Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 47 AUÐLESIÐ EFNI BBC, sem er stærsta fjölmiðla-samsteypa Bret-lands, hefur keypt réttinn til að sýna sjónvarps-þættina um Lata-bæ næstu 5 árin. Sýningarnar eiga að byrja á morgun, og munu ná til 57 milljóna sjónvarps-áhorfenda. Michael Carrington, yfir-maður barna-efnis hjá BBC, segir stöðina bera mikla ábyrgð sem ríkis-stöð. Um 1 milljón barna séu of feit, og því vilja þeir endi-lega sýna þættina um Latabæ. Þeir geta fengið börn til að hreyfa sig og borða hollari mat. Þættirnir séu eins og BBC vilji hafa almenni-legt barna-efni, „þeir mennta, skemmta og upp-lýsa,“ sagði Carrington og bætti því við að hann væri viss um að þættirnir yrðu vin-sælir í Bret-landi. Morgunblaðið/Kristinn Carrington og Magnús Scheving glaðir með samninginn. Lati-bær í Bret-landi Um seinustu helgi birti Frétta-blaðið tölvu-bréf úr tölvu-samskiptum Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, rit-stjóra Morgun-blaðsins, um að Styrmir hefði aðstoðað Jón Gerald Sullenberger við að finna lög-fræðing, Jón Steinar Gunnlaugsson, og rætt það mál við Kjartan Gunnarsson, framkvæmda-stjóra Sjálfstæðis-flokksins. Jón Steinar vann að kærunni á hendur Baugs-mönnum, sem síðar leiddi til Baugs-- rannsóknarinnar árið 2002. Styrmir svaraði fyrir sig á síðum Morgun-blaðsins. Þar sagðist hann aldrei hafa haft áhrif á viðskipta-deilur Baugs-manna og Jóns Geralds. Árið 2002 hefði hann t.d fengið gögn um málið en ekki fundist við hæfi að birta þau. Hann hefði leitað til Kjartans vegna langrar vin-áttu þeirra, en ekki vegna stöðu hans hjá Sjálfstæðis-flokknum. Á mánu-daginn hélt hann síðan starfs-mannafund á Morgun-blaðinu, sem sagt var frá í Morgun-blaðinu daginn eftir. Þar greindi hann frá því að hann hefði einfald-lega verið að að-- stoða mann sem leitað hefði til hans við að ráða sér góðan lög-fræðing. Lögreglu-stjóri hefur nú sett lög-bann við birtingu tölvu-bréfanna. Atli Gíslason hæstaréttar-lögmaður segir að Frétta-blaðið hafi brotið gegn almennum hegningar-lögum og mann-réttindum með því að birta tölvu-pósta Jónínu Benediktsdóttur án leyfis. Tölvu-bréf verða frétta-mál Davíð Oddsson hætti á þriðju-daginn sem utanríkis-ráðherra. Brátt mun hann hætta öllum af-skiptum af stjórn-málum og taka við stöðu seðlabanka-stjóra. Davíð hafði þá setið 14 ár í ríkis-stjórn. Hann sagðist þakk-látur fyrir að hafa fengið að hafa svo mikil áhrif á þróun lands- og þjóð-mála. Honum fyndist hins vegar verra að eyði-leggja hár-kolluna fyrir Erni Árna-syni Spaugstofu-manni sem líklega þyrfti lítið til hennar að grípa í fram-tíðinni. Davíð óskaði síðan Halldóri Ásgrímssyni alls hins besta sem forsætis-ráðherra. Aðrar breytingar í ríkis-stjórn Íslands voru að Geir H. Haarde tók við stöðu utanríkis-ráðherra, en hann var áður fjármála-ráðherra. Árni M. Mathiesen er nú fjármála-ráðherra, en var sjávarútvegs-ráðherra. Einar K. Guðfinnsson verður ráð-herra í fyrsta skipti en hann er nýi sjávarútvegs-ráðherrann. Halldór sagði að engin sér-stök stefnu-breyting yrði við þessi ráðherra-skipti. Davíð er hættur Morgunblaðið/Golli Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín í út-hverfum Los Angeles, þar sem skógar-eldar geisa. Rúmlega 3000 slökkviliðs-menn berjast við eldana, og vatni var kastað yfir þá úr flug-vélum og þyrlum. Eldarnir breiddust hratt út yfir stórt lands-svæði og eyði-lögðu eitt hús og skemmdu fleiri. Eldunum er lýst sem 16 kíló-metra eld-vegg sem æðir yfir svæðið. Eldarnir byrjuðu í San Fernando-dalnum sem er um 50 kíló-metra frá mið-borg Los Angeles. Verið er að rann-saka upp-tök eldanna. Skógar-eldar í Los Angeles Reuters Barist við eldana. Greta Mjöll skorar 4 mörk Íslenska kvenna-landsliðið í knatt-spyrnu yngri en 19 ára, sigraði lið Bosníu-Hersegóvínu 5:0 um daginn. Fyrir-liðinn, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiða-bliki, skoraði 4 markanna. Riðillinn er leikinn í Sarajevíó í Bosníu og stúlkurnar hafa nú tryggt sér sæti í milli-riðli í undan-keppni Evrópu-mótsins. Alþjóð-leg kvikmynda-hátíð sett Alþjóð-leg kvikmynda-hátíð í Reykja-vík var sett á fimmtu-daginn. Opnunar-myndin var danska gaman-myndin Epli Adams sem er fram-lag Dana til Óskars-verðlaunanna. 58 kvik-myndir verða sýndar á 11 dögum. Hægt er að skoða dag-skrána nánar á www.filmfest.is. Aukatónleikar Antonys and the Johnsons Hljóm-sveitin Antony and The Johnsons heldur tón-leika í Frí-kirkjunni í Reykjavík 11. desember. Upp-selt var á tón-leikana á 7 mínútum, og þegar söngvarinn Antony Hegarty frétti það, ákvað hann að halda eina auka-tónleika daginn eftir. Miða-sala hefst á miðviku-daginn kl. 10 á midi.is og í Skífunni á Lauga-vegi. Stutt Þýskir íhalds-menn hafa verið vissir um að Gerhard Schröder myndi láta af kanslara- embætti á mánu-dag. Þá lýkur loks talningu eftir sambands-kosningarnar, sem fram fóru 18. september. Enginn vann af-gerandi sigur í kosningunum og illa hefur gengið að mynda stjórn. Schröder sem er for-maður Jafnarmanna-flokksins, og Angela Merkel, leið-togi Kristi-lega demó- krata-flokksins vilja bæði verða kanslarar. Schröder fer hins vegar sem kanslari Þýska-lands, til Spánar í næstu viku til að hitta Jose Luis Zapatero, forsætis-ráðherra Spánar. Þeir ætla að ræða sam-skipti ríkjanna, alþjóða-mál og leiðtoga-fund Evrópu-sambandsins sem brátt verður haldinn í Bretlandi. Schröder kanslari? Gerhard Schröder ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar íslenska lands-liðsins í knatt-spyrnu, hafa valið í liðið sem leikur vináttu-landsleik gegn Pól-verjum á miðviku-daginn og leik gegn Svíum í Stokk-hólmi í undan-keppni heimsmeistara-keppninnar 2006. Í liðinu er einn nýliði, Sölvi Geir Ottesen Jónsson, sem leikur með Djurgården í Svíþjóð. Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson spila ekki í leikjunum tveimur og því varð að finna nýjan sterkan mið-herja sem Sölvi Geir er. „Okkur Ásgeiri hefur fundist hann hafa staðið upp úr með U-21 árs liðinu og það er framtíð í þessum strák,“ sagði Logi Ólafsson, landsliðs-þjálfari. Það er næstum uppselt á leik Sví-þjóðar og Íslands, sem fram fer á Råsunda leik-vanginum í Stokk-hólmi 12. október. Morgunblaðið/Sverrir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðs-þjálfarar íhuga málið. Ný-liði í lands-liðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.