Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 18
" %&
8 %& 9%& :
9
8
;<= !>?@>!;A 2B=
5!
%
C
"D
*2 =$ >
>)
$ $!/
C 2$E
!E @FG=>#@ ;A>B> !>?
> $! ) -/ ) > 2$G /% %! $
6
%C DE
!
%CDE
4!
%C DE
5 C DE
6 CDE
.G$$>0'
*G%
* $
:G/-$
6
%&
;<=<<BB"">!
C 4D
2
$
7
6
7
-
7 )
$%>
"
#-/-$$
57
046
Q'-;
'!
07564
. R S 0
" 5?
& S 5
H
*
. - /$
='
?
,
: T% /
2
*U<=4:
" > !
: V S * " 5?
?2
.2>
56 -! 11
#?) *G%
.2>9 G$$>0'
.G$$>0'
.$$>0' 9 *G%
*G%
S/%
I2< F GJ<# IAK>
!
%&
*-) ) 1 / + $!'$% )
6)@) > & !
/'$% >
> $! $ $! %$
1 2! 1 -
"- )! /- $ 1
+ $! $ -) @ 0
1)-
& / - > G
* ! $ $2=
/ = > ? $%
0 $$
'$$)
7 >0 ! ! $% &
- /- !$ +2=) $$
& - 2$
; !$/
?! $ - % - -
+ )2 2= -$% >
+-/ ?)/
$ +- /
> $! ) -)
-;
56 + $! )
%- -/'-
56 %! ) 2=$0
1 -) / $
$$) +2=)0
@) / +
%! - >) -$
> ='-
Kjörstaðir víggirtir
og landamæri lokuð
Bagdad. AFP, AP. | Írakar bjuggu sig í
gær undir sögulega þjóðaratkvæða-
greiðslu um drög að nýrri stjórnar-
skrá og yfirvöld juku öryggisviðbún-
aðinn til að reyna að afstýra árásum
uppreisnarmanna sem vilja koma í
veg fyrir atkvæðagreiðsluna.
Bayan Baker Solagh, innanríkis-
ráðherra Íraks, skýrði frá ýmsum ör-
yggisráðstöfunum vegna atkvæða-
greiðslunnar í dag. Landsmenn
fengu fjögurra daga frí frá störfum
þar til á mánudag, óbreyttum borg-
urum var bannað að bera vopn, öll
umferð einkabíla var bönnuð um
helgina og útgöngubann verður í
gildi frá klukkan tíu á kvöldin til sex á
morgnana. Landamærum Íraks var
lokað á fimmtudag þar til á morgun.
Þá var alþjóðaflugvöllurinn í Bagdad
lokaður í gær og verður ekki opnaður
að nýju fyrr en á morgun.
Drungaleg þögn
Þúsundir vopnaðra her- og lög-
reglumanna voru á götum Bagdad í
gær, settu upp vegatálma og varð-
stöðvar. Kjörstaðir voru víggirtir
með gaddavír og múrum sem þola
sprengingar.
Bílaumferðin var þegar orðin mjög
lítil í Bagdad og fleiri borgum í Írak í
gær. Margar verslanir voru ekki
opnaðar og öðrum var lokað
snemma.
Þegar byrjað var að rökkva var
varla sála á ferli í Bagdad og þögnin á
götum borgarinnar var drungaleg.
Býst við mann-
skæðum árásum
Talsmaður Bandaríkjahers í Írak,
Rick Lynch undirhershöfðingi, sagði
að ástandið í öryggismálum fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna væri betra
en fyrir þingkosningarnar í landinu
30. janúar. Uppreisnarmenn hefðu
gert færri árásir á síðustu dögum en
fyrir kosningarnar í janúar og liðs-
mönnum íraskra öryggissveita hefði
fjölgað úr 138.000 í um 200.000.
