Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ 5. október 1975: „Þegar Seðla- bankinn og viðskiptabank- arnir gerðu með sér sam- komulag sl. vetur um sérstakt þak á útlán viðskiptabank- anna voru margir vantrúaðir á, að þessi útlánatakmörkun gæti gengið til lengdar. Að vísu var mönnum ljóst, að í sjálfu sér væri hægt að fram- fylgja slíkri samþykkt af bankanna hálfu en afleiðing- arnar hlytu að verða mjög al- varlegar fyrir atvinnurekst- urinn í landinu. Nú er nokkur reynsla komin á útlánatak- markanir viðskiptabankanna og rétt að skoða þær í því ljósi. Fyrst og fremst vekur at- hygli, að viðskiptabönkunum virðist hafa tekizt að standa við það samkomulag, sem þeir gerðu með sér snemma á árinu og hafa nú ákveðið að framlengja til áramóta. Ár- angurinn hefur ekki látið á sér standa. Á fyrstu 8 mán- uðum ársins 1974 nam útlána- aukning banka og sparisjóða 10,7 milljörðum króna en á sama tímabili í ár var útlána- aukning sömu stofnana aðeins 6,9 milljarðar. Heildarinnlán fyrstu 8 mánuði 1974 jukust um 3,6 milljarða en í ár um 5,6 milljarða. Aukning spariinn- lána einna nam á þessu tíma- bili í fyrra um 2 milljörðum króna en í ár um 3,5 millj- örðum.“ . . . . . . . . . . 1. október 1985: „Reykvík- ingar ganga til borgarstjórn- arkosninga á næsta ári. Þegar kjörtímabil núverandi borgarstjórnar á stutt í lyktir hafa minnihlutaflokkarnir fjórir loks ákveðið að taka upp „óformlega samráðsfundi“. „Það felst ekki í þessu nein skuldbinding,“ segir Adda Bára Sigfúsdóttir, borg- arfulltrúi Alþýðubandalags- ins, í viðtali við Alþýðublaðið, „um að fundirnir leiði til sam- eiginlegrar afstöðu flokkanna í borgarstjórn.“ Það er hyggilegt hjá vinstri flokkunum að hafa þennan fyrirvara á um hina óform- legu samráðsfundi – með hlið- sjón af biturri reynslu. Vinstri flokkarnir höfðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur 1978–1982, „sællar“ minningar. Þá fór oftar en ekki lítið fyrir „sam- eiginlegri niðurstöðu“ þeirra. Orka þeirra fór öll í innbyrðis átök. Og niðurstaðan var sam- eiginlegt skipbrot þeirra þeg- ar dómur borgarbúa féll í næstu kosningum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TYRKIR OG EVRÓPUSAMBANDIÐ Stefnt hafði verið að því að aðild-arviðræður við Tyrki um inn-göngu í Evrópusambandið hæf- ust á morgun. Nú er snurða hlaupin á þráðinn. Á fimmtudag gaf Evrópuþing- ið út viðvörun til Tyrkja um að þeir yrðu að viðurkenna ríki Kýpur-Grikkja og þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni til að viðræður gætu farið fram. Þessu hafnaði Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Meiri vandi er fólginn í af- stöðu Austurríkismanna til fyrirhug- aðra samningaviðræðna við Tyrki. Að- ildarríkjum sambandsins hefur ekki tekist að ná samkomulagi um það hvaða skilyrði eigi að fylgja viðræðum og leystist fundur sendiherra þeirra hjá ESB upp vegna þess að Austurríkis- menn kröfðust þess – einir aðildarríkj- anna – að Tyrkjum yrði boðið upp á samstarf við Evrópusambandið nái þeir ekki að uppfylla sett skilyrði fyrir aðild. Hefur verið kallað til neyðar- fundar utanríkisráðherra Evrópusam- bandsins vegna þessarar stöðu. Efasemdir Austurríkismanna eru sprottnar af áhyggjum af því að dýrt verði fyrir Evrópusambandið að hleypa inn fátæku landi með 70 milljónum íbúa auk þess sem búast megi við holskeflu innflytjenda inn í Vestur-Evrópu. Þeir eru ekki einir um að hafa áhyggjur. Andstaða hefur komið fram við aðild Tyrklands að Evrópusambandinu með- al almennings í Evrópu og hefur því meðal annars verið haldið fram að hún hafi átt þátt í því að stjórnarskrá Evr- ópusambandsins var hafnað í Frakk- landi og Hollandi. Í nýafstaðinni kosn- ingabaráttu í Þýskalandi lýsti Angela Merkel, kanslaraefni kristilegra demó- krata, yfir því að hún