Morgunblaðið - 15.10.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 41
MINNINGAR
✝ Helgi BreiðfjörðHelgason fædd-
ist að Kveingrjóti í
Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu 18. októ-
ber 1914. Hann lést
á Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi
8. október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Helgi Helga-
son bóndi, lengst af í
Gautsdal í Geiradal í
Austur-Barða-
strandarsýslu, f. í
Garpsdal í Geiradal
21.11. 1871, d. 21.5. 1945, og Ingi-
björg Friðriksdóttir húsfreyja, f.
á Kirkjubóli í Kirkjubólshreppi í
Strandasýslu 30.6. 1874, d. 21.4.
1967. Helgi og Ingibjörg áttu sjö
börn og komust fimm þeirra upp,
auk Helga þau Sigrún, f. 1898, d.
1925, Ólafur, f. 14.2. 1903, d. 10.3.
1998, Karl, f. 16.9. 1904, d. 27.6.
1981 og Ingólfur, f. 17.1. 1913, d.
18.6. 1997. Hálfsystir Helga sam-
feðra er Margrét, f. 30.9. 1915,
sem ólst upp með honum í Gauts-
dal.
Helgi kvæntist 27.9. 1947 Helgu
Guðmundsdóttur, f. á Blönduósi
3.7. 1921. Synir þeirra eru: 1) Karl
lögfræðingur, f. 30.11. 1946,
kvæntur Sigurborgu Bragadóttur
kennara, f. 25.10. 1950. Börn
þeirra eru: a) Friðþjófur Helgi að-
stoðarskólastjóri, f. 22.3. 1972,
kona hans er Þórey Sæmunds-
dóttir kennari, f. 27.9. 1971, börn
þeirra Hrefna Sigurborg, f. 9.11.
2002, og Karl Sæmundur, f. 23.6.
2005. b) Guðrún Ingibjörg fram-
haldsskólakennari, f. 11.11. 1973,
maður hennar er
Ragnar Þórður Jón-
asson lögfræðingur,
f. 29.5. 1971, synir
þeirra eru Ragnar
Loki, f. 8.5. 1999, og
Róbert Orri, f. 17.5.
2002. c) Sigrún
Nanna efnisverk-
fræðingur, f. 18.9.
1980, maður hennar
er Magnús Örn Úlf-
arsson rafmagns-
verkfræðingur, f.
18.5. 1976. Þau
stunda framhalds-
nám í verkfræði í Bandaríkjunum.
2) Guðmundur Helgi kennari, f.
4.7. 1952. Hann var kvæntur Þóru
Gísladóttur hjúkrunarfræðingi.
Þau skildu. Börn þeirra eru: a)
Hjalti Rafn háskólanemi, f. 20.5.
1977, b) Helga María framhalds-
skólanemi, f. 21.1. 1986.
Helgi var í Gautsdal fram um
tvítugt og starfaði að búinu með
föður sínum og bræðrum. Hann
var einn vetur í Héraðsskólanum
að Laugum í Þingeyjarsýslu og
annan í Menntaskólanum á Akur-
eyri og lauk þaðan gagnfræða-
prófi. Hann stundaði ýmis störf á
Blönduósi, fyrir vestan og sunnan,
en sá um lyfjaafgreiðslu héraðs-
læknis á Blönduósi frá 1942 til
1974 og var jafnan kallaður Helgi
apótekari. Eftir það rak hann
verslun á staðnum í nokkur ár.
Helgi var lengi í stjórn Garð-
félagsins í Selvík og var formaður
þess í mörg ár.
Útför Helga fer fram frá
Blönduóskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Þegar við systkinin setjumst niður
til að setja nokkur orð á blað um elsku
afa okkar streyma fram minninga-
brotin.
Við munum afa sem ávallt var til í
að skella sér á fjóra fætur og leika við
okkur í öllum mögulegum leikjum.
Afa sem oft og einatt var mættur á
tröppurnar á Brekkubyggð 14 til að
fara með augasteinana sína í langar
gönguferðir um litla bæinn við ósa
Blöndu. Litil hönd laumast í hlýjan
lófa og Gunnsuló í vagninum.
Við munum afa sem fór með okkur
óteljandi ferðir inn með sjó til að tak-
ast á við stórtæk byggingaverkefni í
fjörunni, ærslaðist með okkur ásamt
því að vera óþreytandi við að fræða
okkur um náttúruna og umhverfið.
Við munum afa sem var eins og
konungur í ríki sínu í kartöflugörð-
unum í Selvík. Lítil augu horfðu með
stolti á kartöflubóndann, fylgdust vel
með leiðbeiningum um rétt handtök
og fylltust lotningu yfir hröðum og
öruggum handtökum hans svo að
uppskeran kæmist nú örugglega í hús
áður en haustfrostið færi að herja á
norður við Dumbshaf.
Við munum afa sem leyfði okkur að
koma niður í búð og fylgjast með sér
við afgreiðslustörfin og sagði okkur
sögur á meðan við sötruðum Sinalco
og nörtuðum í stjörnurúllu.
Við munum öll spilakvöldin sem við
áttum með afa. Þar var spilað af mikl-
um móð og ekki má gleyma ótal skák-
einvígum þar sem ekkert var gefið
eftir. Við munum glettnina og brosið
sem ávallt lék um varir hans. Blikið í
augum hans þegar hann sagði okkur
sögur frá æskuárunum í Gautsdal.
Við munum natnina, eljuna og sam-
viskusemina.
