Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ekki verður annað sagt um viðkynn-inguna af Borgundarhólmi en aðhún hafi orkað firnasterkt á mig oghugsað til baka hef ég stundum átilfinningunni að ég sé þar einhvers staðar enn. Á útsýnisbrúninni niður við Helgi- dómsbjörgin að virða fyrir mér svipmiklar klettaformanir langt neðan í fjörunni, sem og óendanlegar víðáttur hafs og himins. Í rúst- unum uppi við Hammershus eða í leiguvagni að njóta sjónrænna gnægða er hjá þjóta á þessu landsvæði langt úti á hafsauga. And- rúmið sem yfir svífur og hríslast um kroppinn svo ósvikið norrænt, jafnt í náttúrusköpunum sem misþéttri byggð. Myndræn sjónarhorn líða hjá í bland við hús með mikla sál, ekki síst við strandlengjuna í nágrenni Gudhjem, mikil gnótt af þeim í kjarna bæjarins. Litið til sögunnar skýrist fljótt af hverju listasafni Borgundarhólms var valinn staður nálægt þessum litla vinalega byggðakjarna í stað Rönne hins þéttbýlasta. Rönne að auk viðkomustaður ferjanna frá Köge, Ystad, Sassnitz í Þýskalandi og Swinoujscie á landa- mærum Póllands og Þýskalands, einnig flogið þangað frá Kaupmannahöfn. Og deginum ljós- ara að hólmurinn er ekki það fjarlæga ein- angraða óland sem fyrrum, myndlistarmenn- irnir sem sóttu þangað og gerðu garðinn frægan flestir horfnir til feðra sinna. Flognir burt á vit eilífðarinnar eins og ókennilegir far- fuglar sem snúa ekki aftur, ekkert eftir af stofninum til viðhalds og endurnýjunar. Sei sei jú, auðvitað er ennþá málað á Borg- undarhólmi, kannski meira en nokkru sinni fyrr, en dagar hinna stóru anda sem urðu til að mæra staðinn löngu liðnir, nú virðast helst miðlungar og tómstundamálarar flykkjast þangað, viðfangið söluvara eins og Þingvellir voru í eina tíð á heimaslóðum. Pund alflestra hinna stóru ása vó þó naumast þungt meðan þeir sóttu þangað, áttu sumir nokkuð í land að vera metnir af löndum sínum, hvað þá að bjarmaði af þeirri heimsfrægð sem framtíðin bar í skauti sér til einstakra. Fyrir og á árum seinni heimsstyrjaldar sótti þangað hópur myndlistarmanna, félagar Svavars Guðnason- ar sem voru meðal stofnenda Línunnar og Helhestsins og seinna áttu eftir að mynda kjarnann í Cobra, svo sem Carl Henning Ped- ersen, Else Alfelt, Asger Jorn, Erik Tomme- sen, Henry Heerup og útlendingarnir Eugene Brand, Constans og Anthon Rooskens. Allir meðal þeirra nýskapenda sem flykktu sér í kringum von Garvens, hinn landflótta vel- unnara lista á Abildgaard í Sandkås. Og í Gudhjem mátti á sama tímaskeiði auk annarra rekast á Sonju Ferlov (seinna Mancoba), Ej- ler Bille og Richard Mortensen, sumir lista- mannanna enn í kenningum Vilhelms Bjerke- Petersen og hjástefnunnar, súrrealismans. Sagt að engin sýnileg áhrif dvalarinnar á hólmanum séu merkjanleg í verkum núlista- mannanna en seint trúir skrifari slíkum fram- slætti, bein sem óbein áhrif hljóta að hafa sí- ast í þá svo mjög sem sumir þeirra voru tengdir umhverfi sínu og norrænum uppruna. Ævintýrið hófst miklu fyrr, jafnvellöngu áður en listamenn flykkt-ust út í náttúruna, og héraðiðPont-Aven í suðurhluta Bre- tagne varð alþjóðleg listanýlenda,seinna einn- ig Le Pouldu, fiskiþorp í nágrenninu. Í lista- safninu er þannig málverk málað 1838 með sýn frá suðurströndinni til Gudhjem, höfund- urinn einhver Vilhelm Petersen, svo snemma beygðist krókurinn. Um miðja öldina vildi hin nývakta borgarastétt fá þjóðernisrómantískar eftirgerðir af dönsku landi á veggi híbýla sinna og nú kom Vilhelm Kyhn til sögunnar, einn af brautryðjendum nýja danska landlags- málverksins. Á einni hinna árvissu samsýn- inga í Charlottenborg gat þannig að líta tvær landlagsmyndir eftir hann frá Borgund- arhólmi. Tveir nafnkenndir