Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 29
um dýr. Ég skipti þannig alveg um gír þegar ég flutti. Stuttu seinna gekk ég í gegnum skilnað og datt þá mikið til út úr óperustússi og lengri ferðalögum um tíma. Þá þurfti ég að takast á við það að vera ein og ein- stæð móðir.“ Á erfitt með málamiðlanir Sólrún hefur uppskorið ríkulega úr þessu hæga tímabili og er ánægð á sinni Mön. „Ég var reyndar tví- stígandi um tíma. Það var erfitt að vera einstæð móðir og vera þarna í millibilsástandi, búin að rífa mig svo að segja út úr óperuheiminum sem ég var búin að lifa og hrærast í svo lengi og komin í mjög hægan gír allt í einu. Ég lokaði mörgum dyrum. Ég hef aldrei sinnt því að vera praktísk eða pólitísk, það er að segja allt þetta sem er hentugt og hag- stætt fyrir karríer – áhugann hefur hreinlega vantað. Sumir segja að það borgi sig nú að halda sambandi við þennan eða spjalla við hinn til að hagnast á því síðar. Ég á svo erfitt með þetta. Er svona týpísk söng- kona sem vill bara syngja og hafa góðan gæja sem sér um allt þetta praktíska sem viðkemur starfinu. En neyðin kennir naktri konu að spinna … ég reyni mitt besta. Það er nefnilega svo fyndið að sterk praktísk hlið á mér kemur núna upp í kringum allt skipulagið á menning- arsetrinu mínu. En það er auðvitað allt annar handleggur að selja og hæla sjálfum sér í listinni. Það er bara svo snúið. Ef mér líður illa eða eitthvað hentar mér ekki, á ég það til að brjóta allar brýr að baki mér. Sumir hafa orðið dálítið fúlir út í mig fyrir að vera svona. En ég á bara svo erfitt með málamiðlanir. Ég get til dæmis ekki sungið hlutverk sem mér þykja leiðinleg.“ Það hlýtur að hafa verið erfitt sem fastráðin söngkona? „Já, sálin mín spyrnti sterklega á móti þessari þróun. Það var alltaf verið að troða mér inn í einhvern pakka. Svo er samkeppnin svo mikil og söngvurum er bara sagt að það sé ekkert mál að fá einhvern í staðinn ef þeir mót- mæla. Ef maður gerir ekki eins og leikstjórinn segir getur maður bara farið. Nú er leikstjórinn aðalnúm- erið, áður voru það söngvararnir og svo hljómsveitarstjórarnir, en nú fá leikstjórarnir að koma sínu egói að. Það er mjög erfitt fyrir mig að vinna gegn sannfæringunni og þess vegna vil ég vinna með fólki sem hefur svipaðan hugsunarhátt og er á svip- aðri bylgjulengd og ég. Það er líka hægt að bera þetta saman við aðra listamenn. Hver og einn verður að fá að skapa sína list sjálfur en ekki eft- ir formúlu. Ég er að minnsta kosti þannig listamaður og verð að fá að vera heil í því sem ég er að syngja.“ Og það hefur reynst Sólrúnu vel? „Finndu demantinn þinn“. „Ég tel mig hafa safnað nóg af reynslu í sarpinn til að geta miðlað áfram til hæfileikaríkra og lengra kominna söngnemenda. Mínar leiðir eru óhefðbundnar og ég stefni að því að ná fram persónueinkennum hvers og eins. Að viðkomandi vinni að því að slípa sinn demant þannig að hann nái að skína skært í tengslum við ljósið. Við erum ekkert annað en auðmjúkir miðlar. Sumir tónlistar- menn tala um sig sem þjóna tónlist- arinnar en festa sig oft í þeirri gryfju að bugta sig og beygja fyrir tónskáldunum. Þá er oft búinn til ákveðinn og stífur rammi sem allir eiga að troða sér inn í meira og minna. Fólk fer á ljóðanámskeið til að syngja og túlka ljóðin eins og þessi eða hinn. Lítið hefur borið á því að hver söngvari finni sinn per- sónulega stíl og sína leið. Ég sé hins vegar tónlistina sem leið til að tengja áheyrendur við sitt innra líf. Þar þarf ég sem miðill að