legðist gegn aðild Tyrklands að Evrópusambandinu. Dominique de Villepin, utanríkisráð- herra Frakklands, sá ástæðu til þess á fimmtudag að ítreka að Frakkar myndu aðeins samþykkja aðild Tyrkja eftir þjóðaratkvæði. Þeir hafa þegar fengið því framgengt að Evrópusam- bandið lýsti yfir því að Tyrkir yrðu að koma á eðlilegum stjórnmála- og við- skiptasamskiptum við Kýpur áður en þeir gætu gengið inn í sambandið. Samkvæmt fréttaskýringum hafa stjórnvöld á nokkrum stöðum í Evrópu nú áhyggjur af því að Tyrkir muni ein- faldlega hætta við að sækjast eftir inn- göngu, enda hafi þeir sagst ekki mundu sætta sig við neitt minna en fulla aðild að Evrópusambandinu. Tyrknesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við opin- berlega, en afstaða Austurríkismanna fellur greinilega ekki í góðan jarðveg. Afstaða Tyrkja til sambandsins hefur gerbreyst á skömmum tíma. Í könnun, sem gerð var í maí, voru 63% fylgjandi aðild, en á sama tíma fyrir ári var hlut- fallið 94%. Það viðhorf virðist verða al- gengara í Tyrklandi að verið sé að draga Tyrki á asnaeyrunum. Um leið og Tyrkir uppfylli síðustu kröfur sam- bandsins setji það fram nýjar kröfur. Bretar, sem nú hafa forsæti í Evr- ópusambandinu, hafa verið ötulustu stuðningsmenn inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið. Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands, sagði að það væru mikil svik við Tyrki að snúa baki við þeim nú. „Tökum við Tyrkjum í hóp Vesturlanda og við berum kyndil lýð- ræðis og nútímaviðhorfa. Ríki, þar sem meirihluti íbúa er múslímar, mun verða skínandi fordæmi fyrir nágrannarík- in,“ sagði Straw. Það er vitaskuld flókið mál að semja um aðild Tyrklands að Evrópusam- bandinu og þeir verða að uppfylla sömu skilyrði og önnur ríki sambandsins. Þeim er heldur engin launung á því. Það er heldur ekki hægt að hafna Tyrkjum á grundvelli útlendinga- hræðslu og óttist ellihrum Vestur-Evr- ópa innflytjendur má hún ekki gleyma því að hún þarf á endurnýjun vinnuafls að halda og virðist ófær um að sjá um hana sjálf eins og sakir standa. Aðild Tyrklands skiptir hins vegar ekki að- eins máli þess vegna. Tyrkland er ver- aldlegt múslímaríki og innganga þess í Evrópusambandið myndi senda sterk skilaboð til annarra múslímaríkja. Það gæti sömuleiðis verið afdrifaríkt að hrekja Tyrkja frá samningaborðinu, að ekki sé talað um áður en viðræður hefj- ast. Það myndi senda þau skilaboð að einu gildi hvað múslímaríki geri, því verði aldrei hleypt inn í hinn kristilega klúbb Evrópusambandsins. Við það gæti myndast gjá, sem gæti haft af- drifaríkar afleiðingar, ekki bara í Evr- ópu, heldur víðar. B jörn Hallgrímsson stórkaup- maður var jarðsettur sl. þriðjudag. Hann var einn þeirra kaupsýslumanna, sem settu svip á íslenzkt viðskiptalíf um og upp úr miðri 20. öldinni. Hann stýrði fyrirtækjum fjöl- skyldu sinnar að föður sínum látnum. Hallgrím- ur Benediktsson var fátækur ungur maður, sem hófst til vegs af eigin rammleik, fangaði hug þjóðarinnar vegna glæsileika og hæfni í þjóð- aríþrótt Íslendinga, glímu, og byggði upp mörg fyrirtæki en H. Benediktsson & Co eins og það hét í upphafi var móðurfyrirtækið. Á nútíma- máli byggði Hallgrímur Benediktsson upp fyr- irtækjasamsteypu og Björn sonur hans tók við daglegri stjórn hennar, þótt systkini hans kæmu þar bæði við sögu, Geir Hallgrímsson, sem varð þjóðkunnur stjórnmálamaður og Ingi- leif Hallgrímsdóttir, sem var elzt þeirra systk- ina en lifir bræður sína báða. Björn stýrði fyrirtækjunum og hafði umsjón með þeim en systir hans lagði hönd á plóginn. Geir var í sviðsljósinu, vinsæll borgarstjóri, traustur forsætisráðherra og utanríkisráðherra og stóð í eldlínu, sem formaður Sjálfstæðis- flokksins. Þessi fjölskylda var og er í hópi aðaleigenda Morgunblaðsins. Björn