Morgunblaðið - 19.10.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.10.2005, Qupperneq 35
SAMFYLKINGIN hefur stofnað níu vinnuhópa undir stjórn þing- manna flokksins. Verkefni hóp- anna er að móta og samræma stefnu Samfylkingarinnar, vinna tillögur og halda uppi umræðu á viðkomandi málasviði innan þings og utan. Í hópunum eiga sæti, auk þingmanna, fulltrúar til- nefndir af framkvæmdastjórn flokksins og sveitarstjórnarráði og verkalýðsmálaráði þar sem það á við. Formaður hvers hóps er tilnefndur af formanni flokks- ins að höfðu samráði við varafor- mann og formann þingflokks. Hóparnir eru: 1. Forsætishópur: Almenn stefnumótun og verkstýring. Efnahagsmál almennt, lýð- ræði, mannréttindi, stjórnar- skrá, jafnrétti, stjórnsýsla rík- isins, viðskipta- og bankamál. Formaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Varaformaður Ágúst Ól. Ágústsson. 2. Utanríkismálahópur: Öryggis- og varnarmál, alþjóðastofnanir og samningar sem ekki heyra beinlínis undir aðrar nefndir. Formaður Össur Skarphéðins- son. Varaformaður Þórunn Sveinbjarnardóttir. 3. Ríkisfjármálahópur: Fjárlög, fjáraukalög, ríkisreikningur, ríkisendurskoðun, skattamál. Formaður Jóhanna Sigurðar- dóttir.. Varaformaður Helgi Hjörvar. 4. Félags- og tryggingamálahóp- ur: Málefni fatlaðra, aldraðra, félagsleg aðstoð, almanna- tryggingar, húsnæðismál, fjöl- skyldumál, málefni verkalýðs- Vinnuhópar Samfylkingarinnar hreyfingarinnar. Formaður Ásta R. Jóhannesdóttir. Vara- formaður Kristinn Karlsson. 5. Heilbrigðismálahópur: Mál- efni sjúkrahúsa, heilsugæslu, meðferðarstofnana, endurhæf- ingar, forvarnir. Formaður Ágúst Ól. Ágústsson. Varafor- maður Margrét Björnsdóttir. 6. Mennta- og menningarmála- hópur: Leikskólar, grunnskól- ar, framhaldsskólar, háskólar, fullorðinsfræðsla, menningar- stofnanir, menningarsjóðir, æskulýðs- og íþróttamál. For- maður Einar Már Sigurðarson. Varaformaður Björgvin G. Sig- urðsson. 7. Atvinnumálahópur: Sjávarút- vegsmál, landbúnaðarmál, iðn- aðarmál og ferðamál, nýsköp- un og þróun. Formaður Jón Gunnarsson. Varaformaður Svanfríður Jónasdóttir. 8. Innanríkismálahópur: Sam- göngumál, byggðamál, sveitar- stjórnarmál, dóms- og lög- reglumál, eftirlitsstofnanir s.s. fjármálaeftirlitið og sam- keppnisstofnun. Formaður Lúðvík Bergvinsson. Varafor- maður Lúðvík Geirsson. 9. Umhverfismálahópur: Auð- lindamál, umhverfismál, meng- unarmál, náttúruverndarmál, skipulags- og byggingarmál, skipulagsmál hálendisins og mat á umhverfisáhrifum, verndun fiskistofna og alþjóða- samningar á sviði umhverfis- mála, Landgræðsla, Skógrækt. Formaður Rannveig Guð- mundsdóttir. Varaformaður Mörður Árnason. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 35 FRÆÐSLUFUNDUR ADHD samtakanna verður haldinn miðvikudaginn 20. október kl. 20, í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Fræðslufundur á þessari önn er fyrir afa og ömmur og aðra ættingja barna með at- hyglisbrest og ofvirkni. Fleiri sem um- gangast börnin s.s. stuðningsfulltrúar í skólum, félagsliðar félagsþjónustu sveitar- félaga og tómstundafulltrúar eru einnig velkomnir. Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar mun fjalla um hvernig einkenni athyglisbrests og of- virkni hjá barni eða unglingi hafa áhrif á alla fjölskylduna. Fræðslufundur ADHD samtakanna VIÐ fengum þrjá birtinga í gær- kvöldi og misstum tvo þegar við skruppum niður á bakka,“ sagði Ragnar Johnsen leigutaki Vatna- mótanna. Gríðarmikið vatn var á svæðinu í kjölfar rigninganna en óveiðandi var um helgina. Ragnar sagði kropp hafa verið síðustu vikur og jöfn veiði. „Þetta veiðitímabil hef- ur verið mjög gott, rúmlega 900 fisk- ar eru komnir á land og stefnir í met ef við náum nokkrum til,“ en mesta veiði í Vatnamótunum er 920. „Mikið af stórum fiski hefur kom- ið upp, sérstaklega fyrripartinn í haust. Við höfum samt ekki séð jafn miklar sveiflur og oft áður, þetta hefur verið jafnara. Eitt holl náði samt 24 fiskum, þar af voru 23 fjög- ur til ellefu pund, og annað holl náði 35 birtingum. Svo hafa ævintýri verið að gerast víða á svæðinu. Ég heyrði af mönn- um sem voru í Laxá, Brúará, og náðu um 60 birtingum á stangirnar tvær á einum degi,“ sagði Ragnar. Kuldinn hefur gert veiðimönnum erfitt fyrir á sjóbirtingsslóð á síð- ustu vikum. Ágæt veiði hefur verið í Geirlandsá í haust, þegar vatnið hef- ur ekki verið of kalt. Hollin hafa þá fengið hátt í tuttugu fiska, en tæp- lega 180 fiskar hafa verið skráðir í september og október. Félagar sem voru við veiðar í snjó í lok síðustu viku hreyfðu þó lítið fisk, enda var vatnshitinn frá núll og upp í tvær gráður og lofhitinn fór varla yfir eina gráðu. Engu að síður náðu þeir að landa tveimur og misstu aðra tvo. Um 90 laxar veiddust í Húseyj- arkvísl í Skagafirði í sumar og var um helmingi sleppt aftur í ána. Veiðimenn sáu mikið af sjóbirtingi í haust, en vegna kulda og veðurað- stæðna gekk oft illa að fá hann til að taka. Þegar réttar aðstæður sköp- uðust náðu slyngir veiðimenn þó að setja í 20, 30 fiska. Í nýjum Veiðifréttum SVFR, kemur fram að mjög góð veiði var í sumum laxveiðiám félagsins í sum- ar. Mest hefur borið á Norðurá í þeirri umræðu, en alls veiddust 3.142 laxar í ánni, sem er met. Eldra metið, frá 2002, var 2.217. Í Hítará veiddust 706 laxar en eldra metið var frá árinu 1978 þegar 649 veidd- ust. Lokatalan úr Gljúfurá var 255 laxar, sem er beta veiði en í tíu ár. Í Fáskrúð í Dölum veiddust um 280, sem er besta veiði síðan 1992 og í Andakílsá veiddist 233 laxar. Þá veiddust 460 í Fnjóská, sem er tíu löxum meira en í fyrra, Laxá í Kjós var yfir meðaltalsveiði, eða í 1.550. Loks veiddust 744 laxar í Leirvogsá, sem er frábær árangur á tvær stangir. Ekki komu allar árnar þó vel út. Sennilega fengust ekki fleiri en 20 laxar úr Þverá í Fljótshlíð og er það hátt fall frá fyrra ári, er 174 laxar veiddust. Þá olli Svartá í Húnaþingi vonbrigðum en aðeins veiddust 220 laxar, sem er lakasta útkoman frá árinu 2000. Í Soginu veiddust 283 laxar og lítið fór fyrir tveggja ára laxinum eins og víða annarsstaðar. Korpa var lakari en oftast áður, gaf aðeins um 200 laxa. Ásgeir Ásmundsson, leigutaki Skógár, segir 311 laxa hafa veiðst í ánni í sumar en einungis var veitt í 70 daga. Veiðin hefur aukist mjög síðustu ár, eða úr 13 löxum árið 2001. Besta veiðin var í ágúst, 137 laxar, en heldur dró úr veiðinni í ágúst, enda æði kalt oft á tíðum, en engu að síður náðust þá 116. Rúm- lega helmingur aflans náðist á flugu og var Snældan öflugust eins og svo víða, gaf 87. Þá var silungsveiðin mjög góð, eða 1.034. Nýir leigutaka Brennu í Borg- arfirði, ármóta Hvítár og Þverár, hafa opnað nýjan vef; brennan.is. Á vefnum kemur fram að í sumar hafi veiðst 363 laxar og rúmlega 200 sjóbirtingar á