Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 18

Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Washington. AFP. | Bandaríska öld- ungadeildin samþykkti í fyrradag að banna bandarískum hermönnum að pynta og niður- lægja fanga og ítrekaði þá skyldu þeirra að fara í einu og öllu eftir fyrirliggj- andi reglum um meðferð stríðs- fanga. Hugsan- legt er, að George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, beiti neitunarvaldi sínu gegn samþykktinni. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var John McCain, öldungadeildar- þingmaður repúblikana í Arizona, og var hún samþykkt með miklum meirihluta, 90 atkvæðum gegn níu. Var hún viðauki við frumvarp stjórnarinnar um fjárlög hersins, 400 milljarða dollara. Fyrir at- kvæðagreiðsluna hafði Scott McClellan, talsmaður Bush, sagt, að yrði tillaga McCains samþykkt, kynni forsetinn að beita neitunar- valdi gegn fjárheimildum hersins í heild. Sagði hann, að í fyrirliggjandi lögum væri bannað að fara illa með fanga en viðaukinn myndi „binda hendur forsetans sem yfirmanns heraflans í hryðjuverkastríðinu“. McCain, sem var á sínum tíma fangi Norður-Víetnama í fimm ár, sagði það óþolandi, að bandarískir hermenn þyrftu að velkjast í ein- hverjum vafa um hvað væri rétt eða rangt. „Við krefjumst þess, að þeir afli upplýsinga frá föngum án þess þeim sé sagt hvað sé leyfilegt í því skyni. Síðan þegar allt fer úr böndunum, þá er þeim kennt um og þeim refs- að.“ McCain sagði, að Ian Fishback, kapteinn í Bandaríkjaher, hefði hvatt hann til að fá samþykktar skýrar reglur um meðferð stríðs- fanga en sjálfur hafði Fishback ár- angurslaust beðið um slíkar reglur hjá yfirboðurum sínum í 17 mánuði. „Myndir, sem birtar hafa verið af misþyrmingum á föngum, hafa stór- skaðað ímynd Bandaríkjanna. Við verðum að lýsa því yfir frammi fyrir öllum heimi, að sú ósvinna verði ekki endurtekin,“ sagði McCain. „Snýst um það hverjir við erum“ Í bréfi til McCains, sem birt var í The Washington Post í síðustu viku, segir Fishback, að hann og hermenn undir hans stjórn hafi séð er föngum var „hótað dauða, barðir, beinbrotn- ir, pyntaðir með ýmsum hætti, af- klæddir, sviptir svefni og niðurlægð- ir, bæði í Írak og Afganistan“. „Óvinirnir, sem við berjumst gegn, bera enga virðingu fyrir lífinu og réttindum manna. Þeir eiga enga samúð skilda. Þetta snýst þó ekki um það hverjir þeir eru. Þetta snýst um það hverjir við erum. Um það, sem skilur okkur frá þeim,“ sagði McCain og bætti við, að fjöldi her- manna af öllum stigum hefði haft samband við hann og lýst líðan sinni og óánægju með þann blett, sem pyntingarnar í Abu Ghraib-fangels- inu í Írak og víðar hefðu sett á bandaríska herinn. Bréf frá Colin Powell McCain las einnig upp stuðnings- yfirlýsingu frá Colin Powell, fyrr- verandi utanríkisráðherra. Í henni segir hann meðal annars: „Eftir skýlausri yfirlýsingu um skyldur og framkomu bandarískra hermanna verður tekið um allan heim. Hún mun hjálpa til við að lina þá skelfilegu ímyndar- og sam- skiptakreppu, sem atburðirnir í Abu Ghraib hafa valdið.“ Öldungadeildin áréttar bann við að pynta stríðsfanga Talsmaður Bush sagði að forset- inn kynni að beita neitunarvaldi gegn samþykktinni Ein af myndunum frá Abu Ghraib-fangelsinu. Colin Powell segir að þær hafi valdið skelfilegri „ímyndar- og samskiptakreppu“ fyrir Bandaríkin. John McCain LANDSFUNDI breska Íhalds- flokksins lauk í Blackpool í gær með því, að Michael Howard, leiðtogi hans, hvatti flokksmenn til að fylkja sér að baki væntanlegum eftirmanni sínum. Einkenndist fundurinn ann- ars af kynningu og ræðum þeirra fimm manna, sem ætla að taka þátt í leiðtogakjörinu. Athygli vakti slöpp ræða David Davis, talsmanns flokks- ins í innanríkismálum, en hann hefur verið talinn hafa nokkurt forskot á aðra keppinauta sína. Í lokaræðu sinni lýsti Howard ekki yfir stuðningi við neinn fram- bjóðendanna en sagði, að vegna frammistöðu þeirra allra blésu nú nýir og ferskir vindar um flokkinn. Sagði hann, að því hefði fylgt nokkur áhætta að breyta þinginu í eins kon- ar framboðsfund en það hefði komið vel út. Frambjóðendurnir, þeir David Davis, David Cameron, Kenn- eth Clarke, Liam Fox og sir Mal- colm Rifkind, fengu 20 mínútur hver til að kynna sig og stefnumál sín. Þóttu þeir Clarke og Cam- eron, elsti og yngsti maðurinn og báðir í vinstra armi flokksins, standa sig mjög vel, en ræða Davis í fyrradag olli