Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 55 DAGBÓK Þýski heimspekingurinn Immanuel Kanter umfjöllunarefni ráðstefnu semhefst í Háskólanum á Akureyri ámorgun og ber nafnið Rætur siðferðis: um verklega heimspeki Immanuels Kants. Sum- ir af helstu sérfræðingum veraldar í verkum Kants eru meðal fyrirlesara á ráðstefnunni. „Kant var helsti heimspekingur upplýsing- arinnar í Þýskalandi á 18. öld,“ segir Guð- mundur Heiðar Frímannsson, forseti kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri. „Hann setti fram kenningar á nánast öllum sviðum heim- spekinnar sem hafa haft mjög afdrifarík áhrif á hugmyndir okkar fram á þennan dag. Sem dæmi er hann einn af þremur höfundum sem nánast undantekningarlaust er lesinn í öllum grunnkúrsum í siðfræði.“ Fjallað verður um ólíka þætti heimspeki Kants eins og málfrelsi, ástæður til breytni og dyggðakenninguna svo eitthvað sé nefnt. „Okkur tókst að fá tvo prófessora frá Banda- ríkjunum á ráðstefnuna sem báðir eru í fremstu röð sérfræðinga í verkum Kants. Christine M. Korsgaard hefur um langt skeið verið í hópi þekktustu höfunda um Kant. Manfred Kuehn gaf út ævisögu Kants fyrir tveimur árum sem er framúrskarandi verk. Peter Niesen sem kemur frá Þýskalandi er nýbúinn að gefa út verk um mál- frelsiskenningu Kants.“ Auk erlendu fyrirlesarana fjallar Mikael Karls- son, forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskól- ans á Akureyri, um skylduboð Kants. „Logi Gunn- arsson, lektor við Háskólann í Liverpool, veltir fyrir sér siðferðislegri stöðu dýra eins og mannapa í samanburði við þá sem eru haldnir mjög alvarlegri þroskahömlun og Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, fjallar um rökstuðning Kants fyrir því að maður megi aldrei ljúga.“ Sjálfur fjallar Guðmundur um vandkvæði við að þýða Kant á Íslensku. „Fyrir tveimur árum kom út fyrsta bókin eftir Kant á íslensku sem ég þýddi. Kant er erfiður höfundur að mörgu leyti. Honum var t.d. ekki lagið að setja fram hugsun sína á skýran og einfaldan hátt. Í mörgum verkunum er hann að auki að fjalla um efni sem er erfitt að vera skýr um. Loks notar hann mikið af tæknilegum heimspekilegum hugtökum sem vantar íslenskar þýðingar fyrir. Reyndar hefur orðið til ákveðinn orðaforði sem ég nýtti mér við þýðinguna.“ Fyrirlestur Guðmundar er sá eini sem fluttur verður á íslensku en að öðru leyti mun ráðstefnan fara fram á ensku. Hún fer fram í húsakynnum Háskólans í Þingvallastræti 23 og hefst kl. 9 í fyrramálið. Hún stendur til klukkan 17.30 en verður fram haldið kl. 9 á sunnudagsmorgun og lýkur svo kl. 12.30 þann dag. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Heimspeki | Ráðstefna um þýska heimspekinginn Immanuel Kant  Guðmundur Heiðar Frímannsson fæddist á Ísafirði árið 1952. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1972 og lauk BA- prófi í heimspeki og sál- fræði frá Háskóla Ís- lands árið 1976. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá háskól- anum í St. Andrews í Skotlandi árið 1992. Frá því ári hefur hann starfað við Háskólann á Akureyri og gegnir nú stöðu forseta kennaradeildar skólans. Hann er kvæntur Elísabetu Hjörleifsdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. Hafði afdrifarík áhrif á hugmyndir okkar Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn7. október, er áttræður Gutt- ormur Þormar verkfræðingur. Af því tilefni taka Guðrún og Guttormur á móti gestum á morgun, laugardaginn 8. október, í félagsheimili starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur við Elliðaár á milli kl. 16 og 19. Hlutavelta | Á Barnaspítala Hrings- ins kom ung stúlka, Heba Líf Jóns- dóttir frá Skagaströnd, og gaf