Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 25 iskona eins og ég og við fórum oft saman út á kvöldin að hoppa yfir girð- ingar í Tjarnargötunni. Þetta voru æskuvinkonur mínar. Fisk- og kjötfars- framleiðsla í kjallaranum Heima hjá okkur var yndislegt fjöl- skyldulíf á þessum skemmtilegu æskuárum, fjölskyldan var mikið saman, það var ekki einu sinni komið útvarp þegar ég var að alast upp, við fengum ekki útvarp fyrr en 1934, sem var nokkuð seint. Mikið var spilað og heimsóknir gengu á víxl milli allra ættingjanna. Faðir minn fór að kenna við Menntaskólann í Reykjavík áður en ég fæddist, hann varð fljótlega eftir giftingu sína þreyttur á öllum ferða- lögunum sem fylgdu starfi landsverk- fræðingsins, Svili hans Jón Þorláks- son tók við af honum sem landsverkfræðingur. Mörgu kom fað- ir minn þó í verk á þeim vettvangi áð- ur en hann hætti störfum sem slíkur. T.d. stóð hann fyrir lagningu Lagar- fljótsbrúar og vegar niður Kambana í Ölfusi. Ég spurði hann einhvern tíma af hverju vegurinn hefði verið hafður í svo miklum beygjum sem raun bar vitni, hann sagði að það hefði verið vegna hestvagnanna, hestarnir hefðu ekki getað farið beint niður mjög mik- inn bratta. Mamma var alltaf heima, nema þegar hún fylgdi pabba á ferðum hans sem landverkfræðings fyrstu árin. Ýmislegt gerði hún í höndunum til þess að drýgja tekjur heimilisins, einkum eftir að faðir minn hætti að kenna. Hann varð að hætta kennslu 70 ára árið 1936 og það voru honum vonbrigði, þetta var svo vegna nýrrar lagasetningar um opinber störf. Bræður mínir voru þá allir að mennta sig og því þurfti mikils við. Mamma brá þá á það ráð að búa til kjöt- og fiskfars í eldhúsi í kjallaran- um að Fríkirkjuvegi 3 og senda það heim til viðskiptavina. Eldsnemma á morgnana fékk hún frosinn fisk inn í eldhúsið, þurfti að þíða hann og útbúa farsið, hún var með vinnukonu sér til aðstoðar og mann sem annaðist heim- sendingarnar. Þetta gekk ágætlega. Eldhúsið höfðu foreldrar mínir látið útbúa fyrir Kristínu systur mína sem lærði við danskan hússtjórnarskóla og ætlaði sér að fá stöðu sem heim- ilisfræðikennari við Austurbæjar- skóla. Af því varð ekki og þá datt mömmu í hug að taka geymslur og búr í kjallaranum undir eldhús þar sem Kristín stóð svo fyrir vel sóttum húsmæðranámskeiðum um árabil. Mamma var hlédræg en úrræðagóð Mamma var alltaf úrræðagóð og datt svo margt skemmtilegt í hug, hún bjó til jólaskraut og margt fleira í höndunum sem hún seldi, einu sinni kom systir mín t.d. frá Ameríku með indíánabúning fyrir son sinn, mamma hóf þá framleiðslu á slíkum búningum með þann ameríska að fyrirmynd og seldi hjá Thorvaldsensbasar. Mamma var hlédræg kona en tók eigi að síður talsverðan þátt í fé- lagslífi, hún var ein af stjórnendum Húsmæðrafélags Reykjavíkur og sat í stjórn þess félags og varð svo for- maður þegar Guðrún Lárusdóttir lést. Hún skrifaði líka í blöð en aldrei undir nafni, hún sendi skrif sín til Ív- ars Guðmundssonar á Morgun- blaðinu sem birti þau í Velvakanda, mamma ritaði t.d. um nauðsyn þess að vinnukonur losnuðu við þetta nið- urlægjandi starfsheiti og væru kall- aðar starfsstúlkur. Einnig lét hún kjör hinna minni máttar til sín taka, ekki bara í skrifum heldur líka á bein- an hátt. Maður einn, mikill fylgismað- ur Jónasar frá Hriflu sem átti ekki upp á pallborðið hjá foreldrum mín- um, borðaði eigi að síður hjá þeim ár- um saman fyrir lágt verð, kom og sótti sér mat í þríhólfa fötu og kvart- aði ef maturinn dugði ekki til kvölds- ins líka. Kona ein sem bakaði brauð og spilaði svo á gítar í kompu inn af bakaríinu fékk einnig fæði hjá mömmu í fjölda ára. Ég fermdist í Fríkirkjunni af því að það var verið að gera við Dómkirkj- una þá. Mér er minnisstætt að séra Haraldur Níelsson messaði oft í Frí- kirkjunni, þær messur sóttu mikill fjöldi manna, sumum varð svo ómótt að oft var sótt heim til okkar vatn til þess að hressa upp á þá, stundum var meira að segja borið inn til okkar fólk sem hnigið hafði í ómegin við messu- gjörðina. Ég veit að Fríkirkjan hefur sóst eftir húsinu að Fríkirkjuvegi 3 sem félagsaðstöðu fyrir starfsemi sína, mér þætti það ekki slæmt þó það sé nú raunar annað sem ég vildi enn frekar húsinu okkar gamla til handa.