veru- legum vonbrigðum. Þótti hún slöpp og illa undirbúin. Voru fjölmiðlar samdóma um það. Davis reyndi í gær að gera lítið úr gagnrýninni og sagði, að menn í ábyrgðarstöðum ættu „misjafnar stundir“ og sem flokksleiðtogi myndi hann áreiðanlega fá meira að glíma við. Hélt hann því fram, að eftir sem áður stæði hann best að vígi í væntanlegu leiðtoga- kjöri. Hafa 66 þingmenn Íhalds- flokksins nú þegar lýst yfir stuðningi við hann en almennt er talið, að held- ur hafi dregið úr líkum á, að hann hreppi embættið. „Enginn annar hefði leyft sér að vera svona leiðin- legur,“ sagði dagblaðið The Times í gær. Rifkind sagði í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, að Davis hlyti að hafa áhyggjur. „Hann var að tala til einlægra og áhugasamra flokks- manna og ef hann getur ekki hrifið þá með sér, við hverju er þá að búast af viðureign hans við Gordon Brown næstu fjögur árin?“ Fyrsta umferðin í leiðtogakjörinu verður 18. október næstkomandi. Munu þá þingmenn kjósa en um þá tvo, sem fá flest atkvæði, munu allir flokksmenn kjósa 6. desember. Slöpp ræða getur komið Davis í koll Hvatt til samstöðu á lokadegi lands- fundar breska Íhaldsflokksins Kenneth Clarke David Davis Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is MAÐUR í bænum Tapachula í Chiapas-héraði í Mexíkó með rúmdýnu á bakinu en þar og víðar í landinu hafa margir orðið að flýja heimili sín vegna vatnavaxta. Veldur því hitabeltislægðin Stan, sem var raunar felli- bylur um stund. Að minnsta kosti 160 manns hafa farist af völdum flóða og skriðufalla og spáð meira regni. Flóð og skriðuföll í Mexíkó Reuters ÞÆR breytingar, sem hugsanlega eru að verða á loftslagi jarðar, geta leitt til þess, að sum dýr deyi út, þar á meðal ýmsar farfuglategundir. Kem- ur þetta fram í skýrslu, sem breska stjórnin lét vinna. Skýrslan var tekin saman vegna ráðstefnu yfirmanna náttúruverndar- mála í Evrópusambandinu en hún er að hefjast í Aviemore í Skotlandi. Í henni kemur fram, að minnkandi ís á heimskautum, stækkun eyðimarka og hærra hitastig sjávar séu farin að hafa margvísleg áhrif á lífríkið. Til dæmis hafi ferðamynstur sumra far- fugla og annarra dýra breyst. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Sumar tegundir, sem áður voru einskorðaðar við suðrænar slóðir, hegrar, skjaldbökur og fiskar af rönd- ungaætt, eru nú að verða æ algengari sjón á og við Bretlandseyjar og ein vaðfuglategund, sem áður hafði vetr- arstöðvar á vesturströndinni, hefur nú flutt þær yfir á austurströndina. Þá eru dæmi um farfugla, sem eru hættir suðurferðum á haustin. Sumar tegundir hafa fært sig norð- ur á bóginn undan hlýnandi sjó en í skýrslunni er bent á, að ísbirnir og sumar selategundir eigi í fá hús að venda haldi þróunin áfram. Jafnvel litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir svifið í sjónum en það er að mörgu leyti undirstaða lífkeðjunnar í sjónum. Til þess er rakin mikil fækk- un í ýmsum tegundum sjófugla við Skotland en fiskurinn, sem lifði á svif- inu, er horfinn að miklu leyti. Vísindamenn benda á, að náttúran hafi ávallt þurft að glíma við breyttar aðstæður, sem sé um leið það, sem knúið hefur þróunina. Óttast er hins vegar, að breytingarnar nú séu of ör- ar og því hafi mörg dýr ekki tíma til að laga sig að nýjum heimi. Af þessum sökum verði kannski að hugsa nátt- úruvernd alveg upp á nýtt. Óttast útrýmingu dýrategunda Talið að loftslagsbreytingar séu farn- ar að hafa áhrif á marga farfugla ARKITEKTASTOFA Henn- ings Larsens í Danmörku, HLT, hefur unnið alþjóðlega samkeppni um hönnun á nýju húsi fyrir Moesgård, menn- ingarsögulegt safn í Árósum. Stofan hannaði í samvinnu við Ólaf Elíasson væntanlegt tón- listarhús í Reykjavík. Hugmynd HLT gengur út á hús þar sem allt safnastarf- ið verður undir einu þaki en það er nú í útihúsum við gam- alt herrasetur. Verður nýja húsið um 16.000 fermetrar. Rétthyrnt þakið mun falla vel inn í gróið landslagið og er hugmyndin að hægt sé að nota það undir margs konar atburði og samkundur, þ.á m. lautartúra, grillveislur, fyrir- lestra og Jónsmessuhátíða- höld. Að innanverðu er stíllinn innblásinn af uppgreftri forn- leifafræðinga, hver hæðin tekur við af annarri. Gestir geta reikað um og séð dæmi um störf vísindamannanna en einnig lifandi sýningar. HLT-stof- an vann samkeppni um safn Hönnuðu vænt- anlegt tónlistar- hús í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.