Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 33
UMRÆÐAN
ÖLLUM ætti að vera ljóst mik-
ilvægi Háskólans á Akureyri fyrir
samfélagið á Eyjafjarðarsvæðinu og
í raun og veru menntun í landinu.
Miklar efasemdarraddir voru uppi
þegar skólinn var stofnaður en á
þeim árum sem liðin eru hefur tekist
svo um munar að sýna fram á mik-
ilvægi háskólans ekki einungis fyrir
menntun og rannsóknir á svæðinu
heldur hefur skólinn haft mikil áhrif
á landsbyggðinni og verið í far-
arbroddi í háskólamenntun sem hef-
ur haft áhrif víða í samfélaginu. Sem
dæmi má nefna að fjöldi fagmennt-
aðra kennara bæði í grunnskólum
sem og leikskólum hefur margfald-
ast á Akureyri og á Norðurlandi og
má að verulegu leyti þakka þá þróun
útskrifuðum kennurum frá Háskól-
anum á Akureyri. Sama gildir um
aðrar háskólamenntaðar fagstéttir,
t.d. hjúkrunarfræðinga. Háskólinn
hefur einnig verið í fararbroddi í
uppbyggingu fjarnáms sem þjónar
öllu landinu.
Skólinn hefur verið að vaxa ört og
er það vel. Nám í auðlindadeild og
sjávarútvegsfræði var nýmæli í há-
skóla á Íslandi og upplýsinga-
tæknideildin við Háskólann á Ak-
ureyri hefur vakið athygli út fyrir
landsteinana og starfar á alþjóð-
legum vettvangi. Félagsvísinda- og
lagadeild er í örum vexti og hefur
varpað nýrri sýn á þessi fög og tengt
þau saman á spennandi hátt. Heil-
brigðis- og kennaradeild eru fjöl-
mennustu deildirnar. En nú bregður
svo við að stjórnendur skólans hafa
séð sig knúna til að ráðast í sárs-
aukafullar sparnaðaraðgerðir. Eins
og þær að innrita ekki nemendur á
fyrsta ári í tölvunarfræði í upplýs-
ingatæknideildinni. Þetta var
ákvörðun sem var eingöngu tekin á
fjárhagslegum forsendum og framtíð
tölvunarfræðinámsins, sem er fram-
úrskarandi nám, er í mikilli óvissu.
Framtíðaruppbygging
skólans í hættu
Og nú blasir mögulega við fækkun
kennara og annars starfsfólks verði
fjárhagur Háskólans ekki bættur
verulega. Í haust var brugðist við
fjárhagsvanda þessa árs með viðbót-
arframlagi frá ríkissjóði sem var gott
en það dugar því miður skammt.
Framtíðaruppbygging skólans og
vöxtur er því í hættu verði ekki
brugðist skjótt við.
Fjárveitingar til kennslu við Há-
skólann á Akureyri eru metnar nær
eingöngu út frá reiknilíkani mennta-
málaráðuneytis, Háskóli Íslands fær
sérstaka rannsóknafjárveitingu og
Háskólinn á Akureyri fær fjárveit-
ingu til rannsókna sem nægir aðeins
fyrir um helmingi rannsóknaút-
gjalda. Þetta verður að laga. Fjár-
veitingar til einkaháskóla eins og
Háskólans í Reykjavík, eða á Bifröst
til kennslu eru samkvæmt reiknilík-
ani ráðuneytisins en þessu til við-
bótar hafa þessir skólar heimild til
að innheimta skólagjöld sem þeir
nota til að fjármagna kennslu og
rannsóknir. Skólagjöldin eru sem
kunnugt er endurgreidd af ríkinu í
gegnum endurgreiðslur til LÍN.
