Morgunblaðið - 07.10.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 07.10.2005, Síða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Minjar um baskneska hvalveiði- menn | Búseta baskneskra hvalveiði- manna á Ströndum er rannsóknarefni fornleifafræðinga sem undanfarið hafa staðið fyrir rannsóknum á Strákatanga í Hveravík, við norðanverðan Steingríms- fjörð, og hafa könnunarskurðir þegar verið grafnir, að því er fram kemur á vefnum strandir.is. Búið er að staðfesta að um er að ræða hvalstöð frá 17. öld, og var hvallýs- isbræðsla á staðnum. Vitað er með um 80% vissu að baskneskir hvalveiðimenn ráku stöðina, hefur tíðindamaður stranda.is eftir Ragnari Eðvardssyni fornleifafræðingi, sem stjórnar verkinu ásamt Magnúsi Rafnssyni sagnfræðingi. Fundist hefur mikið magn af múr- steinum á staðnum, auk um 35 gripa, t.d. brot úr krítarpípum og ílát. Talið er að fjögur hús hafi verið á svæðinu.    Karluglan Snæfríður | Snæugla sem fannst föst í girðingu við Hólmavík á Ströndum og komið var í Húsdýragarð- inn til endurhæfingar var skírð hinu virðulega nafni Snæfríður Strandasól af björgunarmönnum sínum. Þeim var því illa brugðið við þegar í ljós kom að Snæ- fríður var karlkyns, og var hún snarlega endurskírð Karluglan Snæfinnur. Snæfinnur er allur að hressast í Hús- dýragarðinum, étur margvíslegt kjötmeti og veiðir hagamýs þegar þær gefa færi á sér. Á vef garðsins kemur fram að snæuglur verpi ekki reglulega hér á landi, en geti tekið upp á því hvenær sem er, og fari það einkum eftir fram- boði á fæðu, t.d. stærð rjúpnastofnsins, en uglurnar éta m.a. gæsa- og andar- unga, rjúpur, mófugla og hagamýs.    Sparkvöllur vígður | Sparkvöllurinn við Grunnskólann á Hólmavík var vígður í gær. Ekkert varð úr vígslunni sem átti að vera fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem fulltrúi KSÍ komst ekki á staðinn. Allir aðrir mættu þá og töluðu gárung- arnir um að völlurinn yrði vígður viku- lega til jóla, enda hafði verið orðrómur á kreiki um vígslu vallarins fimmtudagana á undan líka. Í gær mætti hins vegar Eyjólfur Sverrisson fyrrverandi lands- liðsmaður og leikmaður með Hertu Berl- ín, Stuttgart, Tindastóli og fleiri stórlið- um og var fulltrúi KSÍ einnig við vígsluna. Úr bæjarlífinu STRANDIR og á Akureyri, hafa verið örlát og gefið Grími góð- ar gjafir til klúbbstarfs- ins. Ekki nóg með það. Grími var líka afhent for- láta klukka, áletruð með Þeir geta sannarlegaverið glaðir, Sig-fús Jóhannesson, forseti Kiwanisklúbbsins Gríms í Grímsey, og verð- andi forseti, Bjarni Reykjalín Magnússon. Nú á árlegu umdæmisþingi Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi, sem haldið var í Garðabæ og allir klúbbar landsins sendu fulltrúa á, var Grímur heiðraður eft- irminnilega. „Lykillinn“, viðurkennig sem veitt er fyrir athyglisverðasta líknarverkefnið, féll klúbbnum hér í skaut. En síðasta starfsár var ein- staklega öflugt. Það var mikill kraftur sem ein- kenndi starfið undir stjórn Sigfúsar Jóhann- essonar forseta, nýir fé- lagar teknir inn og eru nú 27 félagar í Grími. Ákveð- ið var að styðja og styrkja eitt stórt verkefni að þessu sinni. Ótal fyr- irtæki, bæði í Reykjavík þökkum fyrir áratuga starf við einstakar að- stæður, og var það heims- forsetinn sjálfur 2005 til 2006, Steve Siemens, sem veitti Grími klukkuna. Morgunblaðið/Helga Mattína Forsetar Sigfús Jóhannesson, forseti Kiwanisklúbbsins Gríms, til hægri, og Bjarni Reykjalín Magnússon, verð- andi forseti, með viðurkenningarnar. Skínandi glaðir forsetar Rúnar Kristjánssonyrkir um Binna íGröf: Bjargræðishetjan hann Binni í Gröf burtu fór snöggt eftir hér- vistartöf. Vertíðarfjörleið hans full- borguð var, framgangan sæmdinni gull- borguð þar. Síðan bætir hann við þrennu um Baugsmálin: Herjar þjóð með sálarsár siðastaðan skakka. Baugsmálið er bölvað fár, blóðsugurnar hlakka! Stefna menn í ólánsátt, æruljósum týna. Auðklíkur