Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 42

Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Jakobssonfæddist á Lundi í Þverárhlíð 3. apríl 1923. Hann andað- ist á Landspítalan- um í Fossvogi þriðjudaginn 27. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jakob Jónsson bóndi á Lundi, f. 13.3.1884, d. 17.10. 1965 og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 31.8.1898, d. 8.9. 1988. Jón var annar í röð þriggja systkina. Hin eru Haukur, f. 4.8. 1919, d. 27.4. 1993, og Sigríður, f. 23.1. 1931. Hinn 4. janúar 1953 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni Ástríði Elínu Björnsdóttur, f. 25.10. 1928. Þau eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Andrína Guð- rún, f. 15.12. 1953, giftist Helga Má Arthurssyni. Þau skildu. Þau eiga tvær dætur, Rebekku, f. 23.1. 1981 og Söru, f. 14.4. 1983. 2) 1963, kvæntur Guðnýju Trausta- dóttur, sonur hennar af fyrra hjónabandi er Trausti Sæmunds- son, f. 2.3. 1989. Synir þeirra Jóns eru Gísli Hrafn, f. 18.1. 1996 og Gauti Björn, f. 12.1.2002. 6) Ragna Vigdís, f. 21.10. 1965, gift Rafni V. Guðmundssyni. Þau eiga þrjú börn, Jakob, f. 26.3. 1987, Stefán Gauk, f. 29.4. 1989 og Vig- dísi Erlu, f. 5.4. 1991. 7) Ástríður Elín, f. 7.10. 1967, gift Agnari Jóni Guðnasyni. Þau eiga þrjú börn, Snædísi Björt, f. 15.12. 1988, Hrafnkötlu, f. 9.4. 1993 og Egil Jón, f. 24.3. 2002. 8) Hildur, f. 7.6. 1970, gift Ragnari Gests- syni. Þau eiga fjögur börn, Hrefnu Björg, f. 15.5. 1995, Símon Gest, f. 18.9. 2001, Sindra Imm- anúel, f. 9.9. 2003 og Agnesi Ástu, f. 28.6. 2005. Jón stundaði almenna vinnu í Borgafirði og víðar. Hann hóf nám í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan vorið 1949. Meistararéttindi fékk hann 1955. Hann vann óslitið við húsasmíðar til sjötugsaldurs, lengst af hjá Kristni Sveinssyni húsasmíðameistara. Útför Jóns verður gerð frá Laugarneskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Guðrún, f. 14.2. 1956, giftist Ásgeiri Jóhannssyni. Þau skildu. Dætur þeirra eru Sigríður Ása, f. 15.7. 1974, börn hennar Alexandra Ósk og Andri Snær og Ástríður Elín, f. 23.7. 1976, sonur hennar Óli Gunnar. Sambýlismaður Guð- rúnar er Sigurður Hávarðarson. 3) Jak- obína, f. 7.12. 1958, giftist Jóni Gils Óla- syni. Þau skildu. Þau eiga tvö börn, Rögnvald Óla, f. 19.11. 1976, dætur hans Hafdís Gígja, Ír- is Hanna og Tinna Björk, og Ástu, f. 13.6. 1979, synir hennar Eiríkur og Hákon. Eiginmaður Jakobínu er Árni Þorkelsson. 4) Birna, f. 12.12. 1960, gift Gauki Eyjólfs- syni. Þau eiga þrjár dætur, Katr- ínu Tinnu, f. 16.10. 1982, Stein- unni Eyju, f. 28.4. 1991 og Þórdísi Öllu, f. 29.8. 2000. 