Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 16

Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞÚSUNDIR starfa eru í uppnámi í sjávarútvegi við viðvarandi að- stæður í efnahagsmálum. Þetta er mat Útvegsmannafélags Norður- lands og kemur fram í ályktun að- alfundar þess. Þar segir að gengi krónunnar sé allt of hátt og mun hærra en útflutningsgreinarnar geti búið við. Þessi þróun leiði til þess að afkoma fyrirtækja í sjáv- arútvegi sé óviðunandi, fyrirtækin í taprekstri og eigið fé þeirra glat- ast verði haldið áfram á sömu braut. „Þessi staða leiðir til þess að störfum í greininni mun fækka og vari þetta ástand áfram eru þúsundir starfa í uppnámi,“ segir í ályktuninni. Þar segir jafnframt að sjávarútvegurinn hafi þegar hag- rætt mjög mikið í sínum rekstri en því séu takmörk sett hvað hægt er að ganga langt á þeirri braut. Haggræðing ein og sér vegi upp þá óhagstæðu þróun sem nú er í gengismálum, samfara ört hækk- andi tilkostnaði. „Á sama tíma og allt of hátt gengi er að sliga út- flutningsgreinarnar hefur olíuverð hækkað gríðarlega milli ára, sem þegar hefur leitt til þess að óhag- kvæmt er að veiða tegundir sem eru háðar mikilli olíunotkun,“ seg- ir í ályktun Útvegsmannafélags Norðurlands. Þúsundir starfa í uppnámi AUÐLINDADEILD Háskólans áAkureyri stendur yfir málþingi um hafrannóknir laugardaginn 8. októ- ber nk. kl. 12:30. Yfirskrift mál- þingsins er „Hafrannsóknir – erum við á réttri leið?“ Meðal frummæl- enda eru Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, Björn Gunnarsson, deildarforseti auðlindadeilar HA, Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, og Peter Weiss, forstöðumaður háskólaset- urs Vestfjarða. Að loknum erindum fara fram pallborðsumræður. Málþingið fer fram í stofu R311 á Borgum, rann- sókna- og nýsköpunarhúsi HA. Erum við á réttri leið? ÚR VERINU SÆNSKA viðskiptatímaritið Veck- ans Affärer bregður upp svipmynd af Björgólfi Thor Björgólfssyni í nýjasta tölublaði sínu en Björg- ólfur Thor hefur á undanförnum misserum vakið mikla athygli í Sví- þjóð, þá helst fyrir fjárfestingar Burðaráss í fjármálafyrirtækinu Carnegie og tryggingafélaginu Skandia. Viðtalið hefst á stuttri frásögn Björgólfs Thors af því þegar faðir hans var sóttur af lögreglunni sum- arið 1986 vegna Hafskipsmálsins. Björgólfur Thor segir það hafa haft mikil áhrif á feril hans því þarna varð honum ljóst að hann gæti ekki svifið í gegnum lífið án þess að hafa fyrir því. Næst er fjallað um „Rússlands- ævintýri“ þeirra feðga og sam- starfsmanns þeirra Magnúsar Þor- steinssonar en þar segir að starfsemi þeirra í Rússlandi hafi lagt grunninn að því veldi sem í dag er kennt við Björgólfsfeðga. En lausafjárstaðan var ekki góð í upphafi og segir Björgólfur Thor að þeir hafi þurft á aðstoð ýmissa aðila að halda til þess að geta hafið rekstur gosverksmiðju sinnar í Sankti Pétursborg. Gosverksmiðjan var svo seld til Pepsi í Póllandi og fyrir söluhagn- aðinn stofnuðu þeir bjórverksmiðj- una Bravo sem síðar var seld á ríf- lega 300 milljónir dollara árið 2002. Á síðustu mánuðum hafa þeir Björgólfur, Björgólfur Thor og Magnús verið sakaðir um samkrull við mafíuna rússnesku og svarar Björgólfur Thor spurningum VA um þær ásakanir. Hann segir að vissulega hafi þeir fengið ýmis til- boð frá mafíunni en jafnframt að þeir hafi varað sig á að taka þeim ekki og ráðið í sína þjónustu ör- yggisþjónustu og að verksmiðjunn- ar hafi verið gætt af 20 vopnuðum vörðum. „Þegar ég fór til Rússlands hélt ég að ég yrði þar í hálft ár en þau urðu níu. Þetta jafngilti því