En umfram allt munum við elsk-
andi afa sem umvafði okkur með hlýju
sinni og einstakri blíðu og kenndi okk-
ur ótalmargt um lífið og tilveruna.
Minningabrotin um þig, elsku afi,
munu lýsa skært í hugum okkar og
ylja um ókomna tíð.
Þín elskandi afabörn,
Friðþjófur Helgi og
Guðrún Ingibjörg.
Elsku afi, síðastliðinn laugardag
fékk ég símhringingu frá Íslandi um
að þú hefðir fengið að fara í friði. Mig
langar til að skrifa nokkur orð til þín
og minnast stunda okkar saman.
Á hverju vori og hausti í æsku
minni fórum við fjölskyldan norður á
Blönduós til ykkar ömmu til að hjálpa
til við að taka upp kartöflur í Selvík-
inni.
Þar sem ég er nokkuð mikið yngri
en systkini mín og frændi, sem voru
búin að læra helstu atriðin við upp-
tektina, var oft lítið gagn af mér í
fyrstu.
En alltaf fannst þú mér eitthvert
mikilvægt hlutverk svo að mér fannst
ég vera aðalstarfskrafturinn í kart-
öflutínslunni. Afi, þú sást alltaf til
þess að litla „Súlan“ þín væri ekki
skilin út undan. Ég minnist einnig
með gleði í hjarta fjölmargra göngu-
ferða í fjörunni á Blönduósi og í Selvík
með þér. Við fundum alltaf eitthvað
skemmtilegt og forvitnilegt til að
skoða og kanna, eins og alla steinana
sem við söfnuðum í öllum heimsins lit-
um og stærðum.
Elsku afi, þú varst alltaf svo hress
og hlýr. Ég þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar og kveð þig með þakklæti
og sorg í hjarta.
Hvíl í friði, elsku afi, þín
Sigrún Nanna (Súla).
Mig langar að kveðja elskulegan
tengdaföður minn með fáeinum orð-
um.
Kynni okkar hófust þegar ég kom
ung stúlka norður til að vera nálægt
verðandi eiginmanni mínum og vinna
hjá Helga í apótekinu. Um leið og
hann tók á móti mér með ljúfmennsku
sinni og hjartahlýju hvarf mér allur
kvíði og ég eignaðist ekki aðeins
tengdaföður heldur einnig góðan vin.
Helgi innti öll sín störf af hendi af
alúð og mikilli snyrtimennsku, hvort
sem það var í apótekinu eða fyrir
Garðfélagið í Selvík. Í kartöflugarð-
inum í Selvík var unaðsreitur hans og
þar var alltaf gott veður, jafnvel þótt
snjóaði þegar við tókum upp á haust-
in.
Helgi var mikil barnagæla. Börn-
unum okkar Karls var hann góð fyr-
irmynd og yndislegur afi. Þau voru
ófá sporin sem hann átti upp á
brekku, þegar við áttum heima á
Blönduósi, til að gleðja litlar mann-
eskjur. Minningarnar um hann eru
bjartar og ljúfar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði, elsku Helgi.
Þín tengdadóttir
Sigurborg.
HELGI BREIÐFJÖRÐ
HELGASON
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Stapahrauni 5
Sími 565 9775
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
JÓNS J. WAAGFJÖRÐ
bakara
frá Garðhúsum,
Vestmannaeyjum,
Holtsbúð 16, Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar-
og dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ.
Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð,
Már V. Jónsson,
Halldór Waagfjörð, Ásta Þorvaldsdóttir,
Kristinn Waagfjörð, Hjördís Sigmundsdóttir,
Grímur Rúnar Waagfjörð, Helga Gunnarsdóttir,
Þorsteinn Waagfjörð, Sigrún Logadóttir,
Rósa María Waagfjörð, Hreiðar H. Hreiðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir minn, afi og langafi,
MAGNÚS KR. JÓNSSON,
til heimilis
á Hrafnistu í Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn
23. september síðastliðinn.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Sandra Magnúsdóttir,
Perla Hafsteinsdóttir,
Harpa Hafsteinsdóttir, Birgir Runólfsson,
Valur Hafsteinsson
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður,
GÍSLA VIÐARS HARÐARSONAR
slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns,
Óðinsvöllum 4,
Keflavík.
Guð blessi ykkur öll.
Vilborg Reynisdóttir,
Páll Ágúst Gíslason,
Reynir Örn Gíslason,
Kristín Ósk Gísladóttir,
Margrét Jakobsdóttir, Páll Jónsson,
Ragnheiður Ragnarsdóttir, Hörður Jóhannsson,
Kristín Hermannsdóttir, Reynir Eiríksson
og systkini.
Okkar kæri frændi,
SVERRE WIGFUSSON
ljósmyndari,
Stokkhólmi,
andaðist í Stokkhólmi sunnudaginn 2. október.
Útförin fer fram frá Vantörs kyrka í Högdalen,
Stokkhólmi, mánudaginn 31. október kl. 12.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Gíslína Vigdís Guðnadóttir,
Stella Guðnadóttir.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
JÓNU JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR
frá Brautarholti
í Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks, er annaðist hana á
Hrafnistu.
Guð blessi ykkur.
Ása Kristinsdóttir Gudnason, Christian H. Gudnason,
Birgir Kristinsson, Margrét Jóhannsdóttir,
Edda Kristinsdóttir, Theódór Diðriksson,
Ólafur H. Kristinsson, Veronique Pasquier,
Kristín Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.