Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 45 MINNINGAR Haustið skartar sínum fegurstu litum er við kveðjum hana Ingu, okkar elskulegu vinkonu. Inga var kona allra árstíða, það voru laukarnir á vorin, villtu blómvendirnir á sumr- in, allar skreytingarnar í haustlit- unum og svo jólabarnið Inga með öll ljósin og heimagerða skrautið. Það er ekki hægt að tala um Ingu án þess að nefna Gulla í sama orð- inu, þau voru yndisleg hjón og bestu vinir sem gerðu alla hluti saman. Þeim hjónum kynntumst við fyrst í gegnum íþróttaiðkun barna okkar hjá fimleikadeild Ár- manns og sátum með þeim í stjórn deildarinnar til marga ára. Það fyrsta sem við tókum eftir í fari Ingu var lífsgleðin, krafturinn og brosið bjarta. Að takast á við verk- efnin sem voru óþrjótandi, hvort sem þau tengdust rekstri, móta- haldi eða fjáröflun, óx Ingu ekki í INGA INGÓLFSDÓTTIR ✝ Inga Ingólfs-dóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1955. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut 15. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 23. septem- ber. augum. Okkur varð strax vel til vina og vináttan efldist með árunum. Eitt sinn er við hittumst voru okkur réttar derhúfur sem Inga hafði saum- að í stafina BIGG en það eru upphafsstafir okkar allra og þar með var BIGG-klúbb- urinn stofnaður sem haldið hefur marga góða fundi. Inga og Gulli elsk- uðu að ferðast, bæði innanlands og utan. Byrjuðu með tjaldvagn og áhuginn slíkur að jafn- gilti fimm ára notkun á einu sumri, þá tók „Öndin“ við sem var fellihýsi og var á þeysireið um landið eitt sumar. Alltaf gátu þau staðsett sig á veiðilendum því bæði höfðu yndi af veiðiskap. Þegar þau hófu byggingu sum- arhúss á draumalandinu var byrjað á litlu koti u.þ.b. sex ferm. sem við hjónin kölluðum Hálsakot. Þar var öllu haganlega fyrir komið og allir hlutir á sínum stað, við höfðum aldrei séð annað eins skipulag, aðr- ir vart gert betur á 50 ferm. Svo reis Hreiðrið, sælureitur þeirra, barnanna og auðvitað ættingja og vina. Við höfum ósjaldan notið gest- risni og félagsskapar þeirra á þess- um yndislega stað. Inga var mjög listræn og ekki skipti máli hver efniviðurinn var, allt lék í höndum hennar sem sést glöggt á heimili þeirra og í Hreiðrinu. Inga var skipuleggjandi og skrá- setjari af Guðs náð. Ef þau skruppu af bæ var skilaboðabox á Hreiðrinu sem sagði hvert þau fóru, hvenær þau væru væntanleg og ef gestir höfðu ekki biðlund var beðið um skilaboð. Að ekki sé talað um öll myndaalbúmin með viðeigandi skýringum og dagbækurnar sem hún hélt um ferðalög þeirra. Það haustaði allt of fljótt í lífi Ingu, söknuðurinn er mikill en við minnumst hennar með gleði í hjarta og þökkum samveruna. Elsku Gulli, Elín, Heimir og Hulda, Guð gefi ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar, Jesú, gefðu mér eilíft ljós sem aldrei slökknar. (Höf. ók.) Guðrún og Björn. Elsku frænka mín. Það var gam- an að vera með þér í barnaafmæl- um og öðrum fjölskylduboðum þeg- ar við vorum litlar stelpur, og einnig seinna á ættarmótum. Ég á eftir að sakna þín. Guð geymi fjölskyldu þína og bróður þinn og hans fjölskyldu. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Stgr. Thorst.) Friðbjörg Proppé. ✝ Hulda Guð-bjartsdóttir fæddist í Reykjavík 3. september 1946. Hún lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Foss- vogi hinn 21. