Morgunblaðið - 10.11.2005, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TILRÆÐI Í AMMAN
Tugir manna létu lífið og hundruð
særðust í sprengjutilræðum á þrem
hótelum í Amman í Jórdaníu í gær-
kvöld. Talið er að um sjálfsmorðs-
sprengjumenn hafi verið að ræða og
líkur benda til aðildar al-Qaeda-
manna, að sögn embættismanna í
Jórdaníu. Umrædd hótel eru mikið
sótt af erlendum ferðamönnum og
stjórnarerindrekum, þ. á m. Ísr-
aelum.
Lýsi nauðsynlegt
Ný íslensk rannsókn sýnir að inn-
taka D-vítamíns getur styrkt beinin
og varið fólk gegn beinþynningu.
Sýna rannsóknir einnig að lang-
flestir þurfa að taka lýsi eða D-
vítamíntöflur um 10 mánuði á ári.
Endurnýja þarf tækjabúnað
Krabbameinsfélag Íslands þarf að
endurnýja tækjabúnað og betr-
umbæta tölvukerfi svo að hægt verði
að taka upp stafræna röntgentækni
sem auka mun nákvæmni við grein-
ingu brjóstakrabbameins. Mun
verkefnið kosta um 350 milljónir
króna.
Blair tapaði
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, beið sögulegan ósigur á
þingi í gær þegar greidd voru at-
kvæði um ákvæði í nýjum lögum
gegn hryðjuverkum. Vildi rík-
isstjórnin að lögreglan fengi að hafa
meinta hryðjuverkamenn í haldi í
allt að 90 daga án ákæru. Margir
þingmenn Blairs voru sammála
stjórnarandstæðingum um að 90
dagar væru of langur tími.
Launanefnd fundar stíft
Launanefnd aðila vinnumarkaðar-
ins sat á 5 klukkustunda löngum
fundi í gær. Nefndin hefur tíma til
miðnættis 15. nóvember til að kom-
ast að niðurstöðu.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Daglegt líf 26/27
Úr verinu 15 Umræðan 28/29
Erlent 16/17 Minningar 36/41
Minn staður 18 Brids 34
Höfuðborgin 19 Myndasögur 36
Akureyri 19 Dagbók 36/39
Landið 20 Staður og stund 38
Austurland 20 Leikhús 40
Menning 21, 40/45 Bíó 42/45
Neytendur 22/23 Ljósvakamiðlar 46
Forystugrein 24 Veður 47
Viðhorf 26 Staksteinar 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
SJÖTTA
SKÁLDVERKIÐ
ER KOMIÐ ÚT!
„Fólk á öllum aldri
smitast af gleðinni
… enginn ætti að láta
þennan furðufugl
fram hjá sér fara.”
Þórarinn Þórarinsson / Fréttablaðið
Geggjað grín, hörku hasar
klístrað klúður
www.jpv.is
METSÖLULISTI
EYMUNDSSON
barnabækur / 9. nóv
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær Phu Tién Nguyén í sex-
tán ára fangelsi fyrir að verða Phong
Van Vu að bana með hníf í íbúð við
Hlíðarhjalla í Kópavogi þann 15. maí
í vor og fyrir að stinga mann sem
reyndi að stöðva atlöguna. Einn
dómari af þremur skilaði sératkvæði
og vildi dæma hann í 13 ára fangelsi.
Phu var einnig dæmdur til að
greiða ekkju Phong 7,2 milljónir í
skaðabætur, dóttur hins látna tæp-
lega 5 milljónir og manninum sem
reyndi að stöðva árásina 500.000
krónur. Í dómnum kemur fram að
vitni voru samdóma um að komið
hafði til deilna milli ákærða og hins
látna og að þeir hafi rifist um hvort
hinum yngri, Phong, bæri að sýna
hinum eldri virðingu þegar hann
ávarpaði þá. Virðist sem deilt hafi
verið um hvort siðareglur sem um
þetta gilda í fyrrum heimalandi
þeirra ættu einnig að gilda hér á
landi.
