Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 17 við Sykurmolana. „Við héldum samt aðeins áfram og fengum með okkur harmonikkuleikara, Hrein Stephen- sen. Þá breyttist andinn í hljóm- sveitinni svolítið enda var ég orðin eina stelpan. En í raun var það bara mjög fínt því ég fór kannski að vera aðeins frekari og segja hvað ég vildi sem mér hafði ekki dottið í hug að gera áður.“ Áhersla á undarlega hluti Árið 1992 vék tónlistarsköpun Risaeðlunnar fyrir annars konar sköpun. „Það var eiginlega sjálfhætt þegar ég átti barn. Ég tók hlutverk mitt sem móðir afskaplega alvar- lega, að minnsta kosti fyrstu tvö ár- in. Eftir það var ég viðloðandi ýmis pródjekt; var fengin að láni ef það þurfti að hlæja í einhverju lagi eða syngja bakrödd,“ segir Magga Stína hógvær. Meðal annarra verkefna hennar á þessu tímabili má nefna fönkhljómsveitina Funkstrasse sem „var mjög mikilvæg hljómsveit í mínu lífi út af þeim boðskap sem sú hljómsveit hafði að færa,“ eins og Magga Stína orðar það en uppistað- an í hljómsveitinni voru piltarnir sem áður skipuðu rokkhljómsveitina Ham. Um tíma bjó hún einnig á Spáni með dóttur sinni sem hún segir hafa verið „ekki alveg nógu vel ígrunduð ákvörðun. Þannig að við komum bara til baka og þá fór ég að vinna í plötubúð hjá Ásmundi Jóns- syni og það var nú ekki leiðinlegt að vinna með honum.“ Sex ár liðu frá því að Risaeðlan lagði upp laupana og þar til aftur dró til tíðinda úr tónlistarsmiðju Möggu Stínu. „Maður er svo sein- þroska og ótrúlega lengi að komast að því hvað maður ætlar að verða. Ég hafði verið að búa til lög og var um þetta leyti mikið hvött til að taka þau upp og gera plötu og einhvern veginn brast það bara á.“ Niður- staðan varð sólóplatan An album sem kom út haustið 1998 hjá breska hljómplötufyrirtækinu One Little Indian. Magga Stína lýsir þessum tíma sem skrýtnum. „Ég hafði farið út úr þessari tónlistarhringiðu og þegar ég kom aftur fannst mér and- rúmsloftið á einhvern hátt mjög breytt. Það voru komin ný bönd og fullt af fólki sem var að gera frá- bæra hluti en andrúmsloftið var ókunnugt því sem ég hafði þekkt. Mér fannst áherslan vera lögð á svo undarlega hluti, eins og að það skipti máli að vera rosalega frægur og vinsæll og maður þyrfti alltaf að vera að tala um það sem maður væri að gera. Ég held að ég sé heldur ekkert mjög góð í að presentera mig með orðum. Mér fannst einhvern veginn svo persónulegt að búa til tónlist, að ég tali nú ekki fyrstu plöt- una. Hún öðlast svo einhvern veginn sjálfstætt líf og þá finnst mér að tónlistin verði bara að fá að tala sínu máli í stað þess að ég sé stöðugt að tala um hana. Þetta andrúmsloft vakti þá pínulitla óþægindatilfinn- ingu hjá mér. Mér fannst hálfvegis eins og ég ætti hvergi heima. Kannski var ég bara ekkert tilbúin í þetta.“ Hún segir skýringuna kannski að finna í því að þarna stóð hún á eigin fótum eftir að hafa þekkt fátt annað en að vera hluti af hljómsveit og vinahóp. „Ég er ægilega mikil hóp- sál enda er hópur svo sterkt afl og getur verið svo gott afl. Svo þegar maður spáir í það þá er sólóplata reyndar í fæstum tilfellum sóló- plata. Ég hefði aldrei gert þessa plötu nema vegna þess að ég fékk stórkostlegt fólk til að vinna að henni með mér sem allt setti sinn svip á hana.“ Held að Guð hafi sent þá … An Album hlaut lofsamlegar við- tökur, ekki síst hjá gagnrýnendum, bæði hér heima og í Bretlandi. „Ég er nú svo rosalega rugluð að ég held alltaf mest upp á vonda dóma,“ seg- ir Magga Stína þegar þetta kemur til tals. „Ég man eftir því þegar Risaeðlan var skotin til dauða af einhverjum Akureyringi. Það var eini dómurinn sem ég hengdi upp á vegg.“ Hún hristir höfuðið þegar ég spyr hvort dómarnir skipti hana máli. „Ég held ekki,“ bætir hún svo hikandi við. „En kannski laumast þeir inn í öxlina á mér, svona undir niðri. Auðvitað skipta þeir mann máli því mann langar alltaf til að ná sambandi við þann sem hlustar. Ég hef alltaf sagt að það skipti ekki máli hver það er sem flytur eða hver það er sem tekur á móti. Það sem gerist á milli þessara tveggja skiptir máli. En það er líka alveg eðlilegt ef við náum ekki sambandi. Ég hugsa að ef ég gæfi út plötu núna myndi mig alveg langa að gagnrýnandan- um á blaðinu fyndist hún skemmti- leg. En um leið og ég segi það væri mér alveg nákvæmlega sama,“ segir hún hlæjandi. Svarið er játandi þeg- ar Magga Stína er spurð hvort hún sé sátt við An Album. „Ég var mjög sátt við að gera þessa plötu og fannst hún hljóma eins og ég vildi í „live“-flutningi. Í spilun náði hún ekki sama krafti og á tónleikum. Vélar ná ekki að skila sömu orkunni og sex, sjö lifandi manneskjur gera þannig að mér fannst hún fyrst full- kláruð á sviði.“ Það voru Bikar- meistararnir sem sáu um að koma þessari orku til skila en það var hljómsveit sem Magga Stína setti saman þegar kom að því að kynna plötuna. „Bikarmeistararnir voru Pétur Hallgrímsson gítarleikari – undursamleg vera og önnur undur- samleg vera var Guðni Finnsson bassaleikari. Eins voru þarna hinar undursamlegu verur Arnar Geir Ómarsson og Valgeir Sigurðsson, sem vann líka með mér plötuna að miklu leyti.“ Fleiri komu að hljóm- við lífsgleðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.