með ægimátt yfir flestu gína! Böðlar þjóðarblessunar bíta í skjaldarrendur. Óhamingja Íslands þar enn fær vopn í hendur! Ingólfur Ómar Ár- mannsson yrkir hroll- kalda haustvísu: Fölna strá og frystir grund fer að kaldur vetur. Vindar kveina körg er lund kvíða að mér setur. Af Binna í Gröf pebl@mbl.is Ísafjörður | Háskólasetur Vestfjarða auglýsti á dögunum lausa stöðu þjón- ustu- og kennslustjóra ásamt stöðu vef- stjóra. Samtals hafa átta um- sóknir borist og eru þær, að sögn Peter Weiss, for- stöðumanns Háskólasetursins, allar mjög áhugaverð- ar. Nú hefur verið ráðið í báðar stöður og tók vefstjórinn til starfa þriðja október sl., en þjónustu- og kennslustjórinn hef- ur störf fyrsta janúar næstkomandi. Í starf þjónustu- og kennslustjóra var ráðin Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, deildarstjóri á Skattstofu. Martha Lilja er að ljúka MA-námi í fjarnámi frá Bifröst, en hefur áður verið í námi og fjarnámi við Háskóla Íslands. Þjónustu- og kennslustjóri mun sjá um þjónustu við fjarnema og þróa fjarnám sem sniðið er að þörfum einstakra nemenda, en Há- skólasetur gæti að sögn Peter Weiss afl- að sér sérstöðu í þeirri þjónustu. Hinn nýráðni vefstjóri er Haraldur Kristinsson tölvunarfræðingur. Hann er með breiðan bakgrunn í námi og starfi og fellur vel að starfsumhverfi, þar sem þarf að sinna mjög mörgum hlutverkum. Þessa dagana er verið að rífa veggi á efri hæð Vestra-hússins og breyta hús- næðinu fyrir þarfir Háskólaseturs og Fræðslumiðstöðvar. Stefnt er að því að Háskólasetur og Fræðslumiðstöð geti tekið nýja húsnæðið í notkun í janúar 2006. Fjölgar í Háskólasetri ♦♦♦ Hafrannsóknir - Erum við á réttri leið? - Ráðstefna um hafrannsóknir verður haldin í rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri að Borgum við Norðurslóð laugardaginn 8. október kl. 12.30-15.30. Ráðstefnan er haldin á vegum Sóknar, hugveitu um sjávarútveg. Dagskrá Setning: Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hlutverk hafrannsókna: Í fortíð, nútíð og framtíð. Björn Gunnarsson, deildarforseti auðlindadeildar Háskólans á Akureyri. Mikilvægi háskólamenntunar í sjávarútvegs- og fiskeldisfræðum: Kennsla, rannsóknir og pólitík. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Af hverjum veiðum við ekki meira? Peter Weiss, forstöðumaður háskólaseturs Vestfjarða. Hvaða hlutverki gegna rannsóknastofnanir á landsbyggðinni við hafrannsóknir? 14.30 Hlé - kaffiveitingar Pallborð og umræður: Fyrirlesarar: Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður. Hjálmar Árnason, þingmaður og situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður og situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda. Elínbjörg Magnúsdóttir, varaformaður Verkalýðsfélags Akraness. Fundarstjóri er Borgar Þór Einarsson, formaður Sóknar. Ráðstefnan er ókeypis og opin öllum. Á VEF Björns Vals Gíslasonar um borð í Kleifarberginu frá Ólafsfirði er sagt frá því að strákarnir á Kleifaberginu urðu varir við fálka um borð í skipinu á dögunum. „Sá var ekkert mjög hress með lífið, blautur, hrjáð- ur og svangur og þráaðist því ekkert sér- staklega mikið við þegar hann var færður í bönd og lokaður inni í plastkörfu,“ segir á vef Björns Vals. „Fálkinn hefur síðan braggast nokkuð enda vel gert við hann bæði í mat og drykk, gæddi sér t.d. á lær- issneið í nótt sem hann skolaði niður með fersku vatni. Honum mun svo verða sleppt frjálsum á morgun þegar skipið kemur í land,“ segir Björn Valur. Áhöfn Kleifar- bergsins hlúir að hröktum fálka Fnjóskadalur | Nýliðinn sept- ember þykir með þeim svalari um langt skeið. Norðanlands var kuldalegt um að litast og snjór oft yfir öllu. Það þykir frekar fátítt þennan fyrsta haustmánuð. Í Fnjóskadal mátti á dögunum sjá kindur ösla snjó og krafsa í leit að næringu. Morgunblaðið/Margrét Þóra Svalir septemberdagar Ekki félegt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.