesthús með baðhúsi í öðrum endanum. Reykja- víkurbær hafði staðið fyrir rekstri baðhúss fyrir fólk sem ekki hafði bað- aðstöðu en sú starfsemi gekk ekki. Pabbi rak sitt baðhús í tvö ár, leigði aðgang að því, en hætti rekstri þess af sömu ástæðu og Reykjavíkurbær, of fátt fólk borgaði sig inn í baðhúsið til þess að það tæki því að reka það. Íbúðarhúsið hóf hann að byggja árið 1903. Byggingu hússins lauk 1905 og þetta var hið myndarlegasta hús, þrjár stofur og eldhús á aðalhæð, í risi voru ein 6 svefnherbergi og baðher- bergi og í kjallaranum þvottahús og ótal geymslur. Ekki má gleyma háa- loftinu, þar sem var þurrkloft og geymsla fyrir gamalt dót. Það var æv- intýri líkast að koma á háaloftið og fá að gramsa þar í gamla dótinu.“ Sú sem talar er Margrét Thorodd- sen, yngsta dóttir Sigurðar lands- verkfræðings og konu hans Maríu Kristínar Claessen. Margrét fæddist 19. júní 1917 í svefnherbergi foreldra sinna að Frí- kirkjuvegi 3. „Uppi í risi á móti suðri,“ segir hún og brosir. Í því herbergi fæddust líka bræður hennar þrír, þeir Valgarð, Jónas og Gunnar Thoroddsen, en elstu börn hjónanna, þær Sigríður og Kristín fæddust í leiguhúsnæði við Þingholtsstræti sem hjónin bjuggu í meðan verið var að byggja hið glæsi- lega hús að Fríkirkjuvegi 3. Í garðinum fyrir utan húsið stend- ur nú brjóstmynd af dr. Gunnari Thoroddsen sem varð bæði borgar- stjóri Reykjavíkur og forsætisráð- herra Íslands áður en stjórnmálaferli hans lauk. „Það var ekki aldeilis ljóst að Gunnar yrði stjórnmálamaður, hann var mjög feiminn sem ungur maður, rétt eins og ég sjálf. Okkur hætti báð- um systkinunum til þess að roðna ef við þurftum að hafa okkur eitthvað í frammi. Gunnar fór þó ungur að halda ræður í menntaskóla en svo mjög roðnaði hann við ræðuhöldin að skólasystir hans ein spurði hann í fúl- ustu alvöru hvort hann væri kominn með rauðu hundanna þegar hann var nýstiginn niður úr ræðustólnum,“ segir Margrét og hlær. Við borðstofuborðið gerist margt Margrét er greinilega glaðsinna kona enda bjó hún að eigin sögn við skemmtilegt heimilislíf frá fyrstu æskudögum að Fríkirkjuvegi 3. Í stofunni hennar uppi á tíundu hæð við Sólheima í Reykjavík stend- ur borðstofuborðið sem foreldrar hennar keyptu nýgift og skenkur sem hún nefnir svo. „Við þetta borð gerðist svo margt skemmtilegt alla mína æskudaga og raunar hefur það verið vettvangur hinna margvíslegustu viðburða allt til þessa dags,“ segir Margrét. „Þegar mamma var búin að ákveða að selja húsið okkar við Fríkirkjuveg- inn vildi hún losna við borðstofuborð- ið en ég ákvað að taka það til mín og losa mig við nýja borðstofuborðið sem ég og maðurinn minn höfðu keypt okkur. Borðstofuborðið gamla var svo mikill miðpunktur heimilislífsins á Fríkirkjuveginum. Við það var auð- vitað borðað, og þar saumaði mamma og við það sat ég þegar Gunnar bróðir minn kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára gömul. Hann lét mig taka lestrarpróf við þetta borð, ég var svo feimin að mamma varð að sitja undir mér í prófinu en prófdómari var Kristín systir mín. Ég á enn viður- kenningarskjal