Morgunblaðið - 19.10.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RÉTTAÐ YFIR SADDAM
Réttarhöld eiga að hefjast yfir
Saddam Hussein, fyrrverandi Íraks-
forseta, og sjö samverkamönnum
hans í dag í Bagdad. Eru þeir
ákærðir fyrir glæpi gegn mannkyn-
inu, nánar tiltekið fyrir fjöldamorð á
yfir 140 sjítum árið 1982. Gert er ráð
fyrir að síðar verði birtar fleiri
ákærur á hendur einræðisherranum
fyrrverandi. Verði hann fundinn
sekur gæti hann hlotið dauðadóm.
Spá hækkun vaxta í 4,35%
Greiningardeild KB banka gengur
út frá því sem einni af forsendum í
nýrri spá um þróun á fasteigna-
markaði, að vextir af íbúðalánum
hækki úr 4,15% í 4,35%. Um er að
ræða vexti af nýjum lánum, en vextir
af eldri lánum haldist óbreyttir. Þá
spáir greiningardeildin því að fast-
eignaverð muni hækka um 6% á
næstu 12 mánuðum.
Fá enga aðstoð
Um hálf milljón manna á jarð-
skjálftasvæðunum í Asíu hefur enn
enga aðstoð fengið, að sögn Mat-
vælahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Er ekki síst um að ræða fólk í af-
skekktum fjallaþorpum sem erfitt er
að komast til nema með aðstoð
þyrlna. Óttast er að þúsundir manna
deyi úr kulda og vosbúð.
Funduðu um kjaramál
Grétar Þorsteinsson, forseti Al-
þýðusambands Íslands, segir að á
fundi forystumanna sambandsins
með ríkisstjórninni í gær um kjara-
málin, hafi ASÍ lagt ríka áherslu á að
fá afdráttarlaus svör varðandi þau
efnisatriði sem væru uppi á borðum
mjög fljótlega. Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra segir að það væri
vond niðurstaða sem allir myndu
skaðast á ef það yrði niðurstaða
launanefndar aðila vinnumarkaðar-
ins að segja upp launalið gildandi
kjarasamninga.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að hefja skoðun
á því með hvaða hætti megi standa að gerð og
framkvæmd heildstæðrar aðgerðaáætlunar gegn
heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi. Tillögur
eiga að liggja fyrir í byrjun marsmánaðar og á að
beina sjónum sérstaklega að börnum sem verða
fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis og hvernig
styrkja megi barnaverndar- og félagsmálayfir-
völd, skóla, heilbrigðiskerfið og lögregluna í þess-
um efnum.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði að
hann og dómsmálaráðherra hefðu lagt fram sam-
eiginlegt minnisblað á fundi ríkisstjórnarinnar í
gær þar sem lagt væri til að nefnd um kynbundið
ofbeldi yrði falið að fjalla til viðbótar sérstaklega
um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt
að ráðinn yrði sérstakur starfsmaður tímabundið
til að undirbúa í samráði við félagasamtök og
hagsmunaaðila aðgerðaáætlun vegna þeirra mála
sem upp kæmu á þessu sviði.
Árni sagði að gert væri ráð fyrir að starfsmað-
urinn yrði ráðinn um næstu mánaðamót og nið-
urstaða lægi fyrir í lok febrúar þannig að hægt
yrði að taka tillögur í þessum efnum til umfjöll-
unar í ríkisstjórn í marsmánuði.
„Þarna er fyrst og fremst verið að tala um heild-
stæða áætlun sem ekki síst tekur á því hvernig á
að bregðast við ef upp kemur grunur um kynferð-
isafbrot gagnvart barni,“ sagði Árni.
Hertar aðgerðir
Hann sagði að þetta hefði verið gert í einhverj-
um nágrannalandanna og Stígamót og Samtök um
kvennaathvarf hefðu hvatt til þess að það yrði
einnig gert hér á landi. Ríkisstjórnin væri að
bregðast við því og „óneitanlega líka umræðu und-
anfarinna daga, sem hefur ekki látið neinn ósnort-
inn,“ sagði Árni einnig.
Fram kemur jafnframt að þegar sé unnið að
margvíslegum verkefnum í þessum efnum. Í
dómsmálaráðuneyti sé unnið að hertum aðgerðum
gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi með
endurskoðun á gildandi löggjöf. Þá hafi dóms-
málaráðherra falið ríkislögreglustjóra að setja
verklagsreglur lögreglu um meðferð og skráningu
mála er varði heimilisofbeldi og sé vinnsla þeirra á
lokastigi.
