Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 53
MENNING
Drepfyndinn og rómantískur gamanleikur.
Ertu nokkurn tímann alveg viss?
Tilboðið gildir á eftirtaldar sýningar:
20., 21., 23., 27., 28. 29. október og 4. og 5. nóvember.
Sala hafin – fyrstir koma – fyrstir fá.
Forsala til 20. október. Tryggðu þér miða núna:
Miðasölusími 4 600 200.
EINSTAKT TILBOÐ TIL VISA KREDITKORTHAFA:
MIÐINN Í FORSÖLU Á 1.500 KR!
(ALMENNT VERÐ 2.600 KR.)
Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar
með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr.
Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann
flækist inn í atburðarrás sem hann ræður ekkert við,
brúðurin á leiðinni, herbergið í rúst, nakin kona í rúminu
og þá er bankað...
Einstakt tilboð til VISA kreditkorthafa:
Miðinn í forsölu á 1.500 kr. í stað 2.600 kr.
Forsala til 20. október 2005.
ÓLAFUR Elíasson myndlist-
armaður sýnir innsetninguna „The
Light Setup“ í tveimur söfnum í
Svíþjóð um þessar mundir; í
Listasafninu í Lundi og Listasafn-
inu í Malmö. Í dómi um sýninguna
segir Martin Schibli, listgagnrýn-
andi á Helsingborgs Dagblad, að
það sé gaman að sjá slíka ræki-
lega kynningu á einu stærsta
nafni samtímans, en hann hafi
engu að síður orðið fyrir nokkrum
vonbrigðum.
Snúast um upplifun
„Dansk-íslenski myndlistarmað-
urinn Ólafur Elíasson hefur verið
áhrifavaldur á alþjóðlega vísu í
meira en áratug. Hann er talinn
einn af þýðingarmestu samtíma-
listamönnunum um þessar mundir.
Verk Elíassonar snúast um upp-
lifun. Með því að æfa getu sína til
að sjá skilur maður betur nálægt
umhverfi sitt og stöðu manns í
því. Jákvætt eða tilgerðarlegt?“
spyr Schibli.
Hann spyr ennfremur hvort inn-
setningar listamannsins dugi til,
þar sem nauðsynlegt sé fyrir
áhorfandann að fá vitneskju um
hverju hann eigi að leita að. Hann
veltir því líka fyrir sér hvort verk-
in skilji eitthvað eftir, umfram þau
áhrif sem þau kalla fram á stund-
inni.
„Maður getur skilið hvers vegna
Elíasson tilheyrir hópi þeirra
listamanna, sem mest er tekið eft-
ir um þessar mundir,“ skrifar
Schibli. „Hér er frágangur og það
lýsir í gegn að listamaðurinn hefur
röð hugsana sem liggja vinnu hans
til grundvallar, sem á sínum bestu
stundum getur verið lýst sem list-
rænum gæðum. Um leið finn ég
fyrir vissum vonbrigðum. Hér er
ekkert sláandi á ferðinni, eða ógn-
andi. Vinna hans er örugg og á
margan hátt er Elíasson hefð-
bundinn listamaður, það eru litir
og form með skírskotun í landslag
og náttúru.
En þegar allt kemur til alls er
gaman þegar listamaður í hinum
alþjóðlega topp 20 lista er kynntur
svo rækilega á svæðinu meðan
hann er enn í umræðunni og ekki
eftir nokkur ár þegar áhuginn hef-
ur dvínað og aukaatriðin eru hið
eina raunhæfa sem stendur eftir
fyrir stóra sýningu.“
Myndlist | Gagnrýni um sýningu Ólafs Elíassonar í Svíþjóð
Jákvætt eða tilgerðarlegt?
BÍLASTÆÐI
reyndust tor-
fundin í ná-
grenninu og
nánast hvert
sæti var skipað á
hádegistón-
leikum of-
anskráðra í gær.
Kom a.m.k.
þrennt til – að-
laðandi ögur-
stund frá amstri dagsins, að vanda
ljúfkímnar kynningar Antoníu He-
vesi, og að þessu sinni ekki sízt að-
sóknarsegull á við Gunnar Guð-
björnsson.
Hægu ítölsku ástarsöngvarnir
tveir í upphafi, O del mio amato
ben (Donaudy) og hinn fallegi fen-
eyski La barcheta (Buratti) með
línuteygða vókalísu í hverju við-
lagi, voru fínlega sungnir, og
lokavókalísan á tæru píanissimói
minnti á fyrri daga ferilsins þegar
tenórinn sat nánast einn hér að
slíkum fínessum – og gerir e.t.v.
enn. Ciléa-arían É la solita L’arle-
siana var hins vegar tekin með
þróttmiklum glæsibrag við hæfi.
Hið sama átti við um Questa o
quella, aríu kvensama hertogans í
Rigoletto Verdis, þrátt fyrir örlítið
mattar toppnótur söngvarans og
kannski heldur hastan 6/8 stak-
katóslátt Antoníu. Hún lék aftur á
móti eins og engill í aukalaginu, Í
dag skein sól eftir Pál Ísólfsson,
þar sem Gunnar sýndi til hollrar
eftirbreytni hvernig göfga má ljóð-
rænan einfaldleika sannkallaðrar
smáperlu með innlifaðri og skil-
vísri textatúlkun. Undirtektir voru
að vonum ljómandi góðar.
Aðlað-
andi ög-
urstund
TÓNLIST
Hafnarborg
Ítölsk sönglög. Gunnar Guðbjörnsson
tenór, Antonía Hevesi píanó. Sunnudag-
inn 29. september kl. 12.
Einsöngstónleikar
Gunnar
Guðbjörnsson
Ríkarður Ö. Pálsson
DREGIÐ var á dögunum í
sumarleik Eddu útgáfu, Sigr-
aðu tindana sjö. Fjöldi fólks
gekk á sjö fjallstinda og sendi
inn ljósmyndir til sönnunar og
átti þannig kost á að vinna til
verðlauna.
Sigurvegari keppninnar var
Kristín Hlíðberg og hlaut hún
í verðlaun útivistarbúnað frá
versluninni Útilíf og fjölda úti-
vistarbóka frá Eddu útgáfu.
Önnur verðlaun hlutu Tóm-
as Tómasson og leitarhund-
urinn Árni og þriðju verðlaun
féllu í hlut Reynis Þórarins-
sonar.
Vann fjallgönguleik
Kristín Hlíðberg var að vonum kát
þegar hún tók við vinningum.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111