grafa inn í minn eigin brunn og tengja síðan allt með ljósinu. Frá hjarta til hjarta. Ég er viss um að tónskáldin myndu dansa trölladans af kæti ef við myndum finna nýjar leiðir og fleti til að brúka tónlistina þeirra og gleðja aðra með. Mín von er að söngvarar vakni upp og átti sig á þessari yfirborðsleið sem tröllríður öllu í óperuheiminum í dag. En við erum reyndar, eins og í öðrum list- um líka, með ólíkar stefnur. Sumum nægir greinilega að vera söng- íþróttamenn til dæmis, eða söng- skemmtikraftar. Ég er auðvitað að tala um þá sem eru sönglistamenn.“ Sólrún vonast til að menningar- setrið verði lyftistöng fyrir sam- félagið á Mön. „Á sumrin eru hér margir ferðamenn sem hafa sýnt áhuga á listum. Ég mun þó beina spjótum mínum víðar og sækja þátt- takendur á námskeið og tónlistar- fólk hvaðanæva. Einnig vonast ég til að byggja upp góðan hóp áheyrenda á mun stærra svæði en Mön. Danir hafa líka sýnt óperukúrsum mikinn áhuga og eftirspurn verið mun meiri en framboð námskeiða.“ Á Mön búa ellefu þúsund manns og fleiri á sumrin. Íbúum hefur fjölgað undanfarið og Sólrún segir að margir listamenn búi á eyjunni. Nú verður æ algengara að fólk keyri daglega á milli Manar og Kaup- mannahafnar vegna vinnu en um hálfs annars tíma akstur er til höf- uðborgarinnar. „Manarbúar eru svolítið sérstakir, þeir þykja frekar lokaðir. Mér finnst þeir þægilegir í umgengni en þeir opna ekki heimili sín mikið. Þetta er lítið samfélag og núorðið vita margir hver ég er, ekki leið að fela sig lengur! Það er bæði jákvætt og neikvætt. Ég hef eignast hér góða vini, en kannski fleiri góða kunningja.“ Sólrún segir að margir spyrji af hverju hún hafi valið þennan stað að búa á. „Mörgum finnst þetta mjög furðuleg ákvörðun. Sem hún kannski í rauninni er,“ segir hún hlæjandi. „Alla vega svona við fyrstu athugun. Ég er manneskja sem tek ákvarðanir á augnabliki og fylgi þeim. Þeim skýtur allt í einu niður í kollinn á mér og haggast lítið sem ekkert eftir það! Ég er hvatvís en ef ég fylgi innri röddinni geri ég yfirleitt rétt. Það var rétt í tilfellinu með Mön. Ég var orðin svo þreytt á þessu óperustandi í Þýskalandi, mér fannst það ekki gefa mér neina fyll- ingu. Ég verð sjálf að vera glöð til að geta gefið af mér. Mér fannst starfið vera orðið innantómt þótt ég væri að syngja í betri og betri húsum. En áherslan var bara röng að mínu mati. Allt of mikil yfirborðsmennska og glamúr og að sjálfsögðu pening- ar. Í þessari stétt er það eins og í hverri annarri mjög mikilvægt að hafa samböndin á hreinu og það kemur oftar en ekki niður á gæðum. Það er lítið verið að hugsa um söngvarann og mér fannst ég ekki fá tækifæri til að hlúa að sjálfri mér. Í rauninni má segja að ég hafi verið orðin leið og það olli því að ég vildi komast í burtu hvað sem það kost- aði. Þá hafði ég kynnst Mön í viku- sumarfríi þegar við fórum þangað og fengum lánað hús. Í þeirri ferð tók ég eftir því að það var ódýrt og auðvelt að kaupa sér húsnæði á eyj- unni. Ég hef alltaf átt þann draum að geta verið í eigin húsnæði og æft mig í friði. Verið í hreinu lofti, kyrrð og ró og að stelpan geti verið innan „Það er að byrja að reynast mér vel núna og árangur verulega farinn að skila sér. Ég get verið svakalega seig ef ég bít eitthvað í mig. Hef aldrei verið hrædd við að ganga á móti straumnum og hamast við að vera trú sjálfri mér. Í þessum óp- eruheimi eru svo margir sem vilja taka mann og móta mann eftir eigin höfði. Nú er ég ekki að tala um að söngvarinn eigi að mæta á