Morgunblaðið - 02.10.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 02.10.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 19 FRÉTTIR Fös. 28. okt. í Súlnasal Hótel Sögu. Húsið opnað kl. 19 Miðasala og borðapantanir hjá Úrvali-Útsýn, Lágmúla 4, sími 585 4000. Haustfagnaður Úrvalsfólks Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi • Þriggja rétta máltíð • Skemmtiatriði • Happdrætti • Miðaverð 4.000 kr. HEIMASÍÐA Forma-samtaka át- röskunarsjúklinga á Íslandi, for- ma.go.is, hefur legið niðri um tíma, en er nú komin í gang að nýju. Þar er að finna allar upplýsingar um samtökin, hvernig hægt er að skrá sig í samtökin og vera í sambandi, um stuðningsmeðferð, hvað er á döfinni og varning sem er til sölu, til styrktar átröskunarsjúklingum og styrktarsjóði. Heimasíða Forma um átröskun UMFERÐARRÁÐ telur að með ákvörðun samgönguráðherra að koma fyrir víravegriði á milli gagn- stæðra akstursstefna á veginum í Svínahrauni hafi orðið viss tímamót í vegamálum hér á landi. Þetta verði fyrsti raunverulegi 2+1 vegurinn á Íslandi. „Umferðarráð telur að um merk tímamót sé að ræða í vegamálum, og væntir þess að þegar reynsla verður komin á þessa framkvæmd verði sami háttur hafður á við lagfær- ingar og gerð nýrra vega hvarvetna um land, þar sem umferð er mikil.“ Víravegrið markar tímamót EITT af síðustu verkum Geirs H. Haarde í embætti fjármálaráðherra var að opna nýjan þjónustu- og gagnagrunn Fræðslusetursins Starfsmenntar á www.smennt.is. At- höfnin fór fram í Listasafni Íslands að viðstaddri stjórn og starfs- mönnum Starfsmenntar, ráðuneyt- isstarfsmönnum, forystumönnum stéttarfélaga sem standa að setrinu og starfsmönnum íslenskra fyr- irtækja sem smíðuðu vefinn. Í ávarpi sínu þakkaði ráðherra samstarfsaðilum starf undangeng- inna ára við að byggja upp virkt sí– og endurmenntunarkerfi fyrir stofn- anir og starfsmenn ríkisins, segir í fréttatilkynningu. Geirs H. Haarde og Árni St. Jóns- son framkvæmdastjóri SFR. Ný heimasíða Fræðsluseturs Starfsmenntar TRÚNAÐARMENN leikskóla- kennara í Reykjavík hafa sent frá sér ályktun þar sem tekið er undir yfirlýsingu stjórnar Félags leik- skólakennara um stöðu leikskóla- mála, en víða er mikil mannekla í leikskólum. „Leikskólar hafa haldið deildum og faglegu starfi skólanna gangandi eins lengi og mögulegt er áður en gripið hefur verið til þeirra örþrifa- ráða að loka deildum eða senda börn heim.Viðmið um barnafjölda og kjarasamningsbundin réttindi verð- ur að virða. Það er óviðunandi að mannekla herji á leikskólana ár hvert. Það dregur úr þjónustu og faglegu starfi leikskólanna er hætta búin. Það eiga leikskólakennarar sem starfa á grunni faglegrar þekkingar erfitt með að sætta sig við. Auk þess veldur endalaus endurnýjun á starfsfólki álagi sem hefur slæm áhrif á börn og það starfsfólk sem fyrir er. Ástæða þeirrar manneklu sem við blasir er fyrst og fremst bág launa- kjör leikskólakennara og annars starfsfólks,“ segir í ályktuninni. Mannekla á leikskól- um er óviðunandi BÆJARMÁLAFÉLAG Frjálslynda flokksins á Húsavík lýsir yfir mikl- um áhyggjum vegna þeirra upp- sagna sem hafa verið boðaðar í rækjuverksmiðju Íshafs og að vinnslu verði hætt um næstu áramót. „Ástandið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að stjórnvöld hafa með at- vinnuhöftum í formi kvótakerfis komið í veg fyrir nýliðun í útgerð og fiskvinnslu. Miðstýring og höft kvótakerfisins koma einnig í veg fyr- ir að sjávarbyggðirnar hafi raunhæft svigrúm til að verjast og bregðast við breytingum og áföllum sem verða við nýtingu á mikilvægustu auðlindum þeirra sem eru stofnar sjávardýra við Ísland.“ Minnt er á, að ef þessar uppsagnir koma til framkvæmda þá er það ann- að stóráfallið sem atvinnulíf í hér- aðinu verður fyrir á skömmum tíma, en nýlega var Kísiliðjunni við Mý- vatn lokað. Harmar uppsagnirnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.