Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KYRRÐ OG FRIÐUR UNDIR JÖKLI www.iceland.as Upplýsingar í síma 893 6653 Aðgerðir hjá Slippstöðinni Starfsmenn Slippstöðvarinnar héldu enn áfram aðgerðum sínum í gær. Alls voru 50–60 starfsmenn á staðnum í gær. Þeir óskuðu eftir að fá stjórnarformann fyrirtækisins og lögfræðing sem hefur umsjón með greiðslustöðvun fyrirtækisins á fund, en ekki varð af honum. Afhentu nöfn barna Stjórnendur fjögurra grunnskóla gáfu upplýsingar um nöfn nemenda sem njóta sérúrræða, nöfn foreldra þeirra og símanúmer, án samþykkis foreldranna. Upplýsingarnar voru afhentar vegna vísindarannsóknar. Perónuvernd segir að miðlun upp- lýsinganna hafi verið óheimil. Sjálfseignarstofnun um jarðir Unnið er að stofnun sjálfseign- arstofnunar í Bæjarhreppi í Strandasýslu um eyðijarðir í eigu hreppsins. Kosið verður um sam- einingu hreppsins við Húnaþing vestra 8. október. Með sjálfseign- arstofnuninni héldust yfirráð yfir jörðunum áfram á svæðinu. Ryðgað óperuhús Nýja óperuhúsið í Kaupmanna- höfn er farið að ryðga. Eru stálbit- ar og -plötur, einkum á inngangs- hluta byggingarinnar, orðnar upplitaðar og rauðbrúnar af ryði þótt um hafi verið að ræða sérvalið og ryðfrítt gæðastál. Ljóst virðist, að einhver mistök hafi átt sér stað við framleiðslu þess og er haft eftir prófessor við háskólann í Álaborg, að þetta muni verða dýrt. Óperu- húsið er ekki nema tæplega árs- gamalt og var það auðmaðurinn A.P. Møller, sem gaf Dönum það. Kostaði það um 25 milljarða ís- lenskra króna. Allir á hjóli Bensínverð í Bandaríkjunum hef- ur hækkað um rúm 47% á einu ári og vegna þess hefur mikill fjökipp- ur hlaupið í sölu á reiðhjólum. Er hún farin að minna á það, sem gerðist í olíukreppunni 1973, og hefur raunar verið að aukast í heilt ár. Talið er, að um 87 milljónir manna hafi endurnýjað kynni sín af reiðhjólinu og margir segjast nú ekki geta án þess verið. Það spari þeim ekki aðeins peninginn, heldur séu þeir oft miklu fjótari í förum en áður. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 48 Skotveiði 27 Víkverji 48 Sjónspegill 30 Staður og stund 49 Hugsað upphátt 31 Velvakandi 51 Reykjavíkurbréf 33 Menning 52/61 Umræðan 34/39 Staksteinar 54 Minningar 42/45 Ljósvakamiðlar 50 Auðlesið 47 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is PERSÓNUVERND hefur beint því til tiltekinnar verslunar að láta af dreifingu mynda úr öryggismynda- vélum í verslunum félagsins, sem taldar eru veita tilefni til gruns um þjófnað, úr viðkomandi starfsstöð til allra annarra starfsstöðva fyrir- tækisins. Fékk Persónuvernd ábendingu um að myndir úr öryggismyndavél- um í verslunum fyrirtækisins, þar sem grunur lék á að um þjófnað hefði verið að ræða, hefðu verið sendar til annarra starfsstöðva fyr- irtækisins og sýndar starfsmönn- um. „Eingöngu tilgreindir starfs- menn, sem ábyrgð bera á öryggis- vörslu í viðkomandi verslun, mega sjá myndir og þær skulu engum af- hentar öðrum en lögreglu að lokinni skoðun þeirra á myndefni af tilefni gruns um þjófnað,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Friðhelgi einkalífs nýtur verndar stjórnarskrár Persónuvernd telur engan vafa leika á að fyrirtækinu sé heimilt, í ljósi öryggis- og eignavörslusjónar- miða, að hafa öryggismyndavéla- kerfi í verslunum sínum. Í umfjöllun sinni um þetta mál bendir Persónuvernd á að við mat á nauðsyn á aðgangi telur stofnunin að líta verði til hagsmuna hins skráða af vernd um persónuupplýs- ingar. Beri í því sambandi að líta til þess að friðhelgi einkalífs telst með- al grundvallarmannréttinda og nýt- ur verndar samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar. Persónuvernd telur of langt gengið með því að miðla myndum úr öryggismyndavélum í verslunum fyrirtækisins, sem taldar eru veita tilefni til gruns um þjófnað, úr við- komandi starfsstöð til allra annarra starfsstöðva félagsins og sýna þær starfsmönnum. „Vakni