Morgunblaðið - 10.11.2005, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ERÓTÍSKUR
GÆÐAKRIMMI
www.jpv.is
„Spennandi
og plottið flókið …
snjall textahöfundur.“
Sigríður Albertsdóttir / DV
Súsanna Svavarsdóttir fer hér ótroðnar slóðir. Æsileg, blóðheit spennusaga
sem ögrar viðteknum gildum og þenur taugar lesandans til hins ýtrasta.
„Við þráum öll holdlegan unað
en þurfum að berjast við ógnarafl
velsæmisins áður en við leyfum okkur
að njóta hans. Á sinni löngu vegferð
hefur maðurinn náð furðulegum
árangri í að eyðileggja þá fegurð
sem felst í kynhvötinni.“
30%
AFSLÁTTUR
Gildir til
15.11. 2005.
SÓLVEIG Kr. Einarsdóttir hefur afhent Lands-
bókasafni Íslands – Háskólabókasafni til eignar og
varðveislu bréfa- og skjalasafn föður síns, Einars Ol-
geirssonar alþingismanns.
Safnið hefur að geyma tæplega 400 bréf. Bréfin
spanna mestallt tímabilið frá árunum 1921 og til
1991. Í skjölum Einars eru m. a. handrit að ræðum og
greinum, handrit að þýðingu Stefáns Pjeturssonar
og Einars að Kommúnistaávarpinu sem þeir unnu úti
í Þýskalandi 1923; greinargerð um afstöðu Sósíal-
istaflokksins til forsetakjörs 1952; stílabækur og
minnismiðar frá skólaárum Einars heima á Íslandi
og í Þýskalandi, vegabréf hans og ýmis fylgiskjöl.
Þarna má einnig finna eiginhandarrit Stephans G.
Stephanssonar að þýðingu hans á ljóði Oliver Wen-
dell Holmes Skeljabobbinn frá árinu 1923 og nokkur
handrit Þorsteins Valdimarssonar skálds og ým-
islegt fleira.
Bók Sólveig Kr. Einarsdóttur Hugsjónaeldur –
minningar um Einar Olgeirsson, sem hún byggir
meðal annars á þessum gögnum, er væntanleg í
bókabúðir í nóvember.
Sólveig Kr. Einarsdóttir afhenti Erni Hrafnkelssyni, for-
stöðumanni hjá Landsbókasafni, dagbækur föður síns.
Afhenti bréfa- og skjalasafn
Einars Olgeirssonar
STRÆTISVAGNASTJÓRINN
Andrzej Gaj er frá bænum Radków
sem er í námunda við Klodzko í Pól-
landi. Þar ók hann strætisvagni í
meira en 30 ár, en fyrir tæpum mán-
uði söðlaði hann um og fluttist til Ís-
lands. Gaj ekur nú strætisvagni hjá
Hagvögnum í Hafnarfirði, en fyr-
irtækið réð nýlega fimm Pólverja til
aksturs hjá sér.
Blaðamaður og ljósmyndari
brugðu sér í Hafnarfjörð í slyddunni í
gær og fóru í ökuferð í strætó ásamt
Gaj og öðrum Pólverja, Sebastian
Kobryn. Kobryn hefur starfað sem
vagnstjóri hjá Hagvögnum í tvö ár en
hefur nú fengið það verkefni að að-
stoða Pólverjana fimm við að aðlagast
í nýja starfinu.
Gaj ekur strætisvagninum í átt að
Áslandshverfi. „Göturnar eru betri
hér,“ segir hann þegar blaðamaður
spyr hver sé mesti munurinn á stræt-
isvagnaakstri á Íslandi og í heimabæ
hans í Póllandi. „Það er betra að eiga
við umferðina hér, hún er mun minni
en í Póllandi,“ bætir hann við. Hann
lætur vel af sér í hinu nýja starfi.
„Þetta hefur gengið mjög vel, mér líð-
ur vel í þessu starfi,“ segir Gaj.
Hann á konu og tvær dætur sem
urðu eftir í Póllandi. Önnur dóttir
hans hefur gengið í hjónaband en hin
er að ljúka háskólanámi. Gaj segist
hugsa til fjölskyldu sinnar. Ekki er
enn ákveðið hvort hún fylgir honum
hingað til lands, en fyrst hyggst Gaj
vinna hér um hríð.
Farþegar þurft aðlögun
Sebastian Kobryn fluttist hingað til
lands árið 1998, en þá höfðu foreldrar
hans búið hér í tvö ár. Hann hafði ek-
ið strætisvagni í tvö ár þegar hann
var fenginn til þess að aðstoða nýju
pólsku strætisvagnastjórana, meðal
annars með gerð leiðbeiningabækl-
ings fyrir þá. Hann segir að það sé
nokkur áskorun að starfa sem stræt-
isvagnastjóri án þess að hafa fullt
vald á íslensku.
„Þetta var dálítið erfitt fyrir mig
fyrst því ég talaði íslensku ekki reip-
rennandi. Svo fór ég á námskeið til að
læra málið en ég lærði hins vegar
mest af því að tala við fólk meðan ég
var við vinnu mína,“ segir Kobryn.
„Farþegar hafa líka þurft að aðlag-
ast. Pólverjarnir fimm sem hófu störf
hjá okkur nýverið segja að þeir hafi
tekið þeim mjög vel og engar kvart-
anir hafa borist eftir að þeir hófu
störf,“ bætir hann við.