5) Jón, f. 15.6. Ég kynntist þeim 1977. Mér finnst ekki hægt að tala um hann og hana, heldur þau. Ég hafði verið svo heppinn að ein af dætrum þeirra leit mig hýru auga og við gerðumst kærustupar. Ég var svo sem ekki fyrsti tilvon- andi tengdasonurinn og ekki sá síð- asti því dæturnar voru margar og við vonbiðlarnir enn fleiri. En ég var heppinn og er enn. Ég kom inn á þetta heimili, feiminn strákur, en var tekið sem fullorðn- um manni. Ég var í iðnnámi sem féll þeim hjónum vel auk þess sem ég gat fleytt kerlingar um ættar- tengsl mín við dóttur hans, áhuga- mál sem allir geta gleymt sér í. Svo gat ég líka gert við startara og dínamóa í Trabant svo það var ekkert annað en að rífa hlutinn úr, skipta um kol eða fóðringar, og svo aftur í með hlutinn. Bíllinn hrökk í gang og virkaði öllum að óvörum, en þó helst mér, og ekkert dugði minna en pönnukökur, vöfflur eða klattar eftir prufutúr. Seinna komu miklu betri hand- verksmenn en ég í tengdasonahóp- inn og datt ég þá oft inn í slíkar veislur. Hann var líka svo mikið nátt- úrubarn, veiðimaður fram í fing- urgóma, bæði á fugl og fisk. Átti byssur, riffla og veiðistangir. Kannski eini munaðurinn sem hann leyfði sér fyrir utan að eiga öll þessi börn. Þegar ég kynntist þeim var alltaf steik í sunnudagshádegis- og miðdegiskaffi. Allir mættu í kaffi og það var spjallað um daginn og veginn. Það mæta allir enn í sunnudags- kaffi. Mér fannst hann réttsýnn, en kannski ekki til í að hnika til skoð- unum sínum, og var til í að rökræða eitt og annað. Alltaf var það sá sem minna mátti sín sem átti hug hans. Hann var einn af þessum gömlu hugsjónamönnum sem ákváðu bíla- tegund eftir framleiðslulandi en ekki út frá þægindum. Og eins var með útvarpstækið. Enda kom á daginn þegar við hjónin vorum búin að endurnýja eldhúsútvarpið okkar aftur og aftur þá kveiktu þau hjónin á sínu gamla. Ég kveð tengdaföður minn, afa barnanna minna og föður konunnar minnar með miklum söknuði því hann var einn af mínum elstu og bestu vinum. Ekki bara sem tengdafaðir, heldur sem hlýr og góður vinur. Einn af þessum vinum sem gat klappað á öxlina á mér og sagt „Nú skulum við leggja okkur.“ Svo lögð- um við okkur með tá í tá í hornsófa meðan dætur okkar og konur prjónuðu og spjölluðu. Eflaust fundu þær betri lausnir á lífinu og tilverunni meðan við félagarnir sváfum. Ég kveð vin sem ég gat leitað til ef ég var í vandræðum með glugga eða spýtu. Líka ef mig vantaði svar við einhverju öðru. Hann var minn- ugur og reynsluríkur og var óspar að miðla af reynslu sinni. Ég kveð Jón Jakobsson og bið al- góðan guð að styrkja fólkið hans. Gaukur. Minn kæri tengdafaðir er nú fall- inn frá. Margar góðar minningar leita á hugann þegar ég fletti myndaalbúminu. Svo margar mynd- ir af gamla afa með barn í fanginu, oft hlæjandi eða brosandi eða með Ástu sér við hlið, haldandi í hönd hennar, svo ríkur að hafa eignast öll þessi börn. En svona er lífið. Við héldum að þú myndir vera lengur í þessum heimi, svo seigur og dug- legur, en kallið kom og þú hlýddir því. Eflaust ertu með bróður þínum að veiða stóra og feita laxa en Jón var mikill náttúruunnandi og veiði- maður og hafði mikið gaman af að fara með tengdasonum og syni sín- um að veiða. Hann kenndi þeim á árnar og gat sagt til um hvar fiskur lægi í leyni. Þó svo hann veidddi ekki sjálfur hin síðustu ár naut hann sín vel í veiðiferðunum og hafði gaman af veiðisögum drengj- anna. Jón var mikill húmoristi og hafði gaman af fleygum setningum barnanna og hló mikið þegar