Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Frakkar eru býsna lunknirvið danstónlist eins ogsannast hefur í gegnumárin; nægir að benda á sveitir og listamenn eins og Laur- ent Garnier, Cassius, Motorbass / Etienne De Crecy, Daft Punk og Air. Enn vekur ungur franskur danstónlistarsmiður athygli, Vitalic, þó uppruni hans hafi verið óljós um hríð. Sagan hermir að Vitalic sé af úkraínsku bergi brotinn, fæddur í Borodianka. Faðir hans var feld- skeri sem sérhæfði sig í sæotrum líkt og karlmenn í fjölskyldunni höfðu gert mann fram af manni í aldaraðir. Þegar járntjaldið féll 1989 ákvað Vitalic að leita fyrir sér í velmeguninni fyrir vestan, tók sig upp og fluttist til Þýskalands með hundinn sinn, Mini Robot. Ekki var lífið fyrir vestan járntjald eins auð- velt og hann bjóst við og eftir að hafa lifað á snapi og betli í nokkurn tíma ákvað hann að reyna fyrir sér sem hljóðfæraleikari – dró fram trubckað sitt, þjóðlegt úkraínskt hljóðfæri fornt. Í München komst hann í tæri við raftónlistarmenn sem leyfðu honum að vera með og smám saman vann hann sér það orð að hann komst að hjá þeirri góðu útgáfu International Deejay Gigolos. Fyrsta sem heyrðist í hon- um þar var á stuttskífunni Poney EP, sem kom út 2001 og vakti gríð- arlega hrifningu, en lagið samdi hann til að draga athygli að því hve illa væri farið með smáhesta í sveit- um Úkraínu. Góð lygasaga Svo hljóðar opinber ævisaga Vitalic, góð saga, ekki satt, en ekki sönn. Hið rétta er að á bak við listamannsnafnið Vitalic og lyga- söguna um úkraínskan uppruna er franski tónlistarmaðurinn Pascal Arbez-Nicolas, eða bara Pascal Ar- bez. Í sögunni sem rakin var hér fyrir framan, sem kokkuð var af kynningarfyrirtæki, er það eitt satt að Arbez sló í gegn undir nafninu Vitalic fyrir lagið Poney, en annað uppspuni. Lygasaga sem sett var af stað til skemmtunar, en er síðan löngu hætt að vera skemmtileg, eins og vill verða með slíkar sögur. Sanna sagan er eitthvað á þessa leið: Þegar Pascal Arbez var sautján ára gamall fór hann á tón- leika með Daft Punk, sem var þá að stíga fyrstu skrefin á frægðarbraut- inni. Arbez hafði lengið haft áhuga á tónlist án þess að vera beinlínis heltekinn af henni, en hann lærði á básúnu sem barn og hafði gaman af því að hrista sig í takt við dans- tónlist. Skemmst er frá því að segja að Arbez fékk slíka uppljómun af að sjá þá Daft Punk félaga á sviði að hann strengdi þess heit að verða tónlistarmaður að atvinnu. Um leið og verslanir opnuðu dag- inn eftir keypti Arbez sér Roland hljóðgervla og tók til við að semja tónlist sem mest hann mátti. Ári síðar gaf hann út fyrstu tólftomm- una og hafði þá tekið sér lista- mannsnafnið Dima, en platan var gefin út af fyrirtæki sem hann stofnaði með nokkrum félögum sín- um. Nýtt aukasjálf Dima nafnið dugði honum fram- an af en einnig gaf hann út eitthvað af lögum undir nafninu Hustler Pornstar. Árið 2000 ákvað hann að breyta aðeins til, slátra aukasjálf- unum sem hann hafði notað fram að þessu og taka sér nýtt nafn. Heitir upp frá því Vitalic. Sem Vitalic gekk honum betur að koma sér á framfæri, nafnið skiptir vissu- lega miklu í danstónlistinni, og ekki leið á löngu að hann var búinn að gera samning við International Deejay Gigolos, sem var á þeim tíma ein helsta útgáfa á ferskri danstólist. Fyrsta lagið sem hann sendi frá sér var svo áðurnefnt Po- ney EP sem gerði allt vitlaust í danshúsum Evrópu 2001. Önnur lög af smáskífunni slógu líka í gegn, La Rock 01 og You Prefer Cocaine. Þegar hér var komið sögu hefðu líkastil flestir talið að björninn væri unninn, nú myndi Vitalic drífa út breiðskífu og síðan baða sig í seðl- um, en annað kom á daginn. Vitalic áttaði sig á því að hann hefði kannski samið af sér þegar hann gerði útgáfusamning við Int- ernational Deejay Gigolos og ákvað að taka sér frí frá sólóferlinum á meðan hann greiddi úr þeim málum með aðstoð lögfræðinga. Hann sat þó ekki auðum höndum, tók upp lög með Linda Lamb, en þau kölluðu samstarfið The Silures. Hann tók einnig upp lög með Alessandro Fa- race, eða Al Ferox, undir nafninu Vital Ferox. Loksins breiðskífa Það er ekki gott fyrir tónlistar- mann að hverfa sjónum manna ár- um saman og allra síst ef viðkom- andi er að fást við danstónlist, enda breytist fátt eins hratt. Vitalic hélt þó sínu striki og þegar hann hafði loks losað sig við alla samninga og klárað öll verkefni gat hann tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið, samdi við Pias um útgáfu á nýrri plötu, OK Cowboy, sem kom út í sumar en hefur ekki fengist hér á landi af nokkru viti fyrr en nú. Á plötunni eru útgáfurnar tvær af Poney, sem vöktu svo mikla hrifningu, en líka slatti af lögum sem standa þeim meistaraverkum danstónlistarinnar lítt að baki, nefni sem dæmi My Friend Dario sem er ótrúlega mögnuð gít- artechnokeyrsla. Lögin stinga ann- ars nokkuð í stúf miðað við það sem tíðkast í danstónlist nú um stundir, enda hefur Vitalic látið þau orð falla að ekkert sé spunnið í slíka tónlist nema menn geri í því að brjóta allar óskráðar reglur. Hann beitir tölvum í allt, öll hljóð eru saman sett í tölvum, og þykir reyndar með færustu forriturum í danstónlistinni. Eins og hann lýsir því þurfa danstónlistarsmiðir lítið að kunna fyrir sér í hljóðfæraleik, en aftur á móti skipti miklu að vera sleipur í forritun. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Vitalic snýr aftur Fáir standa Frökkum á sporði í danstónlistinni eins og sannast á nýlegri skífu, Ok Cowboy. Pascal Arbez-Nicolas sem kallar sig Vitalic. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 2 og 4 í þrívídd Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Göldrótt gamanmynd! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 8 og 10.30 b.i. 16 ára  Ó.H´T RÁS 2 Sýnd kl. 2 og 4 ísl.tal Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. 3.30 Sýnd kl. 2, 4 og 6 íslenskt tal BETRA SEINT EN ALDREI kl. 2, 4, 6, 8 og 10 HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú og Jósefína sem var sýnd við miklar vinsældir á Stöð 2 síðustu jól. Í þessari mynd fylgjumst við áfram með tímafl akki Jósefínu og þeim ævintýrum sem hún lendir í þegar hún fl akkar aftur í miðaldir! HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Sýnd kl. 6, 8, og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 2 og 4 Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Topp5.is Topp5.is Miðaverð 450 kr. TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 2 Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.