málarar og nem- endur Kyhns fetuðu í fótspor lærimeistarans og leituðu uppi myndefni á staðnum kringum 1860. Þá segir frá einhverjum J. H. Brandt, sem málaði ótal myndir af klettaströndinni í sömu þjóðernisrómantísku stílbrögðunum, fyrir vikið mun hann hafa fengið viðurnefnið Bylgju-Brandt og listasafnið á einnig málverk frá sama tíma eftir einhvern G. E. Liebert, sem hlaut þann sóma helstan að einn klettanna við Helgidóminn var heitinn eftir honum. Loks sneri portrettmálarinn Lars Hansen, dávelmetinn af samtíð sinni, heim til æskuslóðanna 1868 og lést þar fjórum árum seinna. Hann var vel fjáður og arfleiddi vænt- anlegt listasafn í Rönne að álitlegri upphæð ásamt myndverkasafni sínu og þar kominn frjóanginn að Listasafni Borgundarhólms. Johan Rhode, sem átti eftir að hafa svo mikil áhrif á framvindu margs konar nýviðhorfa í danskri málaralist, leitaði þarnæst þangað nokkur sumur á níunda áratugnum. Kristian Zahrtmann, sem var fyrsti lærimeistari Jóns Stefánssonar, borinn og barnfæddur hólmari, og með honum nýr kafli í þróuninni vakinn til lífs. Lokkaði vini sína Otto Haslund og Holger Drachmann yfir til Borgundarhólms, en sá síðarnefndi merkilega drjúgur með pensilinn áður en hann sneri sér að ritlistinni, og hér má nefna að Skagen-málarinn Michael Ancher var þaðan og að hinn svonefndi málarafursti Lauritz Tuxen viðloðandi á miðjum þriðja ára- tug síðustu aldar. En það var kynslóðin sem kom á eftir þess- um mönnum, sem bjó eða dvaldi sumarlangt á hólmanum, sem gerði garðinn frægan með Oluf Höst og Nils Lergaard í fararbroddi. Af fjölmörgum sem enn hafa ekki verið taldir upp og koma meira og minna við sögu skulu nefndir mál- ararnir Niels Larsen Stevns, Ed- vard Weie, sem um skeið mun hafa verið lærimeistari Svavars Guðnasonar, Oluf Rude, Harald Giersing, Sigurd Swane, Poul Höm, Helge Ernst og mynd- höggvarinn Astrid Noach. Flestir héldu til í Gudhjem og til varð hugtakið Borgundarhólmsmál- ararnir, en fjarri því að um ein- hverja afmarkaða og einsleita listastefnu væri að ræða, þvert á móti mundaði hver og einn pens- ilinn, meitilinn, rissblýið og aðra miðla með sínu höfði, hliðstætt Skagen-málurunum og Fjónbúun- um. Um landafræðilegt hugtak að ræða, hins vegar að mestu um sömu kynslóð að ræða á fjórða og fimmta áratugnum, mörg og misnáin vináttubönd, viðfang þeirra einkum austur strandlengj- an út frá Gudhjem. Kristjánseyja, þar langt úti fyr- ir kemur einnig töluvert við sögu þessa strandhöggs myndlist- armanna. Hún tengist annarri en stórum minni með hengibrú, Friðrikseyju, báðar ganga undir samheitinu Erteholmerne, nefnd- ar eftir konungunum Kristjáni fimmta og Friðriki þriðja. Þjóðsagan hermir að það hafi verið málarar sem beindu sjónum manna að þessari sumarparadís á hólmunum, svona líkt og gerðist um Skagen, en mun röng þar sem fyrstu ferðalangarnir stigu á land um alda- mótin 1800, málararnir létu aftur á móti fyrst að sér kveða eftir 1911. Sumarið kemur ein- hverjum vikum seinna en annars staðar í Dan- mörku en teygist úr því langt fram á haust, sólar nýtur meira og úrkoma hin næst- minnsta. Um svonefnda klassíska módernista aðræða á Kristjánseyju, en mikiðmannval, af fjölmörgum má nefnaHarald Giersing, A. Friis, Mogens Lorentsen, Axel Salto, Karl Isakson, Edward Weie og Olaf Rude. Haft fyrir satt að mál- ararnir hafi verið svo margir að þeir skildu sumir trönurnar eftir úti á víðavangi á kvöldin til að aðrir stælu ekki plássinu og hinu ákveðna sjónarhorni um leið! Allt þetta löngu búið, eftirspurnin eftir myndefnum frá hólm- unum trúlega svona miklu minni í seinni tíð, en fleira kemur til – málararnir farnir en túr- hestarnir komnir. Lýsir sér helst