gull- kornin féllu af vörum þeirra. Hann hafði gaman af öllum framkvæmd- um og þegar Jón minn var eitthvað að vinna í húsinu fylgdist hann vel með öllu og kom reglulega að líta á framkvæmdirnar enda húsasmiður að mennt. Skömmu fyrir aðgerðina hittum við ykkur Ástu í Sporðagrunninu og þar stóðu þið haldandi hvort utan um annað eins og ástfangnir ung- lingar svo sæl og sæt og sú mynd leitar oft á hugann þessa dagana. Að vera hamingjusamur og ná háum aldri með elskunni sinni er mikið ríkidæmi. Það var svo notalegt að fá ykkur Ástu alltaf í morgunkaffi á laug- ardögum. Þú varst svo ánægður með parketið, Esjuna og drengina og dáðist að útsýninu og sagðir; alltaf gaman að koma hérna, og ég svaraði; alltaf gaman að fá þig Jón minn, komdu sem oftast. Takk fyrir að hafa alltaf verið svo góður við mig og drengina. Það verður tómlegt án gamla afa, en gott að eiga góðar minningar um góðan og tryggan tengdaföður, blessuð sé minning hans. Þín tengdadóttir, Guðný. Elsku afi, okkur varð mikið um hinn 27. september, þegar sú frétt barst okkur að þú værir látinn. Þrátt fyrir að þú værir farinn að veikjast varstu einhvern veginn traustur hluti af okkar lífi. Eins og þú ættir alltaf að vera heima, við hlið ömmu. Nú þegar þú ert farinn streyma minningarnar fram. Eins og þegar þú tókst þér lúr, á uppáhalds sóf- anum eftir annasaman vinnudag, og við systurnar biðum eftir að þú færir á ról svo við gætum skoðað gullnámuna, það sem hafði runnið úr vösum þínum í sófann. Heima hjá þér og ömmu var allt- af annasamt, börn og barnabörn, seinna líka barnabarnabörn, allir saman komnir hjá ykkur. Stundum urðu lætin of mikil, þá tókst þú lít- inn „skrepp“, en komst fljótlega aftur, iðulega með eitthvað góm- sætt úr búðinni. Þú gast aldrei ver- ið lengi frá fjölskyldu þinni. Bestu stundirnar voru þó þegar það var ró og friður í kotinu, þá gátum við notið návistar hvert ann- ars. Við eigum eftir að sakna þín, afi. Sigríður Ása og Ástríður Elín Ásgeirsdætur. Byrjun ... svo tíu síðum seinna. Byrja aftur og svo föst. Byrja enn aftur og svo loks er ég komin með fimm mismunandi útgáfur og ekki er það mikið skárra! Og svona byrjuðu skriftirnar með tárum, vegna missis manns sem var. Þetta er maður sem ég þekkti ekki. Maður sem mér finnst merkur og mikill, vegna óþekktra afreka. Hann virtist ávallt í þungum þönkum út við glugga, með hendur í vösum. En ég vissi að hann væri nú bara eins og ég, og fyndi ómælda ró og frið við það eitt að stara út um gluggann. Með fátt annað til umtals en lax- inn í Elliðaánum, við eldhúsborðið heima sat, ávallt svart kaffi í glasi, tveir molar, sem voru síðan settir upp í munn á allt annan hátt en all- ir aðrir gerðu. Með þá barnslegu hugsun að ég hafi verið einstök og spes í huga hans. Því ég fékk að vita leynd- armál laxveiðimannsins um falda fiska í ánni. Ég fékk að leggja kap- al með spilunum hans, meira að segja í hans herbergi, sem mér finnst enn að enginn annar hafi fengið leyfi til. Með hann stöðugt í huga mér og hjarta kveð ég manninn sem ég þekkti ekki en hef og mun ávallt elska