Unnið sé að endurskoðun á ákvæði almennra
hegningarlaga um nauðgun, kynferðisbrot gegn
börnum og vændi og verði frumvarp þess efnis
lagt fram síðar í vetur. Einnig sé löggjöf um vændi
og mansal sérstaklega til umræðu í starfshópi
skipuðum af dómsmálaráðherra og til skoðunar sé
í dómsmálaráðuneytinu hvaða lagabreytinga sé
þörf vegna fullgildingar nýs Evrópuráðssamnings
gegn mansali
Þá kemur fram að félagsmálaráðherra hafi lagt
til að verkefnið „Karlar til ábyrgðar“ verði endur-
vakið á næsta ári með 6,5 milljóna króna framlagi
á fjárlögum.
Aðgerðaáætlun gegn heimilis-
ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
SAUTJÁN ára gömul íslensk stúlka,
sem var kærð fyrir að hafa smyglað
kókaíni til Englands frá Amsterdam,
var í gær sýknuð af dómstóli í Lond-
on, að sögn Ika Stevens hjá lögfræði-
skrifstofunni Lawrence & Co. sem fór
með mál stúlkunnar. Fram hafði
komið í breskum fjölmiðlum að stúlk-
an hefði verið handtekin með kókaín
að andvirði 1,3 milljóna króna.
Samkvæmt breskum fjölmiðlum
var fíkniefnið falið í skósóla stúlkunn-
ar en hún sagðist ekki hafa vitað af
efninu í skóm sínum. Rétturinn sýkn-
aði stúlkuna og er hún nú frjáls ferða
sinna að sögn Stevens.
Fram kemur í vefútgáfu South
London að stúlkan hafi sagt við lög-
reglu að henni hefði verið lofað 100
pundum, rúmum 10.000 kr., fyrir að
fara til Hollands og ná þar í peninga.
Hún átti síðan að fara með féð til
Glasgow í Skotlandi. Stúlkan hafði
hins vegar neitað öllum ásökunum
þess efnis að hún hefði verið að flytja
kókaín að því er fram kom í South
London.
Sýknuð af
dómstóli
í LondonSIGURJÓN Sighvatsson og lög-
maður hans hittu í gær fulltrúa
bæjaryfirvalda á Fljótsdalshéraði
vegna málefna Eiðastaðar. Tekist
er á um hvort ákvæði í kaupsamn-
ingi frá 2001 hafi verið uppfyllt, en
ella má rifta kaupunum.
Samningurinn um sölu Eiða til
Sigurjóns og Sigurðar Gísla Pálma-
sonar frá árinu 2001 hefur undan-
farnar vikur verið til skoðunar, þar
sem í honum er ákvæði um að eig-
endur skuli hafa að lágmarki varið
50 milljónum króna til starfsemi á
staðnum 1. september 2005. Sigur-
jón og Sigurður Gísli skiluðu fyrir
nokkru inn bókhaldi fyrir starfsem-
ina á umræddu tímabili og var það
unnið af KPMG. Var sérstakur
starfshópur á vegum sveitarfélags-
ins skipaður í kjölfarið til að yf-
irfara gögnin. Niðurstaða hans er
að þau sýni ekki fram á að áfallinn
framkvæmdakostnaður nái 50 millj-
óna króna markinu, eins og kveðið
er á um.
Á almennum fundi um málefni
Eiðastaðar, sem haldinn var á Eg-
ilsstöðum í gærkvöld, sátu fulltrúar
bæjarstjórnar fyrir svörum. Kom
m.a. fram hjá þeim að eigendur
telja að samningurinn hafi verið
uppfylltur. Munu væntanleg gögn
frá þeim þar að lútandi inn á borð
bæjarráðs, sem fundar 26. október
nk. Bæjarstjórn mun svo úrskurða
af eða á um riftun og framhald
mála á fundi sínum 28. október. 13
dagar eru til stefnu fyrir sveitarfé-
lagið að taka ákvörðun, þar sem
riftunarákvæði fellur úr gildi 1.
nóvember nk.
Svo virðist sem bæjaryfirvöld
telji koma til greina að rifta kaup-
unum á Eiðum, en telji það þó af-
arkost og vandlega þurfi að skoða
hvað felist í því áður en svo langt
sé gengið, enda yrði slíkt mál að
öllum líkindum rekið fyrir dóm-
stólum. „Við erum enn þá með mál-
ið á vinnslustigi og það er við-
kvæmt,“ sagði Eiríkur Bj.
Björgvinsson, bæjarstjóri Fljóts-
dalshéraðs, á fundinum í gærkvöldi.
Um 50 manns sóttu Eiðafundinn
í gærkvöld og vildu ýmsir fundar-
gesta skilyrðislausa riftun kaup-
samnings.
Tekist á um Eiðastað
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
austurland@mbl.is
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Um 50 manns sóttu Eiðafundinn á Egilsstöðum í gærkvöld og báru gestir
augljóslega hag Eiða fyrir brjósti þótt með ólíkum hætti væri.