æfingar með stífar meiningar um það hvern- ig hann komi til með að túlka ákveð- ið hlutverk. En góðir leikstjórar eiga að geta dregið fram það besta hjá hverjum og einum og vinna hlut- verkin í samvinnu við söngvarann og hans hugarheim. Slíkir leikstjórar eru að sjálfsögðu til en vaxa því mið- ur ekki á trjánum. Meðal annars þess vegna er ég farin að gera þessa „skrítnu“ hluti,“ segir hún brosandi. Og undir þá skilgreiningu hennar flokkast auk samvinnunnar með Sig- urði Flosasyni, samstarf með öðrum Íslendingi, leikaranum Kristjáni Ingimarssyni, sem einnig býr í Dan- mörku. „Það hefur verið frábært að fá að vinna með þessum tveimur snillingum,“ segir Sólrún og brosir breitt. „Við Kristján erum með börn í sama skóla en hittumst ekki fyrr en í sumar þegar við lékum tvö aðal- hlutverkin í danskri sýningu um H.C. Andersen á Mön, Lálandi og Suður-Sjálandi. Sýningin var úti undir berum himni, sem er rosalegt álag fyrir söngvara. En þetta var reglulega gaman.“ Þarna kynntust Sólrún og Kristján sem varð til þess að Sólrún tók þátt í sýningu sem Kristján leikstýrði á listahátíð á Lá- landi nú í sumar, „Lys over Lol- land“. „Í þessari sýningu sem Krist- ján leikstýrði, söng ég hlutverk sykurdísarinnar og gerði ýmsar skemmtilegar tilraunir. Söng til dæmis terzett sem ég var búin að púsla saman úr Don Giovanni með sjálfri mér. Einnig tók ég Valkyrj- ureið Wagners og bjó til senu þar sem ég hoppaði á milli lína hinna ýmsu valkyrja. Davíð Þór Jónsson, annar ótrúlegur snillingur sem bók- staflega töfrar allt sem heitir tónar fram úr erminni, spilaði undir á synthesizer. Ég sat í fimleikarólu sem var hengd upp í rjáfur í þessu gamla og risastóra verksmiðjuhús- næði. Þar sat ég og söng valkyrju- hrópin hojotahos með hjálm, ók um á braut, bjó til kandíflos og henti niður til áhorfenda,“ lýsir Sólrún með tilþrifum. „Þetta var frábær sýning og ofsalega gaman að taka þátt í henni.“ Sýningin sem hafði yfirskriftina „Super Snooper“ hlaut góða dóma gagnrýnenda og stór mynd af Sól- rúnu í fimleikarólunni birtist t.d. í Folketidende. Fleiri Íslendingar tóku þátt í sýningunni og listahátíð- inni sjálfri, þ.á m. margir myndlist- armenn. Innri breyting speglast út á við Sólrún ætlar að standa fyrir tón- listarhátíð á Mön á hverju sumri og í tengslum við hana bjóða tónlistar- fólki upp á dekurdaga. Hún ætlar einnig að leggja áherslu á andleg málefni og standa fyrir fyrirlestrum á því sviði. „Andleg málefni eru mér eðlislæg. Þau hafa alltaf verið hluti af mér þannig að uppbygging bæði kúrsa og tónlistariðkunarinnar verð- ur með andlegu ívafi. Ég vona að tónlistarfólk geti komið og nært sál- ina sína og annarra í formi útivistar, hugleiðslu, jóga, fyrirlestra, hollrar fæðu og með dansi, ásamt því að stunda tónlist með æfingum og enda síðan með kraftmiklum tónleikum.“ Sólrún hefur velt sér upp úr and- legum og óhefðbundnum leiðum ým- iss konar, svo sem jóga, heilun, hug- leiðslu og hverju því sem við kemur sjálfsskoðun og sjálfsstyrkingu en hyggst líka fá sérfræðinga til liðs við sig á námskeiðum. Svæðið í kringum bóndabæinn býður líka upp á úti- tónleika og ýmsar uppákomur. „Nú þarf ég bara að halda vel á spöð- unum en vonast til að geta byrjað strax eftir áramót.