Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ F yrirhugaðar breytingar á kenn- aranámi hérlendis verða ein- hverjar þær mestu á því sviði síðan nám grunnskólakennara færðist á háskólastig á áttunda áratug síðustu aldar, að mati varaformanns Kennarasam- bandsins, Elnu Katrínar Jónsdóttur. Í sumar lögðu forráðamenn Kennarahá- skóla Íslands fram tillögur um lengingu náms og starfandi er vinnuhópur á vegum menntamálaráðuneytisins um skipan kenn- aranáms, sem skilar skýrslu til ráðherra von bráðar. Hugmyndir vinnuhópsins eru í sama anda og tillögur KHÍ að sögn Ársæls Guð- mundsson, sveitarstjóra Skagafjarðar, sem er í vinnuhópnum. Háskólinn á Akureyri hefur einnig unnið góða skýrslu um breyt- ingar á kennaranámi að sögn Ársæls. Þá hefur Háskólinn í Reykjavík nýverið tekið upp kennaranám. Elna Katrín, sem einnig er í umræddum vinnuhópi ráðuneytisins, telur væntanlegar breytingar í KHÍ hafa farið býsna hljótt miðað við mikilvægi málsins, en þær eiga að taka gildi haustið 2007. Háskólaráð KHÍ samþykkti í sumar ramma að viðamiklum breytingum á skipan grunn- og framhalds- náms við skólann og á heimasíðu hans segir að tilgangur breytinganna sé að bregðast við breyttum samfélagsaðstæðum, „efla þá starfsmenntun sem Kennaraháskólinn veitir og bæta aðgang ungs fólks að framhalds- námi við skólann“. Í samþykkt háskólaráðs felst að á næstu tveimur árum verður allt grunn- og fram- haldsnám við skólann samhæft með það að markmiði „að til verði fimm ára heildstætt háskólanám fyrir kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum, íþróttakennara og þroska- þjálfa. Grunnnám uppeldis- og umönn- unarstétta sem stunda nám við Kennarahá- skólann verður þannig sambærilegt því sem gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir þar. Styttra nám Elna Katrín segir miklar vangaveltur í gangi um þessar mundir, víða í Evrópu, um breytingar á kennaramenntun. Hún segir það lengi hafa verið rætt hér að lengja þyrfti námið og nú hilli loks undir að það verði að veruleika. „Það hefur margoft verið bent á það í gegnum tíðina að kennaranám á Íslandi er styttra en í helstu löndum sem við viljum bera okkur saman við. Víða er al- gengt að meistaranámi sé lokið á fimm árum og við hjá kennarasamtökunum erum sann- færð um að fullkomlega tímabært sé að lengja menntun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum.“ Ársæll telur að nú sé ákveðinn vendi- punktur; tímabært sé að taka róttækar ákvarðanir til framtíðar. „Það virðist ákveðinn vilji í þjóðfélaginu til þess. Það hefur lengi verið rætt um að lengja kennaranám en skrefið hefur ekki verið stigið, en ég tel að nú eigi að taka þetta stóra skref. Við í sveitarfélögunum sem rekum skólana – og ég er viss um að ég tala fyrir hönd allra sveitarfélaga á landinu – viljum hafa þennan málaflokk í góðum far- vegi.“ Hann segir kröfurnar sífellt og tíðarand- ann breytast. „Fyrir rúmum áratug var ekki einu sinni til internet.