upp grunur um að þjófnaður hafi verið framinn í verslun félagsins eiga eingöngu tilgreindir starfsmenn, sem bera ábyrgð á öryggisvörslu í viðkom- andi verslun, að skoða myndirnar og þær skulu engum afhentar að slíkri skoðun lokinni nema lögreglu. Sé gengið lengra er verið að koma því til skila, án þess að dómstólar hafi fjallað um mál og komist að rökstuddri niðurstöðu um sekt eða sýknu, að viðkomandi einstaklingar hafi engu að síður framið refsivert brot. Er það til þess fallið að valda viðkomandi einstaklingum tjóni, jafnvel fullkomlega að tilefnislausu, svo sem vegna rangs orðróms um meint refsivert athæfi sem rætur á að rekja til einhvers af þeim mörgu starfsmönnum A [fyrirtækisins] sem séð hafa myndirnar,“ segir í álitsgerð Persónuverndar. Óheimilt að dreifa myndefni úr öryggismyndavélum KARVEL Ögmunds- son, fyrrverandi út- gerðarmaður frá Bjargi í Ytri-Njarðvík, andaðist á Hjúkrunar- heimilinu Garðvangi í Garði föstudaginn 30. september síðastliðinn, réttra 102 ára að aldri. Karvel fæddist á Hellu í Beruvík í Breiðuvíkurhreppi 30. september 1903. For- eldrar hans voru hjónin Ögmundur Andrésson bóndi og Sólveig Guð- mundsdóttir. Karvel ólst upp hjá foreldrum sínum til 9 ára aldurs en síðan hjá móðurbróður sínum Eggerti Guðmundssyni og konu hans Ingibjörgu Pétursdóttur á Hellissandi. Karvel stundaði barnaskólanám á Hellissandi og var í Sjómannaskól- anum á Ísafirði 1926–7. Hann hóf sjómennsku 11 ára á Hellissandi, var formaður á árabátum frá 14 ára aldri, formaður á vetrarskipi frá 19 ára aldri og síðar skipstjóri á mót- orbátum. Karvel stundaði útgerð og skipstjórn frá Sandi og Vestfjörðum til 1933 og útgerð frá Innri-Njarðvík 1933–37. Hann fluttist til Ytri-Njarð- víkur 1937, byggði húsið Bjarg og bjó þar síðan. Karvel stofnaði Hraðfrystihús Ytri-Njarðvíkur, ásamt Þórarni bróður sínum, og rak það meðfram út- gerð. Karvel gegndi fjöl- mörgum trúnaðar- störfum, var m.a. odd- viti í Njarðvík í 20 ár, formaður Olíusamlags Keflavíkur í 30 ár, for- maður Útvegsbænda- félags Keflavíkur í 18 ár, í stjórn Olíufélags- ins hf. og Samvinnu- trygginga hf. frá stofn- un þessara félaga og fram yfir 90 ára aldur. Hann tók mikinn þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og bindindis- hreyfingarinnar. Karvel var kjörinn heiðursborgari Njarðvíkurbæjar og heiðursfélagi Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur, hlaut heiðursmerki Sjó- mannadagsráðs Keflavíkur og Sjó- mannadagsráðs Hellissands og ridd- arakross Hinnar íslensku fálkaorðu. Karvel ritaði endurminningar sínar, Sjómannsævi 1–3, og barnabækur. Eiginkona Karvels var Anna Mar- grét Olgeirsdóttir, d. 1959, eignuðust þau sjö börn. Sambýliskona Karvels var Þórunn Maggý Guðmundsdóttir og eignuðust þau einn son. Andlát KARVEL ÖGMUNDSSON ÞAÐ var tilkomumikið brimið við Grindavík í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið framhjá. Hafið hefur löngum heillað land- ann þó að það hafi líka reynst mörgum dýrkeypt. Eflaust fyllast flestir lotningu í viðurvist hafsins, ekki síst í stórviðrum. Krakkarnir á myndinni virtust hins vegar ekki láta ölduganginn á sig fá í ærslaleik sínum á klöppunum. Það er þó betra að fara varlega. Morgunblaðið/RAX Við leik í brimi LÖGREGLAN í Keflavík var kvödd að gatnamótum Hafnargötu og Vatnsnesvegar í Keflavík laust fyrir klukkan níu á föstudagskvöld. Þar hafði fólksbifreið verið ekið á ljósa- staur og síðan á kyrrstæða og mann- lausa bifreið. Báðar bifreiðarnar voru óökufærar eftir og fluttar burtu með kranabifreið. Ökumaðurinn var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til lækn- isskoðunar. Hann var skrámaður á höfði og með blóðnasir. Er hann grunaður um að hafa verið undir áhrifum eiturlyfja. Þá var einn ökumaður stöðvaður rétt fyrir kl. 5 aðfaranótt laugar- dags, grunaður um ölvun við akstur. Ók á ljósastaur og kyrrstæðan bíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.