hafði sig ekki mikið í frammi í því hlut- verki, sinnti störfum sínum af þeirri hógværð, sem einkennir þetta fólk en það mátti finna nærveru hans. Á síðari hluta sjöunda áratugarins og fram eftir þeim áttunda var orð á því haft manna á meðal, að dregið hefði úr umsvifum H. Bene- diktssonar hf., þótt augljóst væri að a.m.k. eitt dótturfyrirtækjanna, Nói-Siríus, væri í mikilli sókn. Eitt sinn í árdaga hlutabréfavæðingar sátu tveir ritstjórar Morgunblaðsins á fundi með Birni Hallgrímssyni á skrifstofu hans við Suður- landsbraut, þar sem H. Benediktsson hafði byggt stórhýsi á þeirra tíma mælikvarða ásamt Skeljungi. Ritstjórarnir höfðu orð á þessu við Björn, sem leit upp, brosti og rétti viðmæl- endum sínum eitt blað. Þeim varð ljóst, þegar þeir skoðuðu blaðið að á móti þeim sat maður, sem hafði haldið svo vel utan um eignir fjöl- skyldu sinnar, að þar var um að ræða stórveldi í íslenzku viðskiptalífi, sem lítið fór fyrir. Björn Hallgrímsson hafði lítið gert af því að gefa sig á tal við ritstjóra Morgunblaðsins um málefni blaðsins eða um stjórnmálabaráttuna. En undir lok áttunda áratugarins hófust mikil átök í Sjálfstæðisflokknum, þar sem hart var sótt að Geir bróður hans. Þá fjölgaði hring- ingum og heimsóknum Björns Hallgrímssonar. Sterk væntumþykja í garð bróður hans var aug- ljós. Hann vildi vita allt um stöðu mála og ræddi ýmsa möguleika til þess að efla stöðu Geirs. Mesta áfallið kom í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík haustið 1982. Þegar stað- an í talningunni var orðin ljós skömmu fyrir miðnætti hringdi Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, í annan rit- stjóra Morgunblaðsins, sem þá var á fundi á Akranesi. Efnislega sagði Kjartan Gunnarsson; þetta er svona. Hvað á ég að gera? Svarið var: Þú verður að hringja heim til Björns. Hann er þar. Hvað fram fór á þeim fjölskyldufundi þetta kvöld veit enginn utan fjölskyldu þeirra bræðra. En smátt og smátt fór landið að rísa, Geir Hall- grímsson átti mestan þátt í myndun nýrrar rík- isstjórnar vorið 1983 og afhenti eftirmanni sín- um sameinaðan Sjálfstæðisflokk haustið 1983. Eftir því sem staða Geirs efldist á ný fækkaði hringingum og heimsóknum Björns Hallgríms- sonar. Að leiðarlokum vill Morgunblaðið þakka þess- um trausta bakhjarli blaðsins samleið í meira en hálfa öld. Hann fór aldrei fram á neitt en var alltaf til staðar, þegar á þurfti að halda. Um jákvætt andrúm og neikvætt Á sjöunda áratugnum kom upp mál, sem í daglegu tali nefndist Geirfinnsmálið. Það snerist um manns- hvarf en varð á til- tölulega skömmum tíma að stórpólitísku deilu- máli, þar sem getum var að því leitt að virtur lagaprófessor, sem þá var dómsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknar- flokksins, væri í dularfullum tengslum við und- irheima Reykjavíkur og flokkur hans meira og minna eins og hann lagði sig. Það sem var athyglisvert við þetta mál, fyrir utan þær yfirgengilegu persónulegu árásir, sem Ólafur Jóhannesson varð fyrir á þeim tíma, var hugarástand þjóðarinnar. Það var svo komið um skeið, að fólk trúði nánast öllu, sem sagt var. Hugarórar nokkurra einstaklinga urðu að veru- leika í hugum heillar þjóðar. Það gerðist ekki sízt vegna atbeina fjölmiðla. Deilur höfðu orðið innan síðdegisblaðsins Vísis, sem varð til þess að Dagblaðið var stofnað og samkeppnin á síð- degismarkaðnum átti mikinn þátt í því andrúmi, sem skapaðist í samfélaginu. Það varð eitrað og neikvætt. Þeir sem muna þá tíma hafa lítinn áhuga á að þeir endurtaki sig. Hið sama gerðist áratug síðar í svonefndu Hafskipsmáli. Skipafélagið Hafskip hafði um langan tíma veitt Eimskipafélaginu samkeppni í flutningum milli Íslands og annarra landa. Þeir sem hafa yfirburðastöðu á markaði hafa lítinn áhuga á frjálsri