Lynch kvaðst þó búast við mann-
skæðum tilræðum um helgina. „Upp-
reisnarmennirnir hafa lýst yfir stríði
gegn lýðræði og munu fremja skelfi-
leg ofbeldisverk.“
Þessi íraski sjúklingur á sjúkrahúsi í Najaf, helgri borg sjíta í Írak, greiddi
atkvæði utan kjörstaðar í gærmorgun um drög að stjórnarskrá landsins.
AP
Mikill öryggis-
viðbúnaður í Írak
vegna þjóðarat-
kvæðagreiðslu
18 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Naltsík. AFP. | Rússneskar sérsveitir
réðust í gær inn í þrjár byggingar,
sem voru á valdi tétsenskra uppreisn-
armanna í bænum Naltsík í sunnan-
verðu Rússlandi, og bundu enda á
árás sem kostaði um það bil hundrað
manns lífið. Yfirvöld í Kákasus-hér-
aðinu Kabardino-Balkaríu sögðu að
allir gíslar uppreisnarmannanna
hefðu verið frelsaðir.
Sérsveitir rússneska hersins beittu
sprengjum og sjálfvirkum byssum
þegar þeir réðust inn í byggingarnar
þrjár – lögreglustöð, skrifstofu fang-
elsis og minjagripaverslun – þar sem
uppreisnarmennirnir héldu alls níu
manns í gíslingu.
Embættismaður í rússneska innan-
ríkisráðuneytinu sagði að um 70 upp-
reisnarmenn, 20 her- og lögreglu-
menn og 12 óbreyttir borgarar hefðu
fallið í átökunum frá því í fyrradag.
Árás í Kák-
asus lokið
“Ég vil verða heimsfrægur
rithöfundur, amma mín.”
BRESKUR táningur er nú kom-
inn í meðferð vegna sjúklegrar
sms-áráttu en sálfræðingar og
aðrir ráðgjafar búast við, að slík-
um málum muni fjölga mjög á
næstunni.
Drengurinn, sem er 19 ára
gamall, sendi um 700 sms-skila-
boð á viku og á einu ári kostuðu
þau hann rúmlega 480.000 ís-
lenskar krónur. Þá neyddist hann
líka til að hætta í vinnunni þegar
vinnuveitendur hans komust að
því, að hann hafði sent frá sér
8.000 tölvupósta á einum mánuði
að því er fram kom á fréttavef
BBC, breska ríkisútvarpsins.
Ungi maðurinn sagði, að það
væri eitthvað svo spennandi að fá
sms-skilaboð og skemmtilegt að
komast að því
hver væri að
senda. Síðan
þyrfti auðvitað
að svara og á
slíkum send-
ingum fram og
aftur gæti
gengið í nokk-
urn tíma. Ann-
ars voru flest skilaboðin milli
hans og unnustunnar en þau eru
nú hætt að vera saman.
Patrick O’Donnell, sálfræðing-
ur og prófessor við Glasgow-há-
skóla, segir, að búast megi við, að
málum af þessu tagi muni fjölga
enda opni tæknin nú á dögum
fyrir alvarlega fíkn hjá sumu
fólki.
Sendur í
sms-meðferð
UM 2.000 danskir múslímar söfn-
uðust saman á Ráðhústorginu í
Kaupmannahöfn í gær til að mót-
mæla því að danska dagblaðið Jyl-
lands-Posten birti teikningar af
Múhameð spámanni. Blaðið skýrði
frá því fyrr í mánuðinum að það
hefði ráðið öryggisverði til að
vernda blaðamenn vegna morðhót-
ana sem því bárust eftir að það birti
teikningarnar 30. september síðast-
liðinn.
Blaðið birti þá tólf teikningar af
Múhameð eftir jafnmarga teiknara
sem hver og einn kom með sína
túlkun á því hvernig spámaðurinn
kann að hafa litið út. Í íslam eru
myndir af Múhameð spámanni
bannaðar.
AP
Teikningum
af Múhameð
spámanni
mótmælt