Morgunblaðið - 19.10.2005, Side 41

Morgunblaðið - 19.10.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 41 MENNING Af hverju er svona skrýtið fólkað eiga börn?“ spyr hnáta íBreiðholtsskóla, þegar krakkarnir þar fá færi á að spyrja Stebba hvers vegna móðir hans beitir hann ofbeldi. Stebbi er leik- brúða, og á heima í leikritinu Krakkarnir í hverfinu, en það eru mæðgurnar Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sem eru höfundar brúðanna og leika. Skólum landsins stendur nú til boða að sýna nemendum sínum Krakkana í hverfinu og þörf er á. Blátt áfram er heiti verkefnis sem unnið er að tilstuðlan systr- anna Svövu og Sigríðar Björns- dætra. Systurnar voru beittar kyn- ferðislegu ofbeldi í æsku, og áttu sér þann draum að geta fundið leið- ir til að koma í veg fyrir að börn í dag þurfi að þola það sama. Ung- mennafélag Íslands tók að sér að- fóstra verkefni systranna og rækja þannig það verkefni að efla for- varnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi, en fyrirtæki og almenningur hafa styrkt það. Leikritið Krakkarnir í hverfinu er liður í þessu átaki. Sýninguna í Breiðholtsskóla á mánudag sóttu tíu ára krakkar í skólanum og kennarar, en einnig allir helstu forsjármenn slíkra mála í samfélaginu, þar á meðal mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstjóri Barna- verndarstofu, Bragi Guðbrandsson, umboðsmaður barna, Ingibjörg Rafnar, Sigurður Guðmundsson landlæknir, Guðrún Jónsdóttir frá Stígamótum og fleiri. Gert er ráð fyrir því að á sýningum verði alltaf til staðar fagfólk börnunum til að- stoðar og nánari stuðnings, ef eitt- hvað kemur upp á. Björn Jónsson, formaður UMFÍ, og Svava fylgdu verkinu úr hlaði með ávörpum, og svo byrjaði það. Tveir strákar hittast; – Stebbi og Númi, sem er logandi hræddur við mömmu Stebba. Hvers vegna? Jú, hún beitir son sinn ofbeldi og það er farið að spyrjast út. Stebbi segir vini sínum allt af létta, segir honum frá því að hann hafi sagt kenn- aranum frá því, og að mamma hans og fjölskyldan öll fái nú aðstoð við að glíma við vandamálið. Það var gott að geta létt á hjarta sínu, og öllum líður betur, Stebba, mömmu hans, fjölskyldunni; – og vinunum, sem höfðu óljósar hugmyndir um að ekki væri allt í lagi. Stebbi hittir svo Jóhönnu, og segir henni að hann hafi verið að segja Núma frá öllu saman, og þá kemur á daginn að Jó- hanna átti sér líka einu sinni hræði- legt leyndarmál. En eins og Stebbi, þá vissi hún að einn maður myndi ekki bregðast henni, og það var pabbi vinkonu hennar, – hún treysti honum fyrir leyndarmálinu vonda, og þá breyttist allt.    Tvívegis í miðjum leik stoppakrakkarnir í hverfinu spjall sitt, og gefa krökkunum í salnum tækifæri til að spyrja, og þá gerðust undrin. Spurningum og at- hugasemdum rigndi yfir brúðukríl- in, sem svöruðu samviskusamlega. „Fer Leó í fangelsi?“ „Af hverju er fólk vont við börnin sín?“ „Það er ljótt að ljúga!“ „Af hverju gerði pabbinn ekkert þegar mamman var að lemja þig?“ „Það er alltaf betra að segja satt!“ Þau voru sannarlega með á nótunum, og skildu um hvað málið snýst. Í sýningarlok var spurningum enn ósvarað, en allir voru glaðir í hjarta sínu, því tilfinn- ingin var svo sterk, að við værum öll svo miklu nær, og vissum að þeim sem lenda í ofbeldi eru ýmsar leiðir færar til að komast út úr því. „Ég vil byrja á því að lýsa aðdáun minni á þeim systrum Svövu og Sig- ríði. Þær eru búnar að vera óþreyt- andi í baráttu sinni fyrir því að líf barna verði betra en þær þekktu sjálfar,“ sagði Guðrún Jónsdóttir í Stígamótum. „Ég held að það geti brotið ísinn að komast svona beint að börnunum eins og gert er hér. Það vantar mjög mikið upp á að sá jarðvegur sé í samfélaginu hér að krökkum finnist þau getað opnað sig. Þetta er sannarlega áhugaverð tilraun til þess að bæta úr því. Við verðum bara að vona að skólarnir taki verkið til sýninga, og að það verði alltaf fær fagmanneskja á staðnum sem getur fylgt málunum eftir.“ Guðrún sagði eftir sýn- inguna að það hefði verið dásam- legt hvað börnin í salnum hefðu opnað sig og spurt skynsamlega. „Sýningin hreyfði greinilega við þeim, og þegar þau fengu tækifærið komu spurningarnar, og það er það sem á að gerast.