Phu Tién Nguyén hélt því fram að
Phong Van Vu hefði ráðist á sig inni
á baðherbergi og veitt honum höf-
uðhögg. Hann hafi verið gripinn
mikilli hræðslu sem hafi leitt til þess
að hann missti stjórn á skapi sínu og
því gripið til hnífsins sem hann var
með í jakkavasa sínum. Hnífinn hafi
hann borið á sér til að verja son sinn.
Dómnum þótti þessi lýsing ósann-
færandi og mótsagnakennd. Fram-
burður mannsins sem gekk á milli
þeirra beri það með sér að Phu hafi
haft „harðan og einbeittan“ ásetning
til þess að bana Phong en vitnið
greindi m.a. frá því að hann hefði séð
Phu nota aðra höndina til að lyfta
eða styðja Phong, sem var orðinn
máttfarinn og farinn að hallast fram,
og stinga hann með hnífi með hinni.
Eftir talsverð átök tókst að afvopna
Phu en eftir það reyndi hann aftur að
ráðast að Phong og ná í önnur vopn
til að halda atlögunni áfram, að sögn
vitna.
Dómurinn taldi engar forsendur
til að líta á verknað Phu sem neyð-
arvörn enda sé það skilyrði neyðar-
varnar að hún sé ekki augljóslega
hættulegri en árásin. Jafnvel þó
Phong hefði hugsanlega ráðist að
Phu með berum höndum hefði það
aldrei réttlætt hina banvænu árás.
Geðlæknir taldi Phu sakhæfan þó
hann treysti sér ekki til að útiloka að
hann hefði haft skert sakhæfi við
sjálfa árásina þar sem hann kynni að
hafa vankast við högg frá Phong og
fengið heilahristing. Phu kannaðist
þó ekki við að hafa vankast né varð
hann var við einkenni heilahristings.
Dómurinn taldi hann því sakhæfan.
Sveinn Sigurkarlsson og Gunnar
Aðalsteinsson mynduðu meirihluta
dómsins og dæmdu hann í 16 ára
fangelsi.
Í sératkvæði Guðmundar L. Jó-
hannessonar er m.a. bent á álit geð-
læknis sem segir að eftir heilahrist-
ing sem Phu hlaut í bílslysi sé hann
eftir áfengisneyslu viðkvæmari fyrir
hömluleysi og hvatvísi við mikið
álag. Taldi dómarinn ekki rétt að úti-
loka að hin óeðlilegu viðbrögð Phu
við aðstæðum verði að einhverju
leyti rakin til þess að hann hafi áður
hlotið alvarlegan heilahristing. Sig-
ríður Friðjónsdóttir sótti málið f.h.
ríkissaksóknara en Sigmundur
Hannesson hrl. var til varnar.
Sextán ár fyrir manndráp
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÚSRKURÐUR umhverfisráðherra verður væntanlega
reifaður í borgarráði í dag, en Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir borgarstjóri segir að nú virðist ekkert vera
því til fyrirstöðu að fara innri leiðina eins og hún var
kynnt. Hún tók þó fram að hún væri ekki búin að
lesa úrskurðinn í heild, en fyrirvarar til fram-
kvæmdaraðila virtust ásættanlegir við fyrstu sýn.
Unnin hefur verið tölvuteiknuð mynd sem sýnir
hvernig Sundabrautin gæti tengst Sæbraut, án þess
að auka gegnumakstur um íbúðarhverfi, t.d. um
Skeiðarvog. Steinunn segir að hún hafi alltaf haft
þann fyrirvara á að frágangur gatnamóta við Skeið-
arvog yrði með þeim hætti að umferðin færi beint
upp Skeiðarvoginn.
„Við höfum verið að vinna í því að reyna að koma
til móts við íbúana með því að teikna upp þessa
lausn. Það hafa verið stofnuð íbúasamtök um þetta
mál í Laugardalnum sem munu vera í samráði við
okkur varðandi útfærsluna og framhaldið,“ segir
Steinunn. Framkvæmdasvið borgarinnar mun halda
kynningarfund vegna Sundabrautarinnar 17. nóv-
ember.
Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hugmyndir borgarinnar að hönnun gatnamóta Sundabrautar og Sæbrautar. Sunda-
brautin kemur úr vinstra horninu niðri og liggur þvert á Sæbrautina, en efst má sjá Skeiðarvog.
Innri leiðin engin fyrirstaða
LANGVARANDI aðstöðuleysi
barna- og unglingageðdeildar leiðir
til þess að læknakandídatar velja sér
önnur sérsvið og of lítil nýliðun hjá
barna- og unglingageðlæknum getur
ógnað starfsemi deildarinnar, segir
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir
barna- og unglingageðdeildar
Landspítala – háskólasjúkrahúss
(BUGL). Telur hann tímabært að
stofna kennslustöðu í greininni við
læknadeild Háskólans og ráðast
þurfi þegar í stað í byggingarfram-
kvæmdir við Dalbraut.
„Það eru gerðar stöðugt auknar
kröfur um þjónustu barna- og ung-
lingageðlækna og BUGL um leið og
ekki er hugað að því að undirstaðan
sé í lagi, eins og aðbúnaður og staða
sérgreinarinnar innan spítalans,
kennslu- og rannsóknaraðstaða. Það
stefnir í of litla nýliðun í þessari sér-
grein í framtíðinni og það er
áhyggjuefni til lengri tíma litið en
vonandi verður hægt að grípa til að-
gerða í millitíðinni. Þá þarf að
ákvarða hvert hlutverk deildarinnar
á að vera, hvort hún á að sinna allri
grunnþjónustu eins og sumir ætlast
til í dag eða hvort hún á eingöngu að
veita sérhæfða sjúkrahúsþjónustu
og þá hverjir eigi að sinna grunn-
þjónustunni,“ segir Ólafur.
Göngudeildarkomur á BUGL eru
orðnar yfir 5.000 á ári og nýting
legudeildarrýma á tímabilum vel yfir
100%. Þrátt fyrir þessa aukningu
eru enn langir biðlistar eftir grein-
ingu og meðferð, og ljóst að frekari
þjónustuaukning getur ekki orðið
hjá BUGL án þess að stækka og
bæta húsnæðið. 90 milljónir vantar
enn til þess að hægt verði að hefjast
handa við viðbyggingu.
Of fáir sérhæfa sig í
geðlækningum barna
UMHVERFISRÁÐHERRA hefur
staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar
við mat á umhverfisáhrifum vegna 1.
áfanga Sundabrautar, en setur skil-
yrði um samráð við íbúa í Hamra-
hverfi, og við hafnaryfirvöld og hags-
munaaðila í Sundahöfn.
Í úrskurðinum segir að umhverfis-
áhrif vegna Sundabrautar séu ekki
umtalsverð í skilningi laga um mat á
umhverfisáhrifum, og því úrskurður
Skipulagsstofnunar staðfestur.
Þrjár kærur bárust umhverfis-
ráðuneytinu vegna úrskurðar Skipu-
lagsstofnunar, frá Eimskip, Árna B.
Helgasyni og Jóhanni P. Símonar-
syni o.fl., en henni fylgdi undir-
skriftalisti 337 íbúa í Grafarvogi.
Umhverfisráðuneytið staðfestir
úrskurð Skipulagsstofnunar en set-
ur tvö skilyrði. Í fyrsta lagi verði
Reykjavíkurborg og Vegagerðin að
hafa samráð við íbúa Hamrahverfis
um hönnun og útfærslu hljóðvarna
og reyna að haga hljóðvörnum með
þeim hætti að óæskileg umhverfis-
áhrif verði sem minnst. Þá hafi borg
og Vegagerðin samráð við hafnaryf-
irvöld og hagsmunaaðila í Sundahöfn
við hönnun og útfærslu á umferðar-
mannvirkjum sem tengja hafnar-
svæðið við Sæbraut og Sundabraut.
Umhverfisráðherra
vegna Sundabrautar
Skilyrði um
samráð við
íbúa og höfn
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is