“ Varð stúdent árið 1937 frá MR Skólaárin verða okkur Margréti næst að umræðuefni. „Ég átti skólasókn í Miðbæjarskóla og þangað fór ég sjö ára, þá var skóla- skylda ekki fyrr en við tíu ára aldur,“ segir hún. „Ég var læs sem fyrr sagði og mér gekk ágætlega í skólanum, fyrsta vet- urinn var ég þó lítið þar, ég fékk misl- inga og upp úr því bólgna kirtla sem kallað var, Gunnlaugur Claessen móðurbróðir minn vildi ekki að ég færi út fyrr en ég væri hitalaus og því var ég inni allan veturinn og las, ég varð efst á prófinu um vorið. Líklega voru þetta einhverskonar berklar sem að mér voru. En mér batnaði og ég hélt áfram í skólanum og fór svo í Menntaskólann í Reykjavík. Þar átti ég skemmtilegan tíma með fimm skólasystrum og 48 skólabræðrum. Besta vinkona mín þar var Guðrún Túliníus, síðar Arnalds, Jórunn Viðar var líka góð vinkona mín og er enn, við urðum stúdentar 1937. Nú eru vinkonur mínar flestar látnar eða komnar á dvalarheimili fyrir aldraða, ég er orðin þetta göm- ul.“ Dvölin í Ameríku á stríðsárunum Það er ekki á Margréti Thoroddsen að sjá að aldurinn bagi hana, hún hef- ur til að bera meðfædda reisn og það látleysi sem prýðir upplýst og vel upp alið fólk allra kynslóða. „Fáðu þér meira kaffi,“ segir hún og blaðamaður lætur ekki segja sér það tvisvar, súkkulaðimolar rata og ofan í magann meðan Margrét heldur áfram frásögu sinni af lífinu að Frí- kirkjuvegi 3 og raunar víðar. „Ég ætlaði í háskólann eftir stúd- entspróf, ég vann um sumarið í máln- ingarverslun en um haustið var mér boðin vinna á bæjarskrifstofunum og því var erfitt að hafna, það var freist- andi að vinna sér inn peninga sjálfur. En til þess að missa ekki sambandið alveg við skólasystkinin þá fór ég í „fíluna“ og lauk henni um vorið 1938, þá var háskólinn á neðri hæð Alþing- ishússins og því stutt að fara í tíma. Valgarð bróðir hafði farið til Þýskalands í nemendaskiptum og hjá okkur bjó því í hans stað Bruno Kress. Hann og Kristín systir mín felldu hugi saman og giftust og eign- uðust dótturina Helgu en svo kom stríðið og aðskildi þau. Einn daginn kom auglýsing í blaði þar sem boðin voru svipuð nemenda- skipti, til tals kom að ég færi þeirra erinda til Stuttgart en af því varð þó ekki vegna hinnar miklu stríðshættu sem þá lá í loftinu. En mig langaði mjög mikið til þess að sjá mig um í heiminum og það var mamma sem stakk upp á því að ég færi til Ameríku, þangað voru Íslend- ingar í ríkari mæli farnir að leggja leið sína þegar stríðið geisaði í Evr- ópu. Ég fór til New York og gerðist þar ritari, Gunnar hafði skrifað Thor Thors og spurt hann hvort hann geti útvegað mér vinnu. Það kom skeyti skömmu síðar og ég hafði fengið vinnu. Ég fór út með skipi þótt þetta væri í miðju stríðinu. Sá sem réði mig var Ameríkani sem hafði viðskipti við Ísland, hann hélt að ég kynni hrað- ritun en það kunni ég ekki. Ég var því ekki lengi hjá honum í vinnu heldur fékk starf sem ritari hjá nefnd sem kom vestur um haf frá Íslandi til þess að kaupa efni til hitaveitulagna á Ís- landi. Það var skemmtileg vinna með góðu fólki. Seinna fékk ég starf gegn- um tungumálaskóla á stríðsfrétta- stofu og þýddi þar m.a. ræður og einnig texta við fréttamyndir sem fóru til sýninga á Íslandi. Til að fá þessa vinnu þurfti ég atvinnuleyfi, varð að fara til Kanada og koma inn í landið á ný á réttum pappírum. Þetta tókst. Hitti mannsefnið fyrst í New York Þótt mér líkaði þetta starf á stríðs- fréttastofunni vel þá fór ég að hugsa æ meira heim. Ætlunin var að ég yrði í Ameríku í hálft ár en þegar liðin voru tvö ár þá fór heimþráin að segja til sín. Ég vildi komast fyrir jól en tókst ekki að fá skipsfar fyrr en í jan- María Kristín og Sigurður Thoroddsen á silfurbrúðkaupsdegi sínum árið 1927 með fimm af sex börnum sínum. Frá vinstri: Valgarð, Gunnar, Sigurður, Margrét, María Kristín, Sigríður og Jónas. Mynd af Kristínu er fremst á borðinu en hún var við nám í Kaupmannahöfn þegar myndin var tekin. Síðustu dagar útsölunnar Opið í dag 10 til 16 Gerðu góð kaup í stöngum og hjólum og vöðlum og jökkum og vestum og línum og töskum og veiðikössum og spúnum og vertu klár í stórveiði næsta vor Útsalan er líka í veiðibúðinni þinni á netinu www.veidihornid.is Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.