Brennu og er það metveiði á svæðinu. Uppboð á veiðileyfum Verndarsjóður villtra laxastofna. NASF, undir stjórn Orra Vigfús- sonar, stendur fyrir uppboði síðar í mánuðinum í Osló, til styrktrar áætluninni um uppkaup neta í Þrándheimsfirði í Noregi á næstu fimm árum. Netin voru keypt upp á hluta svæðisins í vor og strax í kjöl- farið var besta veiðin í áratugi í kunnum ám í Þrándheimsfirði. Meðal þess sem boðið verður upp á hátíðinni, þar sem árangri sumars- ins er fagnað og unnið að frekari uppkaupum netanna, eru veiðidagar á besta tíma í hinum frægu ám Alta, Gaula og Namsen. Hægt er að bjóða í leyfin í gegnum netið, í síma og í pósti. Frekari upplýsingar um upp- boðið er hægt að fá með því að senda póst til nasf@vortex.is. STANGVEIÐI Ágæt sjóbirt- ingsveiði þegar vel viðrar Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Björn Eriksson, hótelstjóri á Hótel Rangá, með vænan sjóbirtingshæng úr klakveiði í Vatnsá um helgina. veidar@mbl.is 100 ÁR voru um helgina liðin frá því Verslunarskóli Íslands var sett- ur í fyrsta sinn. Hefur tímamótanna verið minnst með marg- víslegum hætti undanfarna daga. Á föstudag var haldin hátíð- arsamkoma í Borgarleikhúsinu vegna afmælis skólans. Á samkomunni voru nokkrir fyrrverandi og núverandi kennarar heiðraðir fyrir störf sín við skólann. Á myndinni sjást kennararnir. Frá vinstri Þórunn Felixdóttir, Ninna Breiðfjörð Sigurðardóttir, Valdimar Hergeirsson, Stefán Már Ingólfsson Sölvi Eysteinsson, Kirsten Friðriks- dóttir og Baldur Sveinsson. Kennararnir fengu afhent sérstök gullmerki skólans sem útbúin voru í tilefni 100 ára afmælisins. Gunnar Helgi Hálf- danarson, formaður skólanefndar, og Þórunn Elísabet Bogadóttir, forseti nemendafélags Verslunarskólans, afhentu viðurkenningarnar. Heiðruð fyrir störf við VÍ Morgunblaðið/Árni Sæberg TVEIR Danir, karlmaður og kona, hafa verið dæmd í fangelsi fyrir að flytja hass til landsins frá Kaupmannahöfn. Karlinn var með hassið bundið um sig miðjan en konan hafði skotið út úr bók til að koma hassinu fyrr. Konan kom til landsins 30. september sl. og við leit tollvarða á Keflavíkurflug- velli í farangri hennar fundust 320 grömm af hassi sem hafði verið komið fyrir inni í bók. Til þess að hægt væri að koma hassinu fyrir hafði verið skorið úr blaðsíðum í miðri bókinni og fíkniefninu komið fyrir í holrúmi sem þannig skap- aðist. Við saksókn var því lýst yfir af hálfu ákæruvalds að saksókn á hendur konunni miðaðist ekki við að hún hefði flutt hassið inn í söluskyni. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konuna, sem er 37 ára gömul, í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Haldi hún skilorð í þrjú ár fellur refsingin niður. Með hass um sig miðjan Karlmaðurinn, sem er 21 árs gamall, kom til landsins viku síðar, eða 7. októ- ber, og hafði hann límt um eitt kíló af hassi um sig miðjan. Ljóst þótti að hassið væri ætlað til sölu hér á landi og var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, óskil- orðsbundið. Þorgeir Ingi Njálsson kvað upp dóminn yfir konunni en Guðmundur L. Jóhann- esson yfir karlmanninum. Verjendur voru hæstaréttarlögmennirnir Guðmundur B. Ólafsson og Sveinn Andri Sveinsson. Sævar Lýðsson, fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, sótti málin. Skorið út úr bók til að koma fyrir hassi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.