Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 20

Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ AUSTURLAND Egilsstaðir | „Tenging fjarðabyggð- anna og Héraðs með veggöngum er og verður grunnforsenda framfara og uppbyggingar á Austurlandi,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, for- maður Samtaka áhugafólks um veg- göng á Austurlandi, á ráðstefnu um veggangamál á Austurlandi, sem haldin var á Egilsstöðum í fyrri viku á vegum SAMGÖNG og Þróun- arstofu Austurlands. „Takist okkur að styrkja innviðina á Mið- Austurlandi höfum við skapað kjarna sem er trúverðugt mótvægi við bæði Eyjafjarðar- og Faxaflóa- svæðið. Svæði sem er eftirsókn- arvert jafnt til búsetu og fram- kvæmda. Þetta teljum við brýnasta hagsmunamál okkar sem hér búum.“ Á ráðstefnunni sem um 70 manns sóttu, kom m.a. fram að nýleg skýrsla frá Rannsóknastofnun Há- skólans á Akureyri, sem unnin var fyrir Samband sveitarfélaga á Aust- urlandi um veggangakosti í fjórð- ungnum, lýsti svipuðum nið- urstöðum og skýrsla sem Vegagerðin vann árið 1993 um for- gangsröðun vegganga á Austur- landi. Hún gerði ráð fyrir veggöng- um milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar í 1. áfanga, milli Vopna- fjarðar, Héraðs, Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar í 2. áfanga og Fá- skrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur í 3. áfanga. Tillögunum var á sínum tíma vísað heim í hérað til skoðunar. 27 km á 16 milljarða Skv. nýlegu mati Vegagerðar rík- isins á undirbúningi og gerð ganga á Mið-Austurlandi, þ.e. ganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar (6,2 km), Norðfjarðar og Mjóafjarðar (6 km), Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar (5,5 km) og Mjóafjarðar og Héraðs (9,2 km) myndu þessi alls 27 km löngu veggöng kosta um 16 milljarða króna. Undirbúningskostnaður næmi 400-500 milljónum króna og yrði líklega hærri ef um heilborun væri að ræða. Rannsóknir næmu um 35% af undirbúningskostnaði, um- hverfismat 10% og hönnun og útboð 55% kostnaðar. Talið er að und- irbúningstími nýrra vegganga sé nú um fjögur ár og almennt eru göng nú staðsett undir 100 m.y.s. Vangaveltur um hagkvæmni heil- borunar vegganga eru ýmsar. Ljóst þykir að ekki borgar sig að hefja heilborun fyrir minna en 6 km löng göng þar sem mikill kostnaður og tími fer í að koma TBM-bor og öllum búnaði á upphafspunkt og 2-3 mán- uði að setja borinn saman. Þá er spurning hvort menn vilja ein- eða tvíbreið göng, en þvermál TBM bora er frá 6,5 til 8,5 metra. Hagstæðast mun að bora veggöng í einu lagi og hafa hliðargöng beint niður í þéttbýlin sem tengja á með mannvirkjunum. Sagði Edvard Dahl, verkefnisstjóri hjá ELKEM í Noregi, sem unnið hefur með TBM- borum frá árinu 1989 að um 150 km af göngum, að ef heilbora ætti veg- göng væri skynsamlegt að gera það í samhangandi áföngum og taka hvern þeirra í notkun um leið og honum lyki. Hann benti jafnframt á að hugsanlega yrði hægt að kaupa verkefnalausa TBM-bora á um fimmtung kostnaðarverðs á næstu misserum. TBM-borun í Kárahnjúkavirkjun hefur gengið misvel, en sé dæmi tek- ið af borun TBM í aðgöngum 1, sem nú eru komin rúma 7 km inn eftir Fljótsdalsheiði við góð skilyrði, hafa afköst að jafnaði verið um 200 metr- ar á viku. Veggsteðjar og tjakkar þrýsta borkrónunni áfram og við hverja borfærslu fer borinn fram um 2 metra. Hver færsla skilar um 84 rúmmetrum efnis út eftir færibönd- um á efnishaug nokkuð utan ganga- opsins. Almenna vegakerfið næst Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri sagði á ráðstefnunni bráðnauðsyn- legt vegna byggðar í landinu að ljúka hinu almenna vegakerfi og það væri næst á dagskrá. Hann gagnrýndi jarðganga- skýrslu HA fyrir að gera ráð fyrir einbreiðum göngum. „Ég held að við séum komin út úr þeim tíma að við eigum að gera ráð fyrir öðru en tví- breiðum göngum. Það verður að taka á landsvísu þessi stóru verkefni eins og veggöng og raða þeim, til að vera með grunn svo ekki sé alltaf hrepparígur“ sagði Jón. „Við vinnum eftir ákveðnu plani varðandi undirbúning og fram- kvæmdir og ákvörðunum um frekari veggöng er vísað til þingmanna,“ sagði Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega- gerðarinnar. Hann segir undirbún- ingsrannsóknir vegna vegganga ekki hafa verið settar af stað fyrr en Alþingi hefði tekið ákvörðun um slík- ar framkvæmdir og tímasett þær. „Við teljum að varðandi Vopnafjörð- Hérað og Eskifjörð-Norðfjörð séum við komin með það mikið af gögnum að næsta skref sé einfaldlega að taka ákvörðun eins nákvæmlega og hægt er um hvar göngin eiga að vera og fara í dýrar rannsóknir, sem eru þá undanfari framkvæmdanna sjálfra. Þar er um að ræða kjarnaborun sem kostar mikið fé. Ekki er farið út í slíkar rannsóknir fyrr en ákveðið hefur verið af Alþingi að fara í til- tekna framkvæmd og tímasetja hana inn á næstu tíu árum eða svo.