Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 15
„Í stangarstökki reynir mikið á liðina.
Ég hef lengi verið með brjóskvandamál
í baki og verki í puttum. Ég finn alveg
gríðarlegan mun á mér þegar ég tek
inn Lið-Aktín en þá hverfa þrautirnar.
Nú nota ég Lið-Aktín að staðaldri til að
viðhalda heilbrigðum liðum og koma
í veg fyrir slit. Lið-Aktín gerir mér kleift
að stunda íþróttir af fullum krafti,
þrautalaust“
ÞÓREY EDDA
Norðurlandamethafi í stangarstökki
K
R
A
F
T
A
V
E
R
K
„Lid-Aktín gerir mér kleift ad
stunda ítrótt mína af fullum
krafti, laus vid trautir“
K
R
A
F
T
A
V
E
R
K
EcoGreen Multi
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Orkubomba og hreinsun
Vítamín, steinefni
og jurtir
„Þannig að þeir gátu aldrei áttað
sig á því að hún væri mótfallin því
sem þarna fór fram. Það er nú
ekki alltaf leitað eftir samþykki
fyrir kynmökum heldur eru þau
eitthvað sem þróast í samskiptum
fólks.“
Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður mann-
anna þriggja sem dæmir voru nýverið í
Hæstarétti til að greiða konu miskabætur
fyrir að hafa brotið gegn frelsi og persónu
hennar.
„Þjóðsöngurinn á að höfða til
allra landsmanna.“
Maria Rauch-Kallat, ráðherra í austurrísku stjórn-
inni, hefur lagt til að söngnum verði breytt í jafn-
réttisátt, enda sé í honum ekki minnst á konur, að-
eins á „hina miklu syni“ og „föðurlandið“.
„Íhaldzemi Víkverja fylgir þjóð-
ernisást. Honum blöskrar fáfræði
æskunnar um sögu lands og þjóð-
ar.“
Íhaldssamur föstudagsvíkverji.
„Eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum eru fjölmargar aðrar leið-
ir færar en að misnota kerfi fjar-
skiptafyrirtækja til að nálgast
slík gögn.“
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og
fjarskiptastofnunar, í viðtali í Morg-
unblaðinu vegna fullyrðinga um að tölvu-
póstar, sem Fréttablaðið birti, séu komnar
frá fjarskiptafyrirtæki.
„Náttúran leitar alltaf jafnvægis,
til dæmis milli sýkils og hýsils.
Það er skynsamlegt og tryggir að
báðir geti lifað saman.“
Dr. Marco Vitoria, alnæmissérfræðingur
hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, eftir að
vísindamenn á rannsóknastofnun fyrir
hitabeltissjúkdóma í Antwerpen í Belgíu
komust að þeirri niðurstöðu að veiran sem
veldur alnæmi væri hugsanlega farin að
veiklast.
„Hvers vegna allt þetta fjaðrafok
um mál, sem er nú til meðferðar í
dómstólakerfinu? Er hugsanlegt
að einhverjir viðskiptajöfranna á
Íslandi telji sig hafna yfir lögin?“
Úr grein Styrmis Gunnarssonar ritstjóra
Morgunblaðsins í tilefni af umfjöllun
Fréttablaðsins um afskipti hans af mál-
efnum Baugs vorið og sumarið 2002.
„Aðild Tyrklands [að ESB] er
mikilvæg til að hægt sé að mynda
bandalög milli menningarheima.“
Namik Tan, utanríkisráðherra Tyrklands,
er ósáttur við þær ströngu kröfur sem
þingmenn Evrópuþingsins settu um við-
ræður við Tyrki um hugsanlega aðild
þeirra að Evrópusambandinu.
„Það kostar því að jafnaði tveggja
mánaða fangelsi og 330 þúsund
krónur að berja eina tönn úr
manni, en þriggja mánaða fang-
elsi og 600 þúsund krónur að
beita eina dóttur kynferðislegu
ofbeldi.“
Úr Viðhorfspistli Bergþóru Jónsdóttur í
Morgunblaðinu þar sem hún spyr hvort við
séum sátt við slíkar niðurstöður.
„Ég veit að sumir myndu vilja að
ég gerði eins og Hugh Grant í
[kvikmyndinni] „Love Actually“
og segði Bandaríkjamönnum til
syndanna. En munurinn á góðri
mynd og veruleikanum er sá, að í
veruleikanum kemur dagur eftir
þennan dag, ár eftir þetta ár –
heil eilífð til að íhuga hræðilegar
afleiðingar þess að ávinna sér
hylli á auðveldan hátt.“
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í
ræðu á landsfundi Verkamannaflokksins í
Brighton.
„Ef ég stæði í þessum sporum í
dag myndi ég taka nákvæmlega
sömu ákvörðun. Ekki spurning.“
Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi við-
skiptafélagi Baugs, um þá ákvörðun sína
að fara í mál við Baug á sínum tíma.
„Ég átti að biðja um skiptingu en
ég hafði einfaldlega ekki rænu á
því.“
Atli Sveinn Þórarinsson Valsari eftir bik-
arúrslitaleikinn í knattspyrnu gegn Fram.
Hann fékk höfuðhögg og var hálf rænu-
laus.
„Þetta eru eins og fangaskipti,
það vantar bara brúna til að fara
yfir, þar sem við mætumst.“
Þórhallur Gunnarsson, leikari og sjón-
varpsmaður, sem nú hefur gengið til liðs
við Ríkisútvarpið. Hann mun taka við
stöðu Loga Bergmanns Eiðssonar og stýra
nýjum dægurmálaþætti í Sjónvarpinu.
Ummæli vikunnar
Morgunblaðið/RAX
Verðbólgudraugurinn?
Seðlabankinn tilkynnti að stýrivextir bankans yrðu hækkaðir um 0,75 pró-
sentustig. Þar með verða þeir 10,25% en hækkunin tekur gildi 4. október nk.
FRÉTTIR
mbl.is