DEILA Norðmanna og Rússa
undanfarna daga vegna rússneska
togarans, sem norsk varðskip hafa
fylgt eftir frá því á laugardag vegna
gruns um ólöglegar veiðar á svo-
nefndu verndarsvæði við Svalbarða,
snýst um ágreining þjóðanna um
hvort Norðmenn hafi fullveldisrétt á
hafsvæðinu utan 12 mílna landhelgi
Svalbarða.
Rússar hafa aldrei viðurkennt rétt
Noregs til að stjórna fiskveiðum á
verndarsvæðinu við Svalbarða. Um
40 ríki, þ.á m. Ísland, eru aðilar að
Svalbarðasamningnum frá 1920 og
ágreiningur hefur hvað eftir annað
risið um réttarstöðu svæðisins vegna
þeirrar afstöðu Norðmanna að
samningurinn nái eingöngu til 12
mílna landhelgi Svalbarða. Utan
hennar hafi Noregur eitt ríkja full-
veldisrétt út að 200 sjómílna efna-
hagslögsögumörkum.
Hefur nokkrum sinnum komið til
árekstra milli Íslendinga og Norð-
manna vegna veiða íslenskra skipa í
Smugunni, og hljóp deilan í harðan
hnút sumarið og haustið 1994 en í
ágúst það ár skaut varðskipið Senja
tveimur kúlum að togaranum Há-
gangi II og færði hann til hafnar í
Noregi. Þá hafa íslensk stjórnvöld
haft í undirbúningi málsókn gegn
Noregi fyrir Alþjóðadómstólnum
vegna einhliða ákvörðunar norskra
stjórnvalda að setja þak á leyfilegan
heildarafla af norsk-íslenskri síld á
Svalbarðasvæðinu.
Flest aðildarríki samningsins að
Rússum undanskildum munu þó
þrátt fyrir ágreining um réttarstöðu
og stjórn veiða á svæðinu hafa litið
svo á í reynd að Norðmenn ættu rétt
á að framfylgja reglum á svæðinu og
taka skip ef þau eru sannanlega upp-
vís að brotum.
Á fréttavef Aftenposten í gær er
haft eftir Trond Grytting aðmírál
sem stýrir aðgerðum norsku varð-
skipanna, að hann hafi haft samband
við yfirmann rússnesku strandgæsl-
unnar og að þeir séu sammála um að
togarinn hafi brotið gegn norskum
veiðireglum en rússnesk stjórnvöld
hafa hins vegar haldið því fram að
þau viðurkenni ekki einhliða aðgerð-
ir Norðmanna á verndarsvæðinu.
Aftenposten hefur einnig eftir
Sergej Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, að bæði ríkin séu
reiðubúin að reyna að leysa úr deil-
unni með samkomulagi. Lavrov tók
jafnframt fram að Rússar hefðu
aldrei viðurkennt þá afstöðu Norð-
manna að þeir hefðu með höndum
stjórn fiskveiða á hafsvæðinu.
Deila um rétt Norðmanna
á umdeildu hafsvæði
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 26
Fréttaskýring 8 Umræðan 26/29
Viðskipti 13 Bréf 29
Erlent 14/15 Minningar 30/32
Minn staður 16 Myndasögur 36
Höfuðborgin 18 Dagbók 36/39
Akureyri 18 Staður&stund 38/39
Suðurnes 19 Leikhús 40
Landið 19 Bíó 42/45
Daglegt líf 20/21 Ljósvakamiðlar 46
Menning 22, 39/45 Veður 47
Forystugrein 24 Staksteinar 47
* * *
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Á FJÓRÐA tug ungmenna í
Keflavík fór í gærkvöldi á
nokkrum bílum til Grindavíkur
í þeim tilgangi að gera upp ein-
hverjar sakir við ungling sem
þar býr, samkvæmt upplýsing-
um lögreglu.
Fóru lögreglumenn á tveim-
ur bílum á eftir unglingunum til
Grindavíkur og tókst lögreglu
að koma í veg fyrir að átök
yrðu. Mikil heift var í ungling-
unum sem flestir eru á aldrin-
um 16 til 18 ára, samkvæmt
upplýsingum lögreglu.
Grindvíkingnum sem sótt
var að mun ekki hafa orðið
meint af. Að sögn lögreglu
tókst smám saman að róa ung-
lingana niður með tiltali og var
sá sem talinn var í forsvari fyrir
hópinn sendur í burtu. Leystist
þá hópurinn smám saman upp.
Enginn var handtekinn vegna
málsins. Ekki er vitað hvað
unglingunum gekk til.
Lögregla
stillti til
friðar