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Svava Arnórsdótt- ir, f. 1. ágúst 1919, d. 3. júní 1989, og Guðbjartur Stef- ánsson, bókari hjá Tollstjóraembættinu, f. 10. nóv- ember 1919 í Reykjavík, d. 11. ágúst 1975. Bræður Huldu eru Arnór Guðbjartsson, f. 29. júlí 1943, Stefán Guðbjartsson, f. 11. júlí 1945, og Einar Guðbjartsson, f. 5. apríl 1951. Hulda giftist hinn 11. september 1965 Pétri Hafstein Skaptasyni, vélvirkja og fyrrv. verkstjóra hjá Kefla- 1969, á tvö börn, maki Jón Ben. Einarsson. 4) Guðbjartur, mat- reiðslumaður í Horsens í Dan- mörku, f. 11. des. 1969, maki Ragnheiður Jónsdóttir, Guð- bjartur á tvær dætur og eina stjúpdóttur. 5) Hulda Sóley, starfsmaður Samskipa í Grimsby í Englandi, f. 6. okt. 1973, maki Leslie Robbins, Hulda á tvö stjúpbörn. 6) Iðunn, stuðnings- fulltrúi í Reykjanesbæ, f. 23. ág. 1974, maki Stefán Kristinn Guð- laugsson, Iðunn á tvö börn með Georg E.P. Jónssyni og Stefán á þrjú börn frá fyrra sambandi. Hulda lauk verslunarskóla- prófi og starfaði um hríð sem skrifstofumaður hjá Tollstjóra- embættinu. Árið 1974 fluttist hún og fjölskylda hennar til Keflavíkur þar sem hún var bú- sett æ síðan. Hulda starfaði lengst af við ýmis fiskvinnslufyr- irtæki í Keflavík en þó lengst hjá Fiskverkun Hilmars og Odds. Síðustu árin helgaði Hulda líf sitt eiginmanni, börnum og barnabörnum. Útför Huldu fór fram í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu, 27. september. víkurbæ, f. 21. jan- úar 1945 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Skapti Jóns- son, skipstjóri frá Hrísey, f. 2. ágúst 1914, d. 23. maí 1986, og k.h. Mar- grét Borghild Haf- stein, f. 29. jan. 1919 í Reykjavík til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. Börn Huldu og Péturs eru: 1) Svava, grunnskólakennari í Reykjanesbæ, f. 10 feb. 1966, maki Gunnar Halldór Gunnars- son, Svava á tvo syni með Guð- mundi G. Gunnarssyni. 2) Mar- grét, endurskoðandi í Reykjavík, f. 1. jan. 1968, Margrét á tvo syni með fyrrv. maka sínum, Hans Ómari Borgarssyni, og eitt barnabarn. 3) Gerður, leikskóla- stjóri í Reykjanesbæ, f, 11. des. Hinn 27. september sl. var borin til grafar í kyrrþey móðir mín Hulda Guðbjartsdóttir en hún lést eftir stutta sjúkralegu 21. septem- ber síðastliðinn aðeins 59 ára að aldri. Ljósið hennar mömmu hafði verið að smá dofna síðustu árin eftir oft á tíðum krefjandi og strangt lífshlaup. Mamma og pabbi áttu 40 ára hjúskaparafmæli 11. september sl. Þau voru gefin sam- an árið 1965 og þurfti pabbi sér- staka undanþágu frá forseta Ís- lands þar sem hann hafði ekki náð tilskildum aldri. Fyrsta barn þeirra hjóna kom í heiminn fimm mánuðum seinna og var mamma þá 19 ára gömul. Átta árum seinna vorum við orðin sex talsins, fimm systur og einn bróðir. Eins og gef- ur að skilja var oft þröngt í búi og vinnudagur móður minnar langur. Hún var þó einstök í að láta hlut- ina ganga og var þekkt fyrir dugn- að sinn og elju. Á myndum frá bernskuárum okkar systkinanna má sjá handbragð móður okkar alls staðar. Við í heimasaumuðum fötum og lopapeysum og allt í stíl og hún sjálf í kjólum sem jafnvel voru saumaðir úr fínustu gardín- um, allt var nýtt til hin ítrasta. Á tyllidögum voru hnallþórur töfrað- ar fram og margar minningar á ég frá sultugerð, bakstri og slátur- gerð. Allt var gert með þvílíkum myndarskap að fólk dáðist að. Mamma var mjög skapandi kona og fann sköpunarþörfinni farveg við ýmis verk tengd heimilinu. Kökudunkar voru málaðir, ösku- dagsbúningar saumaðir og páska- eggin handgerð. Hvernig hún fann tíma til að sinna öllu þessu jafn- hliða því að sinna stóru heimili og oft á tíðum meira en fullu starfi er illskiljanlegt. En afleiðingar strits- ins sögðu líka til sín og fljótlega upp úr fertugu hætti mamma að vinna utan