Morgunblaðið - 19.10.2005, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
sínu lagi.
T.d. eru
þau að
hanna stól
fyrir sænska húsgagnaframleiðand-
ann Nelo og innréttingar á skrif-
stofu forstjóra sænska verkfræði-
fyrirtækisins Sandvik. Kolbrún er
sjálf með nokkur verkefni í gangi,
Morgunblaðið/Steingerður
Hægindastóll
hannaður af
Kolbrúnu.
Eftir Steingerði Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
HÖNNUN | Íslensk feðgin í húsgagnahönnun í Svíþjóð
H
úsgögn eru sameig-
inlegt áhugamál og
starfsvettvangur
feðginanna Leós Jó-
hannssonar og Kol-
brúnar Leósdóttur.
Kolbrún er nýútskrifaður hús-
gagnahönnuður frá Carl Malmsten
Centrum för Träteknik och Design
(CTD) en Leó er lektor og for-
stöðumaður CTD, sem nú er deild
við Linköping-háskóla. Þau búa
bæði og starfa í Stokkhólmi þar sem
Kolbrún er einnig uppalin en for-
eldrarnir Leó og Brynja fluttust til
Svíþjóðar árið 1977 þegar Kolbrún
var á fyrsta ári. „Okkur hefur geng-
ið vel að vera ekki pabbi og dóttir í
skólanum og höfum haldið því áfram
þegar við vinnum saman. En þegar
hún kemur í heimsókn með barna-
barnið er allt annað uppi á ten-
ingnum,“ segir Leó brosandi þar
sem þau sitja hlið við hlið í sófa í
rótgróinni húsgagnaverslun Carl
Malmsten í miðborg Stokkhólms.
Sófinn er reyndar lokaverkefni Kol-
brúnar við húsgagnahönnunardeild-
ina sem einnig er kennd við Carl
Malmsten en hann var þekktur
sænskur húsgagnahönnuður.
Leó hefur hannað húsgögn í yfir
þrjá áratugi en hann lærði hús-
gagnasmíði hjá Axel Eyjólfssyni á
áttunda áratugnum. Eftir það lá
leiðin til Svíþjóðar í frekara nám í
hönnun og þar hefur starfsvett-
vangur hans verið síðan, við hönnun
og kennslu. Leó var einn af þeim
sem nýlega hlutu náð fyrir augum
dómnefndar um val á stólum í Al-
þingishúsið og sérhönnuð og -smíð-
uð húsgögn eftir hann prýða einnig
skrifstofu íslenska sendiráðsins í
Stokkhólmi. Hann segist reyndar
hafa mesta ánægju af því að sér-
hanna húsgögn eða innréttingar.
Leó segir hönnuði nú á tímum
geta unnið hvar sem er. Hús-
gagnaframleiðsla sé í auknum
mæli að færast til Asíu og A-
Evrópu en ef hönnuðir og fram-
leiðendur tali sama tungumálið,
þ.e. tungumál CAD-tölvuforrits-
ins, sé það ekki vandamál.
gefur Kolbrúnu fjármagn til að
halda áfram með aðra gerð af sóf-
anum þar sem hún lagar til eitt og
annað. Svo vonast hún til að sófinn
fari í framleiðslu, en hann hefur vak-
ið athygli sem hvetur hönnuðinn til
dáða. Verslunin leikur einmitt lyk-
ilhlutverk í því hvort ákveðið er að
setja húsgagn í framleiðslu þar sem
áhugi viðskiptavina skiptir miklu
máli. Verslunin er hluti af arfleifð
Carls Malmstens en er óháð
hönnunardeildinni sem kennd er
við Malmsten. Búðin er nú rekin
af sonarsyni Carls Malmstens.
„Það er mikilvægt fyrir skólann
að eiga góða samvinnu við hús-
gagnaframleiðendur og -verslanir.
Þessi verslun er til dæmis mjög
mikilvæg þar sem hún er rótgróin
og í kringum hana er stórt tengsl-
anet,“ segir Leó um samvinnu skól-
ans og verslunarinnar.
Kolbrún er ánægð með námið og
segir einmitt svo jákvætt hve teng-
ingin við atvinnulífið er sterk. „Ég
staðhæfi án þess að blikna að þetta
er besta húsgagnahönnunarnám í
Norður-Evrópu,“ segir Leó. „Námið
gengur alfarið út á húsgagnahönnun
en aðferðafræðina er þó hægt að
nota við hönnun á hverju sem er.