“ Sólrún hefur sinnt áhuganum á andlegum málefnum enn meira á síðustu árum í tengslum við lífsstíls- breytingu. „Eitt leiðir af öðru. Innri breyting speglast alltaf út á við. Þannig hafa mín tengsl við áheyr- endur líka dýpkað. Ég hef verið að fást mikið við að búa til þemakvöld þar sem ég tengi ólíka tónlist einum þræði, til dæmis kærleikspró- gramm. Tilfinningarnar leika þar stórt hlutverk. Þar sem ég er svo mikil tilfinningavera, liggur beinast við að það sé mitt hlutverk að opna leiðir inn í þær hjá áheyrendum mínum. Ég virðist oft hafa þau áhrif á áheyrendur að þeir gráta. Ég söng einu sinni aríur á tónleikum hjá óp- erufélaginu í Kaupmannahöfn. Nokkrir karlmenn sátu við borð og grétu eins og ungbörn. Einn þeirra stökk á fætur, tók blóm úr næsta vasa og færði mér með tárin í aug- unum. Mér þótti mjög vænt um að ná þessum áhrifum því það er kannski sjaldnast að karlmennirnir gráti á tónleikum, yfirleitt er frekar talað um gamlar konur í því sam- bandi. En grátur losar um svo margt og það er gefandi að geta náð þannig til áheyrenda.“ Því er ekki að neita að Sólrún Bragadóttir er ein þeirra tónlistar- manna sem ná vel til áheyrenda. „Það hefur oft verið sagt við mig að það sé einhver sérstakur hljómur í röddinni minni sem opni hjartastöð- ina og það skýrir kannski þetta með grátinn hjá fólki. Tvær konur sem ekki vissu hvor af annarri komu til mín eftir tónleika og sögðu að ég væri ein af þeim söngvurum sem opnuðu „alla leið“ hjá áheyrendum. Það er að segja allar orkustöðvarnar og þá sérstaklega hjartastöðina. Mér þótti ofsalega vænt um að heyra þetta því þetta er það sem ég stefni að.“ Svokölluð söngheilun er henni hugleikin og á setrinu ætlar hún að halda slíka tónleika með mis- munandi þema. Sólrún lýsir því hvernig hún fer í sérstakt ástand áður en hún stígur á svið. „Með þroska og tíma hef ég náð því að fara í … ekki trans, en sérstakt ástand þegar ég syng. Þetta hefur komið síðustu ár eftir að ég fór inn í rólega tímabilið með sjálfsskoðuninni. Ég hugleiði alltaf áður en ég fer á svið, jarðtengi mig og orkutengi með minni eigin tækni. Síðan gef ég mig áheyrendum á vald og hugsa: Nú gef ég mig alla. Fylgi þörfum ykkar og stemningu augna- bliksins. Þótt ég sé með beinagrind að því sem ég ætla að syngja og segja, kemur alltaf eitthvað allt ann- að með. Þá segi ég aðra hluti eða syng önnur lög og það er eins og það sé það sem akkúrat þessi áheyr- endahópur hefur þörf fyrir. Senni- lega má kalla þetta eins konar miðl- un. Ég sé alla vega sjálfa mig sem tengilið við æðri krafta í að miðla ljósi í formi tónlistar.“ Hún segist alltaf hafa verið mjög næm. „Mér finnst ég loksins vera farin að nýta mína hæfileika á réttan hátt. Andlegi þátturinn hefur alltaf verið hluti af mér en sú breyting er orðin á að komið er jafnvægi á mína eigin lífsorku svo ég geti áreynslu- laust miðlað,“ segir Sólrún sem von- ast til að geta kallað í marga ís- lenska listamenn á menningarsetrið sitt þar sem hún ræður ríkjum og syngur á sínum eigin forsendum. steingerdur@mbl.is Ljósmynd/Guðmundur Oddur Sólrún valkyrjuleg sem sykurdísin í gamla verksmiðjuhúsnæðinu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 29 Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Prag í október. Prag er borg sem iðar af lífi alla vikuna. Gríptu tækifærið og kynnstu þessari einstöku borg. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Prag 10. eða 17. okt. frá kr. 19.990 Síðustu sætin Verð kr. 19.990 Innifalið: Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, út 10. eða 17. okt. og heim 13. eða 20. okt. Netverð á mann. Gisting frá kr. 3.400 Verð á mann pr. nótt í tvíbýli á Hotel ILF með morgunverði. Munið Mastercard ferðaávísunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.