Morgunblaðið - 07.10.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.10.2005, Qupperneq 20
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Minjar um baskneska hvalveiði- menn | Búseta baskneskra hvalveiði- manna á Ströndum er rannsóknarefni fornleifafræðinga sem undanfarið hafa staðið fyrir rannsóknum á Strákatanga í Hveravík, við norðanverðan Steingríms- fjörð, og hafa könnunarskurðir þegar verið grafnir, að því er fram kemur á vefnum strandir.is. Búið er að staðfesta að um er að ræða hvalstöð frá 17. öld, og var hvallýs- isbræðsla á staðnum. Vitað er með um 80% vissu að baskneskir hvalveiðimenn ráku stöðina, hefur tíðindamaður stranda.is eftir Ragnari Eðvardssyni fornleifafræðingi, sem stjórnar verkinu ásamt Magnúsi Rafnssyni sagnfræðingi. Fundist hefur mikið magn af múr- steinum á staðnum, auk um 35 gripa, t.d. brot úr krítarpípum og ílát. Talið er að fjögur hús hafi verið á svæðinu.    Karluglan Snæfríður | Snæugla sem fannst föst í girðingu við Hólmavík á Ströndum og komið var í Húsdýragarð- inn til endurhæfingar var skírð hinu virðulega nafni Snæfríður Strandasól af björgunarmönnum sínum. Þeim var því illa brugðið við þegar í ljós kom að Snæ- fríður var karlkyns, og var hún snarlega endurskírð Karluglan Snæfinnur. Snæfinnur er allur að hressast í Hús- dýragarðinum, étur margvíslegt kjötmeti og veiðir hagamýs þegar þær gefa færi á sér. Á vef garðsins kemur fram að snæuglur verpi ekki reglulega hér á landi, en geti tekið upp á því hvenær sem er, og fari það einkum eftir fram- boði á fæðu, t.d. stærð rjúpnastofnsins, en uglurnar éta m.a. gæsa- og andar- unga, rjúpur, mófugla og hagamýs.    Sparkvöllur vígður | Sparkvöllurinn við Grunnskólann á Hólmavík var vígður í gær. Ekkert varð úr vígslunni sem átti að vera fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem fulltrúi KSÍ komst ekki á staðinn. Allir aðrir mættu þá og töluðu gárung- arnir um að völlurinn yrði vígður viku- lega til jóla, enda hafði verið orðrómur á kreiki um vígslu vallarins fimmtudagana á undan líka. Í gær mætti hins vegar Eyjólfur Sverrisson fyrrverandi lands- liðsmaður og leikmaður með Hertu Berl- ín, Stuttgart, Tindastóli og fleiri stórlið- um og var fulltrúi KSÍ einnig við vígsluna. Úr bæjarlífinu STRANDIR og á Akureyri, hafa verið örlát og gefið Grími góð- ar gjafir til klúbbstarfs- ins. Ekki nóg með það. Grími var líka afhent for- láta klukka, áletruð með Þeir geta sannarlegaverið glaðir, Sig-fús Jóhannesson, forseti Kiwanisklúbbsins Gríms í Grímsey, og verð- andi forseti, Bjarni Reykjalín Magnússon. Nú á árlegu umdæmisþingi Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi, sem haldið var í Garðabæ og allir klúbbar landsins sendu fulltrúa á, var Grímur heiðraður eft- irminnilega. „Lykillinn“, viðurkennig sem veitt er fyrir athyglisverðasta líknarverkefnið, féll klúbbnum hér í skaut. En síðasta starfsár var ein- staklega öflugt. Það var mikill kraftur sem ein- kenndi starfið undir stjórn Sigfúsar Jóhann- essonar forseta, nýir fé- lagar teknir inn og eru nú 27 félagar í Grími. Ákveð- ið var að styðja og styrkja eitt stórt verkefni að þessu sinni. Ótal fyr- irtæki, bæði í Reykjavík þökkum fyrir áratuga starf við einstakar að- stæður, og var það heims- forsetinn sjálfur 2005 til 2006, Steve Siemens, sem veitti Grími klukkuna. Morgunblaðið/Helga Mattína Forsetar Sigfús Jóhannesson, forseti Kiwanisklúbbsins Gríms, til hægri, og Bjarni Reykjalín Magnússon, verð- andi forseti, með viðurkenningarnar. Skínandi glaðir forsetar Rúnar Kristjánssonyrkir um Binna íGröf: Bjargræðishetjan hann Binni í Gröf burtu fór snöggt eftir hér- vistartöf. Vertíðarfjörleið hans full- borguð var, framgangan sæmdinni gull- borguð þar. Síðan bætir hann við þrennu um Baugsmálin: Herjar þjóð með sálarsár siðastaðan skakka. Baugsmálið er bölvað fár, blóðsugurnar hlakka! Stefna menn í ólánsátt, æruljósum týna. Auðklíkur