Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. ÞEIR voru ekki sérlega öfundsverðir, fé- lagarnir Ingólfur, Ingi og Snævar, þar sem þeir voru við vinnu sína í Víkurskarði í gær- dag. Þeir starfa hjá Arnarfelli og verkefnið var að setja niður nýtt vegrið. „Við höfum verið að laga vegrið hér í skarðinu og líka að bæta við,“ sagði Ingólfur sem hafði orð fyrir félögunum. Þeir voru klæddir í sam- ræmi við veðrið, í vinnugöllum sem hlífðu þeim fyrir köldum norðangarra og rigning- arsudda. „Þetta er ekkert verra en að vera á sjó,“ sagði Ingólfur og bar sig mannalega. Fjórði félaginni á heiðinni, Geiri, sat hins vegar inni í gröfu og rak niður staurana. Það væsti ekki um hann. Setja niður vegrið í Víkurskarði STARFSMENN Slippstöðvarinnar á Akureyri héldu áfram aðgerðum sínum á athafnasvæði fyrirtækisins í gærmorgun. Gripið var til aðgerð- anna á föstudag í kjölfar þess að starfsmenn fengu ekki greidd laun og var þá m.a. kyrrsett flutninga- bifreið á vegum Landsvirkjunar. Hópur starfsmanna kom saman í mötuneyti fyrirtækisins í gærmorg- un og óskaði eftir fundi með stjórn- arformanni Slippstöðvarinnar og lögfræðingi sem hefur umsjón með greiðslustöðvuninni. Ekki varð þó af fundinum og tilkynnti Þorsteinn Haraldsson, einn af trúnaðarmönn- um í Slippstöðinni, rétt fyrir hádegi í gær að stjórnarformaðurinn og lögfræðingurinn hefðu ekki viljað funda með starfsmönnum og því yrði ekki af fundinum. Þorsteinn segir að boð um fund- inn standi fram á mánudag, þegar beiðni um gjaldþrotaskipti Slipp- stöðvarinnar verður tekin fyrir hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Alls voru um 50–60 starfsmenn á staðnum í gær og til stendur að halda aðgerðum áfram. Stál í stál í Slippstöðinni og aðgerðum er haldið áfram Morgunblaðið/Kristján Þráinn Karlsson, leikari og fyrrv. starfsmaður Slippstöðvarinnar, var mættur á vaktina við athafnasvæði fyr- irtækisins í gærmorgun. „Ég er að sýna félögum mínum stuðning – þeir eiga það skilið,“ sagði Þráinn. Hann notaði tækifærið þar sem hann stóð á gaffallyftaranum sem hafði verið lagt fyrir innkeyrsluna inn á athafna- svæði Slippstöðvarinnar og las minningarbrot af gömlum starfsfélögum í Slippnum. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is UNNIÐ er að stofnun sjálfseignarstofnunar í Bæjarhreppi í Strandasýslu um fimm eyði- jarðir og hlut í þeirri sjöttu sem eru í eigu hreppsins. Ragnar Pálmason, oddviti Bæjar- hrepps og bóndi á Kollsá, segir að Bæjar- hreppur hafi átt sumar jarðanna lengi en sú síðasta var keypt á síðasta kjörtímabili. Það sem knýr á um stofnun félagsins nú er möguleg sameining Bæjarhrepps og Húna- þings vestra, en um hana verður kosið 8. októ- ber næstkomandi. Ragnar sagði að án stofn- unar sjálfseignarstofnunarinnar yrðu þessar jarðir sameign allra íbúa sameinaðs sveitarfé- lags, ef af sameiningu verður. „Við erum að gera þetta til að tryggja áfram nýtingarrétt okkar, sem búum í Bæjarhreppi, á þessum jörðum. Þetta eru landmiklar heið- arjarðir fyrir ofan heimalöndin, gott beitiland. Hér er mikil sauðfjárrækt og beitarnýtingin á þessum eyðijörðum er forsenda búskapar á flestum býlum í hreppnum. Hér eru bara örfá- ar jarðir sem gætu borið einar þann búskap sem á þeim er. Aðrar eru háðar þessu beiti- landi,“ sagði Ragnar. Í skipulagsskrá sjálfseignarstofnunarinnar verður væntanlega sett skilyrði um að stjórn- armenn hennar komi af því landsvæði sem nú tilheyrir Bæjarhreppi. Ragnar taldi líklegt að stjórnarmenn verði valdir af félögum á svæð- inu, t.d. fjallskiladeild sem væntanlega yrði stofnuð eftir sameiningu sveitarfélaganna og Búnaðarfélagi Bæjarhrepps. Fyrirmynd í Borgarfirði Væntanleg sjálfseignarstofnun í Bæjar- hreppi á sér fyrirmynd í Borgarfirði. Sveit- arfélögin Reykholtsdalur og Hálsasveit keyptu á sínum tíma stóran hluta jarðarinnar Kal- manstungu til upprekstrar en innan hennar var stór hluti Arnarvatnsheiðar. Einnig var Geitland keypt af ríkinu og lagt til afréttarins. Eignarhaldið var bundið lögbýlum í þessum tveimur hreppum. „Við sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði höfðu menn áhyggjur af að eignarhaldið myndi þynnast út suður um allt hérað,“ sagði Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum og formaður sjálfseignarstofnunarinnar Arnar- vatnsheiðar og Geitlands. Til að tryggja umráð og ákvarðanatöku um þetta landsvæði var stofnuð sjálfseignarstofnun sem fer með eign- arhaldið. Í skipulagsskrá hennar er ákvæði um að verði hún lögð niður renni eignarhald á landinu til lögbýlanna sem áður mynduðu sveitarfélögin tvö. Snorri sagði að þetta tryggði uppreksturinn við téð lögbýli. Löngu áður en sjálfseign- arstofnunin varð til var búið að stofna veiði- félag um silungsveiði á Arnarvatnsheiði. Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar er skipuð einum fulltrúa tilnefndum af fjallskiladeild, sem er skipuð af sveitarstjórn, öðrum sem til- nefndur er af sveitarstjórn og sá þriðji er til- nefndur af stjórn veiðifélagsins. Stjórnarmenn skulu allir koma úr gömlu hreppunum tveim- ur. Kosning um sameiningu Húnaþings vestra og Bæjarhrepps í Strandasýslu Stofna sjálfseignarstofnun um beitarlönd í eigu Bæjarhrepps Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SÉRA Gunnar Sig- urjónsson, sókn- arprestur í Digra- neskirkju, ber titilinn sterkasti prestur í heimi og hefur mikinn áhuga á mótorhjólum og skotveiðum. Hann lærði á sýningarvél sem ungur maður og hefur notað þekkingu sína til þess að sýna kvikmyndir í Digra- neskirkju. Einnig hélt hann nokkra tugi fyrirlestra á vegum presta og æskulýðs- félaga víða um land um kvikmyndina Mat- rix á sínum tíma. „Áhuginn var gríðarlegur, ég var með fullan sal af fólki kvöld, eftir kvöld, eftir kvöld og hélt að þetta ætlaði engan endi að taka. Nú geri ég stuttmyndir og hef óskaplega gaman af því. Ég er í stóru verkefni með Guðmundi Karli Brynj- arssyni, sóknarpresti í Lindarkirkju. Við erum að gera nýtt fermingarfræðsluefni á DVD-formi. Þarna eru hreyfimyndir, teiknaðar myndir, teiknimyndir og hljóð- rásir; mjög viðamikið myndefni. Guð- mundur Karl hefur teiknað og ég séð um tölvumyndvinnslu. Ég held að þetta henti prýðilega í fermingarfræðsluna og gefur börnunum kost á hágæða efni, alveg óháð því hvort kennarinn er frábær eða ekki. Það að vera bæði með hljóð og mynd gef- ur börnum sem glíma við einhvers konar fötlun líka aukna möguleika,“ segir hann. Séra Gunnar vill að sóknarbörnin líti á kirkjuna sem sitt andlega heimili, en hann kveðst ekki hafa hugsað sér að verða prestur á sínum tíma. Hann hafi hins veg- ar fundið að hann hefði sitthvað til mál- anna að leggja. | Tímarit. Fermingar- fræðslan senn á DVD ÍSLENSKAR glæpasögur koma nú út í meira mæli en áður og vinsældirnar hafa aukist gríð- arlega. Því var gjarnan haldið fram á árum áður að ekki væri trúverðugt að skrifa slíkar bók- menntir með hið litla íslenska samfélag sem vettvang en sú er ekki raunin nú. „Það var eitthvað talað um það fyrir 25 til 30 árum að sam- félag okkar væri svo smátt að stórir glæpir væru ekki framdir hér. Nú hefur það breyst, en ég held að slík umræða sé dálítið villandi vegna þess að það skipt- ir engu máli hvort samfélag er stórt eða lítið,“ segir Gunnar Gunnarsson fréttamaður, sem skrifaði þrjár sakamálasögur fyrir hálfum þriðja áratug. „Nú eru skrifaðar sögur hér með hrottalegum glæpum, sem þó eru ekkert hrottalegri þegar að er gáð en til dæmis frásagnir í fornsögunum; þar lá auga stund- um út á kinn eða menn vöknuðu með höfuðið til fóta!“ segir Gunnar í samtali við Morg- unblaðið í dag, í grein um vin- sældir íslenskra glæpasagna. Árni Þórarinsson, rithöfundur og blaðamaður, telur aðalatriði málsins það að íslenskir lesendur eru orðnir móttækilegir „fyrir öllum þeim glæpsamlegu mögu- leikum sem felast í nútímanum og íslenskir krimmahöfundar reiðubúnir að takast á við það verkefni að sviðsetja þá í ís- lensku umhverfi“. Katrín Jakobsdóttir bók- menntafræðingur, sem skrifað hefur tvær ritgerðir um íslensk- ar glæpasögur, segir ljóst að glæpasagan sé nú í tísku hér- lendis: „Það er tímanna tákn að frægir erlendir glæpasagnahöf- undar voru hér á bókmenntahá- tíð fyrir tveimur árum. Þegar ég var að byrja á minni ritgerð 1999 var ég spurð til hvers ég ætlaði að fjalla um þetta efni! Þetta væri ömurlegt! Svo gerðist eitthvað; áhuginn blossaði upp.“ | 10. Glæpasagan er orðin trúverðug Mikill áhugi hjá lesendum fyrir íslenskum glæpasögum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.