Morgunblaðið - 19.10.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.10.2005, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN NÚ Í MYNDSKREYTTRI ÚTGÁFU Í slenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingi- mundi Sveinssyni urðu hlut- skarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu Há- skólatorgs Háskóla Íslands. Nið- urstaða dómnefndar í samkeppninni var kynnt með viðhöfn í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. „Hér er stigið stórt skref í bygg- ingasögu Háskóla Íslands. Við eigum spennandi tíma í vændum. Við lítum nú kröftugt vaxtaskeið við Háskóla Íslands bæði á sviði rannsókn- arstarfs og byggingaframkvæmda,“ sagði Kristín Ingólfsdóttir rektor í ávarpi sínu og benti á að fyrirhuguð bygging Háskólatorgsins er fjórða stórbyggingin sem kynnt er á fremur stuttum tíma. Hinar þrjár eru Askja, náttúrufræðahús HÍ sem tekin var í notkun fyrir stuttu, fyrirhuguð Stofnun íslenskra fræða – Árna- stofnun og uppbygging Landspít- alans – háskólasjúkrahúss sem kynnt var í síðustu viku. Í ávarpi Kristínar kom fram að Háskólatorgið mun leysa úr brýnni húsnæðisþörf fyrir skrifstofur og fyrirlestrasali, en jafn- framt leiða til betri þjónustu við nem- endur auk þess sem það muni skapa frjóan vettvang fyrir kennara og nemendur úr ólíkum deildum til að hittast og blanda geði. Nýjung í útboðsleið Í ávarpi Kristínar kom fram að hugmyndina að Háskólatorgi hafi Páll Skúlason, fyrrverandi rektor, átt. Sagði hún Pál hafa verið þeirrar skoðunar að hverfa ætti frá þeirri stefnu að reisa sjálfstæðar bygg- ingar um hverja starfseiningu og leggja þess í stað áherslu á að tengja saman byggingar á háskólalóðinni. „Ég tel að mikilvægur þáttur í því að byggja upp rannsóknarháskóla felist í því að fólk úr ólíkum deildum fái tækifæri til að hittast hversdags, eiga samskipti og skiptast á skoð- unum því þannig verða oft á tíðum til góðar og nýstárlegar hugmyndir,“ sagði Kristín í samtali við Morg- unblaðið. Fram kom einnig í máli Kristínar að það væri mikilsvert framlag Háskólasjóðs Eimskipa- félags Íslands fyrir mikilvæga for- göngu Björgólfs Guðmundssonar sem gerði Háskólanum það kleift að ráðast í byggingarframkvæmdirnar, en sjóðurinn lagði í upphafi árs 500 milljónir til verksins. En bygging Háskólatorgsins verður jafnframt fjármögnuð með sölu fasteigna og lántöku Happdrættis Háskóla Ís- lands. Það var Ingjaldur Hannibalsson, formaður dómnefndar um Há- skólatorg, sem kynnti niðurstöður dómnefndar. Í umsögn hennar um vinningstillöguna segir meðal annars að hún beri vott um þroskaða heild- armynd og í henni sé unnið með fá og einföld grunnform. Sú hugmynd að steypa byggingarnar ekki í sama mót, heldur laga hvora að sínu um- hverfi, sé djörf og útfærslan heppnist vel. Innra fyrirkomulag sé hnitmiðað í öllum megindráttum og að í tillög- unni hafi tekist að skapa lifandi flæði. Að sögn Ingjalds bárust fjórar til- lögur um Háskólatorg og var það mat dómnefndar að þær væru allar metnaðarfullar og fjölbreyttar og gæfu hver um sig nýja sýn á verk- efnið. Auk vinningshafa lögðu fram tillögu um Háskólatorg hóparnir ÞG verktakar ehf. og Sigurður Hall- dórsson, arkitekt hjá Glámu Kím, Ís- tak og Steve Christer, arkitekt hjá Studio Granda, og Keflavík- urverktakar ásamt Sigurði Hall- grímssyni, arkitekt hjá Arkþingi. Glæsileg útfærsla sem efla mun háskólasamfélagið Gerði Ingjaldur útboðsleiðina sér- staklega að umtalsefni. „Við und- irbúning útboðs um hönnun og bygg- ingu Háskólatorgs fyrr á árinu var ákveðið í samráði við Fram- kvæmdasýslu ríkisins að beita þeirri útboðsaðferð í fyrsta sinn hérlendis að festa fjárhæð verkefnisins. Greiðsla fyrir Háskólatorg var ákveðin 1,6 milljarðar króna, sem skyldi unnið í samræmi við kröfu- og þarfalýsingu,“ sagði Ingjaldur og benti á að útboðsaðferðin feli í sér að við mat á tillögum hafi verkkaupi ein- ungis tekið afstöðu til gæða þeirra, þar sem kostnaður er fyrirfram