“ Grunnforsenda framfara á Austurlandi Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Heilborun möguleiki Edvard Dahl hjá ELKEM í Noregi útskýrði heil- borun með TBM-gangaborvélum. Reykjadalur | „Lengi býr að fyrstu gerð,“ seg- ir máltækið, en það sannaðist þegar nautið Eldur frá Laugabóli var valinn arftaki Gutt- orms í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Reykjavík enda er hann góður við krakkana sem koma að skoða hann. Laugaból er í Reykjadal í Suður-Þingeyj- arsýslu en þar hefur bóndinn Haukur Tryggvason ásamt fjölskyldu sinni búið með kýr í marga áratugi. Hann hefur alla tíð hugsað mjög vel um kálfana og gefið þeim góðan tíma, kjassað þá og klappað þeim þannig að þeir hafa orðið mjög mannblendnir. Haukur segir að þessi vinna skili sér alltaf, sérstaklega á þetta við um kvígurnar sem eru að bera í fyrsta sinn. Þær séu miklu viðráð- anlegri, séu ekki hræddar við mjaltavélarnar og eigi auðveldara með að venjast breytingum. Hefur gaman af skepnunum Haukur er oftast með sjö kýr í mjólkurfram- leiðslu, en framleiðir að jafnaði um 30 þúsund lítra á ári. Með árunum hefur hann minnkað við sig en þar sem hann hefur mjög gaman af skepnunum ætlar hann að halda áfram enn um sinn enda margir góðir gripir í fjósi. Þar skal nefna systur Elds, hana Tinnu, sem er á öðrum kálfi. Hún mjólkaði 6.500 lítra á almanaksárinu 2004 og bætti síðan við 2000 lítrum áður er hún átti sinn annan kálf. Hún mjólkaði því 8.500 lítra á sínum fyrsta kálfi. Eldur og Tinna eru hálfsystkini undan kúnni Glóð sem var metkýr og fékk Haukur verðlaun fyrir hana sem best dæmdu kúna í Suður-Þing- eyjarsýslu sem fædd var 1999. Hún bar ekki nema fjórum sinnum þar sem hún ofgerði sér, enda fór hún í 40 l dagsnyt á þriðja kálfi. Hún mjólkaði að meðaltali 7.493 l mjólkur á ári sem ekki er lítið. Tinna er eina kvígan undan henni, en heima í fjósinu á Laugabóli lifir ungur boli sem heitir Logi sem er síðasti kálfurinn undan Glóð. Hann er hálfbróðir Elds, en tæplega er þess að vænta að hann njóti sömu virðingar í framtíð- inni. Í fjósinu hans Elds er kálfunum klappað Eftir Atla Vigfússon Mýrdalur | Bændur í Fagra- dal í Mýrdal hafa aldrei keypt rafmagn frá samveitu. Bæjarlækurinn var virkjaður fyrir bráðum áttatíu árum og síðan hefur heimarafstöð séð heimili og búrekstri fyrir orku. Nú er Jónas Erlends- son bóndi í Fagradal að end- urnýja rafstöðina. Afi núverandi bónda, Jón- as Jakobsson, og Ólafur bróðir hans virkjuðu bæj- arlækinn árið 1928 og ráku þar litla virkjun fyrst í stað. Endurnýjuðu þeir tækjakost- inn fyrir um 50 árum og stækkuðu þá í 12 kW. Sú virkjun hefur snúist síðan og malað gull fyrir eigendur sína. Borgar sig upp á þremur árum Nú hefur Jónas Erlends- son fest kaup á nýrri rafstöð frá Kanada. Raunar er bún- aðurinn smíðaður enn lengra í burtu, eða í Víetnam. Hverfillinn og rafallinn eru komnir á sinn stað í rafstöðv- arhúsinu, við hliðina á gömlu rafstöðinni, og aðeins er eftir að tengja. Nýja stöðin er heldur stærri en sú eldri, eða 16 kW uppsett afl. „Stöðin er orðin fimmtíu ára gömul og þótt hún snúist enn getur eitthvað farið að gefa sig. Það er ágætt að að hita upp vatnið fyrir fisk- eldisstöð, sem Jónas rekur, og skapar grundvöll til hrað- ari vaxtar seiðanna. Jónas segir að töluverð vakning sé í uppbyggingu heimarafstöðva þessi árin, margir hafi farið í uppbygg- ingu og endurnýjun og enn fleiri séu að spá í hlutina. Þá nýti sumir sér aðstöðuna til að selja rafmagn inn á lands- kerfið og fái þannig tekjur til að standa undir fjárfesting- unni. hafa hana áfram, til vara,“ segir Jónas. Hann segist hafa þurft að stækka stöðvarhúsið lítillega en annars felist kostnaðurinn að mestu í kaupum á hverflinum og öðr- um tækjabúnaði. Hann hafi fengist á hagstæðu verði vegna sterkrar stöðu krón- unnar. „Hún borgar sig upp á þremur árum,“ segir Jónas. Jónas notar orkuna til heimilis og búrekstrar og þegar hún er ekki fullnýtt heima gagnast rafmagnið til Fagridalur hefur aldrei keypt samveiturafmagn Fimmtug heima- rafstöð endurnýjuð Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Endurnýjun Andrés Pálmason hífir vatnsaflshverfil, rafal og tilheyrandi búnað inn í stöðvarhúsið í Fagradal. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.