að taka þrjár meistaragráður og eina dokt- orsgráðu. Þetta var ótrúlega góður skóli í hagfræði, viðskiptum og fé- lagsfræði,“ segir Björgólfur Thor. Einnig er fjallað um kaup þeirra á Landsbanka Íslands, Eimskipa- félaginu og fjárfestingu þeirra í Straumi. Þegar Björgólfur Thor er spurður um kaup Straums á hluta- bréfum í Íslandsbanka segir hann að engin barátta hafi átt sér stað um völdin í bankanum. „Ef við hefðum átt í baráttu heldurðu að við hefðum ekki unnið hana? Þetta er eingöngu stöðutaka. … Ef ég fer í bardaga fer ég með það hug- arfar að vinna,“ segir hann. Mikið hefur verið fjallað um út- rás íslenskra fyrirtækja, bæði hér á landi og annars staðar. Björg- ólfur Thor hefur verið meðal for- ystumanna í þeirri útrás. „Ég vil frekar vera lítill fiskur í stórri tjörn en stór fiskur í lítilli tjörn,“ segir hann. Frekar lítill fiskur í stórri tjörn Stöðutaka Björgólfur Thor segir kaup á bréfum Íslandsbanka aðeins stöðutöku. ● ÞEIR Örn Andrésson og Hrafn Magnússon voru kjörnir í stjórn fjár- festingarfélagsins Atorku Group á hluthafafundi félagsins sem haldinn var í gær. Þeir koma í stað þeirra Að- alsteins Karlssonar og Lárusar Blön- dal sem sögðu sig úr stjórninni í kjöl- far þess að hafa selt hlutafé sitt í félaginu í byrjun septembermánaðar. Ennfremur samþykkti hluthafafund- urinn að heimila stjórn félagsins að hækka hlutafé um allt að 600 millj- ónir króna að nafnvirði og gildir heim- ildin fram að næsta aðalfundi en þó aldrei lengur en til 1. maí á næsta ári. Nýir í stjórn Atorku FARÞEGUM sem fóru um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar (FLE) fjölgaði um 18% í september mið- að við sama tíma í fyrra. Fjöldinn var 165 þúsund í ár samanborið við 140 þúsund í september 2004. Frá þessu er greint á heimasíðu FLE á Netinu. Fjölgun farþega til og frá Ís- landi nemur um 19% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlants- hafið fjölgaði um tæp 15%. Alls hefur farþegum um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um 11% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2004, eða úr rúmlega 1.307 þúsund farþegum í rétt tæplega 1.451 þúsund far- þega. Fjölgun farþega sem fara um FLE Morgunblaðið/Billi Fleiri ferðast Það sem af er árinu hefur farþegum um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar fjölgað um 11% og fóru á síðasta ári um 1,45 milljónir um hana. LANDSBANKINN hefur nú lokið útgáfu skuldabréfaútgáfu þeirri sem greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag. Verðmæti útgáf- unnar var einn milljarður evra, sem jafngildir ríflega 73 milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að um sé að ræða stærstu einstöku lántöku bankans til þessa en auk þess hafi enginn íslenskur aðili tekið stærra lán. Alls tóku yfir 240 fjárfestar frá 23 löndum þátt í útgáfunni en með lántökunni „hefur endur- greiðsluferill lána lengst veru- lega og vægi langtímalána í heildarfjármögnun bankans hækkað,“ segir í tilkynning- unni. Landsbankinn hefur einnig tekið sambankalán til fimm ára að fjárhæð 240 milljónir evra, samsvarandi 17,5 millj- örðum króna en tilgangur lánsins er að „vera varalán- tökulína fyrir langtímalántök- ur Landsbankans“. Í fréttatilkynningunni segir einnig að erlend starfsemi bankans aukist og nú komi yf- ir 30% af heildartekjum bank- ans erlendis frá. Gefur út skuldabréf fyrir 73 milljarða ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● STJÓRN Englandsbanka hefur ákveðið að stýrivextir bankans verði óbreyttir 4,5%. Vextirnir hafa því ekki breyst frá því í ágústmánuði er þeir voru lækkaðir um 0,25 pró- sentustig. Frá þessu var greint í breskum fjölmiðlum í gær. Í frétt á fréttavefnum TimesOnline segir að stjórnin bankans hafi ákveð- ið að breyta stýrivöxtunum ekki, þrátt fyrir þrýsting úr ýmsum áttum vegna þess hvað hagvöxturinn í Bretlandi er lítill. Hagvöxturinn hefur ekki verið minni í rúman áratug. Í gær var einnig greint frá því að stjórn Seðlabanka Evrópu hefði ákveðið að stýrivextir bankans yrðu óbreyttir, en þeir eru 2,0%. Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi ● HEIMSMARKAÐSVERÐ á hráolíu hélt áfram að lækka verulega í gær. Um klukkan 16 í gær kostaði fatið af hráolíu af Brent-svæðinu 57,28 doll- ara á markaði í London og hafði það þá lækkað um 1,88% frá miðviku- degi. Á markaði í New York kostaði fatið af hráolíu með tafðri afhend- ingu 61,3 dollara og hafði lækkað um 2,37% frá miðvikudeginum. Enn lækkar olían ● HLUTABRÉF héldu áfram að lækka í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úr- valsvísitalan lækkaði um 0,29% og er 4476 stig. Bréf Atlantic Petrol- eum hækkuðu um 2,5% og bréf Jarð- borana um 2,44%. Viðskipti með hlutabréf námu 1,5 milljörðum, þar af námu viðskipti með bréf KB banka 395 milljónum króna. Atlantic Petroleum hækkar alls hrástáls í heiminum, en þar jókst framleiðslan í ágúst um 26,8% eða sem nemur 30,5 milljónum tonna. Það sem af er árinu hefur Kína framleitt 224,9 milljónir tonna, en það er aukn- ing upp á 28,2% frá sama tímabili í fyrra Á Indlandi, þar sem stálframleiðsl- an hefur þróast mikið undanfarin ár, nam framleiðsluaukningin um 29,6% og var 3,6 milljónir tonna. Fyrstu átta mánuði ársins er aukningin 21,3% og var 25,7 milljónir tonna. Stálframleiðsla Evrópusambands- HEIMSFRAMLEIÐSLA á hrástáli stefnir í að verða 1,3 milljarðar tonna, en þetta er annað árið í röð sem fram- leiðslan fer yfir einn milljarð. Það er fyrst og fremst framleiðsluaukning í Kína sem veldur því að líklega verður nýtt framleiðslumet á hrástáli slegið í ár. Í águst jókst heimsframleiðslan á stáli um 6,1% og var 91,4 milljónir tonna. Fyrstu átta mánuði ársins nam heimsframleiðslan 729 milljónum tonna, sem er aukning upp á 6,9%. Kína framleiðir nú nærri þriðjung ins minnkaði í ágúst um 8% í 13,2 milljónir tonna. Frá áramótum hefur hún minnkað um 3,4% og er nú 124 milljónir tonna. Sömu sögu er að segja frá Banda- ríkjunum, þar minnkaði framleiðslan um 8,4% í ágúst og var hún 7,7 millj- ónir tonna. Frá áramótum hefur framleiðslan dregist saman um 5,8%. Japan var lengi stærsti stálfram- leiðandi heimsins, en þar minnkaði hrástálsframleiðslan í ágúst um 1,8%. Frá áramótum hefur hún minnkað um 0,8% og var 75,4 milljónir tonna. Stálframleiðsla Kína eykst um tæpan þriðjung                          !   "   # $%  & $% '$  ()'$   *+ $! $  *!$  "$% '$ & $%  ,-  .&  ./0)1 21'$  3           /) & $%  #/ )2$  4 - $%   ,    $  56-2  7! 2    89  $ 8- -/ :;!! $!/ ) ) $  < $$  ) $        !  - % =;22)  "$% >/ & $%  . 1? ! .) $%  :@ @  "# $% 4A=B .>)   ) -)     0      0   0  0    0 0 0 0 0 0 0 -; $! 1 ;  ) -) 0 0 0  0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0  0 0 0 0 0 0 0 0 0 C 0 DE C 0DE 0 C 0 DE C DE 0 C 0 DE C 0DE 0 0 C 0DE C DE 0 0 0 0 C  DE 0 0 C DE 0 0 0 0 0 0 0 #- % )   %! $ : ') >  %! F * .      0         0      0   0         0 0 0  0 0 0                                                   < )   > +G   :# H !$  2 %  )    0    0  0  0    0 0 0 0 0 0 :#0 <-!$ ;  ')  5 %I .J8    D D :.= K L   D D A A 7,L   D D *L 5 -     D D 4A=L KM ($-  D D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.