“ Þegar spurt er hvort börn og foreldrar þeirra muni skynja breytingar, segir Ársæll: „Það tekur talsverðan tíma að koma þeirri breytingu í framkvæmd sem felst í lengingu háskólanámsins, en foreldrar og börn verða væntanlega vör við breytinguna með því að kennarar verða betri og betur í stakk búnir að kenna í því samfélagsumhverfi sem við búum nú í. Ársæll er skólamaður; hefur kennt á öll- um skólastigum og var í sjö ár aðstoð- arskólameistari Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra og eitt ár settur skólameistari. Einnig kenndi hann í Svíþjóð um tíma, en hellti sér út í pólitík 2002 og er nú sveit- arstjóri Skagafjarðar sem fyrr segir. Spurður um það hvort ekki hafi verið til góðs að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólans á sínum tíma segir Ársæll þá breytingu hafa verið mjög jákvæða. „Hins vegar hefur staðið styr um það í mörg ár hvort sveitarfélögunum hafi verið tryggðir nægir tekjustofnar til þess að reka skólana og enn er tekist á um það. Við sveitarstjórn- armenn teljum að mun meira fjármagn þurfi, en fyrir þjónustuþegana – nemendur og foreldra – er kerfið þó mun betra en áð- ur. Viðbragðsflýtir kerfisins er meiri en áð- ur og styttri tíma tekur að innleiða nýj- ungar.“ Endurmenntun Elna Katrín segir íslenska kennara mjög duglega að afla sér frekari menntunar; þeir sæki í miklum mæli bæði lengri og skemmri viðbótarmenntun. „Þátttaka okkar í endur- menntun er mjög mikil miðað við starfs- systkini okkar á hinum Norðurlöndunum. Það vitnar um mikinn áhuga á starfinu og því að alltaf sé hægt að bæta við sig. Kenn- arar horfast í augu við það að þeir þurfa að læra allan sinn starfsferil; maður er aldrei útlærður sem kennari, ekki frekar en aðrar fagstéttir.“ Á árunum 2002–2005 vann Kennara- samband Íslands að veigamikilli skýrslu um skipulag kennaramenntunar í nágrannalönd- unum og á þeim tíma fór fram mikil um- ræða innan sambandsins, að sögn Elnu Katrínar, um það hvaða augum menn litu kennaramenntunina og hvernig þeir horfðu til framtíðar. „Það var eindreginn vilji félaga í samtökunum að lengja námið og stefnt skuli að því að kennarar ljúki meistaraprófi á fimm árum.“ Lágmarksmenntun leik- og grunnskóla- kennara er nú þrjú ár en þeim sem kenna bóklegar greinar í framhaldsskóla er gert að hafa BA eða BS próf og yfirleitt eins árs nám í uppeldis- og kennslufræðum að við- bættu þriggja ára náminu. Elna Katrín segir að í öllum þeim löndum sem Íslendingar beri sig alla jafna við sé kennaramenntun lengri. „Hún hefur til dæmis lengi verið mun lengri í Finnlandi; þar hefur árum eða jafnvel áratugum saman verið krafist meistaranáms. Kennaranámið er líka að jafnaði lengra í Danmörku og Noregi en hér, líka í Þýskalandi og Frakk- landi.“ Hún segir þó mikilvægt að leiða hugann að því að ekki sé nóg að lengja bara námið, „því menn verða að vita hvers vegna við vilj- um lengja það. Það kom einmitt í ljós í þeirri miklu umræðu sem fram fór innan kennarasamtakanna að menn telja að nú taki einfaldlega meiri tíma að læra allt það sem kennari þarf að kunna skil á í nútíma- samfélagi“. Elna Katrín nefnir að hlutverk skólans í nútímanum hafi aukist og sé orðið flóknara en á árum áður. „Bæði eru stífari kröfur um það að kennari hafi mjög góð fagmenntun í faggreinum og mér liggur við að segja áður óþekktar kröfur um að fást við margvíslega umsjón, ráðgjöf og samskipti við fagaðila í þjóðfélaginu. Og svo má ekki gleyma hinu nýja og breytta tæknisamfélagi: það tekur einfaldlega meiri tíma en áður að læra allt sem nauðsynlegt í þessu starfi.