sem er undirritað af systkinum mínum þann 1. maí 1923 þess efnis að ég væri læs. Gunnar var alltaf svo góður við mig, hann var næstur mér að aldri og við vorum ná- in þegar við vorum krakkar þótt hann væri sjö árum eldri en ég. Faðir okk- ar var mikill útiverumaður, við Gunn- ar fórum í ferðalög með, t.d. fórum við í 4 daga reiðhjólaferðalag austur um sveitir. Ég var þá enn í barnaskóla en Gunnar um tvítugt. Ég var mikið með pabba þegar ég var lítil stelpa, fór með honum á skauta, í gönguferðir og stundum í sjóböð í Skerjafirði,“ segir Margrét. Húsið tekið breytingum í áranna rás Húsið að Fríkirkjuvegi 3 hefur tek- ið ýmsum breytingum á þeim 100 ár- um sem liðin eru síðan Sigurður og María Kristín Thoroddsen fluttu í það. Lengi vel bjuggu þau í öllu hús- inu en leigðu þó stundum frá sér. Húsinu var breytt í tvíbýlishús 1941, og bjuggu Gunnar og Vala Thorodd- sen fyrstu búskaparár sín á Frí- kirkjuveginum, árin 1941 til 1948, þar til þau byggðu í Oddagötu.“ Sigurður Thoroddsen var orðinn 39 ára þegar hann kvæntist Maríu Kristínu Claessen og hafði þá verið landsverkfræðingur í sjö ár. „Pabbi var fremur hlédrægur mað- ur en mér er sagt að þegar hann var ógiftur hafi hann stundað talsvert samkvæmislíf þeirra tíma, hann hætti því þó nær alveg þegar eftir brúð- kaupið og undi sér vel heima hjá konu og börnum,“ segir Margrét. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir Sigurð að ná ástum Maríu Kristínar. „Hún var systurdóttir Páls Briems, sem þá var sýslumaður en síðar varð amtmaður. Hann leyfði henni að fara með sér að vígslu Blönduóssbrúar, sem var mikil ævintýraferð fyrir 17 ára kaupmannsdóttur frá Sauðár- króki. Faðir minn sá um gerð brúarinnar og við vígslu hennar kom hann auga á móður mína og varð svo ástfangin af henni að hann ákvað að hún skyldi verða kona hans. Konuefnið tilvon- andi færðist þó undan, kvaðst vera alltof ung: „Ég er bara barn ennþá,“ sagði hún. En faðir minn gafst ekki upp, hann skrifaði bæði henni og föð- ur hennar og ámálgaði ráðahaginn, afa leist ágætlega á þennan biðil, pabbi var álitlegur maður, mikill dansherra og góður skautamaður, eigi að síður hikaði mamma og faðir minn skrifaði meira að segja Páli Briem og bað hann að liðka til fyrir sér hvað kvonfangið snerti. Bréf þessi eru mörg til og á ættarmóti á Sauð- árkróki fyrir fimm árum las Dóra dóttir Gunnars bróður míns, sem er bókasafnsfræðingur, brot úr þeim, af- komendunum til mikillar ánægju. Það var ekki fyrr en móðir mín fór til dvalar hjá móðurbróður sínum í Hafnarfirði sem þetta fór eitthvað að ganga. Þau gengu í hjónaband ári eft- ir að hún kom suður, 22. ágúst 1902, þá var hann sem sagt 39 ára en hún 22 ára. Er barnabarn Jóns Thoroddsens rithöfundar, f. 1818 Fljótt tóku þau að eignast börn, fyrr en varði voru börnin orðin fimm og skammt á milli þeirra, nema hvað nær sjö ár liðu frá fæðingu Gunnars þar til ég komin í heiminn árið 1917, sem fyrr sagði.