Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 57 SÉRSTÖK miðnæturopnun verður í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg eftir miðnætti í kvöld. Opið verður í klukkutíma eða til klukkan eitt. Ákveðið var að breyta útaf van- anum vegna útkomu nýjustu breið- skífu Franz Ferdinand, You Could Have It So Much Better. Diskurinn verður til sölu á staðnum sem og sérstök viðhafnarútgáfa með diski og mynddiski sem gefin er út í tak- mörkuðu upplagi. Þeir sem koma geta búist við því að fá varning tengdan hljómsveit- inni í kaupbæti. Sigurvegarar síð- ustu Músíktilrauna, Jakobínarína, skemmta gestum á meðan á þessari sérstöku opnun stendur. Morgunblaðið/ÞÖK Íslandsvinirnir í Franz Ferdinand á sviði í Kaplakrika fyrr í haust. Miðnæturopnun í 12 Tónum svæði er þetta líka alveg gullfallegt land og þar býr fullt af fólki sem er að fást við sín daglegu störf. Eitt af því sem mig langaði að gera í myndinni var að sýna aðrar hliðar á Jerúsalem en styrjaldarsvæðin sem við sjáum svo oft í fjölmiðlum,“ seg- ir hún. „Þetta er ekki besti staður á jarðríki en heldur ekki sá versti.“ En hver skyldu skilaboð mynd- arinnar vera? „Ég vildi draga fram mismunandi skoðanir fólks á ástandinu og sögu Vesturbakkans. Ég vildi gefa hin- um mismunandi skoðunum raddir með hjálp viðmælenda minna. Ég vildi einnig gera grein fyrir land- nemunum með því að segja sögu afa og ömmu. Ég held að ég hafi ekki gert lítið úr hlut þeirra og annarra gyðinga í afleiðingum land- námsins en ég held að ég hafi held- ur ekki unnið af óvirðingu við þau,“ segir hún. „En ef það eru ein skilaboð sem ég vildi koma á framfæri með myndinni eru það þau að við verð- um að fara að taka ábyrgð á ákvörðunum og gerðum okkar og þeirra sem á undan okkur voru. Þó það sé ég sem gyðingur að axla hluta af ábyrgðinni á því sem hefur gerst í Írak eða hvort ég væri Bandaríkjamaður að axla ábyrgð á meðferð á svertingjum gegnum söguna. Við höfum öll okkar ábyrgð og verðum að standa undir henni til þess að geta vænst einhverra breytinga. Það þýðir ekki að stinga bara höfðinu í sandinn og telja að þessir hlutir komi manni ekki við.“ Flanders segist ekki hafa hugsað mikið um hvernig efni myndarinnar var sett fram heldur hafi hún hugs- að hvað henni fannst réttast. „Ég hugsaði til dæmis aldrei um að gera þessa mynd í gróðaskyni. Ég einbeitti mér að listrænu hlið- inni. Mér finnst allt of margar heimildamyndir nú til dags vera gerðar á of áhorfsvænan hátt, ein- ungis til mötunar. Mig langaði að setja mína sýn á hlutina fram,“ seg- ir hún. Langar í lopapeysu En telur Flanders heim- ildamyndir vera mikilvægar. „Já, mér finnst mikilvægt að segja sögur fólks en það eru svo margar leiðir til þess. Ég sjálf hef mikinn áhuga á fólki og hvernig það bregst við aðstæðum og því hentar heimildamyndaformið mér vel. Það er þó ekki þar með sagt að ég haldi því fram að heimildamyndir séu betri en einhver annar háttur á að koma sögu á framfæri.“ Flanders hefur komið víða við með Zero Degrees of Seperation í farteskinu. „Ég fór fyrst á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðina í Berlín sem var frá- bært. Mér fannst mjög merkilegt að sýna myndina þar, þar sem Þjóðverjar eru mjög meðvitaðir um sína ábyrgð á helförinni. Þarna var gyðingurinn ég og vildi segja að ég væri ekki svo ólík þeim. Þjóðin mín hefði framið voðaverk sem ég þyrfti að taka ábyrgð á. Ég átti margar áhugaverðar samræður um hvernig það er að axla ábyrgðina á sög- unni,“ segir Flanders. Ég fór svo á kvikmyndahátíðir í Barcelona og San Francisco þar sem ég vann verðlaun á báðum stöðum. Ég er svo að hefja ferðalag um Evrópu með myndina í fartesk- inu og ferðin hefst á heimsókn til Reykjavíkur,“ bætir hún við og seg- ist hlakka mikið til að sækja landið heim. „Ég vildi bara að ég hefði meiri tíma til að skoða landið en ég hef fimm daga og vonast til að geta séð sem mest,“ segir Flanders og spyr hvort ráðlegt sé að taka með sér hlýja peysu. Blaðamaður segir að það sé alveg óhætt. „Mér skilst reyndar að ég geti keypt fallegar íslenskar peysur hjá ykkur,“ sagði Flanders svo að lok- um. Unræðufundur með Elle Flanders fer fram þriðjudaginn 4. október næstkomandi í Miðstöð Samein- uðu þjóðanna, Skaftahlíð 24, milli klukkan 17.15 og 18.15. Zero Degrees of Seperation er sýnd í Tjarnarbíói þriðjudaginn 4. október klukkan 21 og fimmtudag- inn 6. október klukkan 17. birta@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.