Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
REYKJAVÍK er
höfuðborg. Hún hefur
skyldur gagnvart
landi og þjóð. Það er
hlutverk hennar að
vera í fararbroddi.
Ekki aðeins út á við
gagnvart öllum lands-
mönnum og öðrum
þjóðum heldur um leið
inn á við gagnvart sín-
um eigin íbúum. Fólk-
inu sem byggir borg-
ina, lifir og hrærist í
henni og myndar sam-
félag sem hefur alla
burði til að vera best í heimi – en er
það ekki.
Brýnasta viðfangsefni okkar er að
tryggja ungu fólki möguleika á bú-
setu í borginni. Til þess þarf lóðir
undir hús. Flóknara er
það ekki. Samt hefur
borginni af óskiljan-
legum ástæðum tekist
að klúðra flestum þátt-
um sem tengjast lóðaút-
hlutun á undanförnum
árum. Afleiðingarnar
þekkja allir. Ungt fólk
og þeir sem flust hafa
utan af landi til höf-
uðborgarsvæðisins hafa
leitað til nágrannasveit-
arfélaganna sem hafa
byggst upp með blóm-
legum hætti á meðan
Reykjavík hefur setið eftir og hjakk-
að í sama farinu.
Við eigum öll draum um borg án
biðlista. Við eigum ekki að sætta
okkur við biðlista ungra barna eftir
leikskólaplássi. Ekkert frekar en við
myndum aldrei sætta okkur við bið-
lista eftir grunnskólanámi. Við eig-
um heldur ekki að bjóða öldruðu
fólki upp á þann betlistaf sem alltof
margir ganga við þegar starfsdegi er
lokið og ævikvöldið tekur við. Við
þurfum að vinna gegn langri bið ann-
arra borgarbúa sem þurfa á aðstoð
að halda vegna veikinda, fátæktar
eða annarra ástæðna þar sem sveit-
arfélaginu ber að koma til aðstoðar.
Við eigum að byggja borg jafn-
réttis. Ekki bara kynjanna. Börn
þurfa jöfn tækifæri til íþrótta- og
æskulýðsstarfs óháð efnahag. Í þeim
efnum skiptir öflugur stuðningur
okkar við starfsemi íþróttafélaga og
menningarstarf barna og unglinga
miklu máli. Við eigum að hafa vökult
auga með möguleikum unglinga og
ungs fólks til heilbrigðra lífshátta og
aðgengi þeirra að menntun og skap-
andi afþreyingu.
Það er sjálfsagt að krefjast þess
að íbúar og gestir Reykjavíkur njóti
öryggis eins og best verður á kosið.
Ekki bara í umferðinni þar sem pott-
ur er víða brotinn og nauðsynlegt að
grípa strax til aðgerða. Við þurfum
líka að vera örugg borg á göngustíg-
unum, í íbúahverfunum, á útivist-
arsvæðunum og alls staðar annars
staðar þar sem bæði börn og full-
orðnir eru á ferli. Við þurfum að
spyrna fótum við áfengis- og vímu-
efnavanda, vinna gegn glæpum á
götum úti, ofbeldi, innbrotum, dóp-
sölu og vændi.
Við erum rík þjóð. Reykjavík er
rík borg. Traust og örugg fjár-
málastjórn borgarinnar er lykill
okkar að því að njóta hagsældar. Í
þeim efnum þarf að snúa blaðinu við.
Við þurfum að stöðva óráðsíu síðustu
tíu ára. Við getum í senn lækkað til-
kostnað stjórnsýslunnar og gert
hana skilvirkari. Við eigum að auka
tekjur borgarinnar með eflingu at-
vinnulífs og auknum íbúafjölda. Við
getum hæglega aukið fjárfestingar
okkar í uppbyggingu mannvirkja og
þjónustu. Við eigum að lyfta Grett-
istaki í viðhaldi og umgengni um úti-
Nýtt fólk í brúna næsta vor
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
fjallar um borgarstjórnarmál ’Við þurfum að stöðvaóráðsíu síðustu tíu ára.‘
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Dalvegi 28 – Kópavogi
Sími 515 8700
BLIKKÁS –
JÖRÐIN VARMIDALUR -
Varmidalur Kjalarnesi - Framtíðar byggingarland
Undirrituðum hefur verið falið að selja jörðina Varmadal, Kjalarnesi,
í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Jörðin er húsalaus, ca 162 ha að landstærð. Jörðinni fylgja laxveiðiréttindi í Leir-
vogsá, svo og jarðhita- og námaréttur. Á framtíðarskipulagi er gert ráð fyrir verulegri
íbúðabyggð á landi jarðarinnar svo og útivistarsvæði.
Óskað er eftir kauptilboðum í jörðina. Allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 893 4959
og 483 4959. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á knutur@frostogfuni.is
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Knútur Bruun hrl.
