Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 33 UMRÆÐAN ÖLLUM ætti að vera ljóst mik- ilvægi Háskólans á Akureyri fyrir samfélagið á Eyjafjarðarsvæðinu og í raun og veru menntun í landinu. Miklar efasemdarraddir voru uppi þegar skólinn var stofnaður en á þeim árum sem liðin eru hefur tekist svo um munar að sýna fram á mik- ilvægi háskólans ekki einungis fyrir menntun og rannsóknir á svæðinu heldur hefur skólinn haft mikil áhrif á landsbyggðinni og verið í far- arbroddi í háskólamenntun sem hef- ur haft áhrif víða í samfélaginu. Sem dæmi má nefna að fjöldi fagmennt- aðra kennara bæði í grunnskólum sem og leikskólum hefur margfald- ast á Akureyri og á Norðurlandi og má að verulegu leyti þakka þá þróun útskrifuðum kennurum frá Háskól- anum á Akureyri. Sama gildir um aðrar háskólamenntaðar fagstéttir, t.d. hjúkrunarfræðinga. Háskólinn hefur einnig verið í fararbroddi í uppbyggingu fjarnáms sem þjónar öllu landinu. Skólinn hefur verið að vaxa ört og er það vel. Nám í auðlindadeild og sjávarútvegsfræði var nýmæli í há- skóla á Íslandi og upplýsinga- tæknideildin við Háskólann á Ak- ureyri hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og starfar á alþjóð- legum vettvangi. Félagsvísinda- og lagadeild er í örum vexti og hefur varpað nýrri sýn á þessi fög og tengt þau saman á spennandi hátt. Heil- brigðis- og kennaradeild eru fjöl- mennustu deildirnar. En nú bregður svo við að stjórnendur skólans hafa séð sig knúna til að ráðast í sárs- aukafullar sparnaðaraðgerðir. Eins og þær að innrita ekki nemendur á fyrsta ári í tölvunarfræði í upplýs- ingatæknideildinni. Þetta var ákvörðun sem var eingöngu tekin á fjárhagslegum forsendum og framtíð tölvunarfræðinámsins, sem er fram- úrskarandi nám, er í mikilli óvissu. Framtíðaruppbygging skólans í hættu Og nú blasir mögulega við fækkun kennara og annars starfsfólks verði fjárhagur Háskólans ekki bættur verulega. Í haust var brugðist við fjárhagsvanda þessa árs með viðbót- arframlagi frá ríkissjóði sem var gott en það dugar því miður skammt. Framtíðaruppbygging skólans og vöxtur er því í hættu verði ekki brugðist skjótt við. Fjárveitingar til kennslu við Há- skólann á Akureyri eru metnar nær eingöngu út frá reiknilíkani mennta- málaráðuneytis, Háskóli Íslands fær sérstaka rannsóknafjárveitingu og Háskólinn á Akureyri fær fjárveit- ingu til rannsókna sem nægir aðeins fyrir um helmingi rannsóknaút- gjalda. Þetta verður að laga. Fjár- veitingar til einkaháskóla eins og Háskólans í Reykjavík, eða á Bifröst til kennslu eru samkvæmt reiknilík- ani ráðuneytisins en þessu til við- bótar hafa þessir skólar heimild til að innheimta skólagjöld sem þeir nota til að fjármagna kennslu og rannsóknir. Skólagjöldin eru sem kunnugt er endurgreidd af ríkinu í gegnum endurgreiðslur til LÍN. Þessu til viðbótar fá einkaskólarnir rannsóknafjárveitingar hjá ríkinu sem eru reyndar stórauknar í nýju fjárlagafrumvarpi. Fyrir ríkishá- skóla sem heyra undir mennta- málaráðuneyti er þetta fjárhagskerfi óþolandi að búa við og þrátt fyrir mikið aðhald í rekstri hefur Háskól- inn á Akureyri verið rekinn með halla síðan 2002. Ef auknar fjárveit- ingar fást ekki blasir við stöðvun á uppbyggingu skólans og skera þarf jafnvel niður þá starfsemi sem fyrir er. Það kom fram hjá mennta- málaráðherra í umræðum á Alþingi að þetta reiknilíkan er nú til endur- skoðunar og er vonandi að það verði lagað svo um munar. Framtíð Háskólans björt fái hann stuðning Skólinn hefur verið í mikilli upp- byggingu enda aðsókn að skólanum ört vaxandi. Fyrir tveimur árum var tekið í notkun nýtt rannsóknarhús við Háskólann. Illu heilli var það hús hinsvegar byggt sem einka- framkvæmd og leiga á fermetra er um þrisvar sinnum hærri en gengur og gerist á Akureyri og mörgum sinnum hærri en stofnanir Háskól- ans höfðu greitt áður. Það gefur auga leið að ekki er hægt að bregð- ast við þessari hækkun með nið- urskurði og aðhaldi í rekstri ein- göngu. Verulegt aukið fjármagn verður að koma frá ríkinu. Uppbygg- ing Háskólans á Akureyri og á stofn- unum honum tengdar eru dæmi um það sem vel má gera á landsbyggð- inni og er sambærilegri starfsemi á Ísafirði og á Austurlandi mikil hvatning og gott fordæmi. Oft er talað um Eyjafjarðarsvæðið sem eitt helsta vaxtarsvæði utan höf- uðborgarinnar og með tilkomu Há- skólans á Akureyri var snúið við þeirri hnignun sem átti sér stað á svæðinu. Nú starfa nokkrar stofn- anir í tengslum við Háskólann á Ak- ureyri eins og Byggðarannsókn- arstofnun, Skólaþróunarsvið, Ferðamálasetur, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri og margar til viðbótar. Með tilkomu Háskólans á Akureyri hafa verið auknir mögu- leikar á því að flutningur stofnana út á land ætti að ganga greiðar jafn- framt því sem nýir starfsmöguleikar verða fyrir hendi og allt það góða fólk sem útskrifast frá skólanum efl- ir atvinnulífið og stofnar fyrirtæki sem geta vaxið og dafnað. Framtíð Háskólans á Akureyri er björt fái hann þann stuðning sem honum ber. Það þarf að auka náms- framboð og fjölga deildum þannig að skólinn geti þróast eðlilega. Viljinn er fyrir hendi en það skortir fjár- magn. Það þarf ef til vill áræði og kjark til að taka af skarið og málin eru fyrst og fremst í höndum menntamálaráðherra. Eflum Háskólann á Akureyri Hlynur Hallsson fjallar um framtíð Háskólans á Akureyri ’Ef auknar fjárveit-ingar fást ekki blasir við stöðvun á uppbyggingu skólans …‘ Hlynur Hallsson Höfundur er varaþingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 Sófasett úr vönduðu dökkbrúnu leðri 3+1+1 199.800.- Einnig fáanlegt í ljósu microfiber áklæði: 3+2 145.000.- 3+2 188.000.- Sjónvarpsskenkur með ljósi (200cm) Verð: 85.000.- Vegghilla (240cm) Verð: 19.800.- Hillubox með spegli (90cm) Verð: 13.900.- Sjónvarpsskenkur Fáanlegur í tveimur stærðum 240cm Verð: 29.500.- 69.000.- 183cm Verð: 65.000.- Hilla með ljósi Verð: Sjónvarpsskenkur 200cm Verð: 67.000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.