“ Enginn getur til að mynda starfað sem kennari, segir hún, hvort sem er í leik-, grunn- eða framhaldsskóla án þess að vera mög vel að sér í notkun upplýsinga- tækninnar og hvers konar miðlun upplýs- inga. Ekki þýði lengur að benda á tölvu- kennarann; hver og einn þurfa að búa yfir ákveðinni þekkingu á þessu sviði. „Kenn- arinn þarf að kunna þessa hluti og margt sem hnígur að því að þetta sé nauðsynlegt. Svo er líka vaxandi krafa um þátttöku kenn- ara í fræðasamfélaginu; að menn séu vel læsir á rannsóknir og geti jafnvel tekið þátt í að rannsaka skóla og skólastarf og mennt- un í landinu.“ Hún leggur áherslu á að litið sé til skól- anna sem mjög mikilvægra samfélagslegra stofnana „og því er ein af skyldum kenn- arans að vera með opinn huga og bæta alltaf við sig; læra meira og vera opinn fyrir hug- myndum.“ Hún segir svolítið hafa borið á því í um- ræðu um kennaramenntun og prófgráður hvort ekki þurfi minni menntun til að kenna minna fólki. „Okkur finnst þetta bara gamaldags og púkalegt; það er ekki síður mikilvægt að stefna á meiri menntun fyrir leikskólakenn- ara en þá sem kenna í framhaldsskólum og margt sem rennir stoðum undir það. Lengi býr að fyrstu gerð og vel menntaðir leik- skólakennarar – sem fyrstu kennarar barnanna utan heimilisins – eru mjög mik- ilvægir. Hafi nokkurn tíma örlað á þessu hjá kennurum erum við löngu orðin sannfærð um að það þarf ekki síst að auka nám þeirra sem kenna yngstu börnunum.“ Mikilvægt skref KHÍ hefur sett fram áætlun um að gjör- breyta námstilhögun, sem fyrr greinir, og Elna Katrín telur það afar mikilvægt skref. „Stefna á að því að bjóða meistaranám og mér finnst líka mikilvægt að reiknað sé með því að rjúfa skil á milli skólastiga í kenn- aranámi; mér finnst þetta athyglisvert af því að í umræðunni um kennaramenntun hafa lengi verið uppi hugmyndir um að náms- brautir miðist ekki lengur við að kennari mennti sig bara fyrir ákveðið skólastig.“ Hún segir það afrakstur mjög mikillar umræðu á síðustu árum að draga beri úr skilum á milli skólastiganna, til dæmis vegna þess sjónarmiðs að kennari sem kenn- ir börnum ensku þegar þau hefja það nám, hvort sem er átta ára eða 10 ára, skuli vilja sérhæfa sig í að kenna þetta fag. Að hann hafi staðgóða þekkingu til að kenna á hvaða skólastigi sem er, hvort sem það er sex ára börnum eða fólki sem útskrifast úr mennta- skóla. „Og í framtíðinni munum við jafnvel sjá, vegna þessara breytinga sem eru í far- vatninu, mun meiri blöndun kennara – breiðari flóru, en þó alls ekki á kostnað menntunarinnar. Þeir háu veggir sem reistir hafa verið á milli skólastiganna verða ekki lengur fyrir hendi.“ Vinnuhópur ráðuneytisins hefur skoðað tillögur og gögn víða að, t.d. frá Írlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum auk þeirra landa sem áður var vitnað til. „Hópurinn hefur lagt á sig gríðarlega vinnu og metnað til þess að koma með haldbærar tillögur,“ segir Ársæll við Morgunblaðið. En er hinn fullkomni kennari einhvers staðar til? Er einhver staðar í heiminum fyrirkomulag sem hægt væri að laga að Ís- landi? „Nei, hinn fullkomni einstaklingur er ekki til og ekki í sjónmáli; hvorki kennari né nemandi, enda er ekki verið að stefna að fullkomnun heldur betrumbótum,“ segir Ár- sæll Guðmundsson. Svo lengi lærir sem lifir Morgunblaðið/Kristinn Elna Katrín Jónsdóttir Löngu tímabært að lengja kenn- aranám á Íslandi. Ársæll Guðmundsson Ekki stefnt að full- komnun heldur endurbótum. Skipulag kennaramenntunar hér á landi er í brennidepli. Skapti Hallgrímsson kynnti sér málið. skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.