með ægimátt yfir flestu gína! Böðlar þjóðarblessunar bíta í skjaldarrendur. Óhamingja Íslands þar enn fær vopn í hendur! Ingólfur Ómar Ár- mannsson yrkir hroll- kalda haustvísu: Fölna strá og frystir grund fer að kaldur vetur. Vindar kveina körg er lund kvíða að mér setur. Af Binna í Gröf pebl@mbl.is Ísafjörður | Háskólasetur Vestfjarða auglýsti á dögunum lausa stöðu þjón- ustu- og kennslustjóra ásamt stöðu vef- stjóra. Samtals hafa átta um- sóknir borist og eru þær, að sögn Peter Weiss, for- stöðumanns Háskólasetursins, allar mjög áhugaverð- ar. Nú hefur verið ráðið í báðar stöður og tók vefstjórinn til starfa þriðja október sl., en þjónustu- og kennslustjórinn hef- ur störf fyrsta janúar næstkomandi. Í starf þjónustu- og kennslustjóra var ráðin Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, deildarstjóri á Skattstofu. Martha Lilja er að ljúka MA-námi í fjarnámi frá Bifröst, en hefur áður verið í námi og fjarnámi við Háskóla Íslands. Þjónustu- og kennslustjóri mun sjá um þjónustu við fjarnema og þróa fjarnám sem sniðið er að þörfum einstakra nemenda, en Há- skólasetur gæti að sögn Peter Weiss afl- að sér sérstöðu í þeirri þjónustu. Hinn nýráðni vefstjóri er Haraldur Kristinsson tölvunarfræðingur. Hann er með breiðan bakgrunn í námi og starfi og fellur vel að starfsumhverfi, þar sem þarf að sinna mjög mörgum hlutverkum. Þessa dagana er verið að rífa veggi á efri hæð Vestra-hússins og breyta hús- næðinu fyrir þarfir Háskólaseturs og Fræðslumiðstöðvar. Stefnt er að því að Háskólasetur og Fræðslumiðstöð geti tekið nýja húsnæðið í notkun í janúar 2006. Fjölgar í Háskólasetri ♦♦♦ Hafrannsóknir - Erum við á réttri leið? - Ráðstefna um hafrannsóknir verður haldin í rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri að Borgum við Norðurslóð laugardaginn 8. október kl. 12.30-15.30. Ráðstefnan er haldin á vegum Sóknar, hugveitu um sjávarútveg. Dagskrá Setning: Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hlutverk hafrannsókna: Í fortíð, nútíð og framtíð. Björn Gunnarsson, deildarforseti auðlindadeildar Háskólans á Akureyri. Mikilvægi háskólamenntunar í sjávarútvegs- og fiskeldisfræðum: Kennsla, rannsóknir og pólitík. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Af hverjum veiðum við ekki meira? Peter Weiss, forstöðumaður háskólaseturs Vestfjarða. Hvaða hlutverki gegna rannsóknastofnanir á landsbyggðinni við hafrannsóknir? 14.30 Hlé - kaffiveitingar Pallborð og umræður: Fyrirlesarar: Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður. Hjálmar Árnason, þingmaður og situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður og situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda. Elínbjörg Magnúsdóttir, varaformaður Verkalýðsfélags Akraness. Fundarstjóri er Borgar Þór Einarsson, formaður Sóknar. Ráðstefnan er ókeypis og opin öllum. Á VEF Björns Vals Gíslasonar um borð í Kleifarberginu frá Ólafsfirði er sagt frá því að strákarnir á Kleifaberginu urðu varir við fálka um borð í skipinu á dögunum. „Sá var ekkert mjög hress með lífið, blautur, hrjáð- ur og svangur og þráaðist því ekkert sér- staklega mikið við þegar hann var færður í bönd og lokaður inni í plastkörfu,“ segir á vef Björns Vals. „Fálkinn hefur síðan braggast nokkuð enda vel gert við hann bæði í mat og drykk, gæddi sér t.d. á lær- issneið í nótt sem hann skolaði niður með fersku vatni. Honum mun svo verða sleppt frjálsum á morgun þegar skipið kemur í land,“ segir Björn Valur. Áhöfn Kleifar- bergsins hlúir að hröktum fálka Fnjóskadalur | Nýliðinn sept- ember þykir með þeim svalari um langt skeið. Norðanlands var kuldalegt um að litast og snjór oft yfir öllu. Það þykir frekar fátítt þennan fyrsta haustmánuð. Í Fnjóskadal mátti á dögunum sjá kindur ösla snjó og krafsa í leit að næringu. Morgunblaðið/Margrét Þóra Svalir septemberdagar Ekki félegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.