Morgunblaðið - 02.10.2005, Síða 47

Morgunblaðið - 02.10.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 47 AUÐLESIÐ EFNI BBC, sem er stærsta fjölmiðla-samsteypa Bret-lands, hefur keypt réttinn til að sýna sjónvarps-þættina um Lata-bæ næstu 5 árin. Sýningarnar eiga að byrja á morgun, og munu ná til 57 milljóna sjónvarps-áhorfenda. Michael Carrington, yfir-maður barna-efnis hjá BBC, segir stöðina bera mikla ábyrgð sem ríkis-stöð. Um 1 milljón barna séu of feit, og því vilja þeir endi-lega sýna þættina um Latabæ. Þeir geta fengið börn til að hreyfa sig og borða hollari mat. Þættirnir séu eins og BBC vilji hafa almenni-legt barna-efni, „þeir mennta, skemmta og upp-lýsa,“ sagði Carrington og bætti því við að hann væri viss um að þættirnir yrðu vin-sælir í Bret-landi. Morgunblaðið/Kristinn Carrington og Magnús Scheving glaðir með samninginn. Lati-bær í Bret-landi Um seinustu helgi birti Frétta-blaðið tölvu-bréf úr tölvu-samskiptum Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, rit-stjóra Morgun-blaðsins, um að Styrmir hefði aðstoðað Jón Gerald Sullenberger við að finna lög-fræðing, Jón Steinar Gunnlaugsson, og rætt það mál við Kjartan Gunnarsson, framkvæmda-stjóra Sjálfstæðis-flokksins. Jón Steinar vann að kærunni á hendur Baugs-mönnum, sem síðar leiddi til Baugs-- rannsóknarinnar árið 2002. Styrmir svaraði fyrir sig á síðum Morgun-blaðsins. Þar sagðist hann aldrei hafa haft áhrif á viðskipta-deilur Baugs-manna og Jóns Geralds. Árið 2002 hefði hann t.d fengið gögn um málið en ekki fundist við hæfi að birta þau. Hann hefði leitað til Kjartans vegna langrar vin-áttu þeirra, en ekki vegna stöðu hans hjá Sjálfstæðis-flokknum. Á mánu-daginn hélt hann síðan starfs-mannafund á Morgun-blaðinu, sem sagt var frá í Morgun-blaðinu daginn eftir. Þar greindi hann frá því að hann hefði einfald-lega verið að að-- stoða mann sem leitað hefði til hans við að ráða sér góðan lög-fræðing. Lögreglu-stjóri hefur nú sett lög-bann við birtingu tölvu-bréfanna. Atli Gíslason hæstaréttar-lögmaður segir að Frétta-blaðið hafi brotið gegn almennum hegningar-lögum og mann-réttindum með því að birta tölvu-pósta Jónínu Benediktsdóttur án leyfis. Tölvu-bréf verða frétta-mál Davíð Oddsson hætti á þriðju-daginn sem utanríkis-ráðherra. Brátt mun hann hætta öllum af-skiptum af stjórn-málum og taka við stöðu seðlabanka-stjóra. Davíð hafði þá setið 14 ár í ríkis-stjórn. Hann sagðist þakk-látur fyrir að hafa fengið að hafa svo mikil áhrif á þróun lands- og þjóð-mála. Honum fyndist hins vegar verra að eyði-leggja hár-kolluna fyrir Erni Árna-syni Spaugstofu-manni sem líklega þyrfti lítið til hennar að grípa í fram-tíðinni. Davíð óskaði síðan Halldóri Ásgrímssyni alls hins besta sem forsætis-ráðherra. Aðrar breytingar í ríkis-stjórn Íslands voru að Geir H. Haarde tók við stöðu utanríkis-ráðherra, en hann var áður fjármála-ráðherra. Árni M. Mathiesen er nú fjármála-ráðherra, en var sjávarútvegs-ráðherra. Einar K. Guðfinnsson verður ráð-herra í fyrsta skipti en hann er nýi sjávarútvegs-ráðherrann. Halldór sagði að engin sér-stök stefnu-breyting yrði við þessi ráðherra-skipti. Davíð er hættur Morgunblaðið/Golli Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín í út-hverfum Los Angeles, þar sem skógar-eldar geisa. Rúmlega 3000 slökkviliðs-menn berjast við eldana, og vatni var kastað yfir þá úr flug-vélum og þyrlum. Eldarnir breiddust hratt út yfir stórt lands-svæði og eyði-lögðu eitt hús og skemmdu fleiri. Eldunum er lýst sem 16 kíló-metra eld-vegg sem æðir yfir svæðið. Eldarnir byrjuðu í San Fernando-dalnum sem er um 50 kíló-metra frá mið-borg Los Angeles. Verið er að rann-saka upp-tök eldanna. Skógar-eldar í Los Angeles Reuters Barist við eldana. Greta Mjöll skorar 4 mörk Íslenska kvenna-landsliðið í knatt-spyrnu yngri en 19 ára, sigraði lið Bosníu-Hersegóvínu 5:0 um daginn. Fyrir-liðinn, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiða-bliki, skoraði 4 markanna. Riðillinn er leikinn í Sarajevíó í Bosníu og stúlkurnar hafa nú tryggt sér sæti í milli-riðli í undan-keppni Evrópu-mótsins. Alþjóð-leg kvikmynda-hátíð sett Alþjóð-leg kvikmynda-hátíð í Reykja-vík var sett á fimmtu-daginn. Opnunar-myndin var danska gaman-myndin Epli Adams sem er fram-lag Dana til Óskars-verðlaunanna. 58 kvik-myndir verða sýndar á 11 dögum. Hægt er að skoða dag-skrána nánar á www.filmfest.is. Aukatónleikar Antonys and the Johnsons Hljóm-sveitin Antony and The Johnsons heldur tón-leika í Frí-kirkjunni í Reykjavík 11. desember. Upp-selt var á tón-leikana á 7 mínútum, og þegar söngvarinn Antony Hegarty frétti það, ákvað hann að halda eina auka-tónleika daginn eftir. Miða-sala hefst á miðviku-daginn kl. 10 á midi.is og í Skífunni á Lauga-vegi. Stutt Þýskir íhalds-menn hafa verið vissir um að Gerhard Schröder myndi láta af kanslara- embætti á mánu-dag. Þá lýkur loks talningu eftir sambands-kosningarnar, sem fram fóru 18. september. Enginn vann af-gerandi sigur í kosningunum og illa hefur gengið að mynda stjórn. Schröder sem er for-maður Jafnarmanna-flokksins, og Angela Merkel, leið-togi Kristi-lega demó- krata-flokksins vilja bæði verða kanslarar. Schröder fer hins vegar sem kanslari Þýska-lands, til Spánar í næstu viku til að hitta Jose Luis Zapatero, forsætis-ráðherra Spánar. Þeir ætla að ræða sam-skipti ríkjanna, alþjóða-mál og leiðtoga-fund Evrópu-sambandsins sem brátt verður haldinn í Bretlandi. Schröder kanslari? Gerhard Schröder ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar íslenska lands-liðsins í knatt-spyrnu, hafa valið í liðið sem leikur vináttu-landsleik gegn Pól-verjum á miðviku-daginn og leik gegn Svíum í Stokk-hólmi í undan-keppni heimsmeistara-keppninnar 2006. Í liðinu er einn nýliði, Sölvi Geir Ottesen Jónsson, sem leikur með Djurgården í Svíþjóð. Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson spila ekki í leikjunum tveimur og því varð að finna nýjan sterkan mið-herja sem Sölvi Geir er. „Okkur Ásgeiri hefur fundist hann hafa staðið upp úr með U-21 árs liðinu og það er framtíð í þessum strák,“ sagði Logi Ólafsson, landsliðs-þjálfari. Það er næstum uppselt á leik Sví-þjóðar og Íslands, sem fram fer á Råsunda leik-vanginum í Stokk-hólmi 12. október. Morgunblaðið/Sverrir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðs-þjálfarar íhuga málið. Ný-liði í lands-liðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.