leikstofu Barnaspítalans kr. 6.000. Heba Líf var með markað við Laufskálarétt og seldi heimaprjónaða vettlinga eftir ömmu sína og reyktan fisk frá pabba sínum. Hecht-bikarinn. Norður ♠9764 ♥KG ♦KG2 ♣Á753 Vestur Austur ♠KDG8 ♠105 ♥1093 ♥Á8652 ♦974 ♦10863 ♣G94 ♣K6 Suður ♠Á32 ♥D74 ♦ÁD5 ♣D1082 Suður spilar þrjú grönd og fær út spaðakóng. Er til örugg leið að níu slögum eða getur vörnin haft betur? Spilið er frá Hecht-mótinu í Kaup- mannahöfn og á öllum borðum tókst sagnhafa að skrapa saman níu slögum, enda legan greinilega á bandi sókn- arinnar. En Daninn Jesper Thompsen lét sagnhafa vinna fyrir kaupinu sínu. Thompsen var með spil austurs. Suður tók fyrsta slaginn réttilega með spaðaás og spilaði hjarta. Thomp- sen drap strax, tók spaðatíu og spilaði blindum inn á hjarta. Sagnhafi varð að gera sér mat úr laufinu og lagði því nið- ur laufás og hugðist svo spila laufi að drottningunni. En Thompsen setti strik í reikninginn með því að láta lauf- kónginn undir ásinn! Hugmyndin var að skapa makker innkomu á gosann. Þessi tilþrif settu sagnhafa í vanda, en hann reyndist vandanum vaxinn. Í suðursætinu var Bandaríkjamaðurinn Brian Jackson. Hann leysti málið með því að taka slagina á hjarta og tígul og senda svo vestur inn á spaða í lokin til að fá sendingu upp í D10 í laufi. Fallegt spil, bæði í vörn og sókn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hættum að nota orðið þumalputtaregla VIÐ notum ýmislegt í hugs- unarleysi. „Rule of thumb“ var úr- skurður dómara um að karlmaður mætti berja eiginkonu sína með spýtu á þykkt við eiginmannsins eig- in þumalfingur, en ekki með breiðari spýtu en það. Svona ógeð skulum við ekki lepja upp.Gætum tungu okkar. Guðrún Kristín Magnúsdóttir, rithöfundur. Enn um Fréttablaðið ÉG skil ekki af hverju fólk er að kvarta yfir því að fá ekki Frétta- blaðið heim til sín. Er fólk það vit- laust, eða getur ekki gert mun á, hvaða blað segir fréttir eða það blað sem býr til fréttir til að hylja eða láta betur fyrir fara eigendum blaðsins? Í það minnsta sé ég eiginlega aldrei þetta fréttablað neinstaðar í blokkinni minni nema í ruslatunn- unni og skil ég vel út af afhverju. Sumt fólk lætur bara ekki plata sig svo auðveldlega. Mér finnst rangt að bera út Fréttablaðið í öll heimili. Þetta ætti frekar að líðast á kaffihúsum, þjón- ustustöðum o.s.frv. Ekki vera að troða inn á fólk alls- konar vitleysu sem verður til þess að við Íslendingar búum ekki lengur í lýðræðislegu þjóðfélagi heldur í Baugsveldi. Gunnar Magnús Halldórsson, kt. 270786-2359. Um „bætta þjónustu“ strætós MÉR datt í hug að fara sl. laug- ardag inn í Holtagarða til þess að versla. Hringdi ég þess vegna í þjón- ustusíma strætós. En viti menn, þar er ekki svarað um helgar, þeir gerðu það þó áður. Kalla þeir þetta bætta þjónustu. Síðan fór ég inn í Holtagarða í gær en þegar ég ætlaði að taka mér far heim með strætó þá fer ég auð- vitað í biðskýlið við Kleppsveg. Þeg- ar ég kem þangað býst ég auðvitað við að þar standi: hér stansa þessir vagnar og númerin þeirra. Nei, ekki aldeilis. En það var þó regla í fyrra kerf- inu. Síðan bíð ég og bíð, hafði nægan tíma til þess að rýna í allt leiðarkerfi borgarinnar en fann þó loks út að númer 14 og 16 mundu stoppa þarna. Jú, þeir komu loksins en það leið 1 mínúta á milli komutíma þeirra. Hvers konar rugl er þetta allt saman. Guðbjörg. Til skammar GUNNAR Örlygsson er Sjálfstæð- isflokknum til skammar og hefur í reynd engan rétt til setu á Alþingi. Björn Indriðason. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Bg5 e6 3. e4 h6 4. Bxf6 Dxf6 5. Rc3 Bb4 6. Dd3 Rc6 7. Rf3 0-0 8. 