Það er til í dæminu að nemendur út-
skrifaðir frá okkur fari að fást við
hönnun á gleraugnaumgjörðum.“
Leó segir mikilvægt fyrir íslenska
hönnuði að hjálpast að við að koma
sér á framfæri. Hann hefur unnið
með íslenska sendiráðinu að því að
kynna íslenska hönnuði í Svíþjóð til
að stækka tengslanetið. „Tengslanet
skiptir aðalmáli, þú getur verið
svakalega klár en kannski veit eng-
inn af því.“ Kolbrún hlýtur t.d. að
hafa notið góðs af tengslaneti Leós?
„Já, já. Það hefur opnað mér ýmsar
dyr en svo verð ég líka að sanna
mig.“
Meðfædd sköpunarþörf
Kolbrún hefur erft hönnunarhæfi-
leikana og áhugann. „Ég hef verið í
þessu alla ævi. Þetta er eitthvað í
blóðinu, pabbi hefur alltaf matað
mig á hönnun og sköpunarþörfin er
eins og meðfædd.“ Leó tekur undir
þetta og segist hafa leikið sér und-
ir bandsöginni hjá pabba sínum
þegar hann var sex, sjö ára. Faðir
hans, Jóhann Smári Jóhann-
esson, er húsgagnasmiður og hjá
Leó lá beinast við að feta í hans
fótspor. „En ég reyndi nú að
halda Kolbrúnu frá þessu,“ bætir
hann sposkur við.
Er þetta þá ekkert spennandi
starf?
„Jú, þetta er svakalega spennandi
starf en mjög erfitt. Það er hægt að
líkja þessu við að margir sækja um
leiklistarskóla og hafa sem markmið
að komast til Hollywood. En það eru
ekki allir sem komast þangað þótt
margir séu mjög góðir leikarar.“
Kolbrún kvíðir þó ekki framtíðinni.
„Mér finnst þetta spennandi. Ég
geri mér grein fyrir að þetta
verður alltaf mikil vinna. En það
er líka gaman og það drífur
mann áfram. Ég stefni ekki að
því að verða nein súperstjarna,“
segir hún hógvær.
Áhugi hennar beinist frekar að
fjöldanum, þ.e. að hanna eitthvað
sem getur orðið sem flestum til
gagns. „Til dæmis fyndist mér frá-
bært að fá að hanna fyrir Ikea sem
nær til svo margra. Mig langar að ná
til almennings með skemmtilegum
lausnum. Helst með húsgagna- og
innréttingahönnun en mér finnst
líka gaman að teikna eldhúsdót,
hnífapör og stell, og gardínur og
mynstur.“
Kolbrún og Leó hafa unnið
saman að nokkrum verkefnum
og eins hvort í
Samstarfs-
verkefni
feðginanna.
t.d. hönnun
skilrúma fyrir
framleiðandann
Abstracta.
Sófar til að liggja í
Sófinn sem hún situr í er frum-
gerð og markmið lokaverkefnisins
var að hanna sófa sem bætti upp það
vöruúrval sem fyrir var hjá Carl
Malmsten-versluninni. „Ég hafði í
huga tvo stóla sem hér eru og við þá
vantaði stóran sófa. Hér eru margir
litlir sófar sem voru hannaðir fyrir
áratugum þegar bara var setið í sóf-
um. Núna liggur fólk oft frekar í sóf-
anum en situr, og ég hafði það í huga
við hönnunina,“ segir Kolbrún. Sóf-
inn hefur staðið í versluninni í sumar
og seldist raunar hæstbjóðanda fyr-
ir 40 þúsund sænskar krónur sem er
það verð sem kemur til með að verða
sett upp fyrir sófann ef hann fer í
framleiðslu. Salan á frumgerðinni
„Þetta
er eitthvað
í blóðinu“
Feðginin Kolbrún Leósdóttir og Leó Jóhannsson í sófa sem var lokaverkefni Kolbrúnar við húsgagnahönn-
unardeildina í Carl Malmsten Centrum för Träteknik och Design.
Stóll sem
Kolbrún á
heiðurinn
af.