Þessu til viðbótar fá einkaskólarnir
rannsóknafjárveitingar hjá ríkinu
sem eru reyndar stórauknar í nýju
fjárlagafrumvarpi. Fyrir ríkishá-
skóla sem heyra undir mennta-
málaráðuneyti er þetta fjárhagskerfi
óþolandi að búa við og þrátt fyrir
mikið aðhald í rekstri hefur Háskól-
inn á Akureyri verið rekinn með
halla síðan 2002. Ef auknar fjárveit-
ingar fást ekki blasir við stöðvun á
uppbyggingu skólans og skera þarf
jafnvel niður þá starfsemi sem fyrir
er. Það kom fram hjá mennta-
málaráðherra í umræðum á Alþingi
að þetta reiknilíkan er nú til endur-
skoðunar og er vonandi að það verði
lagað svo um munar.
Framtíð Háskólans
björt fái hann stuðning
Skólinn hefur verið í mikilli upp-
byggingu enda aðsókn að skólanum
ört vaxandi. Fyrir tveimur árum var
tekið í notkun nýtt rannsóknarhús
við Háskólann. Illu heilli var það hús
hinsvegar byggt sem einka-
framkvæmd og leiga á fermetra er
um þrisvar sinnum hærri en gengur
og gerist á Akureyri og mörgum
sinnum hærri en stofnanir Háskól-
ans höfðu greitt áður. Það gefur
auga leið að ekki er hægt að bregð-
ast við þessari hækkun með nið-
urskurði og aðhaldi í rekstri ein-
göngu. Verulegt aukið fjármagn
verður að koma frá ríkinu. Uppbygg-
ing Háskólans á Akureyri og á stofn-
unum honum tengdar eru dæmi um
það sem vel má gera á landsbyggð-
inni og er sambærilegri starfsemi á
Ísafirði og á Austurlandi mikil
hvatning og gott fordæmi.
Oft er talað um Eyjafjarðarsvæðið
sem eitt helsta vaxtarsvæði utan höf-
uðborgarinnar og með tilkomu Há-
skólans á Akureyri var snúið við
þeirri hnignun sem átti sér stað á
svæðinu. Nú starfa nokkrar stofn-
anir í tengslum við Háskólann á Ak-
ureyri eins og Byggðarannsókn-
arstofnun, Skólaþróunarsvið,
Ferðamálasetur, Rannsóknastofnun
Háskólans á Akureyri og margar til
viðbótar. Með tilkomu Háskólans á
Akureyri hafa verið auknir mögu-
leikar á því að flutningur stofnana út
á land ætti að ganga greiðar jafn-
framt því sem nýir starfsmöguleikar
verða fyrir hendi og allt það góða
fólk sem útskrifast frá skólanum efl-
ir atvinnulífið og stofnar fyrirtæki
sem geta vaxið og dafnað.
Framtíð Háskólans á Akureyri er
björt fái hann þann stuðning sem
honum ber. Það þarf að auka náms-
framboð og fjölga deildum þannig að
skólinn geti þróast eðlilega. Viljinn
er fyrir hendi en það skortir fjár-
magn. Það þarf ef til vill áræði og
kjark til að taka af skarið og málin
eru fyrst og fremst í höndum
menntamálaráðherra.
Eflum Háskólann á Akureyri
Hlynur Hallsson fjallar um
framtíð Háskólans á Akureyri ’Ef auknar fjárveit-ingar fást ekki blasir við
stöðvun á uppbyggingu
skólans …‘
Hlynur Hallsson
Höfundur er varaþingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
Sófasett úr vönduðu dökkbrúnu leðri
3+1+1
199.800.-
Einnig fáanlegt í ljósu microfiber áklæði:
3+2
145.000.-
3+2
188.000.-
Sjónvarpsskenkur með ljósi (200cm)
Verð:
85.000.-
Vegghilla (240cm)
Verð:
19.800.-
Hillubox með spegli (90cm)
Verð:
13.900.-
Sjónvarpsskenkur
Fáanlegur í tveimur stærðum
240cm
Verð:
29.500.-
69.000.-
183cm
Verð:
65.000.-
Hilla með ljósi
Verð:
Sjónvarpsskenkur
200cm
Verð: 67.000.-