Andrzej Gaj ók strætisvagni í 30 ár í Póllandi en er nú vagnstjóri í Hafnarfirði
„Betra að eiga við umferðina hér“
Morgunblaðið/Þorkell
Pólverjarnir Sebastian Kobryn og Andrzej Gaj segja strætisvagnafarþega
hafa tekið þeim vel og umferðin hér sé mun minni en heima fyrir í Póllandi.
Andrzej Gaj hefur ekið strætisvagni
hjá Hagvögnum í tæpan mánuð.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt
að veita iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra heimild til að leggja fram
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um einkaleyfi, en tilgangurinn
er að stuðla að því að hér verði til lyf
til varnar ef heimsfaraldur svo sem
inflúensa brýst út.
Frumvarpið er samið á vegum við-
skiptaráðuneytisins í samráði við
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið með sérstöku tilliti til sam-
þykktar ríkisstjórnarinnar um við-
brögð vegna hugsanlegs heimsfar-
aldurs svo sem inflúensu en þá má
búast við að innflutningur lyfja tak-
markist eða stöðvist alveg um nokk-
urn tíma. Þá er samtímis, líkt og í
norskum lögum um einkaleyfi, gert
ráð fyrir þeim möguleika að lyf séu
framleidd hér á landi fyrir þróunar-
lönd.
Í frumvarpinu er lagt til að gerð
verði breyting á ákvæðum laganna
um einkaleyfi varðandi heimild til út-
gáfu nauðungarleyfis en með slíku
leyfi er átt við að ríkisvaldið geti
heimilað einhverjum öðrum en
einkaleyfishafa að framleiða einka-
leyfisverndaða vöru án samþykkis
hans. Er heimildin í lögunum víkkuð
út til samræmis við ákvæði samnings
um hugverkarétt í viðskiptum sem
tengist Alþjóðaviðskiptastofnuninni.
Víkja má frá skilyrðinu um undan-
gengnar samningaumleitanir til að
spara dýrmætan tíma þegar neyð er
fyrir hendi hér á landi eða steðjar að
landinu, svo og þegar um annað al-
varlegt hættuástand er að ræða hér
á landi eða í þróunarlöndum, t.d.
vegna eyðni, berkla eða mýraköldu,
sem löndin geta ekki sjálf framleitt
lyf gegn. Skal einkaleyfishafa þá til-
kynnt um notkunina eins fljótt og
auðið er og skal hann eftir sem áður
fá sanngjarna greiðslu fyrir. Gert er
ráð fyrir að iðnaðarráðherra geti
með reglugerð sett nánari reglur um
framkvæmd.
Frumvarp sem heimilar framleiðslu á
lyfjum komi til heimsfaraldurs
Víkja frá meginreglu
einkaleyfislaga
SIGURÐUR Guðmundsson land-
læknir segir að heilbrigðisyfirvöld
hafi lagst gegn mikilli birgðasöfnun
lyfja sem framleidd eru gegn hugs-
anlegum heimsfaraldri eins og inflú-
ensu. Ástæðan sé sú að annars vegar
sé hætt við að fólk fari að nota lyfin
við hvaða umgangspest sem er og lyf-
in klárist því fljótt og hins vegar að
slík lyfjanotkun geti aukið líkur á að
það myndist ónæmi gegn inflúensu.
Sigurður segist kannast við um-
ræðu meðal heilbrigðisstarfsfólks og
þeirra sem stýra heilbrigðisstofnun-
um um að nauðsynlegt sé að safna
miklum brigðum lyfja sem hægt er
að nota til að verjast hugsanlegum
fuglaflensufaraldri ef sjúkdómurinn
fer að smitast í menn.
„Við höfum lagst mjög gegn því.
Það verður að hafa í huga að það er
ekki heimsfaraldur inflúensu í gangi.
Það er vissulega fyrir hendi sú hætta
að það brjótist úr H5N1, fuglaflensa,
eða faraldur annarrar tegundar
inflúensu sem er þá áþekk þeim sem
gengu á liðinni öld 1918, 1957 og
1968. Hvor sem það verður og hve-
nær sem hún kemur þá verður að
hafa í huga að fuglaflensan er fyrst
og fremst í fuglum en ekki manna-
sjúkdómur.
Það er stefna okkar að hér verði til
lyfjabirgðir sem dugi fyrir a.m.k.
þriðjung þjóðarinnar og að það verði
reynt að nota þau lyf eins skynsam-
lega og við getum.
Ef menn færu að birgja sig upp er
mjög líklegt að fólk fari að taka lyfin
við hvaða flensupest eða smákvefpest
sem er og lyfin myndu þá fljótlega
klárast. Auk þess óttumst við svolítið,
að ef það verður mikil aukning í notk-
un þessara lyfja, að það gæti aukið
líkur á ónæmi. Það eru þegar til upp-
lýsingar um ónæmismyndun gegn
þessum lyfjum. Helsti þátturinn sem
skapar ónæmi gegn lyfjum er lyfja-
notkunin sem slík,“ sagði Sigurður.
Landlæknir telur ekki ástæðu til að
safna miklum birgðum inflúensulyfja
Varar við notkun
flensulyfja
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is