“ Margrét kynntist hvorki foreldrum móður sinnar né föður. „Mamma missti móður sína Krist- ínu Briem þegar hún var tæplega tveggja ára, hún dó eftir fæðingu síns fjórða barns, Gunnlaugs Claessens læknis, sem síðar varð. Hin alsystkini móður minnar voru Ingibjörg sem giftist Jóni Þorlákssyni síðar for- sætisráðherra og Eggert Claessen lögmaður. Afi minn, Valgarð Claes- sen, var danskur og sendur sem verslunarnemi til Íslands en settist hér að. Hann gifti sig aftur ekkju með þrjú börn og saman eignuðust þau svo tvö börn, fjölskyldan varð því stór og ég hafði mikið af systkinum og stjúpsystkinum mömmu að segja. Faðir minn var sonur Jóns Thorodd- sens rithöfundar og sýslumanns, sem fæddur var 1818, hann var kominn nokkuð á fimmtugsaldur þegar pabbi fæddist og dó þegar hann var sex ára, móður sína missti pabbi 16 ára. Við höfðum samt mikinn samgang við skyldulið hans, einkum ekkju Skúla bróður hans, Theodóru Thoroddsen og börn þeirra, Skúli sonur þeirra, seinna læknir, var skólabróðir minn í MR. Um daginn fór ég með dóttur minni til þess að skoða húsið okkar gamla við Fríkirkjuveginn og enn heillaðist ég af útsýninu yfir tjörnina úr stofu- glugganum. Mér fannst í svip sem ég sæi okkur Völu, langar, mjóar og valt- ar á skautum við hólmann en föður minn um áttrætt renna sér teinréttan hring eftir hring á tjarnarsvellinu, en þannig lýsti móðir mín einni af skautaferðum okkar Völu og pabba. Þess má geta að faðir minn var gerð- ur að heiðursfélaga Skautafélags Reykjavíkur þegar hann var 81 árs, en hann var einn af stofnendum þess félags og var einnig gerður að heið- ursfélaga Verkfræðingafélags Ís- lands og Taflfélags Íslands. Af æskuvinum og vinkonum Fyrstu æviárin voru mjög fátæk af vinkonum. Þá voru svo fá hús hér í kring. Reyndar átti ég strákavini, Þórarin, son Sigmundar húsvarðar í Menntaskólanum, bróður Sesselju sem rak barnaheimilið að Sólheimum í Grímsnesi og svo frænda minn Gunnlaug Briem, son Önnu, hálfsyst- ur mömmu. Hann bjó í Miðstræti 5. En svo byggði Jakob Thorarensen hús að Skáholtsstíg 2A. Hann átti tvær dætur, Ég horfði oft á Laufeyju Thorarensen sem var 6 ára eins og ég. Mér fannst hún svo merkileg manneskja því hún var í tímakennslu, hún var oft að hlaupa upp Skálholts- stíginn með skólatösku á bakinu. Loks fórum við að tala saman og urð- um vinkonur og vorum það til æviloka hennar. Okkur fannst Elínborg systir hennar smábarn þá en hún varð góð vinkona mín síðar. Á Laufásvegi 10 bjó Finnur Thorlacius, dóttir hans Halldóra varð vinkona mín. Dóra var mikil leikfim- Yndislegt fjölskyldulíf Nú er verið að selja Fríkirkjuveg 3, hús Sigurðar Thorodd- sens landsverkfræðings, frá 1905. Margrét, yngsta dóttir hans, segir Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá heimilislífinu að Fríkirkjuvegi 3 – í bland við ýmislegt sem hana sjálfa henti bæði fyrr og síðar á lífsleiðinni. Morgunblaðið/Sverrir Margrét Thoroddsen á heimili sínu í Sólheimum í Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís Fríkirkjuvegur 3, Sigurður Thoroddsen fékk byggingarleyfi fyrir húsinu í nóv. 1903 og fyrsta brunavirðingin var gerð í maí 1905. Leitað var tilboða í húsið og var það hæsta 90 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.