0– 0–0 d6 9. Kb1 Dg6 10. h4 f5 11. h5 Df7 12. exf5 Dxf5 13. Dc4 Da5 14. Re2 Dd5 15. Dxd5 exd5 16. Hh4 Re7 17. Rf4 c6 18. g3 Bf5 19. Bh3 Be4 20. Bg4 Ba5 21. Hh2 Rf5 22. Rd2 Hae8 23. Rf1 Bb6 24. Re2 Re7 25. Re3 Rf5 26. Rg2 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í St. Vincent í Ítalíu. Vladimir Kramnik (2.744) hafði svart gegn Luke McShane (2.625). 26. … Rxd4! 27. Rgf4 27. Rxd4 hefði verið svarað með 27. … Hxf2 og svartur ynni manninn til baka með dá- góðum vöxtum. 27. … Bxc2+ og hvítur gafst upp. Kramnik kaus að taka ekki þátt í HM sem fram fer þessa dagana í Argentínu og rígheldur hann í heims- meistaratitil sinn sem hann fékk fyrir fimm árum þegar hann lagði Kasparov að velli í einvígi. Ein mesta skákhátíð á Íslandi á ári hverju, Íslandsmót skák- félaga, hefst í kvöld kl. 20.00 í Mennta- skólanum í Hamrahlíð. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. SÝNING Steinunnar Helgu Sigurð- ardóttur og Morten Tillitz verður opnuð í Kling og Bang í dag kl. 17. Fyrir sýninguna hefur Steinunn Helga gert þrenns konar verk; stað- bundin verk, innsetningar í rými og röð teikninga. Steinunn hefur síðastliðin 18 ár safnað sandi alls staðar að úr heim- inum. Hluta af sandinum hefur hún safnað sjálf og einnig hefur sandi verið safnað fyrir hana. Í verkinu Samhengi notar hún hluta af safnaða sandinum í fyrsta sinn. Litirnir á sandinum eru mismun- andi, allt frá algjörlega svörtum sandi yfir í margs konar liti, rauðan, gulan, bláan, gráan og alla leið yfir í hvítan. Á öðrum stað í galleríinu verður verkið Hús, sem mun lýsa upp stað- inn. Í fyrstu virðast húsin öll eins, en þau glóa í sínum sjálfstæðu litum þar sem hver sá er lítur inn mun kynnast fimm mismunandi yfirborð- um er skapa gólf, veggi, húsenda og loft allt í sínum eigin stíl. Steinunn sýnir einnig verkin Snertu gleðina, sem er sería af teikningum í nálgun við þrívíða hluti, teikningar gerðar með fínum barna- litum, perlum, nálum og þráðum o.s.frv. Verk Morten Tillitz taka öll mið af einni setningu sem er einnig titill sýningar hans; Höfuðið er hringlaga svo hugsanir geti skipt um áttir. Hausverk, veggverk og innsetn- ing kallast á við teikningar sem Morten hefur unnið út frá teikn- ingum, blaðaúrklippum, ljós- myndum og umslögum sem faðir hans heitinn gerði. M.a. hefur Morten teiknað ofan á aðra teikn- ingu föður síns, eða teiknað við hlið- ina á upphaflegu teikningunni. Á sama hátt og þessar teikningar hafa leitt af sér aðrar, nýjar teikn- ingar, hafa hin verkin á sýningunni fætt af sér eitthvað annað, eða verið hluti af ákveðinni þróun þar sem stemning og hugsanir eru stöðugt að skipta um áttir. Sýningarnar í Kling & Bang gall- eríi standa til 30. október og er opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14–17. Höfuðverk og sandur í Kling og Bang Steinunn Helga Sigurðardóttir safnar sandi. Hjá Máli og menningu er komin út bókin Hermann eftir Lars Saaby Christensen í þýðingu Sigrúnar Magnúsdóttur. „Hermann er frískur eins og fisk- ur. Hann gengur í skóla með Rúbý sem sagt er að geymi fimm fuglshreiður í rauðu hárinu. Hann á móður sem hlær svo hátt að Nesodd- báturinn strandar og klukkan í turninum á Ráðhúsinu stoppar, og hann á líka föður sem stýrir svo háum krana að hann getur séð til Ameríku og jafnvel lengra. En einn daginn, þegar Hermann er í klippingu, biður rakarinn um að fá að tala við mömmu hans og allt breyt- ist. Hermann er bráðskemmtileg og ljúfsár saga eftir Lars Saabye Christ- ensen, sem er um þessar mundir sá norræni rithöfundur sem nýtur hvað mestra vinsælda í heiminum,“ segir útgefandinn Mál og menning. Bókin er 192 bls. Fullt verð: 1.799 kr. Tilboðsverð: 1.299 kr. Skáldsaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.