í reglu- bundnum ferjuferðum þangað frá Gudhjem, Allinge og Svaneke, en yfirleitt um skoð- unarferðir að ræða og gilda afar strangar um- gengisreglur á eyjunum. Þarna una menn sér fjarri heimsins glaumi, streitu, áreiti og há- vaða frá ökutækjum, að vísu finnst þar einn traktor en eyjarskeggjar notast meira segja ekki við hjólbörur, trillebör, með gamla lag- inu. Kaupmaðurinn á staðnum ku þó eiga eina, hún knúin áfram af litlum mótor og skriðbelti undir líkt og á stríðsvélum, loft kristaltært, fjölþætt náttúrusköp og merkilegt fuglalíf. Samtals búa þar einungis 100 manns, þeim deilt á 50 híbýli, leigð út af varnarmálaráðu- neytinu. Einungis tvö og hálf stöðugildi kenn- ara ætluð grunnskólanum og óska leigusalar síður að fækka þeim, rýra um leið möguleika ungu kynslóðarinnar til menntunar, þar af leiðandi njóta barnafjölskyldur forgangs um húsnæði. Nú er listamannanýlendan saga ein,en saga blot, einungis minningineftir, þó vel haldið utan um hana íListasafni Borgundarhólms sem er ekki einungis vel hannað og stórfínt safn held- ur rekst maður á fágæti sem ekki hefur borið fyrir augu áður, hluteigendum til ómælds sóma. Auðvitað lá leiðin upp til hins forna virkis Hammershus, stærstu borgarrústa í Norður- Evrópu. Ætlað að risið hafi upp á seinni hluta þrettándu aldar og að baki mikil saga, allar götur því fyrst var hafist handa um byggingu þess. Herma munnmæli að þá hafi fljótlega komið í ljós að jarðvættir einhverjar voru ekki par ánægðar með upphaflega raskið og eyddu framkvæmdum jafnharðan að næturþeli. Fluttu menn sig þá um set, og hugnaðist neð- anjarðarfólkinu það ólíkt betur því veggir hækkuðu óforvarindis á hverri nóttu, var þá maður látinn vaka til að sjá hverju sætti. En um morguninn var hann horfinn með öllu og fannst einungis slitur af einkennisbúningi hans í hleðslunni, og var þá allri eftirgrennsl- an snarlega hætt! Um aldir skipti virkið reglu- lega um eigendur og um tíma var það meira seigja í útleigu til hinna svonefndu Lübeckera sem komu töluvert við sögu hinnar skæðu valdabaráttu á svæðinu. Efni í drjúga grein að skrifa um sögu virkisins, hvar meðal annars svikarinn og skuggabaldurinn Corfitz Ulfeldt og Leonóra Christina voru í haldi í 16 mánuði, fortek ekki að hún kunni að koma seinna. Enn og aftur ástæða til að tíunda, að sitt- hvað má af Dönum læra um mikilvægi þess að rækta eigin garð, gera lista- og menningar- söguna aðgengilega, og sér greinilega stað um þann norræna menningararf sem á þessum slóðum hefur verið rakinn heil 9.000 ár aftur í tímann. Varð meira en var við ræktarsemina þá fáu daga sem til umráða voru, einkum hlýnaði mér um hjartaræturnar að fylgjast með framtaki frúarinnar í Kaffislotinu, Önnu- Sofi Beck. Hún hyggst ekki gera það enda- sleppt, næsta skrefið er opnun listhúss í Vence í Suður-Frans um næstu mánaðarmót, uppistaða sýningarinnar einmitt sú í Gud- hjem, hvar H.C. Andersen var mærður. Hefur hún skipulagt lygilega ódýra ferð þangað fyrir alla listamennina sem væntanlega munu fjöl- menna á staðinn, trúlega allir sem einn. Skýr- ingin einnig, að eiginmaður hennar, Erling Waage Beck, rekur tannlæknastofu í Nizza og dvelur þar á veturna, en unir sér á Borgund- arhólmi á sumrin. Meira af Borgundarhólmi SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Víða er ægifagurt að horfa frá klettabrúnum Borgundarhólms yfir víðáttur hafs og himins. Aðalbyggingin í virkinu Hammershus nyrst á Borgundarhólmi, líkast til byggð sem varðturn. Á einni hæðinni voru þau skötuhjúin Corfitz Ulfeldt og Leonóra Cristina í haldi í 16 mánuði. Allt í anda H.C. Andersen í málverki Tryggva Ólafssonar. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.