Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 2

Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BANNAR PYNTINGAR Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að banna banda- rískum hermönnum að pynta og nið- urlægja fanga. Hugsanlegt er að Bandaríkjaforseti beiti neitunar- valdi sínu gegn samþykktinni. Hryðjuverkum afstýrt George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði í gær að þarlendum yfirvöldum og bandamönnum þeirra hefði tekist að afstýra að minnsta kosti tíu alvarlegum hryðjuverkum í heiminum frá 11. september 2001. Bush sagði að yfirvöld hefðu hindrað þrjú „alvarleg samsæri al-Qaeda“ um hryðjuverk í Bandaríkjunum og talsmaður hans sagði síðar að stjórn landsins hefði áður skýrt frá tveimur þeirra. Starfsemi hefst að nýju Flest bendir til þess að starfsemi á athafnasvæði Slippstöðvarinnar á Akureyri, sem lýst var gjaldþrota í byrjun vikunnar, hefjist að nýju eftir helgi. Ráðgert er að hefja starfsem- ina á ný með fáum starfsmönnum en fjölga þeim jafnt og þétt á næstu dögum. Fyrirtækið fórnarlamb Jóhannes B. Skúlason, fram- kvæmdastjóri Skúlason, segist hafa komist að ýmsu sem hann vissi ekki áður en rannsókn á fyrirtæki hans, Skúlason, hófst og telur fyrirtækið vera fórnarlamb undarlegra að- stæðna. Kjaramál rædd á ársfundi Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, seg- ir sambandið vera tilbúið til að sækja það sem því ber með öllum þeim aðgerðum sem tiltækar eru. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                   Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 38 Viðskipti 16 Forystugrein 34 Erlent 18/19 Minningar 40/49 Minn staður 20 Myndasögur 54 Landið 21 Dagbók 54/56 Höfuðborgin 22 Velvakandi 54 Akureyri 22 Staður og stund 56 Austurland 23 Af listum 30 Suðurnes 23 Leikhús 58 Menning 30 Bíó 62/65 Af listum 30 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 31/39 Veður 67 Bréf 39 Staksteinar 67 * * * LISTASAFNIÐ á Akureyri hefur haft forgöngu um að stofnað verði til hinna Íslensku sjónlistaverðlauna í samstarfi við Akureyrarbæ, mennta- og menningarmálaráðu- neytið, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið, Samband íslenskra myndlist- armanna, Form Ísland, samtök hönnuða og valda kostunaraðila. „Ég átti mér draum,“ sagði Hann- es Sigurðsson forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri þegar hann kynnti hugmynd sínu að Íslensku sjónlistaverðlaununum á Listasafn- inu á Akureyri í gær. „Mér fannst ástæða til að efna árlega til uppskeruhátíðar myndlistarmanna.“ Hann kvaðst hafa nefnt þessa hugmynd við menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, við opnun á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á dögunum. „Frábært, sagði hún þegar ég var bara búinn með þrjár setningar.“ Hannes sagði að verðlaunin yrðu afhent í fyrsta sinn næsta haust, 2006. Uppskeruhátíð myndlistarmanna árlega á Akureyri Íslensk sjónlistaverðlaun að frumkvæði Listasafnsins Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar þeirra sem standa að nýrri verðlaunaafhendingu í sjónlistum. Fremri röð f.v. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Hannes Sigurðs- son, forstöðumaður Listasafns Akureyrar, og Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri. Aftari röð f.v. Áslaug Thorlacius, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, Karl Hjartarson, formaður Form Ísland – samtaka hönnuða, Páll Magnússon útvarpsstjóri og Sigrún Björk Jakobsdóttir, for- maður menningarmálanefndar Akureyrarbæjar. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is HÆSTIRÉTTUR ómerkti í gær sýknudóm yfir karlmanni sem ákærð- ur var fyrir tilraun til manndráps með því að skera leigubílstjóra á háls í júlí 2004. Héraðsdómur Reykjavíkur mun því fá málið aftur til aðalmeð- ferðar og dómsálagningar að nýju. Leigubílstjórinn hlaut 18 cm lang- an skurð á hálsi þegar hann sat við op- inn glugga í bílstjórasæti sínu og var að bíða eftir borgun frá farþega sín- um. Fjölskipaður dómur héraðsdóms klofnaði í afstöðu sinni til málsins en meirihluti dómsins sýknaði ákærða þar sem enginn hefði séð hver veitti brotaþola áverkann auk þess sem annmarkar voru taldir vera á rann- sókn lögreglu á málinu. Hæstarétti fannst skorta á að tekin hefði verið skýr afstaða til trúverðugleika vitna- skýrslu leigubílstjórans en hann hafði afdráttarlaust borið fyrir dómi að ákærði hefði veitt honum áverkann. Sá framburður hafði jafnframt fengið stuðning í vætti annars vitnis sem sat í farþegasæti bílsins. Þá féllst Hæsti- réttur ekki á það að ákveðnir þættir í rannsókn málsins gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin ann- mörkum. Þótti óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og heimvísa málinu. Málið dæmdu Markús Sigur- björnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Bene- diktsdóttir og Jón Steinar Gunn- laugsson. Verjandi var Hilmar Ingi- mundarson hrl. og sækjandi Kolbrún Sævarsdóttir frá ríkissaksóknara Sýknudómur í alvarlegu árásar- máli ómerktur Á FUNDI sveitarstjórnar Skaga- fjarðar í gær var á dagskrá tillaga frá Gísla Gunnarssyni forseta sveit- arstjórnar um uppsögn Ársæls Guðmundssonar, fulltrúa VG, úr starfi sveitarstjóra. Óskaði sveit- arstjóri eftir því að fá að taka til máls. Lýsti hann yfir að hann myndi víkja af fundi og varamaður taka sæti, þar sem fjallað væri um starf hans. Þá lýsti hann því að til deilna hefði komið eftir að sveit- arstjórn hafnaði beiðni hans um fararleyfi til námsferðar til Brussel og stór orð fallið bæði af sinni hálfu, svo og af hálfu forseta sveit- arstjórnar. Óskaði Ársæll eftir að bókað yrði að hann drægi til baka öll ummæli sín og bæðist afsökunar á þeim orðum sem fallið hefðu. Gísli óskaði þá eftir fundarhléi en að því loknu lagði hann fram bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks þar sem segir að vegna þess að sveitarstjóri hafi dregið ummæli sín til baka og einnig að annar aðalfulltrúi VG sé erlendis og ekki á fundinum sé lagt til að þessum dagskrárlið verði frestað. Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Dró ummæli til baka og baðst afsökunar VERKFALL skellur á hjá starfs- mönnum Akraneskaupstaðar á mið- nætti á sunnudagskvöld, hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma. Kjarasamningur Starfsmannafélags Akraness við launanefnd sveitarfé- laga var kolfelldur í atkvæða- greiðslu, sem lauk á miðvikudag. Af 235 manns á kjörskrá greiddu 176 starfsmenn atkvæði. Þar af höfnuðu 124 samningnum, eða 70%, og já sögðu 52 starfsmenn. Trúnaðarmenn á vinnustöðum bæjarfélagsins hafa fundað með sínu fólki og munu koma saman til fundar í dag. Valdimar Þorvaldsson, for- maður starfsmannafélagsins, segir að í kjölfar þess fundar verði vænt- anlega óskað eftir fundi með við- semjendum. Félagið sé reiðubúið í viðræður yfir alla helgina, ef það megi verða til að leysa deiluna. Spurður um skýringu á afdráttar- lausri niðurstöðu atkvæðagreiðslu segist Valdimar telja að mest af óánægju félagsmanna sé vegna starfsmats og launatengingar við það. Einnig hafi verið illa staðið að kynningu á niðurstöðum starfsmats. Valdimar bendir á að önnur launa- tenging hafi verið tekin upp hjá Reykjavíkurborg en almennt á landsbyggðinni. Við gerð starfs- matsins hafi ekki verið horft til að- stæðna á hverjum stað fyrir sig. Starfsmatið hafi komið illa út fyrir stóra hópa fólks, t.d. skrifstofufólk. Þjónusta bæjarins getur farið verulega úr skorðum Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, segir að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar séu mikil vonbrigði. Bæjarfélagið hafi ásamt launanefnd lagt sig nokkuð fram við að ná kjara- samningum. „Við gerum okkur samt grein fyrir því að undirliggjandi er óánægja með starfsmatið, sem varðar að litlu leyti efni kjarasamnings sem slíks. Við höfum skilning á að menn vilji berjast fyrir sínum kjörum en von- um að okkur takist að lenda málinu með viðunandi hætti fyrir sunnu- dagskvöld,“ segir Gísli en telur verk- fallsógnina þrengja samningastöð- una. Lítill tími sé til viðræðna um helgina. Komi til verkfalls segir Gísli að stór hluti þjónustu bæjarins muni fara verulega úr skorðum, einkum í grunnskólum, leikskólum og íþrótta- mannvirkjum. Hins vegar muni starfsemin á dvalarheimilinu haldast óbreytt þar sem starfsmenn þar séu á undanþágu frá verkfalli. Starfsmannafélag Akraness kolfelldi kjarasamning Verkfall skellur á verði ekki samið um helgina FYRRI hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í Menntaskólanum við Hamra- hlíð kl. 20 í kvöld en mótinu lýkur á sunnudag. Keppnin er nú haldin í 32. skipti en hún er einn stærsti við- burður ársins hjá íslenskri skák- hreyfingu. Metþátttaka er í mótinu í ár og keppt verður í fjórum deildum. Öll helstu skákfélög landsins mæta til leiks og verða því á meðal keppenda flestir þekktustu skákmenn Íslands. Þar má helst nefna Hannes Hlífar Stefánsson, Friðrik Ólafsson og Jó- hann Hjartarson en hátt á fjórða hundrað skákmenn taka þátt að þessu sinni. Áhorfendur eru hvattir til að mæta en aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Ómar Hannes Hlífar og Ingvar munu án efa verða í eldlínunni á Íslands- móti skákfélaga. Metþátttaka í Íslandsmóti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.