ákveðinn í stað þess að vega saman verðtilboð og gæði eins og tíðkast hefur. Með þessu móti er dregið úr líkum á að lakari tillaga verði fyrir valinu á grundvelli lægra verðs, jafn- vel þótt óverulegur munur sé á milli kostnaðar við hana og kostnaði við bestu tillöguna,“ sagði Ingjaldur. Fram kom að áætlað er að hefja byggingarframkvæmdir vorið 2006 og að vígsla fari fram í árslok 2007. „Tillagan fjallar um einfaldan hlut. Hún snýst um flæði milli tveggja bygginga, þ.e. flæði milli tveggja grunnforma. Þetta snýst um lifandi tengingu sem hreyfir ekki eingöngu fólk heldur hreyfir vonandi við fólki,“ sagði Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt þegar hann kynnti vinnings- tillöguna fyrir viðstöddum. Meðal þess sem fram kom í máli hans var að sérstakt torg, sem hann nefndi Alex- andertorg, verður staðsett í Há- skólatorgi I, sem verður að hálfu leyti inni og að hálfu leyti útirými sem skilið verður af með glervegg. Lagði hann áherslu á að nýting torgsins verði sveigjanleg og nefndi í því samhengi að þarna yrði að finna lítið svið auk þess sem möguleiki væri á því að tjalda yfir útihluta torgsins. Sagði hann það markmið að Háskólatorgið yrði alltaf lifandi stað- ur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra óskaði Háskóla Íslands til hamingju með glæsilega tillögu. „Þetta er glæsileg útfærsla á Háskólatorgi sem efla mun háskóla- samfélagið mjög mikið,“ sagði Þor- gerður Katrín og lagði áherslu á að það væri markviss stefna ríkisstjórn- arinnar að halda áfram að byggja upp öflugt háskólasamfélag og rann- sóknarsamfélag hérlendis enda væri það, að hennar sögn, lykilatriðið í al- þjóðasamkeppninni til framtíðar. Þakkaði ráðherra í ávarpi sínu sér- staklega Páli Skúlasyni, fyrrverandi háskólarektor, sem átti hugmyndina að byggingu Háskólatorgsins, og Björgólfi Guðmundssyni fyrir rausn- arskap hans og framsýni. Í máli Kristínar kom fram að Há- skólatorg Háskóla Íslands er sam- heiti tveggja bygginga á há- skólasvæðinu, sem verða alls um 8.500 fermetrar að stærð með tengi- byggingum. Ætlað er að Há- skólatorg hýsi á þriðja hundrað starfsmenn og um 1.500 stúdenta á hverjum tíma, auk gesta. Há- skólatorg 1 rís á lóð milli Aðalbygg- ingar og Íþróttahúss og tengist Lög- bergi. Einnig er ætlunin að tengja bygginguna við háskólasvæðið vest- an Suðurgötu með undirgöngum. Háskólatorg 2 rís þar sem nú er bíla- stæði á milli Lögbergs, Nýja Garðs, Árnagarðs og Odda. Háskólatorg 2 tengist Odda á fyrstu og annarri hæð og Lögbergi á fyrstu hæð. Bætt þjónusta við nemendur Benti Kristín á að Háskólatorg mun hýsa ýmsa starfsemi sem snýr að umsýslu og þjónustu við stúdenta og starfsfólk. Þá verða í Há- skólatorgi fyrirlestrasalir, kennslu- stofur, rannsóknastofur, lesrými og vinnuaðstaða nemenda í grunnnámi og framhaldsnámi, skrifstofur kenn- ara, tölvuver og ýmis fjölnota rými sem þjóna margvíslegum þörfum. Í Háskólatorgi verður m.a. Bóksala stúdenta, veitingasala, Nem- endaskrá Háskólans, Námsráðgjöf og Alþjóðaskrifstofa sem og starf- semi Stúdentaráðs og Félagsstofn- unar stúdenta. „Mér líst afskaplega vel á vinn- ingstillöguna,“ sagði Kristín í samtali við Morgunblaðið. „Hún er glæsileg og ákaflega fallega útfærð. Hún er nútímaleg, en á sama tíma fellur hún mjög vel að þeim byggingum sem fyrir eru sem og umhverfinu. Þarna fáum við bætt úr brýnni húsnæð- isþörf og fáum tækifæri til að bæta þjónustuna við stúdenta.“ Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi Sveinssyni hlutskarpastir í samkeppni um hönnun og byggingu Háskólatorgs HÍ, sem leysir úr brýnni þörf fyrir skrifstofur og fyrirlestrasali Stórt skref í byggingasögu HÍ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is                                  ! " #  ! $  %   &     '( )*! +  Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Ingjaldur Hanni- balsson, formaður dómnefndar, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.