Logafold
Afar vel staðsett 309 fm einbýlishús á
tveimur hæðum með möguleika á
aukaíbúð á neðri hæð. Stendur á
útsýnisstað, neðst í botnlanga með
útsýni til sjávar. Eignin skiptist m.a. í
rúmgott eldhús með góðri borðaðstöðu,
stofu með arni, sólstofu, 5 herbergi auk
fataherbergis og 2 flísalögð baðherbergi
auk gesta w.c. Aukin lofthæð er á
báðum hæðum hússins. Gróin lóð með
veröndum, skjólveggjum og lýsingu. Hiti
í hluta innkeyrslu sem er hellulögð. Verð
59,0 millj.
Ingólfsstræti
Glæsilegt steinhús í hjarta borgarinnar.
Húsið er samtals um 500 fm að stærð
og skiptist í þrjár hæðir og kjallara. 1. og
2. hæð eru 140 fm hvor, 3. hæðin 100
fm og kj. er 140 fm. Eignin var
endurnýjuð fyrir nokkrum árum á
vandaðan og smekklegan hátt. Svalir út
af efstu hæð, fallegt útsýni yfir borgina.
Nýjar lagnir og nýtt hitakerfi. 6 sér
bílastæði fylgja eigninni og
bílskúrsréttur.
Eign sem býður upp á ýmsa möguleika.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu.
Hraunteigur- neðri sérhæð.
Mjög glæsileg og mikið endurnýjuð 143
fm 5 herb. neðri sérhæð. Hæðin skiptist
í forstofu, hol með góðu skápaplássi,
eldhús með nýlegum innréttingum og
eyju, borðstofu með útg. á svalir, bjarta
stofu með fallegum gluggum og svölum
til suðurs, 3 herb. og baðherbergi
flísalagt í gólf og veggi. Rauðeik og
flísar á gólfum. Tvær sérgeymslur í kj.
Húsið í góðu ástandi að utan, gler og
gluggar endurn. að hluta. Verð 35,9
millj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Vatnsstígur – glæsileg 3ja–4ra herb. í nýju húsi
Stórglæsileg 108 fm íbúð á 1. hæð
ásamt 8,3 fm sérgeymslu í einu
glæsilegasta lyftuhúsi í miðborg
Reykjavíkur. Íbúðin er innréttuð á afar
vandaðan og smekklegan hátt. Parket
og flísar á gólfum. Góðar
suðvestursvalir út af stofu. Stæði í
bílageymslu. Íbúð sem vert er að skoða.
Laus strax. Verð 38,9 millj.
Ægisíða- 5 herb. íbúð
Mjög góð og þó nokkuð endurnýjuð 106
fm 5 herb. íbúð á 1. hæð, aðalhæð, í
þríbýlishúsi. Íbúðin skiptist í hol með
arni, rúmgott eldhús með góðri
borðaðstöðu og spautulökk.
innréttingum, samliggj. bjartar stofur
með útg. á suðursvalir, 3 herbergi, öll
með skápum og nýlega endurnýjað
flísalagt baðherbergi. Sérgeymsla i kj.
Laus fljótlega. Verð 25,9 millj.
Austurströnd-Seltjarnarnesi
Útsýnisíbúð
Góð 141 fm íbúð á 6. hæð (efstu).
Endaíbúð með gluggum í þrjár áttir.
Íbúðin skiptist í forstofu, rúmgott hol, 3
herbergi, skápar í öllum, sjónvarpsstofu
með útg. á suðursvalir, eldhús með
borðaðstöðu, bjarta stofu, sólstofu og
flísalagt baðherb. Parket og flísar á
gólfum. Suðursvalir. Mikið útsýni. Sér
stæði í bílageymslu. Verð 29,5 millj.
Fannborg - frábært útsýni
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Góð 3ja herb. 83 fm íbúð á 2. hæð (efstu) í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin
skiptist í flísalagt anddyri með skáp, herbergi með skáp, rúmgott hjónaherb.
með skáp, sjónvarpshol, opið eldhús, bjarta borðstofu og stofu, flísalagt
baðherb. með nýl. sturtuklefa og tengi f. þvottavél. Úr stofu er gengið út á
stórar sólríkar suðursvalir með ótrúlegri fjallasýn til suðurs. Frábær
staðsetning þar sem stutt er í ýmsa þjónustu s.s. heilsugæslu,
félagsstarfsemi og verslanir. Húsið var allt tekið í gegn f. nokkrum árum.
Verð 16,9 millj. Þórey og Gunnar taka vel á móti gestum milli kl. 15 og 17 í dag.
Bjalla er merkt „Gunnar“.
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
OPIÐ HÚS HEIÐARÁS 13 GLÆSILEGT EINB.
Glæsilegt tvílyft 288,5 fm einbýlishús með aukaíbúð á jarðhæð og glæsilegu útsýni yfir
borgina. Á jarðhæð er forstofa, stórt forstherb., bílskúr og tveggja herb. íbúð. Á efri
hæð er hol, stórar stofur, eldhús, þvh., baðh., hjónah. og 3 barnaherbergi en tvö þeirra
hafa verið sameinuð í eitt.
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-16. V. 49 m. 5228