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók í sama streng. „Mér fannst þetta mjög eft- irtektarverð sýning og það sem meira er að hún virðist greinilega hafa náð til barnanna, því þau komu mörg hver með frábærar og bein- skeyttar spurningar sem snertu kjarna málsins, sem er að vekja þau til umhugsunar um það hvort allt sé í lagi hjá þeim og í umhverfinu. Við megum ekki vera værukær – verð- um að vera vakandi. Það er gott að samfélagið allt er að verða meðvit- aðra en áður; það var líka nauðsyn á.“    Bragi Guðbrandsson, forstjóriBarnaverndarstofu, kvaðst hafa séð þetta tiltekna leikverk fyrst sýnt á norrænu barnavernd- arþingi sem haldið var í Reykjavík 1988, fyrir sautján árum. „Þær Hallveig og Helga fluttu þetta þá, á norsku, ef ég man rétt, við gríð- arlega hrifningu okkar norrænu kollega. Í þau sautján ár sem liðið hafa hefur mér oft orðið hugsað til þess hversu mikilvægt þetta verk- efni er, og hversu nauðsynlegt það er að geta hrint því í framkvæmd hér á Íslandi. Ég er sannfærður um það að sýningin hafi mikið forvarn- argildi, sé afskaplega uppfræðandi fyrir börnin, og kenni þeim hvaða leiðir eru færar fyrir þau til þess að gera viðvart og leita eftir hjálp. Jafnframt má reikna með að fag- fólk sem væri viðstatt slíkar sýn- ingar gæti hugsanlega séð hvaða börn kunni að hafa upplifað slíka reynslu af viðbrögðum þeirra við sýningunni. Sýningin býður upp á geysilega mikla möguleika. Hún er að mínu mati nærfærnisleg og gengur ekki of nærri börnunum. Hún er líka skemmtun og er for- vitnileg. Því fagna ég þessu fram- taki og á mér þá ósk að verkið verði sýnt sem víðast í skólum landsins og jafnvel í elsta árgangi í leikskól- anum.“ Bragi segir að viðbrögð barnanna í salnum hafi verið lýs- andi fyrir það hve frábært verkið sé. „Þau lifðu sig svo inn í samtölin. Ugglaust hafa þau upplifað þetta með misjöfnum hætti, en gegn- umgangandi voru spurningar þeirra svo þroskaðar og markviss- ar, að það gefur manni tilefni til að álykta að þarna sé raunverulega verið að tala til barnanna og við þau á þeim grunni sem höfðar til þeirra. Það finnst mér líka undirstrika hvað þetta var frábærlega vel gert, hvað börnin höfðu mikla ánægju af og hvað börn eru skörp í sínum at- hugasemdum.“ Bragi telur að nú þurfi að koma til einhvers konar stefnumörkun, – jafnvel af hálfu menntamálaráðu- neytisins, til að skólunum verði gert kleift að standa straum af kostnaði við sýningarnar í skólunum, sé svo að fjármunir standi í vegi fyrir því að skólarnir ráði við að kaupa sýn- ingarnar. Svava Björnsdóttir segir að hver sýning kosti skólana 30 þús- und krónur. „Á hinn bóginn,“ segir Bragi, „snýst þetta líka um skilning skólastjórnenda. Ég hef síður áhyggjur af þeim þætti. Mér finnst skólastjórar og kennarar á Íslandi yfirleitt vera næmir fyrir þörfum af þessu tagi, og skynja ekki annað en ríkan vilja hjá skólafólki til þess að þetta viðfangsefni sé tekið til með- ferðar. Ég geri mér líka grein fyrir því, að það eru takmörk fyrir því hve hægt er að ganga nærri Hall- veigu og Helgu, en þær eru al- gjörlega lykilpersónur í verkinu.“ Verkefnisstjórinn, Svava Björns- dóttir, var ánægð í sýningarlok. Hennar verkefni nú er að hringja í skólana, tala við skólastjórnendur og bjóða þeim sýninguna fyrir nem- endur sína. „Eftir sýninguna í dag vonum við að ráðuneytið sjái hvað þetta virkar vel, og að það hjálpi okkur við að koma verkinu á fram- færi sem markvissri fræðslu fyrir grunnskólabörn.“ Svava kveðst vonast til að verkið veki börn til vit- undar um að ofbeldi gegn börnum þurfi að ræða á opinskáan hátt, og að við sýnum þeim að fyrra bragði að það séu til leiðir fyrir þau til að leita hjálpar. Ráðist á ljótu leyndarmálin með leik ’Sýningin býður upp ágeysilega mikla mögu- leika. Hún er að mínu mati nærfærnisleg og gengur ekki of nærri börnunum.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Golli Stebbi, Númi, Helga og Hallveig. „Samfélagið allt er að verða meðvitaðra en áður; það var líka nauðsyn á,“ sagði menntamálaráðherra eftir sýningu. begga@mbl.is MÁLIÐ MOGGANU M Á MOR GUNMÁLIÐ FY LGIR MEÐ ÍSLENSKA R ROKKST JÖRNUR Á AIRWAV ES 18 TÓNLI STARMEN N TEKNIR TALI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.