samkeppni, hvað svo sem þeir segja opinberlega. Hafskip átti alltaf í vök að verjast í þessari samkeppni og stóð ekki traust- um fótum fjárhagslega. Ungir og kröftugir for- ystumenn Hafskips höfðu hug á að breyta þess- ari stöðu. Þeir hófu útrás og ætluðu að hasla Hafskipi völl á flutningum á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Það reyndist kostnaðarsamt og fyrirtækið átti erfitt með að ráða við þann kostnað. Á þessum árum skipti stuðningur stjórnmála- manna og stjórnmálaflokka miklu máli í við- skiptum og það er þakkarvert að svo er ekki lengur. Ekki sízt vegna verka þeirra ríkis- stjórna, sem hér hafa setið undir forsæti Davíðs Oddssonar, þótt gerðir þeirra ríkisstjórna varð- andi viðskiptalífið megi gagnrýna á öðrum for- sendum. Forráðamenn Hafskips leituðu því til stjórn- málamanna um stuðning og Albert heitinn Guð- mundsson kom þar mjög við sögu um skeið. Þegar viðskipti og stjórnmál koma saman má segja, að fjandinn sé laus. Það kom m.a. í ljós í Hafskipsmálinu. Í aðdragandanum að gjaldþroti Hafskips hóf- ust mikil blaðaskrif um málefni fyrirtækisins. Þegar fyrirtækið hafði verið tekið til gjaldþrota- skipta jukust þessar sögusagnir um allan helm- ing af einhverjum ástæðum. Væntanlega eiga engar fréttir að berast úr rannsókn slíkra mála en það gerðist og verkaði eins og olía á eldinn. Andrúmið í íslenzku samfélagi varð á tíma Hafskipsmálsins mjög áþekkt því, sem gerðist í Geirfinnsmálinu. Fólk var farið að trúa öllu, sem sagt var. Eitt sinn hringdi traustur vinur Morgunblaðsins í annan ritstjóra þess og sagði; af hverju er ekkert um Hafskipsmálið í Morg- unblaðinu, sem fólkið í landinu er að tala um? Svarið var; við getum ekki fengið þetta staðfest. En andrúmið var neikvætt og eitrað. Umræðurnar í þjóðfélagi okkar um Geirfinns- málið á áttunda áratugnum og Hafskipsmálið á níunda áratugnum hafa aldrei verið gerðar upp. Ef ungt fólk í íslenzkum háskólum tæki sér fyrir hendur að rannsaka þessar sögur báðar mundi margt koma í ljós. Þá mundi t.d. koma í ljós að ótrúlega stór hluti þess, sem haldið var fram í fjölmiðlum, var hugarburður og ósann- indi. Þá mundi koma í ljós, að margt af því, sem sagt var á Alþingi Íslendinga voru hugarórar og ósannindi. Þessa sögu þarf að skrifa. Vegna þess ekki sízt að þjóðin þarf að læra af henni. Baugsmálin í ljósi sögunnar Í ljósi þessarar sögu er ástæða til að staldra við þær um- ræður, sem fram hafa farið um málefni Baugs á undanförnum árum, misserum, mánuðum, vikum og dögum. Baugsmálið hófst með formlegri kæru við- skiptafélaga Baugs til efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra síðla sumars 2002. Þá var fram- kvæmd húsleit í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þetta er hvorki eina dæmið um kæru eða húsleit hjá fyrirtæki á Íslandi á undanförnum árum. Það var gerð húsleit hjá olíufélögunum fyrir nokkrum árum og hald lagt bæði á bókhalds- gögn og tölvupósta. Sú húsleit var framkvæmd í kjölfar þess, að Samkeppnisstofnun hafði aug- ljóslega verið bent á að um verðsamráð kynni að vera að ræða á milli olíufélaganna. Aldrei hefur verið upplýst, hver átti hlut að því að koma þeirri rannsókn af stað en telja má víst, að þar hafi „lítill Landssímamaður“ verið á ferð. Eini munurinn á Baugsrannsókninni og rannsókn- inni á málefnum olíufélaganna er sá, að í fyrra tilvikinu var kært til efnahagsbrotadeildar en í síðara tilvikinu var ábendingum augljóslega komið á framfæri við Samkeppnisstofnun. En jafnframt hefur efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra málefni olíufélaganna nú til með- ferðar. Baugur og olíufélögin þrjú eru ekki einu ís- lenzku fyrirtækin sem hafa orðið að þola húsleit á undanförnum árum. Það hafa Bakkavar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.