heimilis. Pabbi og mamma voru sjálfum sér næg, þau dunduðu sér við að leggja kapal, lesa bækur og ráða eina og eina krossgátu. Í mörg ár voru þau dugleg að ferðast um landið og skoða sig um. Við systkinin minnumst þess að á stórum stundum í lífi okkar var mamma alltaf nálæg. Þegar við eignuðumst okkar fyrsta húsnæði mætti hún á staðinn með salt og brauð og sýndi á táknrænan hátt ósk sína um að okkur myndi aldrei skort neitt. Fastur siður var einnig þegar að nýtt barnabarn kom í heiminn þvoði mamma og straujaði línið utan um fjölskylduvögguna og saumaði svo slaufu í viðeigandi lit á þegar að barnið var komið í heiminn, bleikt eða blátt. Hin síðustu ár fór að halla undan fæti og sífellt erfiðara var fyrir okkur systkinin að ná til mömmu. Oft á tíðum þótti okkur erfitt að skilja leiðina sem hún valdi. Pabbi stóð við hlið hennar sem klettur og studdi hana til hinsta dags. Kveðjustundin er blönduð sökn- uði og trega yfir því sem aldrei varð en þó gleði yfir mörgum góð- um minningum. Með mömmu er gengin harðdugleg kona sem lífið fór ekki alltaf of mjúkum höndum um. Við biðjum þess að hún komist í ljósið og fái þann frið og þá hvíld sem hún svo augljóslega var farin að þrá. Hugur okkar er hjá pabba sem nú missir sinn sálufélaga og besta vin. Við tekur nýtt tímabil sem við munum reyna að gera bjart og hlýtt svo ævikvöld hans verði sem allra best. Með þökk og virðingu fyrir þeirri konu sem ól okkur í þennan heim biðjum við almættið að taka vel á móti mömmu og veita henni frið. Fyrir hönd okkar systk- inanna, Gerður Pétursdóttir. HULDA GUÐBJARTSDÓTTIR Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRANZ E. PÁLSSONAR, Granaskjóli 1, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. október klukkan 13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Jóninna Margrét Pálsdóttir, Páll Franzson, Þórhildur Guðmundsdóttir, Hjalti Franzson, Fríður Eggertsdóttir, Leifur Franzson, Margrét G. Ormslev, Bogi Franzson, Ragna B. Sigursteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát fósturmóður minnar og systur, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, áður Austurgötu 17, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfóksins á dvalarheimilinu á Hraunbúðum og þeirra þeirra góðu hjóna Sigurfinns Sigurfinnssonar og Þorbjargar Júlíusdóttur fyrir einstaka umönnun. Ólafur Ormsson, Ormur Ólafsson, Sólveig Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær maðurinn minn, sonur, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, REYNIR RÍKARÐSSON, Fellsási 9a, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítala föstudaginn 30. september. Halldóra Einarsdóttir, Ríkarður Ingibergsson, Albert Ríkarðsson, Elín Vigfúsdóttir, Ríkarður Reynisson Berglind Þorbergsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Gunnar Hrafn Jónsson, Árný Reynisdóttir, Stefanía Reynisdóttir, Pétur Smárason, Inga Rós Reynisdóttir, og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR GUÐBJÖRNSSON bifreiðarstjóri, Kleppsvegi 120, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 26. september, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00. Sigurrós Halldórsdóttir, Þóra Jenný Hjálmarsdóttir, Guðmundur Örn Harðarson, Stefán Hjálmarsson, Elfa Bára Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, og afi, RAGNAR ÞORSTEINSSON, Efstasundi 23, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans Kópavogi fimmtudaginn 29. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún H. Guðmundsdóttir, börn og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.