ómælt. Bekka-lund í útlandinu, Rebekka. Hann Jón Jakobsson var afi minn og hann kom oft og heimsótti okk- ur. Þegar ég var lítill var ég alltaf í læknisleik við afa þegar hann lá í sófanum og einu sinni kom hann heim til sín með læknadót inni á sér. Í sumar, þegar hann kom í af- mælið hennar mömmu, lagðist hann í hjónarúmið og ég var búinn að borða yfir mig og lagðist hjá honum og hélt í höndina á honum. Síðast þegar ég sá hann var hann í kaffiboði hjá okkur með ömmu. Afi hefur verið mjög góður við mig og ég grét og grét þegar hann dó og hugsaði um hvað hann hafði verið góður við mig. Hér er bæn fyrir hann frá mér, Gauta og Trausta, en ég er 9 ára og heiti Gísli. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þinn afastrákur, Gísli Hrafn. Við fráfall Jóns Jakobssonar byggingameistara rifjast glöggt upp okkar fyrstu kynni 1946. Þá hóf hann nám í húsasmíði hjá Karli Th. Sæmundssyni en sjálfur hóf ég, Kristinn, nám hjá honum í maí 1944. Kynni tókust strax með okkur lærlingunum enda unnum við mikið saman. Ég sá strax að þar fór traustur og trúverðugur maður sem hægt var að treysta í smáu sem stóru. Að loknu námi mínu fór ég til starfa úti á landi en Jón hélt áfram í Reykjavík. Það æxlaðist svo að þegar við hjónin komum aftur í bæ- inn leigðu Jón og Ásta, hans ágæta kona, okkur hluta af íbúð sinni meðan við vorum að koma okkur fyrir. Það var mikið drengskapar- bragð og minnumst við þess jafnan með miklu þakklæti. Nokkru eftir að ég sneri aftur til Reykjavíkur tók Jón að vinna hjá mér og gerði það um 30 ára skeið. Jón var afar traustur og vandvirkur smiður og einkar samviskusamur í öllum verkum. Hann var mikill lánsmaður í einkalífi, kvæntur ein- stakri úrvalskonu, Ástríði Elínu Björnsdóttur, og eignaðist með henni 7 dætur og einn son. Öll voru þau indælisbörn og eru glæsileg í sjón og raun. Jón var mikill kraftamaður og höfðum við oft gaman af að tuskast á yngri árum. Jón var mikill lax- veiðimaður og vandist því sem ung- ur drengur í Borgarfirðinum. Þegar Jón var með veiðistöngina var hann svo liðugur að manni datt í hug línudansari, þó hann væri annars fremur þungur á sér, en köttur lið- ugur í veiðinni. Eitt sinn vorum við að veiða saman í Korpu, mikill galsi í laxinum, sem stökk grimmt kring- um Jón og einn laxinn lenti uppá bakkanum við fætur Jóns, sem ýtti laxinum mjúklega út í ána aftur og gaf honum þannig líf. Þetta sýndi hversu heill hann var gagnvart veiðidýrunum. Hann mat það svo að ógæfu laxins að lenda uppá landi mætti hann ekki notfæra sér. Það væri gott ef veiðimenn hugsuðu þannig um bráð sína. Við hjónin og börn okkar þökk- um af alhug öll liðin ár. Við óskum þér, kæri Jón, blessunar í landinu fyrirheitna og vonum svo sannar- lega að þú fáir að grípa þar í veiði- stöngina. Ástu, börnum, barnabörn- um og venslafólki vottum við dýpstu samúð og biðjum þeim öll- um blessunar og styrks Guðs um ókomin ár. Kristinn Sveinsson frá Sveinsstöðum og Margrét Jörundsdóttir. JÓN JAKOBSSON ✝ Soffía I.S. Sig-urðardóttir fæddist á Norðfirði 4. október 1925. Hún lést á dvalar- heimili Hrafnistu í Reykjavík 28. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Frið- bjarnarson frá Vaði í Skriðdal, bæjar- verkstjóri í Nes- kaupstað, og Hall- bera Daníelsdóttir frá Stórabóli í Nesjahreppi. Systkini Soffíu voru fjögur. Elstar voru tvíburarnir Friðbjörg og Þóra, þá Guðmund- og eiga þau einn son, Hafstein Henry. 2) Hilmar, f. 1949, kvænt- ur Hrefnu Jónsdóttur frá Vest- mannaeyjum og eiga þau einn son, Sigurð, f. 1980, og á hann eina dóttur, Birgittu Ýri. Þá á Hrefna einnig Kristínu, Arnar og Hrafn. A) Kristín á Lísubet og Jón Heiðar, B) Arnar, kvæntur Eddu Magnúsdóttur og eiga þau Berg- lindi og Hjördísi, C) Hrafn, kvænt- ur Helgu Martinsdóttur og eiga þau Jón Inga og Sigurlín Ósk. 3) Sigurður Sófus, f. 1954, kvæntur Helgu Harðardóttur frá Ísafirði og eiga þau þrjú börn: Lindu Björk f. 1981, Soffíu, f. 1985, og Hörð, f. 1990. Soffía vann til fjölda ára á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítal- ans. Þá var hún virk í starfi Blindrafélagsins. Útför Soffíu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ur og Ragna yngst. Ragna er ein á lífi af systkinunum. Hinn 6. desember 1946 giftist Soffía Sigurði Valdimars- syni frá Sóleyjar- bakka í Hruna- mannahreppi, f. 30. maí 1914, d. 15. nóv- ember 1994. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Halla, f. 2. ágúst 1947, gift Hafsteini Vilhjálms- syni úr Reykjavík. Halla býr á Ísafirði og á eina fóst- urdóttur, Dagbjörtu, f. 1976, í sambúð með Bjarna Henryssyni Elsku amma, það er með miklum söknuði sem ég kveð þig í dag. Þeg- ar ég hugsa til baka þá koma upp í hugann margar góðar minningar um samverustundir okkar undan- farin 24 ár. Þú varst alltaf svo myndarleg að prjóna og föndra og ég held að ég hafi sjaldan farið tóm- hent heiman frá þér. Á árum áður voru það ullarsokkar sem þú prjón- aðir og seinna voru það ýmiss konar prjónaðar dúkkur eða ofnir púðar og körfur. Þegar þú varst hætt að geta föndrað, þá var yfirleitt ekki tekið annað í mál en ég tæki við 1000 krónum sem þú sagðir vera upp í bensínkostnað fyrir að vera svo góð að koma við hjá þér. Það sama gilti með mat. Það var alltaf nóg að borða hjá þér og afa, og mátti ekki sjá að neinn væri svangur. Eftir sunnudagskaffið, þá vildirðu oft að við tækjum heim með okkur restina af pönnukökunum svo þær færu nú ekki til spillis. Seinasta árið í þitt í Neðstaleitinu þá kom ég stundum úr skólanum í hádegismat til þín. Ef þú vissir að von væri á mér þá beið stórsteik á borðinu þeg- ar ég kom. Reyndi ég því frekar að koma óvænt, þar sem heilsan hjá þér var ekki jafn góð og viljinn til að standa yfir pottum allan morguninn. Ég var mjög mikið í pössun hjá þér þegar ég var lítil og vorum við alltaf góðar vinkonur. Þegar ég kom í heimsókn til þín fyrir nokkrum mánuðum þótti mér mjög gaman að heyra þig segja þegar ég labbaði inn: „Er hún vinkona mín komin að heimsækja mig“. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Góða nótt amma, og guð blessi þig. Þín vinkona og barnabarn, Linda Björk. SOFFÍA I.S. SIGURÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.